Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 11

Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 11
ÞAR sem Danir hafa ekki staðfest svonefnda Dyflinar II reglugerð geta Íslendingar og Norðmenn ekki beðið um upplýsingar um hvort hælisleitendum og flóttamönnum hafi verið neitað um hæli eða dval- arleyfi. Norski ráðherra innflytjenda- mála, Erna Solberg, hefur í fjöl- miðlum gagnrýnt Dani og segist vera að missa þolinmælina yfir seinagangi þeirra við að staðfesta reglugerðina. Segir hún flóttamenn sem neitað hafi verið um dvalarleyfi í Danmörku streyma til Noregs. Dublinarreglugerðin felur m.a. í sér að aðildarlöndin verða að gefa upp- lýsingar um hælisleitendur og flóttafólk, sé eftir því sóst. Sam- kvæmt samningnum er hægt að vísa hælisleitendum úr landi hafi þeim verið hafnað í einu af aðild- arlöndunum eða þeir eigi þar um- sókn. Kristín Völundardóttir, lögfræð- ingur hjá Útlendingastofnun, segir að það sama gæti gerst hér á landi og gerst hefur í Noregi. Hún segir að Danir þurfi að semja sérstaklega við Evrópusambandið vegna reglu- gerðarinnar sem öll önnur lönd ESB auk Íslands og Noregs eiga aðild að. Það hafi hins vegar enn ekki verið gert. „Meðan Danir og Íslendingar eru ekki í samningssambandi getum við ekki fengið upplýsingar frá Dan- mörku um hvort viðkomandi sé þekktur þar sem hælisleitandi. Þeim er óheimilt að veita þessar upplýsingar samkvæmt persónu- verndarlögum þar sem þeir eru ekki aðilar að samkomulaginu. Við getum heldur ekki fengið upplýs- ingar frá þeim um áritanir sem þeir veita. Við vitum ekkert um það hvort þeir hælisleitendur sem hing- að koma, og við höfum engar upp- lýsingar um, komi frá Danmörku eða ekki.“ Kristín segir að Íslendingar og Noregur séu einu ríkin sem standi frammi fyrir þessu gagnvart Dön- um því öll önnur ríki ESB eru aðilar að Dublinarsamningnum, sem kom til áður en Dublinarreglugerðin var samþykkt. Ísland og Noregur eru einnig aðilar að því samkomulagi en hefðu að sögn Kristínar þurft að semja sérstaklega við Dani við gerð þess en það var aldrei gert. Kristín segir reynsluna sýna að fái hælisleitandi neitun í einu landi reyni hann að fá hæli annars staðar. „Þeir sem eru að koma hingað eru oftast aðilar sem hafa fengið neitun annars staðar.“ Á þessu ári hefur 20 hælisleit- endum verið vísað til annarra Evr- ópulanda á grundvelli samningsins, að sögn Kristínar. Fá ekki upplýsingar um hælisleitendur Morgunblaðið/Sverrir aðgerðum. Utanríkisráðherra lýsti því hér áðan að það væru uppi áform í þessa veru og að miklir möguleikar væru í stöðunni. Aðal- atriðið er þó þetta: Á meðan nið- urskurður á fjárveitingu til varn- arliðsins raskar ekki öryggishagsmunum Íslands og þeim lágmarkskröfum sem íslensk stjórnvöld gera til landvarna á grundvelli gildandi varnarsamn- ings geta stjórnvöld því miður ekki mikið aðhafst.“ Steingrímur J. Sigússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði að það væri eðlileg krafa Suðurnesjamanna að málum þar yrði komið í ákveðinn farveg. Sagðist hann undrandi á því að ekki væri starfandi einhvers konar samráðsnefnd heimamanna og stjórnvalda, þar sem menn gætu borið saman bækur sínar í þessum efnum. „Ég fer fram á að utanríkisráðuneytið standi betur að samráði og upplýsingagjöf til heimamanna í þessum efnum en það hefur bersýnilega gert hingað til,“ sagði hann. Í máli Grétars Mars Jónssonar, varaþingmanns Frjálslynda flokks- ins, kom m.a. fram að horfurnar í atvinnumálum á Suðurnesjum væru ekki bjartar. Sagði hann m.a. að þjónustufyrirtæki sem tengdust varnarliðinu reiknuðu öll með því að þurfa að fækka starfsfólki á næstunni. Þá spurði Önundur S. Björnsson, varaþingmaður Sam- fylkingarinnar, m.a. að því til hvaða mótvægisaðgerða stjórnvöld ætluðu að grípa vegna ástandsins á Suðurnesjum. „Og hvernig ber t.d. að skilja hirðuleysi stjórnvalda við ítrekaðri beiðni sveitarstjórna á Suðurnesjum um viðræður til lausna?“ Ýmislegt að gerast Í lok umræðunnar sagði utanrík- isráðherra m.a. að ekki væri hægt að saka stjórnvöld um aðgerðar- leysi eða værukærð í þessu máli. Slíkur málflutningur væri ekki sæmandi hjá þingmönnum Sam- fylkingarinnar og vinstri grænna. „Það er ýmislegt gott að gerast á þessu svæði,“ ítrekaði hann. „Ég minni á viðræðurnar við Banda- ríkjamenn sem skipta miklu máli. Ég vænti þess að Alþingi standi saman um það að við reynum að fá niðurstöðu í því máli sem fyrst. Það er ekki hægt að ásaka stjórn- völd um værukærð. Það er heldur ekki hægt að ásaka utanríkisráðu- neytið um að ekki hafi verið haft fullt samráð við verkalýðshreyf- inguna á Suðurnesjum.