Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 35 NÆTURDROTTNINGAR troða upp á jólatónleikum í Norræna hús- inu í dag kl. 16.30 ásamt Vigni Þór Stefánssyni djasspíanista. Nætur- drottningar er heitið á nýju tríói sem skipað er söngkonunum Dóru Stein- unni Ármannsdóttur mezzósópran, Hrafnhildi Björnsdóttur sópran og Sibylle Koell mezzósópran. Spurðar um stofnun tríósins segjast söngkon- urnar ungu allar hafa langað til að syngja skemmtileg lög með öðrum. „Þegar við Hrafnhildur vorum að syngja saman í Krýningu Poppeu í sumar hjá Sumaróperunni nefndi ég það við hana að gaman gæti verið fyr- ir okkur að stofna dúett. Stuttu síðar nefndi Sibylle það við mig hvort við tvær ættum ekki að syngja eitthvað saman, en við þekkjumst gegnum Söngskólann í Reykjavík þar sem við erum báðar í námi. Niðurstaðan varð síðan sú að við ákváðum að stofna tríó og svo fór boltinn bara að rúlla,“ segir Dóra. Hvaðan kemur nafnið? „Það var systir Dóru sem stakk upp á því og okkur leist strax vel á það enda gaman að tengja okkur við eitt frægasta sönghlutverk óperu- bókmenntanna, þ.e. Næturdrottn- inguna í Töfraflautunni eftir Mozart. Það hlutverk er náttúrlega mjög „grand“ og flott og okkur fannst það því passa vel við okkur,“ segir Hrafn- hildur og hlær. „Enda syngjum við oftast á kvöldin, eða eftir að farið er að rökkva,“ bætir Dóra Steinunn kímin við. „Svo er Næturdrottningin auðvitað eitt þekktasta klassíska sönghlutverkið og við erum allar klassískt þjálfaðar söngkonur, þó við sem Næturdrottningarnar syngjum mun léttara efni,“ segir Sibylle. „Það má segja að við séum að sýna á okkur aðra hlið í þessu tríói. Okkur finnst gaman að leika okkur með aðra radd- beitingu en óperutæknina og sýna að við getum sungið margt annað líka,“ segir Hrafnhildur. Ólíkar raddir sem hljóma vel saman Eruð þið þá búnar að vera að æfa jólalög síðan snemma í haust? „Nei, ekki alveg. Við fórum fremur hægt af stað og vorum að þreifa fyrir okkur með lagaval. Eftir því sem nær fór að líða jólum fannst okkur tilvalið að vera með jólaprógramm og fórum þá að leita að jólalögum bæði á Net- inu og í söngbókum sem við áttum,“ segir Sibylle. „Fyrst fannst okkur svolítið asnalegt að vera að syngja jólalög í byrjun október og til að hjálpa okkur við að komast í rétta stemningu keyptum við okkur snemma jólasveinahúfur og pipar- kökur,“ segir Hrafnhildur. „Svo hjálpaði það okkur auðvitað mikið þegar jólaljósin voru sett upp,“ segir Dóra. „Auk þess var frábært að fá snjóinn núna, svona rétt fyrir tón- leika,“ segir Hrafnhildur. „En svo þarf auðvitað líka að huga að ýmsu öðru en bara að æfa lögin, því það er mikil vinna að undirbúa tónleika, bara það að búa til plakat og huga að kynningarmálum sem dæmi,“ segir Sibylle. „Og svo þarf auðvitað líka að huga að sviðsframkomunni og fatn- aðinum. Þannig sérsaumaði t.d. mamma Sibylle afar fallega kjóla handa okkur fyrir tónleikana í dag og kunnum við henni bestu þakkir fyrir það,“ segir Hrafnhildur. En hvað stýrir lagavalinu á pró- gramminu? „Mörg laganna eru einfaldlega uppáhaldsjólalögin okkar,“ segir Hrafnhildur. „Við reyndum að hafa ákveðinn fjölbreytileika og erum því með hress lög á borð við Rockin’ aro- und the Christmas tree í bland við hátíðlegri lög eins og Heims um ból,“ segir Sibylle. Nú er þetta kannski fremur óvenjuleg samsetning á tríói, einn sópran og tveir mezzósópranar, hvernig hljómar það? „Þær hljómar í raun mjög vel sam- an,“ segir Sibylle. „Við erum með ólíkar raddir og náum fyrir vikið að skila okkar mjög vel. Segja má að við skerum okkur úr á góðan hátt þannig að hver og ein rödd fær að njóta sín innan samhljómsins,“ segir Hrafn- hildur. Að sögn Næturdrottninga eru þær nokkuð bókaðar í desember og munu til dæmis syngja allar helgar í desem- ber á jólahlaðborðinu á Grand hóteli, auk þess sem þær troða upp í jóla- glöggum og skötuveislum. Þær segj- ast þó enn taka við bókunum ef