Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 45 núverandi framkvæmda norðan Skaftafellssýslur þurfa verulega á a að kraftur verði settur í atvinnu- gu, eru klárlega jaðarsvæði. Sá r próf. Roger Croft, fyrrum fram- jóri Scottish Natural Heritage rndarstofnum Skotlands), nú einn nnum í alþjóða náttúruvernd- num IUCN í Evrópu, hélt fyr- m þjóðgarða, á vegum Land- g Landgræðslu ríkisins, í Öræfum Próf Croft þekkir mjög vel til hér oft er leitað til hans varðandi mál andvernd og náttúruvernd. Hann um fundi spurður af aðstoð- mhverfisráðherra, hvert væri sta svæði Vatnajökulsþjóðgarðs rif hans yrðu mest. Án umhugs- ði hann því til að það væri svæðið aðar jökulsins og að því ætti að beina sjónum í fyrstu og í miklu og góðu samráði og samvinnu við íbúa. Í því efni gætu Íslendingar lært af Skotum. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er mér eins og fjölmörgum íbúum þessara héraða mjög hugleikin og gætir orðið nokkurrar óþreyju hvernig mál skipast. Verkefnið hef- ur verið að taka á sig mynd, svona líkt og þegar púsluspili er raðað saman. Mér finnst að í dag sé ég búin að koma því saman. Ekki ég ein, heldur með samræðum við fjölmarga, af því að hlusta á það sem sagt er í kringum mig, t.d. á fjölmörgum kynningarfundum og ráðstefnum sem haldin hafa verið um málið. Fyrir liggja fjölmargar samþykktir og álykt- anir heimamanna, einnig greinargerðir og skýrslur. Námsmenn hafa gert lokaverkefni sem tengjast fyrirhuguðum þjóðgarði. Unga fólkið sér þjóðgarð sem framtíðaratvinnu- möguleika fyrir dreifbýlið. Núverandi þjóðgarðsvörður í Skaftafelli hefur gert marga góða hluti, sem styrkt hafa ferðaþjónustu og rannsóknarstarf á þessu svæði og breytt þeirri ímynd sem íbúar höfðu af þjóðgarði. Við höfum ágætan um- hverfisráðherra, sem sýnir þessu máli skiln- ing og hefur unnið að því að koma málum í höfn. En til að svo megi verða þarf fleira að koma til. Auk stjórnunar, þarf að tryggja nægt fjármagn til uppbyggingar og rekst- urs, til heilsugæslu, löggæslu og björgunar- aðgerða og það er eðlilegt að það skrifist á fleiri málaflokka en umhverfismál. Svo fjöl- þætt er verkefnið að með sanni má segja að það falli undir flest ráðuneyti ríkisstjórnar. Leita þarf eftir erlendu samstarfi og með því læra af reynslu annarra þjóða og byggja upp sambönd. Einnig þarf að koma af stað þró- unarvinnu sem miðar að því að greina tæki- færi í nágrenni þjóðgarðs og hvetja íbúa til að nýta sér þau í atvinnuskyni. Á einum af fjölmörgum kynningarfundum sem haldnir hafa verið um málið, sagði einn fundarmanna orðrétt. „Mikið verkefni þarf trausta umgjörð.“ Þetta er mikilvægt að hafa að leiðarljósi, til þess að sómi verði að þessum stærsta og einstaka þjóðgarði í Evr- ópu og að hann verði sú byggðaaðgerð sem væntingar eru um. Nú er tímabært að bretta upp ermar og koma Vatnajökulsþjóðgarði í örugga heimahöfn. Fyrir okkur sem næst honum búa, fyrir aðra þá sem byggja þetta land, fyrir þegna annarra þjóða og fyrir börn framtíðarinnar. Forfeðrum okkar þótti héraðið einkar fag- urt og það er það enn. Þá var það sund- urslitið af stórfljótum, mestu ófærum í land- inu, sem eins og segir í áðurnefndri bók: „yrðu svo, nú og um allan aldur; þar er að- eins einn vegur til frambúðar, uppi yfir, í loftinu. Brimströndin ósigrandi, vötnin óbrú- andi, sandurinn undirorpinn tíðum og háska- legum jökulhlaupum.