Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 14
ÍVAN grimmi hefur um margra alda skeið verið álitinn einn versti fanturinn í sögu Rússlands, blóði drifinn harðstjóri sem myrti son sinn, stofn- aði fyrstu öryggissveitir lögreglunnar og tók síð- an sjálfur þátt í voðaverkum þeirra. Því fer þó fjarri að allir Rússar minnist Ívans með skömm. Þjóðlagasöngkonan Zhanna Bichevskaya er í hópi aðdáenda Ívans grimma, sem var uppi 1530– 1584. Hún syngur nú fátt annað en hugljúfar ball- öður er heiðra minningu keisarans fyrrverandi og í þætti sínum í rússneska ríkisútvarpinu talar hún fyrir því að rússneska rétttrúnaðarkirkjan taki Ív- an í dýrlingatölu. Á nýjasta hljómdiski sínum lýsir Bichevskaya Ívani sem hugrökkum bardagamanni er þjónaði kirkjunni og vann að því að „útrýma óvinum Rúss- lands“. „Menn hafa kallað hann trúvilling,“ segir Bichevskaya, „en hann er dýrlingur.“ Bichevskaya er ekki eini aðdáandi Ívans grimma í Rússlandi og hópur fólks hefur und- anfarið þrýst á rétttrúnaðarkirkjuna að taka Ív- an, sem talinn er hafa látið drepa þúsundir manna, í dýrlingatölu. „Við teljum ekki að hægt sé að hlæja að þessum kröfum,“ segir Sergei Chapnin, ritstjóri kirkjurits rétttrúnaðarkirkjunnar rússnesku. „Við lítum svo á að um alvarlegt vandamál sé að ræða fyrir kirkj- una. Hópur fólks hefur uppi áróður í þessa veru og þúsundir manna trúa honum. Þetta ógnar því einingu kirkjunnar.“ Segir hugmyndina „brjálæði“ Vekur einmitt eftirtekt hversu mikið kirkjan leggur á sig til að þagga niður í þeim röddum sem vilja að Ívan verði tekinn í tölu dýrlinga. Alexí II patríarki, æðsti yfirmaður rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar, hefur t.a.m. fordæmt hugmynd- ina opinberlega og sagði hann „brjálæði“ að ætl- ast til að kirkjan legði að jöfnu „morðingja og píslarvotta, saurlífisseggi og dýrlinga“. Vinnur nefnd á vegum kirkjunnar nú að því að setja á blað helstu heimildir um voðaverk Ívans; þannig að hægt verði að sýna fram á að hann hafi engan veginn hagað sér eins og dýrlingur á með- an hann lifði. Fylgjendur Ívans hafa þegar náð þeim árangri að telja kirkjuna á að taka Nikulás II. Rússlands- keisara í dýrlingatölu. Þetta gerðist árið 2000 en hugmyndin um Nikulás, sem var tekinn af lífi í byltingunni 1917, þótti fjarstæðukennd aðeins nokkrum árum fyrr, enda var síðasti keisari Rússaveldis þekktur fyrir gyðingahatur sitt og fyrir að hafa lagt blessun sína yfir hreinsunar- aðgerðir gegn gyðingum. „Aðdáendur Ívans telja að upphafning Nikulás- ar II. gefi þeim ástæðu til að vonast eftir að Ívan grimmi fái sömu meðferð,“ segir Vladislav Tsyp- in, trúabragðafræðingur og meðlimur í dýr- linganefnd kirkjunnar. „Þeir eiga hins vegar fátt sameiginlegt. Nikulás II. var fórnarlamb ógn- arstjórnar á meðan Ívan grimmi lagði á ráðin um ógnarstjórn.“ Sannarlega gefur hin skrifaða saga ekki tilefni til þess að ætla að Ívan eigi skilið að verða út- nefndur dýrlingur. Hann er þekktastur fyrir að hafa stýrt þjóð sinni út í 24 ára langt stríð við Pól- verja og Svía sem tapaðist. Hann kom jafnframt á fót öryggislögreglu sem stóð fyrir fjöldamorðum í borginni Novgorod, þáverandi stjórnarsetri keis- arans, árið 1570. Árið 1581 stakk hann síðan son sinn, Ívan, til ólífis. Tsypin bendir á ýmislegt fleira sem er þess eðlis að eðlilegra mætti teljast að Ívan grimmi hlyti ævarandi fordæmingu kirkjunnar fremur en hitt. Ívan kvæntist t.a.m. sjö