Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S kaftafellssýsla er syðst á Íslandi, þar sem landið opnar faðminn mót sól og sumri. Hún tekur fyrst við öllu, sem berst að úr suðurvegum, og þó liggur hún að sumu leyti næst helkulda norðurvega, við barm stærstu ísbreiðu landsins, Vatnajök- uls, er ber höfuðið – Öræfajökul – hærra öll- um frónskum fjöllum. Skaftafellssýsla er í sannleika, eins og skáldið segir: „Undarlegt sambland af frosti og funa, rammíslenzkust í þeim skilningi allra héraða landsins; jöklar skiftast á við eldfjöll – og jöklarnir sitja á eldfjöllum; eyðisandur við apalhraun; belj- andi árnar umlykja gróðursæla byggð! Fjöllin í Vestursýslunni grasi gróin að hamrastöllum; í Austursýslunni ber; dimmbláar skriðurnar hanga frá brún og niður á jafnsléttu. – Allt einkennilegt og, í augum barna héraðsins, einkar – fagurt. “ Svo ritar Gísli Sveinsson sýslumaður í fyrsta kafla bókarinnar Vestur-Skaftafells- sýsla og íbúar hennar, og gefin var út 1930. Sú stórbrotna náttúra sem þarna er lýst er auðlind okkar Skaftfellinga og stóriðjan er ferðaþjónusta. Lykill að farsælli þróun hennar er stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, „nútímaþjóðgarðs“ en ekki þjóðgarðs eins og þeir eru, eða voru a.m.k. í hugum flestra, þjóðgarður þar sem svo virðist sem allt sé njörvað niður, öll stjórnun, hugmyndavinna og ákvarðanataka kemur að sunnan. Heldur þjóðgarður sem er undir stjórn heima- manna, þar sem þróun verður á forsendum þess fólks sem næst býr. Það hefur jú alla hagsmuni af því að vel gangi. Að þjóðgarð- urinn sé fyrir fólkið í landinu eða öllu heldur fólk allra þjóða. Að verndun og uppbygging haldist í hendur og að vísindamenn fái svig- rúm til að sinna sínum viðfangsefnum. Í dag er það Umhverfisstofnun, sem fer með stjórn þjóðgarða á Íslandi, ef undan er skilinn Þingvallaþjóðgarður, sem hefur eigin stjórn, skipaða alþingismönnum. Skyn- samlegt væri að fela stjórn heimamönnum, en breyta hlutverki Umhverfisstofnunar í að vera ráðgefandi fagaðili, auk Forn- leifaverndar ríkisins, Jöklarannsóknarfélags og fleiri. Þessir aðilar yrðu svokölluð ráð- gjafarnefnd stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Uppbygging, skipulag og framþróun yrði forsendum heimamanna og í tengslum við þær stofnanir og atvinnulíf sem fyrir er, öll- um til hagsbóta. Mætti síðar yfirfæra á aðra þjóðgarða sem fyrir eru eða síðar verða stofnaðir. Lítum á annað dæmi sem að mínu mati getur verið fyrirmyndin. Það stóra atvinnu- og byggðaverkefni sem er héraðsskógaverk- efnin, þ.e. Suðurlandsskógar, Héraðsskógar og svo frv. Þarna hefur verið stofnað til landshlutabundinna verkefna. Þau hafa sér- staka fjárveitingu á fjárlögum, sína eigin stjórn, og sína eigin starfsmenn, sem við get- um sagt að skiptist í yfirmenn, sem eru starfsmenn t.d. Suðurlandsskóga og und- irmenn, sem eru bændurnir og/eða landeig- endurnir. Undirmennirnir eru í raun yf- irmennirnir, því engin skógrækt verður til án lands. Þarna er síðan skipulögð skógrækt í bland við aðra landnýtingu og hvað styður annað og styrkir byggðina. Skógrækt rík- isins sem eitt sinn drottnaði yfir skógrækt í landinu, situr ekki ein að þeim vexti sem er í skógrækt og stýrir öllu frá einum stað, sem gæti verið í Reykjavík, en var sem betur fer eitt sinn flutt austur á land og enginn man lengur eftir að hafi verið annars staðar. Heldur er hún nú ráðgefandi fagstofnun og í góðum tengslum við landshlutabundnu verk- efnin. Góð sátt virðist ríkja og allir blómstra, allt í kringum landið. Þetta „model“ getum við yfirfært á þjóðgarða. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs gefur gott tilefni til að breyta um stefnu í þessum mál- um. Skipuleggja stjórnsýslu hans og upp- byggingu þannig að allt umhverfis jökulinn verði íbúar varir við og þátttakendur í framþróun hans, byggðinni til framdráttar. Ég vil þó meina að megináherslan eigi að vera á svæðið sunnan jökuls til að byrja með, m.a. vegna jökulsins. S því að halda uppbygging virti maður kvæmdastj (nátturuver af lykilmön arsamtökun irlestur um verndar og sl. sumar. P á landi og o er snerta la var á þessu armanni um mikilvægas og hvar áhr unar svarað við suðurja Vatnajökulsþjóð Eftir Sigurlaugu Gissurardóttur fram á þennan dag. Á hinn bóginn hefur ekki verið starfandi íslenskur sendiherra gagnvart Íran frá árinu 1987 þrátt fyrir að íranskir sendi- herrar hafi verið samþykktir af ís- lenskum stjórnvöldum. Nú hefur ver- ið ákveðið að íslenskur sendiherra afhendi trúnaðarbréf í Teheran. Hvað hefur breyst? Pólitísk valda- barátta hefur færst í aukana í Íran á undanförnum árum um leið og um- bótaöflum hefur vaxið fiskur um hrygg. Almennur samanburður á ástandinu í landinu á níunda áratugn- um og nú sýnir að margt hefur færst til betri vegar. Það þýðir ekki að mannréttindabrot, þ.á m. gegn Bahá- íum, séu síður áhyggjuefni enda hafa íslensk stjórnvöld undan- tekningalaust fordæmt misgjörðir ír- anskra stjórnvalda þegar tækifæri hafa gefist. Meðflutningur Íslands á ályktunartillögu á yfirstandandi alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna endurspeglar að þar hefur engin breyting orðið á. Það er hins vegar mat íslenskra O pinber heimsókn Hall- dórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra til Ír- ans í tengslum við ferð fjölmennrar íslenskrar viðskiptasendinefndar hefst á morg- un, sunnudag. Er tilgangur heim- sóknarinnar að funda með írönskum ráðamönnum og kynna íslensk fyrir- tæki í því augnamiði að stofna til nýrra viðskiptasambanda. Lengi vel var hvorki ástæða né tilefni til slíkrar ferðar en í ljósi breyttra aðstæðna og vaxandi áherslu íslenskra stjórn- valda á eflingu samskipta við fjarlæg- ari heimshluta og útrásar íslenskra fyrirtækja sýnir utanríkisráðherra í verki að íslensk utanríkisstefna er í senn samkvæm og uppbyggjandi. Opinber samskipti Íslands og Ír- ans hafa verið mjög takmörkuð á undanförnum áratugum. Ísland og Íran tóku fyrst upp stjórnmálasam- band árið 1951 og það hefur haldist stjórnvalda að með samhlið og hreinskilnum skoðanask írönsk stjórnvöld sé hægt a lóð á vogarskál lýðræðis og arríkis í Íran. Það er undarl hugsunarháttur að segja se með algjöru afskiptaleysi ve ríkja aukist líkur á umbótum því felst mikill misskilningu er einmitt hlutverk þjóða ei lendinga að tala fyrir auknu réttindum um allan heim og þess hvert tækifæri. Það er þvert á móti vafas verandi breytingaskeiði að öflunum í Íran sé greiði ger gagnrýnu afskiptaleysi. Ásý ins skiptir írönsk stjórnvöld viðmælendur þeirra geta la á mikilvægi virðingar fyrir vallarmannréttindum í því s Um leið hefur ákvörðun í stjórnvalda um undirritun v við fyrirbyggjandi samning kjarnorkumálastofnunarinn að hætta endurvinnslu úran að auðvelda pólitísk og viðs Af hverju Íran? Eftir Björn Inga Hrafnsson Í lok síðasta mánaðar gerði rektor Háskóla Íslands skólagjöld að umtalsefni í ræðu sinni við brautskrán- ingu kandídata. Í kjölfarið sendi stúdentaráð frá sér yfirlýs- ingu þar sem einhuga afstaða ráðs- ins gegn skólagjöldum var ítrekuð. Þegar rætt er um skólagjöld við háskólann er að mörgu að hyggja. Háskóli Íslands fær í dag um fjóra milljarða á ári frá ríkinu, bæði til kennslu og rannsókna. Það