“ Sagði hann ráðuneytið t.d. hafa beitt sér fyrir því að varnarliðið færi að lög- um við uppsagnirnar hjá varnarlið- inu. „Við höfum beitt okkur fyrir því að fá varnarliðið til að fara að lögum sem það gerði ekki,“ sagði ráðherra. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 11 Borðstofuhúsgögn, sennilega frá 1920-1930, eru til sölu. Borð, 2 armstólar, 6 stólar og 2 skápar. Upplýsingar í síma 562 1131 Antik Á FUNDI ráðherra í samsettri nefnd um málefni Schengen var tillaga framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins um að setja á fót Evrópska landamærastofnun sam- þykkt í meginatriðum. Stefnt er að því að samþykkja reglugerðina á fyrri hluta næsta árs og að stofnunin taki til starfa 1. janúar 2005. Ísland og Noregur aðilar að nýju landamærastofnuninni Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra var í forsæti á fundinum sem fram fór sl. fimmtudag. Til- lagan var aðalmál fundarins en hún byggist á Schengen-gerðum, þannig að Ísland og Noregur verða aðilar að stofnuninni. Þá hafa Bretar og Írar, sem eru utan Schengen, óskað eftir þátttöku í stofnuninni og var samþykkt á ráðherrafundinum, að leitað yrði leiða til að verða við óskum þeirra. Í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að landamærastofnunin fer hvorki með lagasetningarvald né ber ábyrgð á framkvæmd landamæra- vörslu. Hlutverk hennar er að leiða samvinnu aðildarríkjanna á sviði landamæravörslu. Undanfar- in tvö ár hefur samvinna landa- mærayfirvalda í Schengen-ríkjum aukist mikið, ekki síst við fram- kvæmd eftirlits. Hefur verið unnið að einstökum verkefnum til að samhæfa sem best krafta ríkjanna, svo sem með því að semja sameiginlegt fræðslu- efni fyrir landamæraverði, vinna saman að áhættugreiningu, efla samstarf landamærayfirvalda á flugvöllum o.fl. Er ætlunin að formfesta þetta samstarf betur með þessari stofnun, segir enn- fremur í fréttatilkynningunni. Verkefni stofnunarinnar verða að samhæfa samvinnu landamæra- varða og aðstoða ríkin við þjálfun þeirra. Þá mun stofnunin fram- kvæma áhættugreiningu, fylgja eftir hvers kyns rannsóknum í þágu landamæragæslu – aðstoða ríki við sérstakar aðstæður vegna álags á einstaka hluta ytri landa- mæra og við að framkvæma brott- vísanir sameiginlega. Sérstök stjórn verður yfir stofn- uninni og er gert ráð fyrir að hvert ríki tilnefni einn fulltrúa í stjórnina. Miðað er við að starfsmenn stofnunarinnar verði um 30 talsins. Framkvæmdin mun kosta sitt Á fundinum var einnig sam- þykkt að sett yrðu mælanleg ein- staklingsbundin einkenni (bio- metrics) í vegabréfsáritanir og dvalarleyfi. Segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að þarna sé átt við t.d. fingraför eða andlitsfall viðkomandi. „Þetta er aðeins í vegabréfsáritanir og dvalarleyfi því að á vegum Evrópusambands- ins hefur ekki verið samþykkt að taka upp samræmdar reglur varð- andi vegabréf.“ Björn segir fram- kvæmd þessa kosta sitt en að Bandaríkjamenn séu að gera kröf- ur um þetta gagnvart öllum sem þangað koma. „Þetta er eitt af því sem við stöndum frammi fyrir vegna óttans við hryðjuverk.“ Þá náðist á ráðherrafundinum samkomulag um aðgerðir til að berjast gegn ólöglegum innflutn- ingi fólks yfir landamæri sem liggja að sjó. Stofnun Evrópsku landamærastofnunarinnar samþykkt Fingraför sett í vegabréfsáritanir ALÞINGI samþykkti á fimmtudag frumvarp fjármála- ráðherra, Geirs H. Haarde, um 8% hækkun þungaskatts og vörugjalds af bensíni. Var frumvarpið samþykkt með 22 atkvæðum þingmanna stjórn- arflokkanna gegn 18 atkvæðum þingmanna stjórnarandstöð- unnar. Alls 23 þingmenn voru fjarstaddir atkvæðagreiðsluna. Hækkunin á bensíngjaldinu tekur strax gildi en hækkunin á þungaskattinum tekur gildi 1. janúar nk. Fram kom í máli einstakra þingmanna stjórnarandstöð- unnar fyrr um daginn að sam- þykkt frumvarpsins myndi leiða beint til hækkunar á flutn- ingsgjöldum sem þýddi enn hærra vöruverð á landsbyggð- inni. Ný lög frá Alþingi Þunga- skattur hækkar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.