Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 30
SUÐURNES 30 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opnunartími: Þri.-sun. frá kl. 12-17. Lokað mánudaga. Sölusýningin stendur til 21.12. Reykjanesbær | „Stærsta verkefnið okkar hingað til er útgáfa gjafakorta sem gilda í all- flestum fyrirtækjum og verslunum í Reykja- nesbæ,“ sagði Rúnar Ingi Hannah, forsvars- maður samtakanna Betri bær, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist vongóður um að gjafakortin yrðu vinsæl fyrir þessi jól en 100 fyrirtæki í bænum taka þátt í verkefninu. Starfsmenn Reykjanesbæjar hafa að und- anförnu verið að færa bæinn í jólabúninginn. Kveikt var á götujólaskreytingum sl. helgi og laugardaginn 6. desember verður kveikt á jólatrjám. Smátt og smátt fara íbúar að taka við sér og þegar má sjá skreytingar í nokkr- um heimahúsum. Rúnar Ingi sagði í samtali við blaðamann að Reykjanesbær væri mikill jólabær og að íbúar í nágrannasveitafélögunum kæmu jafn- vel í bæinn til þess að skoða skreytingarnar. „Í Reykjanesbæ búa nokkrir jólaálfar sem hafa smitað allhressilega út frá sér.“ Enda er það svo að Reykjanesbær er farinn að verð- launa fyrir mesta skrautið og fallegasta jóla- húsið. „Ég varð mikið jólabarn eftir námsárin mín í Danmörku. Þar var frekar lítið skreytt og ég fékk því alltaf jólastemmninguna beint í æð þegar ég flaug heim á aðfangadag, keyrði um Reykjanesbæ og sá jólaskreytingarnar við hvert hús og í hverjum glugga. Við heima er- um byrjuð að undirbúa jólin með jólaföndri og bakstri og ég er staðráðinn í því að skreyta meira núna en síðast, bæta við á hverju ári,“ sagði Rúnar. Sú umhverfisfegrun sem hefur átt sér stað í Reykjanesbæ hefur ekki síður smitað út frá sér og einmitt þegar framkvæmdir við Hafn- argötu hófust í vor fóru verslunar- og fyr- irtækiseigendur að þjappa sér saman. Þannig urðu samtökin Betri bær til. „Hugmyndin að þessum félagsskap varð til þegar farið var að kynna skipulag nýju Hafnargötunnar og menn sáu að gatan yrði ein sú flottasta á land- inu. Menn fóru að ræða um að reyna að vinna meira saman og standa að uppákomum í bænum.“ Fjórði úrsmiðurinn í fjölskyldunni Þegar samtökin voru stofnuð voru stofn- aðilar í kringum 50 en þeim hefur fjölgað í rúmlega 100, sem Rúnar Ingi segist vera mjög ánægður með. „Ég er mjög stoltur, já, og í okkar röðum eru ekki bara verslanir og veitingastaðir heldur tannlæknar, lögfræð- ingar, bílasprautarar, smiðir, garðyrkjumenn og fasteignasalar. Í raun hafa flestir viljað vera með, enda er efling bæjarfélagsins ekk- ert einkamál fárra fyrirtækja á þröngu svæði, eins og fólk nefnir oft við okkur, heldur hags- munamál allra fyrirtækja í bænum.“ Sjálfur er Rúnar Ingi úrsmiður og vinnur í fyrirtæki föður síns, Georgs V. Hannah úr- smiðs. Þegar blaðamaður spyr Rúnar að því hvort aldrei hafi komið annað til greina en að feta í fótspor pabba segir hann það af og frá. „Ég var nú orðinn 27 ára þegar ég ákvað að nema úrsmíðar og það var ekki fyrr en ég var kominn inn í Danska úrsmiðaskólann að ég lét föður minn vita um áform mín. Það verður nú að segja eins og er að honum brá svolítið,“ sagði Rúnar og bætir við að þeir feðgar séu ekki einu úrsmiðirnir í fjölskyldunni. „Afi var úrsmiður og föðurbróðir minn líka, svo ég er fjórði Hannah-úrsmiðurinn.“ Barnaskemmtun í Reykjaneshöll Rúnar Ingi sagði gjafakortin stærsta verk- efni Betri bæjar. „Þá held ég að krakka- skemmtunin sem við ætlum að vera með í Reykjaneshöllinni 13. og 20. desember eigi ekki síður eftir að slá í gegn. Þar verður boðið upp á barnapössun og ýmis skemmtiatriði fyr- ir börnin,“ sagði Rúnar Ingi en tilgangurinn er meðal annars að foreldrarnir hafi betra næði til að gera jólainnkaupin heima. Hann bætti því við að fyrirtækin væru auk þess að gera ýmislegt sniðugt fyrir jólin. Og hann kvaðst spenntur fyrir komandi jólavertíð. Fjórði Hannah-úrsmiðurinn er formaður samtakanna Betri bæjar í Reykjanesbæ Fegrun umhverfisins smitar út frá sér Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Við vinnu: Rúnar Ingi Hannah er þessa dagana að gera við gamlar stofuklukkur. Suðurnes | Þingmenn Samfylking- arinnar sem skipa fyrsta minni- hluta í fjárlaganefnd Alþingis hafa lagt til að fjármálaráðherra verði heimilað að selja liðlega 15% hlut ríkissjóðs í Hitaveitu Suðurnesja hf. og verja andvirðinu til uppbygg- ingar atvinnu á Suðurnesjum. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir í samtali við Morgunblaðið að full ástæða sé til að huga að sér- stöku átaki í atvinnumálum á Suð- urnesjum, eftir uppsagnirnar hjá varnarliðinu og hugsanlega frekari uppsagnir þar, til að koma í veg fyrir stóratvinnuleysi á svæðinu. Ríkið eigi verðmætan hlut í Hita- veitu Suðurnesja og gangi tillagan út á að selja hann til að byggja upp atvinnu. Lýsir Jón þeirri skoðun sinni að það skipti engu máli fyrir rekstur Hitaveitu Suðurnesja hver eigi þennan hlut í fyrirtækinu. Sveitarfélögin á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbær og Vestmanna- eyjabær eiga Hitaveitu Suðurnesja hf., fyrir utan þann 15,3% hlut sem ríkið á. Reykjanesbær er stærsti hluthafinn með um 40% eignarhlut. Ríkið á einn mann í stjórn fyrir- tækisins og er hann skipaður af iðnaðarráðherra. Jón Gunnarsson segist ekki vilja setja neina fjárhæð á verðmæti eignarhlutar ríkisins. Markaðurinn verði að ráða því ef til sölu komi. Vegna vanrækslu ríkisstjórnar Þegar Helgi Hjörvar mælti fyrir breytingartillögum Samfylkingar- innar sagði hann að nafnverð eign- arhlutarins væri rúmar 1.133 millj- ónir kr. en ætla mætti að markaðsvirði hlutarins væri ekki undir 1.650 milljónum kr. en trú- lega nær tveimur milljörðum eða jafnvel meira. Helgi sagði að Samfylkingin teldi að þau vandkvæði sem uppi væru í atvinnumálum á Suðurnesjum væru vegna vanrækslu ríkisstjórn- arinnar gagnvart sífelldum, viðvar- andi og vaxandi samdrætti á vegum bandaríska hersins á Miðnesheiði. Þar væru verkefni að fást við og þess vegna legði Samfylkingin til að hlutur íslenska ríkisins yrði seldur á næsta ári og tekjunum varið til uppbyggingar. Ekki kom fram afstaða annarra þingmanna við þetta tækifæri nema hvað Grétar Mar Jónsson, vara- þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði tillögunni í svari við ræðu Helga. Sagði sorglegt að þurfa að koma fram með slíka tillögu en eitt- hvað þessu líkt þyrfti að gera. Samfylkingin vill selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja Andvirðinu var- ið til atvinnu- uppbyggingar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grindavík | Orkuátak hjá nemendum á yngsta stigi Grunn- skóla Grindavíkur var áberandi í leik og starfi þeirra nú á haust- mánuðum. Orkuátakinu lauk með skrúðgöngu frá skólanum að íþróttasvæðinu þar sem þau mynd- uðu orðið orka á æfingasvæði knattspyrnumanna. Lögreglan fór fyrir hópnum með blikkandi ljós og vakti það athygli. Þegar heim var komið gerði hópurinn tilraun til að ná höndum saman utan um skólann en það tókst ekki, enda skólinn mjög stór. „Já, þetta er búið að vera skemmtileg vinna. Við fórum í göngutúra einu sinni í viku og lögðum áherslu á vatnsdrykkju og neyslu grænmetis og ávaxta. Kennarar skráðu hjá sér neyslu barnanna og kom í ljós að sam- anlagt borðuðu þau um 2.000 ávexti og 1.000 matjurtir á einum mánuði auk þess að drekka mikið af vatni,“ sagði Lára Eymunds- dóttir, deildarstjóri yngsta stigs. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignirsson Mikil orka: Börnin í Grunnskóla Grindavíkur mynduðu orðið orka við lok orkuátaksins. Borðuðu 3.000 ávexti og matjurtir Betri bær | Góð aðsókn hefur verið að hönnunarsýningunni Betri bæ sem er í göngugötunni í Kjarna við Hafnargötu í Keflavík, samkvæmt upplýsingum Rannveigar L. Garð- arsdóttur á Upplýsingamiðstöð Reykjaness. Sýningin verður tekin niður eftir helgina. Breytingar sem orðið hafa á Reykjanesbæ eru sýndar á mynd- rænan hátt og ný aðkoma að sveit- arfélögunum á Suðurnesjum með breikkun Reykjanesbrautar auk þess sem þar eru gönguleiðalýsing- ar um Reykjanes og upplýsingar um ferðaþjónustu. Bæjarbúum er boðið að koma fram með hugmynd- ir að skipulagi og breytingum. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Gömul dönsk postulínsstell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.