Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 32
LANDIÐ 32 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVERGI á Íslandi hafa sést fleiri fuglategundir en á Suðausturlandi og nú hefur undirbúnings- hópur um stofnun Fuglaathugunarstöðvar lagt fram tillögur til umhverfisnefndar Alþingis um stofnun slíkrar stöðvar á Höfn í Hornafirði. Fuglaskoðun nýtur mikilla vinsælda víða í Evr- ópu og telur Brynjúlfur Brynjólfsson, formaður Félags fuglaáhugamanna á Hornafirði, að upp- bygging fuglaathugunarstöðvar geti hjálpað til við uppbyggingu ferðaþjónustu á Suðaust- urlandi. „Það er gríðarlega mikill áhugi á fugla- skoðun á Norðurlöndunum og og alls staðar í Evrópu, þótt áhuginn sé hvergi meiri en á Bret- landi,“ segir Brynjúlfur. Undirbúningshópurinn hefur skilað skýrslu um stofnun fuglaathugunarstöðvar til umhverf- isnefndar en hópinn skipuðu fulltrúar Félags fuglaáhugamanna á Hornafirði, Náttúrurgripa- safni Austur-Skaftafellssýslu, Háskólasetursins á Höfn og Menningarmiðstöðvar Hornfjarðar og fékk verkefnið styrk frá umhverfisráðuneytinu, Byggðastofnun, Menningarráði Austurlands og Þjóðhátíðarsjóði, en verkefnið var unnið í sam- ráði við Náttúrufræðistofnun. Tillögur hópsins gera ráð fyrir að Fuglaathugunarstöð verði stofnuð á Höfn á næsta ári og er m.a. gert ráð fyrir einu föstu stöðugildi, auk uppbyggingar á aðstöðu til fuglaskoðunar. Stofnun fuglaathugunarstöðvar er ekki síst hugsuð til að taka við og halda áfram því mikla starfi sem Hálfdán Björnsson á Kvískerjum hef- ur unnið sl. 60 ár. Á Suðausturlandi hafa farið fram lengstu samfelldar staðbundnar athuganir á fuglum hér á landi fyrir tilstilli Hálfdáns og hafa þær athuganir eflst og svæðið sem reglu- lega er skoðað verið stækkað eftir því sem áhugamönnum um fugla hefur fjölgað. Hvergi hafa sést fleiri tegundir fugla á landinu en á Suð- austurlandi og er þar um að ræða íslenska stað- fugla, umferðarfugla og ekki síst erlenda um- ferðar- og flækingsfugla, að sögn Brynjúlfs. Á svæðinu frá Lómagnúpi í vestri til Djúpa- vogs í austri hafa sést yfir 80% þeirra fuglateg- unda sem fundist hafa á Íslandi, en það eru yfir 280 tegundir. Suðausturland er líka viðkomu- staður stórs hluta fugla á leið sinni til og frá Evrópu og Grænlands og Norður-Kanada, auk þess sem flestir flækingsfugar sem hingað ber- ast koma frá Evrópu og lenda á Suðausturlandi. Flækingsfuglar eru tæplega 80% af þeim fugla- tegundum sem sést hafa hér á landi og af heild- arfjölda flækingsfugla má gera ráð fyrir að yfir 60% þeirra hafi sést á Suðausturlandi. Fuglaskoðun og ferðaþjónusta styrki hvort annað Gert er ráð fyrir að aðalstarf fuglaathug- unarstöðvarinnar verði að merkja og fylgjast með komu- og fartíma fugla, auk reglulegra taln- inga á völdum svæðum í samráði við Nátt- úrurfræðistofnun. Þá mun stöðin sjá um miðlun upplýsinga og halda utan um gagnabanka um flækingsfugla og leiðbeina bæði innlendum og erlendum fuglaáhugamönnum sem koma til að skoða fugla. Gert er ráð fyrir að stöðin verði byggð upp í samstarfi við ferðaþjónustuna, þannig að þetta tvennt styrki og styðji hvort annað og getur stöðin t.d. haft mikil áhrif á komutíma erlendra fuglaáhugamanna til lands- ins, að sögn Brynjúlfs. Bestu tímar til fuglaskoð- unar eru á vorin og haustin og því er fugla- skoðun talin ákjósanleg til að lengja ferðamannatímann, en að sögn Brynjúlfs er gert ráð fyrir að útbúa aðstöðu rétt við Höfn fyrir fuglaskoðara. Í skýrslu undirbúningshóps um stofnun fugla- athugunarstöðvar kemur fram að mikilvægt sé að hefjast handa sem fyrst við rannsóknir og merkingar fugla, m.a. vegna skógræktar á Suð- urlandi og Héraði. Búast megi við að svo til- komumikil skógrækt eigi eftir að hafa veruleg áhrif á fuglafánu þessara svæða sem og alls landsins. „Þá er einnig vert að nefna miklar framkvæmdir sem hafnar eru á hálendinu norð- an Vatnajökuls sem geta haft veruleg áhrif á far- leiðir fugla, t.d. heiðagæsa og viðverutíma fugla á fartímum á Suðausturlandi,“ segir í skýrslunni. Áhugamenn um fugla vilja stofna fuglaathugunarstöð á Hornafirði Flestar fugla- tegundir hafa sést á Suð- austurlandi Morgunblaðið/Þorkell Áhugamenn um fuglaskoðun: Björn G. Arnarson og Brynjúlfur Brynjólfsson hafa lengi fylgst með fuglalífi landsins og vilja halda áfram 60 ára starfi Hálfdáns Björnssonar á