Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 38

Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 38
DAGLEGT LÍF 38 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Dömu- og herranáttföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga. Ertu á leið í fríið? FRÁ Hvernig verka raddirstjórnmálamanna ákjósendur? Hefur ekkiyfirveguð og skýr rödd meiri sannfæringarkraft en rödd sem er misbeitt og hljómar ekki vel? Þessum spurningum leitaðist Ásdís Emilsdóttir Petersen við að svara í lokaverkefni sínu til meistaragráðu í mannauðsstjórnun við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Valdi hún verkefnið með hliðsjón af því að í náminu er lögð mikil áhersla á starfsfólk sem auðlind og einnig á einkenni „góðra“ stjórnenda og leið- toga. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvort radd- einkenni, hljómur, dýpt raddar, tal- hraði og raddstyrkur séu þættir í persónutöfrum leiðtoga og sannfær- ingarkrafti. Í rannsókninni er athyglinni ein- göngu beint að stjórnmálamönnum sem eru viðurkenndir sem leiðtogar síns flokks. Þetta eru þeir Davíð Oddsson, Guðjón A. Kristjánsson, Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéð- insson. Við raddgreininguna var notast við útvarpsupptökur úr síðustu kosningabaráttu. Einnig var beitt megindlegum og eigindlegum rann- sókaraðferðum og mælitækjum tal- meinafræðinnar. Ásdís fékk tvo rýnihópa, annan íslenskan og hinn erlendan, til að hlusta á og meta raddirnar út frá stöðluðum spurn- ingum og ræða síðan um raddirnar. Niðurstöður voru síðan bornar sam- an við mælitæki talmeinafræðinnar. Erlendi hópurinn samanstóð af sautján útlendingum frá sjö þjóðum, sem þekktu ekkert til íslenskra stjórnmála og höfðu aldrei heyrt á stjórnmálamennina minnst en þeir voru rétt nýkomnir til landsins. Össur talar hraðast Til að hafa langa sögu stuttu eru niðurstöður úr rannsókninni meðal annars þær að Steingrímur þykir tala fremur hratt. Dálítillar streitu er vart í rödd hans, hann er með frekar djúpa rödd, telst mjög áheyrilegur, skýrmæltur og með eðlilegan raddstyrk. Guðjón talar fremur hratt að mati þátttakenda, hefur háa og óáheyri- lega rödd, er óskýrmæltur og með mikla spennu í röddinni. Össur þykir með mjög spennta rödd, tala frekar hratt en ekki er hann talinn mjög djúpraddaður að mati þátttakenda í rannsókninni. Ekki fékkst afgerandi niðurstaða um hvort hann væri með áheyrilega rödd en um helmingur þátttakenda taldi hann skýrmæltan. Samkvæmt mælingum talaði Össur hraðast leið- toganna í rannsókninni. Davíð þykir hafa hægan talanda, hann hefur nokkuð djúpa og ráma rödd, þykir hvorki afgerandi skýr- mæltur né óskýrmæltur og ekki vottar fyrir spennu í rödd hans að mati þátttakenda. Báðir rýnihópar töldu hann tala hægast leiðtoganna í rannsókninni. Halldór talar ekki hratt að mati rýnihópanna, hann þótti með nokk- uð djúpa rödd og vera með áheyri- legustu röddina í rannsókninni. Ásamt Steingrími er hann talinn skýrmæltastur og laus við spennu í röddinni. Davíð og Halldór eru þeir sem teljast með nokkuð djúpa rödd. Samkvæmt tíðnigreiningu eru þeir þó ekki djúpraddaðir, raddir þeirra halda sig hins vegar í kringum með- algrunntíðni, að sögn Ásdísar. Djúp rödd þykir trúverðug Í niðurstöðum þátttakenda um sannfæringarkraft