Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 22

Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Aukinn lestur | Aðsókn að bókasafninu á Hornafirði hefur vaxið í hverjum mán- uði þetta árið miðað við síðasta ár og voru útlán 1. nóvember sl. orðin 26.194 en voru 24.685 á sama tíma í fyrra. Gísli Sverrir Árnason, for- stöðumaður Menningar- miðstöðvar Hornafjarðar, segir á heimasíðu Horna- fjarðar að aukningin sé jöfn og sígandi og börn og ung- lingar sæki mun meira í safnið en áður. Hann segir það ekki síst að þakka því að í haust hafi safnið tekið upp formlegt samstarf við grunnskólana á staðnum. Krakkarnir komi reglulega í heimsóknir nokkrum sinnum í mánuði og fá þá kennslu og leiðbeiningar um hvern- ig hægt er á margan hátt að nýta sér bókasafnið. Þetta hefur haft þau áhrif að krakkarnir koma mun oftar en áður á safnið í sínum frítíma, m.a. til að nýta sér gögn af safninu í sambandi við nám- ið.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Viðburðaþjónusta | Hreppsnefnd Súða- víkur hefur sett á laggirnar verkefnahóp sem á að móta, kynna og hrinda í fram- kvæmd viðburðaþjónustu í Súðavík eins og segir í samþykkt hrepps- nefndar. Á heimasíðu Súðavík- urhrepps kemur fram að hóp- urinn sé settur á laggirnar vegna sívaxandi ferðamanna- straums til Álftafjarðar og sé honum ætlað að vera tengilið- ur sveitarfélagsins og þeirra ferðamanna sem leita til hreppsins. Sérstaklega er þar horft til þjónustu í kringum ættarmót og annarra fjölmennra samkoma. Hópinn skipa þau Óskar Elías- son, Helga Sigurjónsdóttir, Anna Lind Ragnarsdóttir, Birgir Ragnarsson, Hulda Gunnarsdóttir og Ómar Már Jónsson, sveit- arstjóri Súðavíkurhrepps, sem mun stýra starfi hópsins.    Ný sælgætisgerðtekur til starfa áDalvík í næsta mánuði, Sælgætigerðin Moli. Hjónin Rúnar Jó- hannsson og Sif Sigurð- ardóttir á Akureyri hafa í þessum tilgangi tekið a leigu álmu í húsi Íslands- fugls við Hafnarbraut. Vél- ar til framleiðslunnar eru komnar á staðinn, en þær voru áður í eigu sælgæt- isgerðarinnar Pálma á Sel- fossi. Í samtali við Norð- urslóð á Dalvík segir Rúnar að sælgætisgerð sé gamall draumur, en hann hafi unnið við sælgæti frá því hann fór fyrst út á vinnumarkað 11 ára gam- all. Nú finnist honum kom- inn tími til að reyna sjálfur. Nammi á Dalvík Húsavík | Að skera út laufabrauð fyrir jólin er siður sem víða er hafður í heiðri, ekki síst á Norður- landi. Konur í Kvenfélagi Húsavíkur hafa svo lengi sem elstu menn muna skorið út laufabrauð, steikt það og selt til fjár- öflunar fyrir félagið. Konurnar koma gjarnan nokkrar saman í heima- húsum til að skera út og greinilegt að þar eru van- ar konur á ferð því kök- urnar hlóðust upp á með- an ljósmyndari staldraði við eina kvöldstund. Morgunblaðið/Hafþór Listilega skorið laufabrauð: Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Hall- fríður Ragnarsdóttir og Sigurlína Jónsdóttir. Laufabrauðið skorið út Ragnar Ingi Að-alsteinsson villhafa landann hýran í framan og gaf því út Austfirsk skemmtiljóð. Bókin ætti að verða flestum til ómældrar heilsubótar. Nokkrir Stefánar koma við sögu. Stefán Snædal Bragason á Egilsstöðum var beðinn að búa til vísu sem átti að fylgja pennagjöf til ungrar og fallegrar konu: Oft er naut ég kærleiks kvenna koma vildi fyrir að læki úr mínum lindarpenna lítill dropi á fíkjublað. Stefán Aðalsteinsson frá Vaðbrekku hefur fengist svolítið við spúnhendu: Klædda læt ég konu bara vera, kysi hana þó til vara bera. Hann vildi reyna raunabót og bjó til kaffi með baunarót. Af skemmti- ljóðum SUMIR drykkir eru bestir þeg- ar þeir eru bornir fram kaldir, en á Kaffi Reykjavík hafa menn tekið þessa hugmynd skrefinu lengra og kælt allan barinn og kúnnana með. Nýlega var settur þar upp ís- bar, sem er allur úr jökulís. Þar er hægt að fá drykki í sínu kald- asta formi og í engu til sparað til að kúnninn upplifi sig svalan. Þegar hitnar í kolunum á dans- gólfinu getur líka