Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 19
ERLENT ... upp í munn og ofan í maga! með flutningabílum búnum sérhönnuðum kæli- og frystitækjum og geymast í þar til gerðum vörumóttökum, vottuðum af gæðaeftirlitskerfi GÁMES. Vel skipulagt flutningakerfi og reynsla í faglegum matvælaflutningum um allt land tryggja að neytandinn fær vöru sína ferska innan 24–48 tíma og alla leið fyrir jólin Allur matur á að fara ... 03 -0 51 0 MIKLAR líkur eru á því að algert bann við áfengisauglýsingum í Nor- egi verði afnumið, að sögn Per Christiansen, prófessors í lögum við háskólann í Tromsö. Hann bendir á að í febrúar hafi sænskt víntímarit unnið mál sem það höfðaði vegna auglýsingabanns í Svíþjóð og lögin í Noregi séu mjög svipuð. Tímaritið vann vegna þess að bannið var talið stangast á við reglur Evrópusambandsins um markaðs- frelsi. Í sænska dóminum er sagt að ekki sé hægt að réttlæta algert bann með vísun til þess að verið sé að vernda heilsu almennings. Ríkis- valdið geti notað aðrar aðferðir, þar á meðal einokun á sölu og háar álög- ur á vöruna, til þess. Christiansen bendir á að Noregur eigi aðild að Evrópska efnahags- svæðinu, EES, [ásamt Íslandi og Liechtenstein] og þar gildi einnig reglur ESB um þessi mál. Komi til málareksturs í Noregi sé „afar lík- legt“ að niðurstaðan verði hin sama og í Svíþjóð. Þá yrði leyft að auglýsa létt vín en eftir sem áður yrði senni- lega bannað að auglýsa sterkt áfengi. Norski félagsmálaráðherrann, Ingjerd Schou, hefur sagt að norsk lög um auglýsingabann gildi í land- inu, hvað sem líði niðurstöðunni í Svíþjóð. En Knut Almestad, sem áð- ur var forseti ESA, eftirlitsdómstóls Fríverslunarsamtaka Evrópu, er á öðru máli. „Grundvallarreglur EES eru lög í Noregi og ryðja úr vegi öðr- um norskum lögum ef þau stangast á,“ segir hann. Almestad er ráðgjafi lögfræðinga matar- og vínblaðsins Vinforum sem hefur ögrað norskum stjórnvöldum með því að birta vín- auglýsingar, þrátt fyrir bannið. Leyft að auglýsa vín í Noregi? Lagaprófessor telur líklegt að bannið verði afnumið FYRIRHUGAÐUR samruni rússnesku olíufyrirtækjanna Sibneft og Yukos virtist í gær í uppnámi eftir að fulltrúar Sibneft sendu frá sér yfirlýs- ingu um að honum hefði verið „skotið á frest“. Þessi tíðindi eru sögð enn eitt áfallið fyrir Yukos en stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, Míkhaíl Khodor- kovskí, situr í varðhaldi vegna ákæra um skatt- og fjársvik. Með samruna Sibneft og Yukos yrði til fjórða stærsta ol- íufyrirtæki heims. Í yfirlýsingu Sibneft sagði hins vegar að for- svarsmenn beggja fyrirtækja hefðu orðið sammála um að skjóta málinu á frest. Fréttirnar urðu til þess að gengi hlutabréfa í Yukos lækk- aði verulega, um 5,3%. Leiðtogarnir gagnrýndir KOFI Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi í gær stjórnmála- leiðtoga heimsins fyrir að leggja ekki nógu mikið fé til baráttunnar gegn alnæmi. Hann lýsti al- næmisfaraldr- inum sem einu af helstu „ör- yggisvanda- málum“ heims, ásamt hryðju- verkastarfsemi og gereyð- ingarvopnum. „Ég finn til reiði, ég er miður mín, finnst ég vera hjálparvana og mér finnst líka. . . að við höf- um efni á því að hjálpa öllum þessum sjúklingum, en það sem vantar er pólitískur vilji,“ sagði Annan í viðtali við BBC. Fréttaljós- myndarar sýknaðir DÓMSTÓLL í París sýknaði í gær þrjá fréttaljósmyndara sem tóku myndir af Díönu prinsessu og unnusta henn- ar, Dodi Al Fayed, nóttina sem þau létu lífið í bílslysi fyrir sex árum. Dómari sýkn- aði ljósmynd- arana af ákæru um að hafa brotið gegn lögum um frið- helgi einkalífsins þegar þeir tóku myndir af parinu inni í glæsibifreiðinni. Lindbergh átti börnin DNA-rannsókn í Þýskalandi hefur leitt í ljós að bandaríski flugkappinn Charles Lind- bergh er faðir þriggja óskilget- inna barna sem fæddust í Þýskalandi á árunum 1958-67. Lindbergh varð árið 1927 fyrst- ur manna til að fljúga yfir Atl- antshaf frá Bandaríkjunum til Evrópu án viðkomu á leiðinni. STUTT Samruni olíurisa úr sögunni? Khodorkovskí Kofi Annan Díana prinsessa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 19 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.