Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 28
Morgunblaðið/Kristján Hannes Sigurðsson í verslun Sand- blásturs og málmhúðunar. ELLEFU starfsmenn hjá þremur fyrirtækjum á Akureyri, Slippstöð- inni, Sandblæstri og málmhúðun og Möl og sandi hafa lokið 100 klukku- stunda fjölvirkjanámi. Þetta er fyrsti hópurinn sem lýkur fjölvirkjanám- inu, en það er skipulagt af Símennt- unarmiðstöð Eyjafjarðar, SÍMEY, í samvinnu við Einingu-Iðju og Félag byggingamanna. Fjölvirkjanám er starfsnám, ætlað sérhæfðum ófag- lærðum lykilstarfsmönnum í iðnað- ar- og framleiðslufyrirtækjum og er þannig uppbyggt að það styrkir bæði persónulega og faglega hæfni nem- anna. Fram kom í máli Katrínar Dóru Þorsteinsdóttur forstöðumanns Sí- menntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar við útskriftina, að þótt fjölvirkj- anámið gefi ekki formleg réttindi í dag, sé í gangi vinna sem snýr að mati á ófomlegu námi og hún bindur vonir við að fjölvirkjanámið verði metið til eininga á framhaldsskóla- stigi í framtíðinni. Katrín Dóra sagði að verið væri að kynna námið fyrir fyrirtækjum á svæðinu og hún von- ast eftir tækifæri til að bjóða upp á þetta nám aftur eftir áramót. Námið skiptist í þrjá hluta, al- menn fög, fagleg fög og sérhæfð fög, sem ætlað er að laga sig að þörfum þeirra fyrirtækja sem eiga fulltrúa í náminu hverju sinni. Landsmennt, fræðslusjóður verkalýðsfélaganna utan höfuðborgarsvæðisins, hefur styrkt námið, sérstaklega þau fyr- irtæki sem eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins. Mikil upplifun að taka þátt Hannes Sigurðsson starfsmaður í verslun Sandblásturs og málmhúð- unar var einn þeirra sem luku fjöl- virkjanáminu. Hann sagði það hafa verið gríðarlega upplifun að fá að taka þátt í verkefninu. Starfsmenn- irnir ellefu voru valdir til þátttöku af fyrirtækjunum og sagði Hannes að markmiðið væri að gera hæfa starfs- menn hæfari og því væri töluverð upphefð í því að hafa orðið fyrir val- inu. „Ég hef fundið fyrir mikilli ánægju meðal þeirra manna sem tóku þátt og það er mjög jákvætt fyrir menn sem komnir eru undir miðjan aldur að finna að þeir geti enn lært. Ég veit líka að sumir þeirra hafa sett sér markmið um frekara nám og það er vissulega jákvætt. At- vinnurekendur gera sér þetta líka ljóst og það er mjög jákvætt að þeir skildu gefa okkur þetta tækifæri, sem á eftir að nýtast öllum aðilum máls vel,“ sagði Hannes. Mikið framfaraspor Allir fjölvirkjarnir ellefu eru fé- lagsmenn í Einingu-Iðju. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins sagðist mjög ánægður með að þetta nám skildi komast á koppinn, enda væri um mikið framfaraspor að ræða. „Þetta nám hefði þó ekki kom- ist á ef ekki hefði verið samið um þennan menntasjóð, Landsmennt, í síðustu kjarasamningum. Þá er stofnun SÍMEYJAR einnig forsenda þess að hægt sé að virkja svona hluti hér á svæðinu. Það er einnig mjög mikilvægt hversu fyrirtækin voru já- kvæð fyrir því að taka þátt í verkefn- inu. Og þetta er aðeins byrjunin“ sagði Björn. Hópur starfsmanna hjá þremur fyrirtækjum útskrifast sem fjölvirkjar Níu af þeim ellefu fjölvirkjum sem voru mættir við útskriftina. Markmiðið að gera hæfa starfs- menn hæfari Morgunblaðið/Kristján AKUREYRI 28 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslandsklukkunni hringt | Hátíð- ardagskrá verður í Háskólanum á Akureyri á mánudag, 1. desember, í tilefni fullveldisdagsins. Hún hefst kl. 16 með því að Jón Hjaltason sagnfræðingur fjallar um valdar jólabækur og les úr þeim. Erindi Jóns verður í hátíðarsal háskólans að Sólborg. Dagskrá hefst við Ís- landsklukkuna kl. 16.45 og flytur Hermann Óskarsson, dósent við HA, stutt ávarp og að því loknu verður Íslandsklukkunni hringt. Þá mun Snorri Guðvarðsson tónlistarmaður stjórna barnasöng. Dagskrá verður svo haldið áfram innandyra. Flutt verða tónlistaratriði frá Tónlistar- skólanum á Akureyri, m.a. úr óp- erunni um Hans og Grétu, og gest- um boðið upp á léttar veitingar. Sviptur ökurétti ævilangt | Hálfþrítugur maður hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðs- dómi Norðurlands eystra og sviptur ökurétti ævilangt fyrir ítrekaðan ölvunarakstur. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis á Akureyri í ágúst í sumar. Hann gekkst árið 1998 undir sekt- argerð lögreglustjóra og sætti þá sviptingu ökuréttar í 4 mánuði fyrir ölvunarakstur. Þá var hann dæmdur árið eftir í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir fíkniefna- umferðarlagabrot. Sló löggu | Fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í 30 daga fang- elsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en hann var ákærður fyrir brot gegn valdsstjórninni. Veitti maðurinn lög- reglumanni högg í andlitið með þeim afleiðingum að hann bólgnaði yfir hægri augabrún og marðist um bæði augu. Atburðurinn varð á veitinga- staðnum Góða dátanum í mars á þessu ári. Játaði maðurinn sakar- giftir. Var honum gert að greiða sakarkostnað. Trompet úr járni | Sýningin „Trompet úr járni og veltuminkur“ með listamönnunum Tuma og Pétri Magnússonum verður opin í Gallerí +, Brekkugötu 35 á Akureyri um helgina. Opið laugar- og sunnudaga frá 12– 17 og aðra tíma eftir samkomulagi í síma 462 7818. Næstsíðasta sýning- arhelgi. Þetta er fyrsta sameiginlega sýn- ing þeirra Péturs og Tuma. NEMENDUR Myndlistaskólans á Akureyri hafa hug á að lífga upp á miðbæjarlífið nú á komandi aðventu og verður fyrsta uppákoman á þeirra vegum í dag, laugardag, um kl. 16 eða strax og kveikt hefur verið á ljósum jólatrésins á Ráðhústorgi. Það eru nemendur í dagdeildum skólans sem standa fyrir skemmt- uninni, um 45 manna hópur. Nem- arnir hafa útbúið heilmikið taflborð, 7X7 metrar að stærð, og verður því komið fyrir á Ráðhústorgi. „Tveir snillingar úr skákfélaginu, Halldór Brynjar Halldórsson og Stefán Bergsson, munu síðan tefla á torg- inu með lifandi taflmönnum,“ sagði Sigurlín Grétarsdóttir, formaður nemendafélags í fornámi. Börn í tveimur skólum, Brekkuskóla og Glerárskóla, munu vera í hlut- verkum peða en myndlistarnemar verða aðrir skákmenn. Það verða ekki hefðbundnir svartir og hvítir taflmenn sem eigast við heldur gamlir jólasveinar á móti nýjum. „Það er svo hugmyndaríkt fólk hérna og sköpunarkrafturinn alveg með ólíkindum,“ sagði Sigurlín. Hún sagði að hugmyndin væri að lífga upp á miðbæjarlífið á aðvent- unni – „gera eitthvað skemmtilegt í bænum og fá bæjarbúa í lið með okkur. Við vonum að þeir muni hafa gaman af þessu,“ sagði Sigurlín. Nemendurnir hafa einnig útbúið fjögur aðventukerti í stærri kant- inum og verður kveikt á því fyrsta í tengslum við taflmennskuna í