sinnum (rússneska rétt- trúnaðarkirkjan leyfir aðeins fjögur hjónabönd) og er talinn hafa fyrirskipað morð á ýmsum þeim sem mótmæltu ógnarstjórn hans. „Goðsögn, þjóðsögur og lygar“ Aðdáendur Ívans hafna hins vegar allri sagn- fræðilegri gagnrýni. Á einni netsíðu sem tileinkuð er Ívan er rætt um meinta grimmd hans sem „goð- sögn, þjóðsögur og lygar“ sem andstæðingar Rússlands, kaþólikkar, gyðingar og aðrir hafi dreift út. Ívans eigi að minnast sem fyrsta rúss- neska keisarans, sem lítilláts munks sem á sínum efri árum iðraðist synda sinna. Söngkonan Bichevskaya hefur lítið álit á Alexí patríarka og segir kirkjuna á endanum munu verða að láta undan óskum fjöldans. Hún segist fá „fullt af bréfum“ frá hlustendum í hvert sinn sem hún nefni Ívan á nafn. „Fólk þakkar mér fyrir, biður mig um að senda sér helgimyndir og bænir til Ívans grimma,“ segir hún. Þetta er annars ekki í fyrsta skipti sem gerð er tilraun til að senda Ívan í „endurhæfingu“. Þegar ógnarstjórn Jósefs Stalíns stóð sem hæst, á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, reyndi Stalín að stuðla að persónudýrkun á Ívani hinum grimma. Rituð voru ný og vinsæl rit um hetjudáðir Ívans, þar sem lögð var áhersla á áhuga hans á andans málum og tilraunir til að sameina sundraða yfir- stéttina undir einni stjórn. Engan þarf að undra að margir þeirra, sem vilja að Ívan verði tekinn í dýrlingatölu, eru jafnframt á þeirri skoðun að Stalín verðskuldi sömu upphefð. The Washington Post/Susan B. Glasser Þjóðlagasöngkonan Zhanna Bichevskaya syngur nú fátt annað en hugljúfar ballöður er heiðra minningu Ívans grimma. Moskvu. The Washington Post. Vilja að Ívan grimmi verði tekinn í tölu dýrlinga ’ Á einni netsíðusem tileinkuð er Ívani er rætt um meinta grimmd hans sem „goðsögn, þjóðsögur og lygar“. ‘ Listamaðurinn Svetlana Chirkova hefur gert þessa mynd af Ívani grimma. ERLENT 14 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORSÆTISRÁÐHERRA Taívans sagði í gær að hann kynni að reyna að fá þing eyjunnar til að afnema ný lög sem heimila þjóðaratkvæða- greiðslu en koma í veg fyrir að stjórnin geti borið tillögu um sjálf- stæðisyfirlýsingu undir þjóðar- atkvæði á friðartímum. Samkvæmt nýju lögunum getur forseti Taívans aðeins efnt til þjóð- aratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eyjunnar reyni kínversk stjórnvöld að sameina Taívan og Kína með her- valdi. Í lögunum er hins vegar ákvæði um að þegar innrás er ekki yfirvof- andi geti aðeins þingið og almenn- ingur óskað eftir þjóðaratkvæða- greiðslu. Þingið fær einnig vald til að hafna tillögum um þjóðaratkvæða- greiðslu á friðartímum um viðkvæm mál eins og formlega sjálfstæðisyf- irlýsingu, breytingar á fána eyjunn- ar eða nafni hennar. Kínverjar hafa „miklar áhyggjur“ Áður en lögin voru samþykkt í fyrradag hótuðu kínverskir ráða- menn „hörðum viðbrögðum“ ef þing Taívans samþykkti „lagalegan grundvöll“ fyrir sjálfstæði eyjunnar. Viðbrögð þeirra við samþykkt lag- anna voru hins vegar varfærnisleg í gær og þeir höfðu ekki í frammi neinar hótanir. Þeir sögðu aðeins að kínverska stjórnin hefði „miklar áhyggjur“ og fylgdist „grannt með þróun mála“. Leiðtogar kínverska kommúnista- flokksins segja að Taívan sé enn hluti af Kína þótt flokkurinn hafi aldrei stjórnað eyjunni frá því að hann komst til valda á meginlandinu árið 1949. Þeir hafa oft hótað Taívön- um innrás lýsi þeir formlega yfir sjálfstæði. Chen