Kvískerjum. Húsavík | Söngflóra Þingeyj- arsýslna er fjölbreytt og nýtt nafn í henni er Samkór Húsavíkur, hann er að hefja sitt þriðja starfsár og eru kórfélagar á bilinu 30–40. Starfsemi kórsins er á vegum Tón- listarskóla Húsavíkur og eru kór- félagar skráðir í skólann. Stjórn- andi Samkórs Húsavíkur er Hólmfríður Benediktsdóttir og pí- anóleikari Aladár Rácz. Að sögn Hólmfríðar er leitast við að hafa verkefni kórsins sem fjöl- breytilegust og hefur kórinn t.d. í haust, meðal annars, verið að æfa lagasyrpu úr söngleikjum eftir Andrew Lloyd Webber. Næstu tón- leikar kórsins verða í Dalvík- urkirkju í dag, laugardaginn 29. nóvember. Þá syngur kórinn á tón- leikum með söngdeild Tónlistar- skóla Húsavíkur á Húsavík 16. des- ember og daginn eftir syngur kórinn fyrir eldri borgara á Húsa- vík í Hvammi, dvalarheimili aldr- aða á Húsavík. Ýmislegt annað er á dagskrá hjá kórnum og hefur m.a. utanlands- ferð verið ákveðin á haustönn 2004. „Þá mun kórinn heimsækja Tékk- land en tékkneskir tónlistarmenn voru mjög áberandi í tónlistarlífi Þingeyjarsýslna á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar og verð- ur gaman að hitta þessa tónlist- armenn á þeirra heimaslóðum“ segir Hólmfríður Benediktsdóttir að lokum. Samkór Húsavíkur með þrenna tónleika á næstunni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Egilsstaðir | Fimmtíu tonna þung jarðýta, svokölluð Caterpillar nía, braut undan sér tengivagn efst á Fagradalsbraut á Egilsstöðum á tí- unda tímanum í gærmorgun. Verið var að flytja gröfuna upp í gegnum bæinn og að byggingarsvæði í Sel- brekku þegar óhappið varð. Svo virðist sem bílstjóri drátt- arbílsins hafi ekið upp undir jóla- skraut sem strengt er yfir götuna og hemlað snögglega. Við það kom hnykkur á bíl og vagn þannig að jarðýtan snerist til og annað belti hennar lenti út af vagninum. Hann brotnaði við átökin og er talinn ónýtur. Til öryggis voru malarpúðar settir utan við tengivagninn og var jarðýtan keyrð niður af honum. Myllan hf. á Egilsstöðum á ýtuna, en Malarvinnslan tengivagninn. Engin slys urðu á mönnum. Fimm og hálfs metra hæð var upp í jólaskrautsstrenginn, en leyfileg hæð farms á ökutæki er fjórir metrar og tuttugu sentimetr- ar. Óhappið vekur enn upp spurn- ingar um þá gríðarmiklu þunga- flutninga sem fara gegnum miðbæ Egilsstaða vegna framkvæmda bæði í bænum og í Kárahnjúka- virkjun. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þungaflutningar: Betur fór en á horfðist þegar tengivagn með 50 tonna jarðýtu brotnaði, eftir að bílstjórinn hafði ekið uppundir jólaskreytingu. Tengivagn brotnaði undan stórri jarðýtu Bolungarvík | Árlega sendir Hjálparstarf kirkjunnar söfn- unarbauka inn á hvert heimili í landinu. Í ár er með þessu móti leitað eftir fjárstuðningi við hjálp- arstarf það sem kirkjan vinnur að í Úganda. Þessir fjórir ungu Bolvíkingar létu verkin tala. Þau söfnuðu pen- ingum með því að ganga í hús í Bolungarvík uns þeim hafði tekist að safna í tvo fulla söfnunar- bauka. Þannig náðu þau að safna 6.425. krónum sem þau afhentu sóknarprestinum í Bolungarvík. Þau sem að þessu átaki stóðu eru systkinin Patryk, Monika og Klaudia Gawek og vinkona þeirra, Rebekka Hjaltadóttir. Gengu í hús og söfnuðu fyrir munaðarlaus börn í Úganda Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Styðja hjálparstarfið: Klaudia, Rebekka, Monika og Patryk ásamt Pálínu Vagnsdóttur, sem séð hefur um barna- og unglingastarf Hólskirkju, og séra Agnes Sigurðardóttur, sóknarprestur á Bolungarvík. Skorradalur | Starfsmenn Skógræktar ríkisins í Skorradal eru að afgreiða jólatré sem prýða garða og torg á þétt- býlisstöðum Suðvesturlands um jólin. Búið er að afgreiða 140 tré sem eru 3 metrar og hærri. Á fimmtudag fóru meðal annars 2 tré sem eru fullir 13 metrar hvort, ann- að fer á Akranes en hitt í Kópavog. Þetta eru líklega hæstu tré sem verða felld í ár. Eins og sjá má á myndum eru stofnar trjánna hinir myndarlegustu, eða yfir 40 cm í þvermál. Auk torgtrjánna verða líklega seld yfir 600 heimilisjólatré úr skógunum í Skorradal. Undanfarin ár hefur fólk getað komið tvær helgar í desember og sótt sér sjálft tré út í skóg, gegn greiðslu. Boðið verður upp á þessa þjónustu í ár, eins og áður.Morgunblaðið/Davíð Pétursson Há tré úr Skorradal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.