“ Stórfljótin sem áður voru ófær eru nú fær og þessi einstaka náttúra, mótuð af óblíðum náttúruöflunum, og var áður ógnvaldur og sú menning og mannlíf sem hún skóp eru auðlind Austur- og Vestur-Skaftfellinga í dag. Vatnajökulsþjóðgarður gerir okkur kleift að virkja hana. ðgarður Morgunblaðið/Ómar Höfundur er bóndi og í ráðgjafarnefnd um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. ða aðhaldi kiptum við að leggja g rétt- legur em svo að estrænna m í Íran. Í ur, því það ins og Ís- um lýð- g nýta til samt á nú- umbóta- rður með ýnd lands- d miklu og agt áherslu grund- samhengi. íranskra viðauka g Alþjóða- nar og um ns orðið til kiptaleg samskipti til skemmri tíma litið. Sjónarhorn til lengri tíma veltur að sjálfsögðu á trúverðugleika íranskra stjórnvalda. Það þarf ekki að fjölyrða um þá ógn sem stafar af frekari út- breiðslu gereyðingarvopna. Írönsk stjórnvöld þurfa að meta hvort hags- munum Írana sé betur þjónað með framleiðslu kjarnavopna og óhjá- kvæmilegu kostnaðarsömu vígbún- aðarkapphlaupi eða með virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum og auknu trausti samfélags þjóðanna sem aftur getur leitt til aukinna við- skipta og erlendra fjárfestinga í land- inu. Þetta eru valkostir sem íslensk stjórnvöld geta bent á. Þá veldur landfræðileg lega Írans því að þarlend stjórn- völd geta lagt mikið af mörkum í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi, alþjóðlegu eitur- lyfjasmygli og man- sali. Margt bendir til vaxandi vilja íranskra stjórnvalda til sam- starfs við Vesturlönd á þessum sviðum og sjálfsagt að hvetja til þess. Það er eðlilegt að velta fyrir sér samskiptum helstu nágranna okkar við Íran á und- anförnum árum. Staðreyndin er sú að Norðurlöndin hafa öll sendiráð í Teheran og viðskipti þeirra við land- ið hafa aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Eiga sum þeirra nú verulegra viðskiptahagsmuna að gæta í land- inu. Utanríkisráðherra Danmerkur hefur farið í opinbera heimsókn til Írans og einnig sendinefnd danska þingsins. Utanríkisráðherra Noregs var þar nýlega á ferð og svo forseti norska Stórþingsins. Bretland hefur um skeið haft virkt stjórnmála- samband við Íran og breski utanrík- isráðherrann hefur farið þangað fimm sinnum frá því að hann tók við embætti, m.a. í fylgd með kollegum frá Frakklandi og Þýskalandi. Efl- ing samskipta við Íran er ein af megináherslum sameiginlegrar ut- anríkisstefnu Evrópusambandsins. Öll þessi Evrópuríki meta stöðu mála á grundvelli langvarandi stað- arþekkingar og vandlega skil- greindra hagsmuna. Vest- urlandabúar og Íranar eiga sameiginlega hagsmuni í eflingu lýð- ræðis og stöðugleika í Íran. Það skiptir Íslendinga máli að virðing fyrir grundvallarmannrétt- indum sé tryggð í Íran og að þar verði ekki framleidd gereyðing- arvopn. Þróun í þá átt auðveldar svo aftur tvíhliða samskipti á öðrum sviðum, m.a. í viðskiptum. Með utanríkisráðherra í för til Ír- an verður viðskiptasendinefnd skip- uð fulltrúm tíu fyrirtækja. För sumra þeirra tengist sjávarútvegs- sýningu sem haldin verður í Teher- an í næstu viku. Um er að ræða sjáv- arútvegsfyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtæki, tækjafram- leiðendur, stoðtækjafyrirtæki og flugfélag, auk þess sem fyrirtæki úr jarðhitageiranum verður með í för. Írönsk stjórnvöld hafa á und- anförnum árum liðkað fyrir starf- semi erlendra fyrirtækja í landinu. Milliríkjaverslun á milli Írans og Evrópuríkja hefur aukist hröðum skrefum á undanförnum árum. Við- skipti á milli ESB og Íran hafa tvö- faldast frá árinu 1999. Viðskipti Svía og Írans hafa aukist um 80% það sem af er þessu ári miðað við fyrra ár, en það ár tvöfölduðust viðskiptin frá árinu 2001. Viðskipti Sviss við Ír- an eru umtalsverð og hafa einnig aukist á undanförnum árum. Sviss hefur nýlega lokið samninga- viðræðum við Íran um viðskipta- samning og tvísköttunarsamning, en þegar er í gildi fjárfestingasamn- ingur á milli ríkjanna. Þá standa yfir samningaviðræður um viðskipta- samning á milli ESB og Íran. Ekki er ólíklegt að íslensk fyr- irtæki feti í fótspor fyrirtækja í ná- grannalöndunum, enda tækifærin til staðar. Íranir, sem eru um 70 millj- ónir, framleiða 400.000 tonn af fisk- afurðum á ári hverju. Fiskimjöls- framleiðsla þeirra hefur tvöfaldast frá árinu 1995 og framleiða þeir nú 350.000 tonn árlega, en flytja samt mikið inn frá Suður-Ameríku af fiskimjöli. Fiskeldi er í örum vexti þar sem og víða annars staðar. Þeir hafa áhyggjur af ofveiði og veiðieft- irliti hefur verið ábótavant. Er gam- an að greina frá því