Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÍKI MENNSKUNNAR Eitt samfélag fyrir alla. Siðferðileg áhersla 21. aldarinnar Þriðjudaginn 2. desember 2003 í hátíðasal Háskóla Íslands, kl. 15.00 til 17.30 Málþing rektors Háskóla Íslands haldið í samstarfi við félagsmálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Samtök atvinnulífsins, í tilefni af Evrópuári fatlaðs fólks 2003 15.00-15.15 – Setning: Páll Skúlason, háskólarektor – Ávarp: Árni Magnússon, félagsmálaráðherra 15.15-15.30 – Þátttaka fatlaðra í samfélagi og atvinnulífi: Hin siðferðilegu gildi Páll Skúlason, háskólarektor 15.30-16.00 – Þátttaka allra í verðmætasköpun samfélagsins: Ávinningar og ábyrgð Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Síríus hf., Jón Hlöðver Áskelsson, tónlistarmaður, Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco hf. 16.20-16.30 – Ávinningar af atvinnuþátttöku fatlaðs fólks: Hvað segja rannsóknir? Rannveig Traustadóttir, dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands 16.30-17.30 – Hvaða aðgerðir eru mikilvægastar til að skapa eitt samfélag fyrir alla og tryggja virka þátttöku allra í atvinnulífi og verðmætasköpun? Pallborðsumræður undir stjórn Páls Skúlasonar, háskólarektors Anna Geirsdóttir heimilislæknir, Heilsugæslunni Grafarvogi, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipafélags Íslands hf., Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags Íslands 17.30 – Ráðstefnuslit og léttar veitingar Málþingið er öllum opið. Skráning tilkynnist í síma 525 4302 eða til haskolarektor@hi.is MEINTUR lykilmaður í hryðju- verkasamtökum Osama bin Ladens, al-Qaeda, var handtekinn í Hamborg í gærmorgun að kröfu ítalskra sak- sóknara, að því er þýska lögreglan greindi frá. Sagði fulltrúi lögreglunn- ar að maðurinn væri Mahjub Abd- errazak, Alsírbúi sem gengi undir nafninu „sheikh“. Alls gáfu saksóknarar í Mílanó á Ítalíu út handtökuskipun á hendur fimm manns í gær og var þrennt handtekið. Auk Abderrazaks var tún- ísk kona, Farida Bentiwaa Ben Bach- ir, handtekin í Padúa í gærmorgun og Marokkómaður, Jamal Housni, var handtekinn í Mílanó. Ítalska frétta- stofan Ansa greindi frá þessu. Tveir þeirra fimm sem saksóknar- ar fyrirskipuðu að yrðu handteknir ganga enn lausir. Annar þeirra er Íraki en hinn Túnisbúi, að því er Ansa hafði eftir lögreglu. Fimmmenning- arnir voru m.a. eftirlýstir vegna gruns um að hafa fengið fólk til að gera sjálfsmorðssprengjuárásir í Bagdad. Abderrazak var tekinn höndum í júlí vegna gruns um aðild að sprengjutilræði á Spáni en var lát- inn laus vegna skorts á sönnunar- gögnum. Lögregla á Englandi leitaði í ann- arri íbúð í Gloucester í gær, en þar var í fyrradag handtekinn maður sem talinn er tengdur al-Qaeda og „skó- sprengjumanninum“ Richard Reid. Íbúðin sem leitað var í í gær er við hliðina á íbúð mannsins sem handtek- inn var í fyrradag, en þar fannst lítið eitt af sprengiefni. Meintur lykilmaður í al-Qaeda hand- tekinn í Hamborg Hamborg, Róm, Gloucester. AFP. FRJÓSEMI danskra karlmanna á þrítugsaldri er minni en hjá mönn- um á sjötugsaldri, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Blaðið vitnar í rannsókn sem vísindamenn við Ár- ósaháskóla hafa gert en þar kemur fram að frjósemin hafi minnkað stöðugt undanfarin 70 ár. Fram kom á læknaráðstefnu í Stokkhólmi nýverið að fjöldi virkra sáðfrumna í hverjum millílítra af sæði í ungum, dönskum körlum er aðeins hálfdrættingur á við það sem gerist hjá mönnum á sjötugsaldri. „Okkur fannst þetta furðulegt,“ sagði Jens Peter Bonde, sem er pró- fessor við Árósaháskóla og hefur í nokkra áratugi rannsakað frjósem- isþróun. Hann segir að eðlilegra hefði verið ef hlutfallið hefði verið þveröfugt. Æ fleiri ungir karlar eiga erfitt með að eignast börn vegna þess hve sáðfrumurnar eru fáar. Ekki er vitað hvað veldur því að frjósemi minnkar nú í Danmörku og öðrum vestrænum löndum. Sumir hafa giskað á að eiturefni í umhverf- inu geti haft þessar afleiðingar. Minnkandi frjósemi ÓVÆNT ferð Georges W. Bush Bandaríkjaforseta til Bagdad á fimmtudag var í sumum fjölmiðlum lýst sem lið í baráttunni fyrir forseta- kosningarnar haustið 2004. Ljóst er af viðtökunum hjá hermönnunum í Írak að heimsóknin styrkti baráttu- þrekið sem hefur dvínað undanfarna mánuði vegna stöðugra árása og mannfalls. „Þið eruð að verja bandarísku þjóðina fyrir hættum og við erum ykkur þakklát,“ sagði forsetinn sem snæddi með hermönnunum kalkún í tilefni þakkargjörðardagsins sem var á fimmtudag. Bush dvaldi aðeins í rúmar tvær stundir í Bagdad en áður en hann hélt heimleiðis átti hann stuttan fund með bandaríska landstjóranum, Paul