er ljóst að þessi upphæð dugar hvergi nærri til þess að hann geti haldið áfram að bjóða upp á fyrsta flokks nám. Afstaða ríkisins virðist hins vegar vera sú að háskólinn hafi nægt fé til umráða en því fé sé ekki nægilega vel varið. Stúdentaráð hefur alfarið lagst gegn skólagjöldum við háskólann og telur ekki rétt að fjárhagsvandi skólans sé leystur með því að velta honum yfir á stúdenta. Að auki hefur það sýnt sig í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan sam- an við að skólagjöld hafa ekki leyst fjárhagsvanda háskóla á nokkurn hátt. Upptaka skólagjalda hefur jafnan orðið til þess að ábyrgð rík- isins gagnvart viðkomandi skóla minnkar, ríkið dregur úr framlagi sínu og fjárhagsstaðan ver sama eftir sem áður. Þarn einungis verið að breyta fj uninni en ekki raunverule að bæta fjárhagsstöðu sto innar. En hvað er þá til ráða e gjöld koma ekki til greina alveg ljóst að ríkisvaldið g margan hátt komið til mót skóla Íslands án þess að þ sér aukna fjárveitingu. Í fyrsta lagi þarf að leið að ekki hefur verið greitt þá nemendur sem stunduð við HÍ á árunum 2001 og 2 Einnig stefnir í það að ekk greitt fyrir alla sem stund nám á árinu 2003. Þetta er Skólagjöld leysa ekki Eftir Davíð Gunnarsson AFREK Á LANDSPÍTALA Það er martröð flestra foreldra aðfá fregnir af því að börn þeirrahafi lent í alvarlegu slysi. Að barnið sem hélt út að leika, hitta vini eða stunda íþróttir komi ekki heim heldur liggi milli heims og helju á sjúkrahúsi. Frásögnin af Þengli Otra Óskars- syni er birtist í Morgunblaðinu í gær minnir okkur á hversu brothætt lífið getur verið. Jafnframt gefur frásögnin innsýn inn í það ótrúlega starf er á sér stað í sjúkrastofnunum landsins og hvers konar afreksmenn eru þar að störfum. Þengill Otri fór í Breiðholtslaugina að synda, líkt og hann gerir flesta daga, 11. nóvember síðastliðinn. Eng- inn veit hvað gerðist en nokkru síðar fannst hann meðvitundarlaus á botni laugarinnar. Sundlaugarverðir náðu honum upp á bakkann, hófu hjarta- hnoð og reyndu að blása í hann lífi. Fljótlega komu læknir og lögreglu- menn og héldu lífgunartilraunum áfram. Þengill var fluttur í skyndi á Land- spítalann í Fossvogi og þar var tekin ákvörðun um að flytja hann á Land- spítalann við Hringbraut. Þar sem Þengill var enn meðvitund- arlaus þrátt fyrir endurlífgun var lík- ami hans kældur niður í 32 gráður en þeirri aðferð er beitt til að minnka lík- ur á heilaskaða við hjartastopp. Lung- un voru hins vegar mikið sködduð og ekki tókst að súrefnismetta blóðið. Hann var því settur í hjarta- og lungnavél. Þegar foreldrar Þengils áttu að fá að sjá hann í fyrsta skipti eftir slysið stöðvaðist hjarta hans. Tók endurlífg- un nær 20 mínútur og kom í ljós mikil blæðing frá lungum. Til að koma í veg fyrir hana var beitt nýju lyfi fyrir dreyrasjúka, sem ekki hefur verið not- að áður meðan sjúklingur er tengdur við hjarta- og lungnavél. Þannig tókst að stöðva blæðinguna. Að fyrsta sólar- hringnum loknum var líkami Þengils hitaður hægt upp og hann vaknaði á fjórða degi. Lýsingin á því sem fram fór á Land- spítalanum og þeim aðferðum er beitt var til að bjarga lífi drengsins er ótrú- leg. Það er ekki skrýtið að Þengill Otri skuli vera þekktur sem „kraftaverka- maðurinn“ á Barnaspítalanum þar sem hann er nú að jafna sig. Atburðarásin frá því slysið átti sér stað sýnir mikilvægi þess að vel sé búið að íslenskum sjúkrahúsum og að þar sé að finna hæfasta starfsfólk sem völ er á og hefur jafnframt aðgang að full- komnasta tæknibúnaði og nýjustu lyfj- um. Þekking og reynsla starfsfólksins á sjúkrahúsum landsins er ómetanleg