að eitt af þeim fyrirtækjum sem skipa viðskipta- sendinefndina tekur nú þátt í stóru útboði í Íran um sjálfvirka tilkynn- ingaskyldu fiskiskipa. Í ferðinni gefst þessu fyrirtæki færi á að kynna hugbúnað sinn fyrir æðstu ráðamönnum fiskimála. Útrás íslenskra flugfélaga hefur verið lyginni líkust á undanförnum árum. Varla er til sá blettur í heim- inum sem þau hafa ekki látið til sín taka á. Í ferðinni verða afhent drög að loftferðasamningi. Mun það að vonum liðka fyrir flugréttindum ís- lenskra flugrekenda í Íran. Starf- semi þeirra er þegar umtalsverð í þessum heimshluta og myndi loft- ferðasamingur við Íran styrkja stöðu þeirra enn frekar á svæðinu. Þá má einnig geta þess að Íranir hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við íslensk fyrirtæki um ráðgjöf á sviði jarðhitamála. Það er eitt meginhlutverk utan- ríkisþjónustunnar að standa við bak- ið á íslenskum fyrirtækjum í útrás þeirra á erlenda markaði og er ég þess fullviss að ferð utanrík- isráðherra muni marka þáttaskil í viðskiptum Íslands og Írans. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. ’ Írönsk stjórnvöld hafa áundanförnum árum liðkað fyrir starfsemi erlendra fyrirtækja í landinu. Milliríkjaverslun á milli Írans og Evrópuríkja hef- ur aukist hröðum skrefum á undanförnum árum. Viðskipti á milli ESB og Írans hafa tvö- faldast frá árinu 1999. ‘ Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 6. nóv- ember sl. spurði ég for- ystumenn R-listans um samskipti þeirra við ÁHÁ verktaka, sem hyggjast rífa Austurbæjarbíó og reisa fjölbýlishús á rústum þess. Jafnframt spurði ég þá, hvort þeir hefðu gefið verktak- anum fyrirheit um niðurrif bíósins eða vissu til þess, að aðrir innan R- listans hefðu gefið slík fyrirheit. Til andsvara varð aðeins fyrrver- andi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og verður svar hennar ekki skilið öðruvísi en að verktakinn hafi þrýst á um slík fyrirheit. Viðtal við forstjóra ÁHÁ verktaka, Árna Jóhannesson, í Morgunblaðinu 1. nóvember sl. bendir til hins sama, enda segir forstjórinn borgina vera sammála sér um að ekki beri að varð- veita Austurbæjarbíó. Orðrétt segir hann: „Borgin er sammála mér í því og þá hefðum við heldur aldrei keypt húsið, það er alveg klárt mál.“ Daginn eftir áðurnefndan borg- arstjórnarfund birtist í Morg- unblaðinu „árétting“ Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. Þar greinir hún frá samskiptum sínum við borg- arfulltrúana Alfreð Þorsteinsson, Árna Þór Sigurðsson og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þegar tillaga mín gegn niðurrifi Austurbæjarbíós var til umræðu í borgarstjórn 4. september sl. Þeir borgarfulltrúar, sem Stein- unn Birna nafngreinir í „áréttingu“ sinni, eru forystumenn pólitískra fylkinga og skipulagsmála innan R- listans og áttu sæti í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Ég taldi því enn nauðsynlegra en áður, að þeir svör- uðu þeim spurningum sem ég bar upp á borgarstjórnarfundinum 6. nóvember sl. Því lagði ég fram bókun í borg- arráði 11. nóvember sl., þar sem mælst var til þess, að þessir for- ystumenn innan R-listans „gerðu grein fyrir samskiptum sínum við áð- urnefndan verktaka og hvort þeir hafi gefið verktakanum fyrirheit um niðurrif Austurbæjarbíós“. Viðbrögð borgarráðsfulltrúa R- listans við bókun minni voru vægast sagt vandræðaleg. Sem fyrr komu þeir sér undan því að svara spurn- ingum mínum en lögðu fram bókun, þar sem segir m.a. að fulltrúar og áheyrnarfulltrúar í nefndum og ráð- um eigi „ekki rétt á því að leggja fram bókanir varðandi mál sem ekki eru á dagskrá viðkomandi fundar“! Ég lít það alvarlegum augum, ef meirihluti R-listans í borgarráði vill gera vinnubrögð minnihlutans tor- tryggileg eða hafi uppi tilburði til að skerða málfrelsi og tillögurétt minni- hlutans. Mér er ekki kunnugt um að á árunum 1990–1994 hafi þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins haft uppi neina slíka tilburði gagnvart