Bremer, og öðrum háttsettum Bandaríkjamönnum á staðnum auk fjögurra fulltrúa í íraska fram- kvæmdaráðinu. Condoleezza Rice, öryggisráðgjafi Bush, tók þátt í fund- inum. Fréttamenn í Bagdad segja að við- brögð írasks almennings hafi verið blendin, sumir hafi fagnað tíðindun- um en aðrir yppt öxlum og sagt að forsetinn væri aðeins að efla kjark hermanna sinna. Fréttaskýrandi The Washington Post segir að Bush hafi vitað hve hættulegt ástandið á staðnum væri en samt verið staðráðinn í að full- vissa Íraka um að Bandaríkjamenn myndu ekki gefast upp. Sagan muni annaðhvort dæma sem svo að Bush hafi treyst ímynd sína sem sterkur leiðtogi eða að hann hafi slegið um sig með hreystilegum yfirlýsingum án innistæðu. Hitt sé hins vegar orð- ið ljóst að með heimsókninni hafi for- setinn óhjákvæmilega gert endan- lega niðurstöðu í Írak að úrslitaatriði í pólitískri baráttu sinni; hann standi og falli með Íraksdeilunni. „Mig langaði í heitan mat“ Furðu lostnir hermennirnir, alls um 600 manns, í bækistöðinni á Bagdad-flugvelli ætluðu vart að trúa eigin augum er forsetinn gekk skyndilega í matsalinn, klæddur æfingajakka hersveitar margra liðs- manna á staðnum. Minntu sumir þeirra í viðtölum á að nokkrum dög- um fyrr hefði verið skotið á stóra flutningavél sem lenti logandi á vell- inum. Forsetinn hefði því sýnt hug- rekki og um leið herliðinu mikið traust og samhug með því að heim- sækja það við þessar aðstæður í stað þess að verja hátíðisdeginum með fjölskyldu sinni. Alþýðleg framkoma Bush í her- stöðinni virtist falla í góðan jarðveg og hann var ákaft hylltur. Er hann kom í salinn felldi hann tár þegar hann heyrði fagnaðarlætin en jafnaði sig fljótt. „Mig langaði í heitan mat og takk fyrir að bjóða mér inn,“ sagði hann. Síðar fór hann í röð til að fá matarbakka og ræddi kumpánlega við hermennina. Einn þeirra, Mich- ael Johnson að nafni, er gríðarstór vexti og forsetinn sagðist vera ánægður með að þeir væru ekki and- stæðingar. Á heimleiðinni sagði Bush fréttamönnum að ef komið hefði í ljós áður en lent var í Bagdad að leyndin hefði verið rofin myndi hann hafa sagt flugmanninum að snúa við. Að- eins örfáir nánir ráðgjafar vissu um ferðina og talsmenn forsetans voru búnir að segja að hann myndi verja hátíðisdeginum með fjölskyldu sinni á búgarðinum í Crawford í Texas. Svo mikil var leyndin að foreldrar Bush vissu ekki um ferðir hans og eiginkonan, Laura Bush, vissi ekki um endanlega ákvörðun um ferðina fyrr en rétt áður en lagt var upp. Ekki var skýrt opinberlega frá ferðinni fyrr en eftir að forsetavélin hafði yfirgefið Bagdad. Bush sagðist hafa farið frá búgarðinum í Texas ásamt Condoleezzu Rice í lítt áber- andi bíl með svertum rúðum og hefðu þau sett á sig hornaboltahúfur til að „líta úr eins og ofur venjuleg hjón“ og dregið þær niður yfir eyrun. Þau sátu í aftursætinu og haldið var til Waco-flugvallar í grenndinni. Þar fóru þau inn um aftari dyrnar á for- setavélinni svo að lítið bar á. Komið var við á flugvelli skammt frá Wash- ington til að ná í nokkra myndatöku- menn áður en tíu stunda flugið til Íraks hófst. Bush sagður hafa eflt baráttuþrek herliðsins Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti faðmar hermann á Bagdad-flugvelli. Bent á að með förinni til Bagdad hafi forseti Bandaríkj- anna á ný gert niðurstöðu mála í Írak að úrslitaatriði Bagdad, Washington, London. AP, AFP. !"#$%!"& '() *+, -%! .)/0+ %  &'( (   ' )  ) $  ($$     *  (      (  ) '  )  *,-. /!)  ) &0 )   /#/ '    /1"" 2 (    #"" - 3+(        MIKIL leynd var yfir ferð George W. Bush Bandaríkjaforseta til Bagdadborgar á fimmtudag. Lent var að kvöldi og siglingaljós flug- vélarinnar voru slökkt auk þess sem tjöld voru dregin fyrir gluggana til að koma í veg fyrir að- hryðjuverkamenn sæju vélina. Ef eitthvað hefði farið úrskeiðis hefði flugmaður forsetavélarinnar, Mark Tilman, snúið tafarlaust við. Undirbúningur ferðarinnar stóð í margar vikur, að sögn Bush forseta sem var sjálfur í flugstjórnarklef- anum þegar Tilman lenti. En at- hugull flugmaður á breskri British Airways-vél var næstum því búinn að binda enda á ferð forsetans til Bagdad. „Var þetta Air Force One [flug- vél Bandaríkjaforseta] sem ég sá?“ spurði hann í talstöð sína. Tilman þagði drjúga stund en svaraði síðan: „Gulf Stream Five“, sem er minni flugvélartegund en þota forsetaembættisins. Haft er eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að breski flugmað- urinn hafi þá aðeins sagt „ó“ og töldu þeir líklegt að hann hefði átt- að sig á að eitthvað leyndardóms- fullt væri að gerast. Bresk arnaraugu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.