Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Aukinn lestur | Aðsókn að bókasafninu á Hornafirði hefur vaxið í hverjum mán- uði þetta árið miðað við síðasta ár og voru útlán 1. nóvember sl. orðin 26.194 en voru 24.685 á sama tíma í fyrra. Gísli Sverrir Árnason, for- stöðumaður Menningar- miðstöðvar Hornafjarðar, segir á heimasíðu Horna- fjarðar að aukningin sé jöfn og sígandi og börn og ung- lingar sæki mun meira í safnið en áður. Hann segir það ekki síst að þakka því að í haust hafi safnið tekið upp formlegt samstarf við grunnskólana á staðnum. Krakkarnir komi reglulega í heimsóknir nokkrum sinnum í mánuði og fá þá kennslu og leiðbeiningar um hvern- ig hægt er á margan hátt að nýta sér bókasafnið. Þetta hefur haft þau áhrif að krakkarnir koma mun oftar en áður á safnið í sínum frítíma, m.a. til að nýta sér gögn af safninu í sambandi við nám- ið.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Viðburðaþjónusta | Hreppsnefnd Súða- víkur hefur sett á laggirnar verkefnahóp sem á að móta, kynna og hrinda í fram- kvæmd viðburðaþjónustu í Súðavík eins og segir í samþykkt hrepps- nefndar. Á heimasíðu Súðavík- urhrepps kemur fram að hóp- urinn sé settur á laggirnar vegna sívaxandi ferðamanna- straums til Álftafjarðar og sé honum ætlað að vera tengilið- ur sveitarfélagsins og þeirra ferðamanna sem leita til hreppsins. Sérstaklega er þar horft til þjónustu í kringum ættarmót og annarra fjölmennra samkoma. Hópinn skipa þau Óskar Elías- son, Helga Sigurjónsdóttir, Anna Lind Ragnarsdóttir, Birgir Ragnarsson, Hulda Gunnarsdóttir og Ómar Már Jónsson, sveit- arstjóri Súðavíkurhrepps, sem mun stýra starfi hópsins.    Ný sælgætisgerðtekur til starfa áDalvík í næsta mánuði, Sælgætigerðin Moli. Hjónin Rúnar Jó- hannsson og Sif Sigurð- ardóttir á Akureyri hafa í þessum tilgangi tekið a leigu álmu í húsi Íslands- fugls við Hafnarbraut. Vél- ar til framleiðslunnar eru komnar á staðinn, en þær voru áður í eigu sælgæt- isgerðarinnar Pálma á Sel- fossi. Í samtali við Norð- urslóð á Dalvík segir Rúnar að sælgætisgerð sé gamall draumur, en hann hafi unnið við sælgæti frá því hann fór fyrst út á vinnumarkað 11 ára gam- all. Nú finnist honum kom- inn tími til að reyna sjálfur. Nammi á Dalvík Húsavík | Að skera út laufabrauð fyrir jólin er siður sem víða er hafður í heiðri, ekki síst á Norður- landi. Konur í Kvenfélagi Húsavíkur hafa svo lengi sem elstu menn muna skorið út laufabrauð, steikt það og selt til fjár- öflunar fyrir félagið. Konurnar koma gjarnan nokkrar saman í heima- húsum til að skera út og greinilegt að þar eru van- ar konur á ferð því kök- urnar hlóðust upp á með- an ljósmyndari staldraði við eina kvöldstund. Morgunblaðið/Hafþór Listilega skorið laufabrauð: Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Hall- fríður Ragnarsdóttir og Sigurlína Jónsdóttir. Laufabrauðið skorið út Ragnar Ingi Að-alsteinsson villhafa landann hýran í framan og gaf því út Austfirsk skemmtiljóð. Bókin ætti að verða flestum til ómældrar heilsubótar. Nokkrir Stefánar koma við sögu. Stefán Snædal Bragason á Egilsstöðum var beðinn að búa til vísu sem átti að fylgja pennagjöf til ungrar og fallegrar konu: Oft er naut ég kærleiks kvenna koma vildi fyrir að læki úr mínum lindarpenna lítill dropi á fíkjublað. Stefán Aðalsteinsson frá Vaðbrekku hefur fengist svolítið við spúnhendu: Klædda læt ég konu bara vera, kysi hana þó til vara bera. Hann vildi reyna raunabót og bjó til kaffi með baunarót. Af skemmti- ljóðum SUMIR drykkir eru bestir þeg- ar þeir eru bornir fram kaldir, en á Kaffi Reykjavík hafa menn tekið þessa hugmynd skrefinu lengra og kælt allan barinn og kúnnana með. Nýlega var settur þar upp ís- bar, sem er allur úr jökulís. Þar er hægt að fá drykki í sínu kald- asta formi og í engu til sparað til að kúnninn upplifi sig svalan. Þegar hitnar í kolunum á dans- gólfinu getur líka verið gott að næla sér í einn