minnihlutanum, en um tíma sátu þrír áheyrnarfulltrúar þáverandi minni- hluta í borgarráði. Vegna bókunar minnar í borg- arráði 11. nóvember sl. var hægt að taka málefni Austurbæjarbíós fyrir á borgarstjórnarfundi 20. nóvember sl. Annars hefði málið ekki verið á dag- skrá og ekki verið mögulegt að ræða það eða áðurnefnda yfirlýsingu Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur, nema með því að biðja um utan- dagskrárumræðu, sem gerist fremur sjaldan í borgarstjórn Reykjavíkur. Á borgarstjórnarfundinum 20. nóvember sl. beindi ég enn einu sinni þeim tilmælum til borgarfulltrúanna Alfreðs Þorsteinssonar, Árna Þórs Sigurðssonar og Steinunnar Valdís- ar Óskarsdóttur að þau svöruðu spurningum mínum um Austurbæj- arbíó. Alfreð þurfti að víkja af fundi og gat því ekki verið til andsvara, en Steinunn Valdís kom sér hjá því að svara spurningum mínum, þótt hún kæmi í pontu. Árni Þór Sigurðsson svaraði hins vegar spurningum mín- um skýrt og skilmerkilega og sagði ÁHÁ verktaka aldrei hafa haft sam- band við sig vegna þessa máls. Það liggur þar með fyrir, að odd- viti Vinstri grænna í borgarstjórn er ekki stuðningsmaður niðurrifs Aust- urbæjarbíós vegna pólitískrar fyr- irgreiðslustarfsemi. Það er einnig ljóst, að fulltrúar Vinstri grænna ráða ekki ferðinni í þessu máli innan R-listans, heldur þurfa að lúta úrelt- um flokksagavinnubrögðum í máli sem er í eðli sínu þverpólitískt. Það er hins vegar áhyggjuefni, ef áðurnefndir forystumenn Fram- sóknarflokksins og Samfylking- arinnar innan R-listans treysta sér ekki til að svara ítrekuðum spurn- ingum mínum um samskipti þeirra við ÁHÁ verktaka og hvort þeir eða flokkssystkin þeirra hafi gefið verk- takanum fyrirheit um niðurrif Aust- urbæjarbíós. Kjósendur í Reykjavík eiga rétt á því að þessum spurn- ingum sé svarað skýrt og und- anbragðalaust. Fyrirheit um niðurrif Austur- bæjarbíós? Eftir Ólaf F. Magnússon Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. rður sú na er því jármögn- ga verið fnunar- ef skóla- a? Það er getur á ts við Há- það feli í ðrétta það fyrir alla ðu nám 2002. ki verði dað hafa r al- gjörlega óviðunandi og hefur orðið til þess að háskólinn er í dag í miklum fjárhagsvanda. Annað sem nefna má til í rekstr- arumhverfi HÍ er einkaleyfisgjald Happdrættis Háskóla Íslands. Happdrættið þarf að greiða 20% af árshagnaði, 115 milljónir á síðasta ári, fyrir einkaleyfi sitt á rekstri peningahappdrættis. Allar annar hagnaður happdrættisins rennur til uppbyggingar háskólasvæðisins. Á Íslandi eru fleiri peningahapp- drætti sem þurfa ekki að greiða einkaleyfisgjald og því eðlilegt að fella gjaldið niður þannig að hægt verði að halda áfram með upp- byggingu háskólasvæðisins. Það hlýtur einnig að mega skoða að fyrrnefnt einkaleyfisgjald Happdrættis Háskóla Íslands verði lagt niður og að háskólinn fái greitt frá ríkinu fyrir alla nem- endur sem stunda nám við skól- ann. Ef þetta tvennt gerist þá er lausn á fjárhagsvanda skólans í sjónmáli. Háskóli Íslands er eini rann- sóknarháskóli landsins og þarf að nýta sér styrkleika sinn sem slík- ur. Stúdentaráð Háskóla Íslands vill að háskólinn haldi stöðu sinni í forystu menntastofnana í landinu og mun leggja sitt af mörkum til þess að svo verði áfram. hvort ekki sé eitthvað sem betur megi fara innan háskólans. Til dæmis hefur háskólinn um árabil styrkt Íþróttafélag stúdenta um nokkrar milljónir án þess að nokk- ur tengsl séu milli þessara aðila. Það er einnig athyglisvert að há- skólinn er í fimmta sæti á lista op- inberra stofnana yfir risnukostnað á árinu 2002. Háskólinn greiddi þá 10 milljónir í risnu, en það er helmingur af risnukostnaði Alþing- is og aðeins fimm milljónum minna en risnukostnaður forsætisráðu- neytisins. Þessi upptalning, ásamt fleiri at- riðum sem að líkindum mætti tína til, er þó ekki stórt hlutfall af út- gjöldum háskólans. Mikilvægast er i fjárhagsvanda HÍ Höfundur er formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.