dag. Dagskrá nemanna í Myndlistaskól- anum heldur svo áfram, en annan sunnudag, 7. desember, munu þeir safnast saman í kirkjutröppunum og taka lagið og bjóða því næst upp á veitingar auk þess að kveikja á kerti. Þá verður risaskúlptúr afhjúpaður sunnudaginn þar á eftir og loks ætla nemarnir að bjóða fjölskyldum til gleði á Ráðhústorgi, þar sem verður sungið og gengið í kringum jólatréð á fjórða sunnudegi í aðventu. „Okkar markmið er að gleðja bæjarbúa, við vonum að það takist og miðbærinn verði dálítið líflegur,“ sagði Sigurlín. Morgunblaðið/Kristján Hugmyndaríkir myndlistarnemar: Teflt verður fram nýjum jólasveinum gegn gömlum á risatafli á Ráðhústorgi síðdegis í dag. Gamlir jólasveinar á móti nýjum Risatafl með lifandi mönnum LIONSKLÚBBUR Akureyrar og Lionsklúbburinn Ösp færðu ný- lega Hæfingarstöðinni við Skóg- arlund hljómflutningstæki að gjöf. Formenn klúbbana þau Erla Hallgrímsdóttir og Stefán Einars- son afhentu gjafirnar og Margrét Ríkarðsdóttir forstöðuþroska- þjálfi veitti þeim viðtöku. Fyrr í þessum mánuði færðu félagar í Lionsklúbbnum Hæng Hæfingar- stöðinni hljómflutningstæki. Um er að ræða tvær samstæður og fimm ferðatæki. Öll þessi tæki koma í mjög góðar þarfir. Ein þeirra verða staðsett í borðstofu en þar eru oft samverustundir þar sem bæði útvarp og tónlist af hljómdiskum kemur við sögu. Eitt tækjanna verður staðsett í svo- kölluðum sælukrók en þar fer fram skynörvun fólks með miklar fatlanir. Umrætt tæki hefur mik- inn bassa og er markmiðið að láta fólk skynja tónlistina með öllum líkamanum. Ferðatækin verða staðsett á deildum Hæfingar- stöðvarinanr og mun fólk geta notið þess að hlusta á ,,lögin við vinnuna. Margrét þakkaði af alhug fyrir góðar gjafir fyrir hönd notenda og starfsfólks og kvað þær koma að góðum notum. Hún sagði að það verðugt að taka við þessum gjöf- um á Evrópuári fatlaðra. Lionsklúbbar afhentu gjöf NEYÐIN kennir naktri konu að spinna, segir mál- tækið, og segja má að fé- lagar í íþróttahreyfingunni þekki vel til þessa. Rekstur íþróttafélaga er yfirleitt erfiður og gjarnan gripið til ýmissa óvenjulegra ráða í því skyni að afla fjár til rekstrarins. Forráðamenn og nokkrir velunnarar handknattleiksdeildar Þórs á Akureyri tóku til dæmis að sér einn morguninn á dögunum að stinga út úr fjárhúsi í nágrenni bæj- arins. Taðið verður síðan notað til þess að reykja jólahangikjötið að ári. Á myndinni eru Aðalsteinn Sigurgeirsson, til vinstri, fyrrverandi formaður Þórs – og raunar faðir þjálfara liðsins, Sigurpáls Árna, og eins stjórnarmanna hand- knattleiksdeildar, Geirs Kristins – og Helgi Eyþórs- son, sem nú situr í stjórn handknattleiksdeildar fé- lagsins, glaðhlakkalegir í dyrum fjárhússins með „fullhlaðna“ gafflana. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Óvenjuleg fjáröflun Umhverfisþing | Á fundi bæjar- ráðs Akureyrar var lagt fram minn- isblað frá Sigríði Stefánsdóttur, deildarstjóra KOMA, varðandi um- hverfisþing ungmenna „Youth Eco Forum“ á vegum Northern Forum samtakanna sem haldið verður í Hokkaido í Japan 2.–7. ágúst 2004. Boð um þátttöku hefur borist og miðað við að a.m.k. tvö ungmenni ásamt fararstjóra komi frá hverjum stað. Bæjarráð samþykkir þátttöku tveggja ungmenna ásamt farar- stjóra.            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.