Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 19

Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 19
ERLENT ... upp í munn og ofan í maga! með flutningabílum búnum sérhönnuðum kæli- og frystitækjum og geymast í þar til gerðum vörumóttökum, vottuðum af gæðaeftirlitskerfi GÁMES. Vel skipulagt flutningakerfi og reynsla í faglegum matvælaflutningum um allt land tryggja að neytandinn fær vöru sína ferska innan 24–48 tíma og alla leið fyrir jólin Allur matur á að fara ... 03 -0 51 0 MIKLAR líkur eru á því að algert bann við áfengisauglýsingum í Nor- egi verði afnumið, að sögn Per Christiansen, prófessors í lögum við háskólann í Tromsö. Hann bendir á að í febrúar hafi sænskt víntímarit unnið mál sem það höfðaði vegna auglýsingabanns í Svíþjóð og lögin í Noregi séu mjög svipuð. Tímaritið vann vegna þess að bannið var talið stangast á við reglur Evrópusambandsins um markaðs- frelsi. Í sænska dóminum er sagt að ekki sé hægt að réttlæta algert bann með vísun til þess að verið sé að vernda heilsu almennings. Ríkis- valdið geti notað aðrar aðferðir, þar á meðal einokun á sölu og háar álög- ur á vöruna, til þess. Christiansen bendir á að Noregur eigi aðild að Evrópska efnahags- svæðinu, EES, [ásamt Íslandi og Liechtenstein] og þar gildi einnig reglur ESB um þessi mál. Komi til málareksturs í Noregi sé „afar lík- legt“ að niðurstaðan verði hin sama og í Svíþjóð. Þá yrði leyft að auglýsa létt vín en eftir sem áður yrði senni- lega bannað að auglýsa sterkt áfengi. Norski félagsmálaráðherrann, Ingjerd Schou, hefur sagt að norsk lög um auglýsingabann gildi í land- inu, hvað sem líði niðurstöðunni í Svíþjóð. En Knut Almestad, sem áð- ur var forseti ESA, eftirlitsdómstóls Fríverslunarsamtaka Evrópu, er á öðru máli. „Grundvallarreglur EES eru lög í Noregi og ryðja úr vegi öðr- um norskum lögum ef þau stangast á,“ segir hann. Almestad er ráðgjafi lögfræðinga matar- og vínblaðsins Vinforum sem hefur ögrað norskum stjórnvöldum með því að birta vín- auglýsingar, þrátt fyrir bannið. Leyft að auglýsa vín í Noregi? Lagaprófessor telur líklegt að bannið verði afnumið FYRIRHUGAÐUR samruni rússnesku olíufyrirtækjanna Sibneft og Yukos virtist í gær í uppnámi eftir að fulltrúar Sibneft sendu frá sér yfirlýs- ingu um að honum hefði verið „skotið á frest“. Þessi tíðindi eru sögð enn eitt áfallið fyrir Yukos en stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, Míkhaíl Khodor- kovskí, situr í varðhaldi vegna ákæra um skatt- og fjársvik. Með samruna Sibneft og Yukos yrði til fjórða stærsta ol- íufyrirtæki heims. Í yfirlýsingu Sibneft sagði hins vegar að for- svarsmenn beggja fyrirtækja hefðu orðið sammála um að skjóta málinu á frest. Fréttirnar urðu til þess að gengi hlutabréfa í Yukos lækk- aði verulega, um 5,3%. Leiðtogarnir gagnrýndir KOFI Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi í gær stjórnmála- leiðtoga heimsins fyrir að leggja ekki nógu mikið fé til baráttunnar gegn alnæmi. Hann lýsti al- næmisfaraldr- inum sem einu af helstu „ör- yggisvanda- málum“ heims, ásamt hryðju- verkastarfsemi og gereyð- ingarvopnum. „Ég finn til reiði, ég er miður mín, finnst ég vera hjálparvana og mér finnst líka. . . að við höf- um efni á því að hjálpa öllum þessum sjúklingum, en það sem vantar er pólitískur vilji,“ sagði Annan í viðtali við BBC. Fréttaljós- myndarar sýknaðir DÓMSTÓLL í París sýknaði í gær þrjá fréttaljósmyndara sem tóku myndir af Díönu prinsessu og unnusta henn- ar, Dodi Al Fayed, nóttina sem þau létu lífið í bílslysi fyrir sex árum. Dómari sýkn- aði ljósmynd- arana af ákæru um að hafa brotið gegn lögum um frið- helgi einkalífsins þegar þeir tóku myndir af parinu inni í glæsibifreiðinni. Lindbergh átti börnin DNA-rannsókn í Þýskalandi hefur leitt í ljós að bandaríski flugkappinn Charles Lind- bergh er faðir þriggja óskilget- inna barna sem fæddust í Þýskalandi á árunum 1958-67. Lindbergh varð árið 1927 fyrst- ur manna til að fljúga yfir Atl- antshaf frá Bandaríkjunum til Evrópu án viðkomu á leiðinni. STUTT Samruni olíurisa úr sögunni? Khodorkovskí Kofi Annan Díana prinsessa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 19 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.