ein- hverja vantar skemmtiatriði á jólauppákomum. Aðspurðar um framhaldið segjast Næturdrottning- ar munu undirbúa nýjar efnisskrár strax upp úr áramótum, t.d. með söngleikjalögum, sem henti vel fyrir árshátíðir. Gaman að geta sýnt á sér nýja hlið Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Sibylle Koell og Hrafnhildur Björnsdóttir skipa tríóið Næturdrottningar. silja@mbl.is FREDIE Beckmans listamat- argerðarmaður frá Hollandi opnar sýningu í aðalsal Skaft- fells, menningarmiðstöð Seyð- isfirði, kl. 16 í dag, laugardag. „„Woelkenwoelkenstad“ er langtímaverkefni þar sem Fredie Beckmans smíðar fuglabúr sem vísa til leikrits Aristófanesar um fuglana. Þetta er saga um hvernig fólk í fyrstu fórnar mat til guðanna, en síðar þegar fuglarnir hafa byggt borg í háloftunum fórna mennirnir reyk handa fuglun- um. Hann hefur þegar smíðað um 300 fuglabúr og á þeim eru nöfn allra fugla í heiminum. Nöfnin eru þegar á hollensku, frönsku, og þýsku. Fyrir ís- lensku sýninguna gerir hann 50 fuglabúr með íslenskum nöfnum,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Sýningin stendur til 11. jan- úar. Fuglabúr í Skaftfelli Á MOKKA stendur ný yfir sýn- ing Olgu Lúsíu Pálsdóttur. Þar gefur að líta grafísk verk en sýningin hefur yfirskriftina „Stjörnuspeki í augum Olgu Lúsíu“. Efnið er í tengslum við skoðun Olgu Lúsíu á stjörnu- merkjum og er niðurstaða þeirrar viðamiklu vinnu og rannsókna sem hún hefur unnið að undanfarin ár. Olga Lúsía fæddist 13. apríl 1962 í Norður-Rússlandi. Hún hefur búið á Íslandi undanfarin 15 ár. Hún stundaði nám við Listaháskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan með BA-gráðu í myndlist árið 2001. Hún hefur að auki lært myndlist og hönn- un við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Iðnskólann í Reykjavík. Olga Lúsía hefur áður haldið sýningar. Sýningin í Mokka stendur til 10. janúar. Grafíkverk á Mokka BRIAN Pilkington er sjöundi í röð níu barnabókahöfunda, sem gefur út bók um jólin, og tekur þátt í Sögustundum Gevalia í Þjóðmenningarhúsi. Lesið verður upp úr bók Brians Pilk- ington, Mánasteinar í vasanum. Samhliða upplestrinum verða myndir úr bókinni sýndar og allir spreyta sig á því að teikna með aðstoð höfundarins. Verndari Sögustunda er frú Vigdís Finnbogadóttir. Lesið og teiknað með Brian Pilkington ELÍSABET Waage hörpuleikari og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir selló- leikari halda aðventutónleika í Listasafni Einars Jónssonar á morgun, sunnudag, kl. 16. Flutt verður Sónata nr. 6 fyrir selló og fylgirödd eftir Antonio Vivaldi, Int- ermezzo úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson, Adagio úr sónötu op. 5 nr. 2 fyrir hörpu og selló eftir B. Romberg og verkin Arioso og Slá þú hjartans hörpustrengi úr kantötu nr. 147 eftir Johann Seb- astian Bach. Elísabet og Ólöf Sesselja. Hörpu- og sellótónleikar Áfram veginn nefnist ný geislaplata sem hefur að geyma úrval vinsælla laga með skagfirska karlakórnum Heimi. Kórinn hef- ur starfað sam- fleytt í yfir 75 ár og er þeim tímamót- um fagnað með þessari útgáfu. Á disknum má finna perlur eins og: Undir bláhimni, Fram í heiðanna ró, Erla, Sprettur og Ísland. Einsöngvarar á diskinum eru Álfta- gerðisbræðurnir Gísli, Pétur, Sigfús og Óskar Péturssynir. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og aðalundirleik- ari er Thomas R. Higgerson. Upptökustjórn var í höndum Gunn- ars Smára Helgasonar. Sonet sér um dreifingu. Karlakór Tvö verk á há- tíðatónleikum KÓR Háteigskirkju fagnar 50 ára starfsmæli sínu með hátíðatónleik- um kl. 20 annað kvöld, sunnudags- kvöld. Flutt verða tvö verk, Te Deum K141 eftir Mozart og Introdu- zione e Gloria eftir Vivaldi. Verkið hefur ekki verið flutt hér á landi áð- ur. Með kórnum kemur fram kamm- erhljómsveit og er Gréta Guðnadóttir konsertmeistari. Þrír söngvarar af yngri kynslóðinni, þau Gyða Björgvinsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir og Garðar Thór Cort- es, syngja einsöng í verki Vivaldis. Organisti og kórstjóri Háteigskirkju er dr. Douglas A. Brotchie. ♦ ♦ ♦ FLUTNINGUR á tveimur aðventu- kantötum eftir Johann Sebastian Bach marka upphaf 22. starfsárs Listvinafélags Hallgrímskirkju á morgun, sunnudaginn 30. nóv- ember. Verða kantöturnar fluttar í guðsþjónustu klukkan 11.00 og á tónleikum klukkan 17.00, þar sem einnig verða fluttir þrír orgelfor- leikir Bachs yfir aðventusálminn Nú kemur heimsins hjálparráð. Flytj- endur eru Scola Cantorum, ein- söngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson, sem eru systkini, Guðrún Edda Gunn- arsdóttir og Alex Ashworth. Stjórn- andi er Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson leikur einleik á Klais-orgel kirkjunnar. Kantöturnar tvær sem fluttar verða á tónleikunum, Nun komm, der Heiden Heiland, BWV 62 og Schwingt freudig euch empor, BWV 36, eru meðal hinna vinsælustu í kantötusafni Bachs. Báðar gera þær miklar kröfur til flytjenda. Systkinin Hallveig og Þorbjörn syngja nú saman á stórtónleikum hér sunnanlands í fyrsta sinn – en áður hafa þau sungið saman í Cosi van Tutti í uppfærslu óperunnar á Egilsstöðum. Einnig er þetta í fyrsta sinn sem Hallveig syngur einsöng undir stjórn Harðar Áskelssonar, þótt hún hafi áður sungið í kórnum hjá honum. Hallveig segir þau systkinin syngja í báðum kantötunum en önn- ur þeirra verður sungin við útvarps- messu á sunnudag. „Í þeirri kantötu sem ekki verður útvarpað er ég þó með mun stærra einsöngshlutverk,“ segir hún. Það er ekki langt síðan Hallveig lauk söngnámi í London og þegar hún er spurð hvernig leið hennar hafi legið inn í Hallgrímskirkju, seg- ir hún: „Fyrir um níu eða tíu árum sung- um við systkinin, ásamt Ólafi, bróð- ur okkar, í World Youth Choir, eða Heimskór æskunnar. Í þeim kór sungum við Messu eftir Frank Mart- in en veturinn á eftir flutti Hörður það verk hér heima. Bræður mínir voru báðir með í þeim flutningi og ég bara hringdi í Hörð og spurði hvort ég mætti líka vera með, vegna þess að ég kunni verkið – sem er eitt besta kórverk í heimi. Eftir það bað Hörður mig að vera með í Óttu- söngvum að vori, sem frumflutt var í Skálholti. Verkið var flutt af litlum kammerkór sem varð síðan uppi- staðan í Schola cantorum, en þegar sá kór fór af stað var ég erlendis í söngnámi, þannig að ég hef ekki sungið með þeim, þótt mig hafi oft langað til þess.“ Þorbjörn Rúnarsson hefur tekið þátt í ýmsum stórhátíðartónleikum í Hallgrímskirkju og Langholts- kirkju, auk þess að syngja í Rak- aranum í Sevilla hjá Íslensku óp- erunni í fyrrahaust. Það er ekki laust við að hann veki forvitni blaða- manns sem ákveður að slá á hann austur og spyrja hvort hann hafi sungið kantöturnar áður. „Nei, ég hef aldrei sungið þær áð- ur,“ svarar Þorbjörn, „en hef mjög fína aðstöðu til þess að undirbúa mig hér fyrir austan með raddþjálf- ara.“ „Hvernig stendur á því að þú ert kallaður suður til þess að syngja þegar allt er fullt af tenórum hér í bænum? „Ég söng áður með Mót- ettukórnum, auk þess sem ég tók þátt í Kirkjulistahátíð Hallgríms- kirkju í júní síðastliðnum. Þar fyrir utan hef ég sérhæft mig í að syngja Bach og er mjög hrifinn af honum. Það eru ekkert mjög margir sem sérhæfa sig í honum.“ Þú vilt sem sagt ekki bara syngja óperuaríur. „Nei, ekki eingöngu, þótt ég hafi vissulega mjög gaman af því og hef meðal annars þrisvar sungið með Óperustúdíói Austurlands auk þess að taka þátt í uppfærslunni á Rak- aranum í Sevilla hjá Íslensku óp- erunni í fyrrahaust.“ Systkini í einsöngshlutverkum Hallveig og Þorbjörn Rúnarsbörn syngja einsöngshlutverk á Bach-aðventutónleik- um í Hallgrímskirkju um helgina. Súsanna Svavarsdóttir spjallaði við þau. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorbjörn og Hallveig Rúnarsbörn syngja í aðventukantötum eftir Bach.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.