leiðtoganna fimm kemur fram að Halldór og Steingrímur voru með áberandi mestan sannfæringarkraft. Þegar radd- einkenni þeirra eru skoðuð kemur í ljós að þeir eiga ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru sagðir með frekar djúpar raddir. Báðir eru taldir mjög áheyrilegir, skýrmæltir og með eðlilegan radd- styrk. Þeir fengu engar afgerandi athugasemdir um óeðlileg radd- einkenni. Ásdís segir báða rýnihópana telja streitu hafa neikvæð áhrif á sann- færingarkraft. „Streita hefur líka þau áhrif á áheyrendur að þeir verða sjálfir spenntir en fyllast ekki sannfæringarkrafti. Báðir hópar töldu djúpa rödd áheyrilega og trúverðuga og fela í sér vald og vera mjög sannfærandi. Það er líka athyglisvert að þrátt fyr- ir að rýnihóparnir teldu nokkra leið- togana vera djúpraddaða þá töldust þeir það ekki á mælikvarða tal- meinafræðinnar. Skýringin á þessu er sú að menn skynja raddir sem djúpar og sannfærandi ef röddin er ekki spennt, talað er á eðlilegum hraða og án sveiflna.“ Ásdís segir að þrátt fyrir ólík þjóðerni, tungumál og aldur bar hópunum saman í veigumestu þátt- um um raddeinkenni, áheyrileika og skýrmæli og tengsl þessara þátta við sannfæringakraft. „Þar sem er- lendi hópurinn talaði ekki íslensku má draga þá ályktun að það sé ekki eingöngu orðanotkun eða mælska sem skipti máli í árangri leiðtoga heldur einnig röddin,“ segir hún. Þakklát stjórnmálamönnunum Það vekur athygli að enginn kvenleiðtogi er í hópnum. Ásdís er spurð hverju það sæti. „Í upphafi var ekki farið af stað með það í huga hvers kyns leiðtog- arnir væru. Aðalútgangspunkturinn var að finna leiðtoga, sem væru við stjórnvölinn á sama tíma, störfuðu við sömu aðstæður og ekki síst að þeir væru viðurkenndir sem leiðtog- ar meðal fylgismanna sinna. Í þess- um hópi eru einungis karlmenn.“ Ásdís segir að það sem stjórn- málamenn geti gert til að verða áheyrilegri sé að gefa gaum að heil- brigði raddar sinnar og forðast mis- beitingu hennar. „Ef gætt er að þessu hljómar röddin betur og berst lengra og hefur þar af leiðandi meiri möguleika að sannfæra fólk.“ Það kemur fram í máli Ásdísar að hún er afar þakklát stjórn- málamönnunum sem tóku þátt í verkefni hennar. „Með því að taka þátt í þessari rannsókn hjálpuðu þeir til í leitinni að því hvernig megi bæta hæfni leið- toga,“ segir hún. „Umræðan um leiðtogastjórnun er sífellt að verða mikilvægari í ljósi harðnandi sam- keppni og alþjóðavæðingar. Stöð- ugar breytingar í umhverfinu kalla á leiðtoga sem eiga auðvelt með að sannfæra fylgjendur. Ég tel að kominn sé tími til að leiðtogafræðin gefi röddinni, þessu mikilvæga líf- færi, gaum.“  RANNSÓKN|Persónutöfrar og mælska skipta ekki bara máli þegar leiðtogar ná árangri Röddin tæki til áhrifa Morgunblaðið/Eggert Ásdís Emilsdóttir Petersen: Hefur unnið hjá Útvarpinu í mörg ár og velt fyrir sér hvers konar raddir ná eyrum hlustenda. Þegar kannað var hvernig raddir leiðtoga virka á kjósendur kom í ljós að Halldór Ásgrímsson og Steingrímur Sigfússon þykja hafa mestan sann- færingarkraftinn í röddinni. he@mbl.is Halldór Ásgríms- son: Talar ekki hratt, er með djúpa og áheyri- lega rödd. Steingrímur J. Sigfússon: Er með áheyrilega rödd, skýrmæltur og með eðlilegan raddstyrk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.