kaldan til að jafna sig eftir trylltan dans. Barinn er inni í sérstökum kæliklefa, en starfsmenn mega eingöngu vinna þar í klukku- tíma í senn og klæðast sér- stökum hlífðarfatnaði, enda er þar stanslaust fimm gráða frost. Viðskiptavinir verða einnig að klæða sig upp í þar til gerðar vatteraðar skikkjur til að versla á barnum, enda má ekki slá að fólki. Hörður Sigurjónsson, sölu- og markaðsstjóri á Kaffi Reykjavík, segir þessa ný- breytni tilkomna vegna þess að það vantaði eitthvað nýtt í flór- una. „Við sáum þetta erlendis og færðum þetta hingað heim. Okkur fannst Ísland ekki geta verið án Ísbars. Þetta er annar ísbarinn í Skandinavíu. Undirtektirnar eru rosalega góðar og ég er búinn að taka við pöntunum inn í næsta ár. Bar- inn er nokkuð stór, tekur við um fimmtíu manns í einu,“ segir Hörður. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Svaladrykkir á svölum stað Ísbar DANSKA fyrirtækið Gullfoss, sem flytur inn íslenskt lambakjöt og selur í Dan- mörku fyrir eiganda sinn, Sláturfélag Suð- urlands (SS), hefur lok- að vinnslustöð í Videbæk á Jótlandi og mun opna í staðinn sölu- skrifstofu í Herning. Gullfoss hefur selt af- urðir sínar undir vöru- merkinu Icelamb en þær hafa verið unnar í vinnslustöðinni í Vid- ebæk, fyrst og fremst settar í kryddlög margs konar. Fyrirtækið mun hætta fullvinnslu afurða í Danmörku en reka einungis sölu- og dreifingu. Verður kjötið í staðinn fullunnið hjá SS hér á landi í neytendaumbúðir og sent með kæligám- um í skipum til Danmerkur. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir framleiðsluna í Danmörku ekki hafa verið hagkvæma. Markaðir fyrir kryddlegið kjöt hafi ekki verið fyrir hendi og því hafi verið ákveðið að styrkja sölu- og markaðsstarf- semina og leggja áherslu á ferskt kjöt. Um 140–200 tonn af lambakjöti hafa farið á markað í Danmörku árlega og bindur Steinþór vonir við að auk markaðar þar í landi geti söluskrifstofan markaðssett kjötið í norðurhluta Þýskalands. Hjá Gullfossi störfuðu átta manns í Vid- ebæk en eftir lokun vinnslustöðvarinnar verða starfsmenn á dreifingar- og sölu- skrifstofunni í Herning þrír, að því er framkvæmdastjórinn Claus Kranker segir í samtali við fréttavef Herning Folkeblad. Að sögn Steinþórs eru starfsmennirnir all- ir danskir en í upphafi, vorið 2001, var framkvæmdastjóri Gullfoss íslenskur. Danir vildu ekki krydd- legið lambakjöt GERÐUR hefur verið samningur milli Radisson SAS Hótel Sögu og Háskóla Ís- lands, sem felst í því að hótelið tekur að sér alla sölu- og markaðssetningu á funda- og ráðstefnusölum Háskóla Íslands þann tíma sem þetta húsnæði er ekki nýtt undir kennslu, kvikmyndasýningar eða starf- semi Sinfóníuhljómsveitarunnar. Um er að ræða sex sali í Háskólabíói sem bjóða upp á sæti fyrir 100–900 manns, kennslustofur í Lögbergi og Odda auk funda og fyrir- lestrasala í hinu nýja Náttúrufræðihúsi sem tekið verður í notkun í lok ársins. Leigja sali háskólans ♦ ♦ ♦ NEMENDUR 9. bekkjar Rétt- arholtsskóla fóru í Þórsmörk í haust. Eftir ferðina töluðu skálaverðir í Básum um að aldrei áður hefði svo stór hópur, 100 nemendur, verið reyklaus í svona ferðalagi, segir í frétt frá skólanum. Í kjölfarið var haft samband við Þorgrím Þráins- son hjá tóbaksvarnarráði og kom hann færandi hendi. Allir nemendur árgangsins fengu bol gefins og af því tilefni var þessi mynd tekin. Reyklaus í Réttó Endurbætur | Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt til að húsafriðunarnefnd fái aukafjárveitingu til að úthluta 5 millj- ónum til endurbóta á húsinu Skjaldborg á Patreksfirði. Í Skjaldborg er nú rekin starf- semi kvikmyndahúss Vest- urbyggðar en húsið var áður samkomuhús Patreksfirðinga, þá í eigu Sjálfstæðisfélagsins Skjaldar. Á fréttavefnum Tíðis á Patreks- firði segir að mikil saga fylgi húsinu og því hafi verið ákveðið að halda húsinu sem best við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.