Shui-bian, forseti Taívans, vildi að þingið setti skýr lög sem myndu gera stjórninni kleift að bera tillögu um sjálfstæðisyfirlýsingu undir þjóðaratkvæði. Stjórnarand- staðan var hins vegar andvíg því. Hún er með nauman meirihluta á þinginu og er hlynnt því að Taívan sameinist Kína þegar fram líða stundir. Áfall fyrir forsetann Yu Shyi-kun, forsætisráðherra Taívans, kvartaði yfir því í gær að lögin væru mjög mótsagnakennd og veittu þinginu of mikið vald til að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði að stjórnin væri að íhuga þann möguleika að óska eftir því að lögin yrðu afnumin. Verði það gert þarf þingið að greiða aftur atkvæði um lögin innan hálfs mánaðar og að minnsta kosti 112 þingmenn af 223 myndu þurfa að samþykkja afnám laganna. Nokkur dagblöð á Taívan túlkuðu lögin sem áfall fyrir forsetann og sögðu að það yrði mjög erfitt, jafnvel ógjörningur, að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálfstæði eyjunn- ar. Forsetinn sagði þó að nýju lögin væru mjög söguleg og mörkuðu tímamót í baráttu stjórnarinnar fyr- ir auknu lýðræði. Hann hét því að „fjarlægja erfiðleikana og hindran- irnar“ sem kæmu í veg fyrir að stjórnin gæti efnt til þjóðaratkvæða- greiðslu á friðartímum. „Mikilvægur varnagli“ Stjórnarandstæðingar sögðu að í nýju lögunum væri „mikilvægur var- nagli“ sem hindraði þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði þegar innrás væri ekki yfirvofandi. Samkvæmt lögunum á að stofna um 20 manna þingnefnd sem á að fjalla um allar tillögur varðandi þjóðaratkvæða- greiðslu. Að minnsta kosti 75% þing- mannanna 223 þurfa að samþykkja tillögurnar áður en þeim er vísað til nefndarinnar. Nokkrir þingmenn, sem eru hlynntir sjálfstæðisyfirlýsingu, mót- mæltu lögunum. Einn þeirra hélt á spjaldi í þinghúsinu með áletruninni: „Þingið er löggjafarstofnun kín- verskra stjórnvalda.“ Lög sem heimila þjóðaratkvæðagreiðslur á Taívan en þingið fær vald til að hindra þær Stjórnin kann að reyna að afnema lögin Reuters Taívanskir þingmenn fagna eftir atkvæðagreiðslu á þingi Taívans um lög sem heimila þjóðaratkvæðagreiðslur. Taipei. AP, AFP. BRESKI Íhaldsflokkurinn er nú sá flokkur landsins sem mests fylgis nýtur, ef marka má skoðanakönnun er birt var í gær. Þessi niðurstaða þykir nokkur tíðindi og fallin til að styrkja stöðu Michaels How- ards sem tók við embætti flokksleiðtoga fyrr í mánuðin- um. Samkvæmt könnun The Daily Telegraph styðja 38% kjósenda nú Íhaldsflokkinn. Næstur kemur Verkamanna- flokkur Tonys Blairs forsætis- ráðherra en í þriðja sæti eru Frjálslyndir demókratar. Þeir njóta nú stuðnings 19% kjós- enda og hafa tapað fjórum prósentustigum frá síðustu könnun sem gerð var í liðnum mánuði. Sveiflan í fylginu er sú að Íhaldsmenn hafa bætt við sig fjórum prósentustigum sem þeir taka frá Frjálsynd- um þar eð fylgi Verkamanna- flokksins er óbreytt. Þegar spurt var hver flokksleiðtoganna væri hæf- astur til að fara með embætti forsætisráðherra varð Tony Blair efstur með 31% fylgi. Næstur kom Howard með 27%, fimm prósentustigum meira en Iain Duncan Smith, fyrrum leiðtogi íhaldsmanna. Tæplega 2.000 manns tóku þátt í könnuninni. The Daily Telegraph sem er hallt undir Íhaldsflokkinn telur könnunina til marks um að Howard og menn hans séu komir í sóknarstöðu í bresk- um stjórnmálum. Það megi teljast fréttnæmt. Breskir íhalds- menn í sókn Lundúnum. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.