og bjargar mannslífum dag hvern. Fel- ix Valsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum og einn læknanna er önnuðust Þengil frá upp- hafi, segist í Morgunblaðinu í gær vilja fullyrða að „drengurinn hefði hvergi getað fengið betri meðferð en hann fékk hér“. Flestir Íslendingar verða einhvern tímann á lífsleiðinni að treysta á heil- brigðiskerfið. Það er því mikilvægt að hlúa þannig að heilbrigðiskerfinu að þessi orð eigi við sem allra oftast. Læknar og hjúkrunarfólk á Land- spítala-háskólasjúkrahúsi hafa aug- ljóslega unnið afrek í meðferð sinni á þessum unga pilti. MÓTUN MIÐBORGARINNAR Síðastliðinn fimmtudag birtist hér íblaðinu frétt þar sem sagt var frá því að skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkur hefði beint því til borg- arráðs að endurskoða þyrfti heimildir sem nú gilda til reksturs veitingastaða í hliðargötum við Bankastræti og Laugaveg. Í fréttinni er haft eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem á sæti í nefndinni, að íbúar í hliðargötum hafi mikið kvartað yfir auknum fjölda vínveitingastaða í götunum, og að sá kvóti sem settur var á fjölda slíkra staða á Laugaveginum sé ein hugsan- leg ástæða mikillar ásóknar skemmti- staða þangað. „Það er orðið mjög þétt- byggt af vínveitingastöðum í mörgum þessara gatna, ekki síst við Ingólfs- stræti og Þingholtsstræti,“ segir hún. Samkvæmt kvótanum er fjöldi veit- ingahúsa á Laugavegi takmarkaður við 30% af því húsnæði sem þar er, en heimildir til rekstrar vínveitingastaða í hliðargötunum eru næstum án tak- markana. Þegar deiliskipulag af þessu svæði er skoðað kemur skýrt fram að þær götur sem liggja að Laugavegi tilheyra sama miðborgarskipulaginu og Lauga- vegurinn sjálfur og svæðið er hugsað sem ein heild. Markmiðið með því að hafa kvóta á ákveðinni tegund starf- semi á Laugaveginum er væntanlega að stuðla að jafnvægi, svo miðborgin þjóni hlutverki sínu með sem fjöl- breyttustum hætti. Enda er jafnvægi á milli margvíslegrar atvinnustarfsemi, þjónustu og íbúabyggðar grundvöllur þess að mannlíf blómstri í miðborginni alla daga vikunnar – ekki síður um há- bjartan daginn en síðla kvölds og um nætur. Hliðargötur við Laugaveg hafa einnig rótgróið hlutverk sem vettvang- ur verslunar og þjónustu og þannig hafa þær þjónað sem stuðningur við sjálfa lífæðina, Laugaveginn, í gegnum tíðina. Ef vínveitingahús verða þar jafn yfirgnæfandi þáttur og nú er raunin, t.d. við Klapparstíg, Ingólfsstræti og Þingholtsstræti er veruleg hætta á því að staða Laugavegarins veikist og verslun og annarri þjónustu sem þar þarf svo nauðsynlega að byggja upp sé hreinlega bolað burt. Íbúabyggð á sér að sjálfsögðu enga framtíð í hliðargötum þar sem það næt- urlíf er fylgir vínveitingastöðum ræður lögum og lofum, eins og kvartanirnar sem Hanna Birna vísar til bera vott um. Með einhæfri vínveitingahúsastarfsemi í þessum götum er því í raun einnig ver- ið að vega að því eðlilega svigrúmi sem þær geta skapað á milli Laugavegar og gróinna íbúahverfa á borð við Þingholt- in og Skuggahverfi, ef vel tekst til við að blanda verslun, þjónustu, veitinga- húsum og íbúabyggð saman í eðlilegum hlutföllum. Það er því full ástæða til að hvetja borgarráð til að endurskoða þær forsendur sem skapað hafa þetta ástand hið fyrsta og leita leiða til að jafnvægi megi ríkja í uppbyggingu alls þess svæðis sem samkvæmt skilgrein- ingum tilheyrir miðborginni. Að öðrum kosti mun reynast sífellt erfiðara að laða fram fjölskylduvænt, aðlaðandi og margbreytileg mannlíf í hjarta Reykja- víkur að staðaldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.