verið gott að næla sér í einn kaldan til að jafna sig eftir trylltan dans. Barinn er inni í sérstökum kæliklefa, en starfsmenn mega eingöngu vinna þar í klukku- tíma í senn og klæðast sér- stökum hlífðarfatnaði, enda er þar stanslaust fimm gráða frost. Viðskiptavinir verða einnig að klæða sig upp í þar til gerðar vatteraðar skikkjur til að versla á barnum, enda má ekki slá að fólki. Hörður Sigurjónsson, sölu- og markaðsstjóri á Kaffi Reykjavík, segir þessa ný- breytni tilkomna vegna þess að það vantaði eitthvað nýtt í flór- una. „Við sáum þetta erlendis og færðum þetta hingað heim. Okkur fannst Ísland ekki geta verið án Ísbars. Þetta er annar ísbarinn í Skandinavíu. Undirtektirnar eru rosalega góðar og ég er búinn að taka við pöntunum inn í næsta ár. Bar- inn er nokkuð stór, tekur við um fimmtíu manns í einu,“ segir Hörður. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Svaladrykkir á svölum stað Ísbar DANSKA fyrirtækið Gullfoss, sem flytur inn íslenskt lambakjöt og selur í Dan- mörku fyrir eiganda sinn, Sláturfélag Suð- urlands (SS), hefur lok- að vinnslustöð í Videbæk á Jótlandi og mun opna í staðinn sölu- skrifstofu í Herning. Gullfoss hefur selt af- urðir sínar undir vöru- merkinu Icelamb en þær hafa verið unnar í vinnslustöðinni í Vid- ebæk, fyrst og fremst settar í kryddlög margs konar. Fyrirtækið mun hætta fullvinnslu afurða í Danmörku en reka einungis sölu- og dreifingu. Verður kjötið í staðinn fullunnið hjá SS hér á landi í neytendaumbúðir og sent með kæligám- um í skipum til Danmerkur. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir framleiðsluna í Danmörku ekki hafa verið hagkvæma. Markaðir fyrir kryddlegið kjöt hafi ekki verið fyrir hendi og því hafi verið ákveðið að styrkja sölu- og markaðsstarf- semina og leggja áherslu á ferskt kjöt. Um 140–200 tonn af lambakjöti hafa farið á markað í Danmörku árlega og bindur Steinþór vonir við að auk markaðar þar í landi geti söluskrifstofan markaðssett kjötið í norðurhluta Þýskalands. Hjá Gullfossi störfuðu átta manns í Vid- ebæk en eftir lokun vinnslustöðvarinnar verða starfsmenn á dreifingar- og sölu- skrifstofunni í Herning þrír, að því er framkvæmdastjórinn Claus Kranker segir í samtali við fréttavef Herning Folkeblad. Að sögn Steinþórs eru starfsmennirnir all- ir danskir en í upphafi, vorið 2001, var framkvæmdastjóri Gullfoss íslenskur. Danir vildu ekki krydd- legið lambakjöt GERÐUR hefur verið samningur milli Radisson SAS Hótel Sögu og Háskóla Ís- lands, sem felst í því að hótelið tekur að sér alla sölu- og markaðssetningu á funda- og ráðstefnusölum Háskóla Íslands þann tíma sem þetta húsnæði er ekki nýtt undir kennslu, kvikmyndasýningar eða starf- semi Sinfóníuhljómsveitarunnar. Um er að ræða sex sali í Háskólabíói sem bjóða upp á sæti fyrir 100–900 manns, kennslustofur í Lögbergi og Odda auk funda og fyrir- lestrasala í hinu nýja Náttúrufræðihúsi sem tekið verður í notkun í lok ársins. Leigja sali háskólans ♦ ♦ ♦ NEMENDUR 9. bekkjar Rétt- arholtsskóla fóru í Þórsmörk í haust. Eftir ferðina töluðu skálaverðir í Básum um að aldrei áður hefði svo stór hópur, 100 nemendur, verið reyklaus í svona ferðalagi, segir í frétt frá skólanum. Í kjölfarið var haft samband við Þorgrím Þráins- son hjá tóbaksvarnarráði og kom hann færandi hendi. Allir nemendur árgangsins fengu bol gefins og af því tilefni var þessi mynd tekin. Reyklaus í Réttó Endurbætur | Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt til að húsafriðunarnefnd fái aukafjárveitingu til að úthluta 5 millj- ónum til endurbóta á húsinu Skjaldborg á Patreksfirði. Í Skjaldborg er nú rekin starf- semi kvikmyndahúss Vest- urbyggðar en húsið var áður samkomuhús Patreksfirðinga, þá í eigu Sjálfstæðisfélagsins Skjaldar. Á fréttavefnum Tíðis á Patreks- firði segir að mikil saga fylgi húsinu og því hafi verið ákveðið að halda húsinu sem best við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.