Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 48
ÚR VESTURHEIMI 48 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ F yrir um tveimur ára- tugum kom það fyr- ir að maður rakst inn á skólaskemmt- anir sem þá voru að vinna sér sess og hafa verið vin- sælar allar götur síðan. Skemmt- unin fólst í því að sitja í stórum sal og hlusta á menn skiptast á að stíga í ræðustól og halda fram ákveðnum málstað. Málstaðurinn skipti engu máli og menn töluðu jafn oft þvert á skoðanir sínar og fyrir þeim. Það sem einkenndi keppnina var að ræðumenn reyndu jafnan að slá andstæð- inginn út með stórkarlalegum yf- irlýsingum, meinfyndni eða ein- hvers konar undarlegheitum sem féllu í kramið. Leið sumra ræðumanna þess- ara skólaskemmtana hefur í seinni tíð legið inn á vettvang stjórnmál- anna og sumir hafa vafalaust nýtt reynsluna til góðs og hún hefur hjálpað þeim við að fylgja málum sínum eftir. En maður hefur á tilfinningunni að sumir hafi alveg fest sig í þeim ræðu- stíl sem hafður var í hávegum á skemmtununum góðu og telji að enn gildi hið sama og áður. Þeim virðist finnast heppilegast að halda því fram sem best hljómar og koma meinlegum höggum á andstæðinginn, að því er virðist í þeim tilgangi að fanga athygli áheyrendanna – með öðrum orð- um fjölmiðlanna. Þetta er nú svo sem að vísu ekkert nýtt í stjórnmálunum og ef til vill óþarfi að kenna ósiðum sem menn temja sér í ræðu- keppni um framgöngu stjórn- málamanna löngu síðar. Á Al- þingi hafa af og til setið menn sem farið hafa svo geyst í mál- flutningi sínum að flestu fólki hefur ofboðið, þótt hörðustu stuðningsmönnum hafi líkað vel. Einn þeirra sem voru þekktir fyrir að fara offari í þessum efn- um á fyrri hluta síðustu aldar var Jónas Jónsson frá Hriflu og ólíklegt er að nokkur hafi jafnað málflutning hans síðan. Á seinni hluta aldarinnar kom að vísu fram þingmaður sem lét ekki sitt eftir liggja í þessum efnum, en sá hefur nú horfið til annarra ábyrgðarstarfa. Nýr þingmaður hefur hins vegar farið allgeyst á fyrstu dög- um og vikum setu sinnar á Al- þingi, þótt því verði ekki haldið fram að hann sé farinn að ógna Jónasi eða öðrum af helstu orð- hákum Alþingis. Fyrr í vikunni beindi þingmaðurinn, Helgi Hjörvar, orðum sínum til Jóns Kristjánssonar heilbrigð- isráðherra í tengslum við um- ræðu um fjárlagafrumvarp rík- isstjórnarinnar. Málefnið var aukinn stuðningur við öryrkja, en ágreiningur er um hvort þingmeirihlutinn muni með fjár- lagafrumvarpinu efna loforð sem gefin hafa verið. Bæði fjár- málaráðherra og heilbrigð- isráðherra hafa haldið því fram að með fjárlögunum sé loforðið efnt og heilbrigðisráðherra hefur sagt að frekari aðgerðir muni fylgja síðar. Aðrir eru á öndverð- um meiði og Helgi Hjörvar er sem sagt einn þeirra, sem er eins og við má búast af stjórn- arandstöðuþingmanni. Stjórn- arandstöðuþingmenn þurfa þó eins og aðrir að gæta hófs í mál- flutningi sínum og það má að minnsta kosti efast um að Helgi Hjörvar hafi gætt hófs nú í vik- unni, enda hélt hann því ítrekað fram að heilbrigðisráðherra myndi hvorki meira né minna en tapa æru sinni ef málið fengi þá afgreiðslu sem fyrirhuguð væri. Nú er æra manna ekkert til að hafa í flimtingum og fátt er nokkurs virði ef hún glatast. En ætli það sé virkilega svo að Helgi Hjörvar telji æru heil- brigðisráðherra í hættu vegna þessa máls, jafnvel þótt við gef- um okkur rökræðunnar vegna að Helgi hafi rétt fyrir sér um það að með fjárlagafrumvarpinu sé ekki að fullu efnt það loforð sem gefið var fyrr á árinu? Það er svo sem ekki gott að segja hvað öðrum mönnum finnst að eigi að verða til æru- missis, en í þessu sambandi má taka mið af orðum og efndum frá því fyrir fáeinum árum. Það gerðist nefnilega fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 1998 að ungur frambjóðandi R-listans í Reykjavík var spurður um það helsta sem borgarbúar mættu gera ráð fyrir ef R-listinn yrði við völd og það stóð ekki á svari, „lækkun gjalda á borgarbúa“ var loforðið sem upp úr stóð. Þetta loforð var „efnt“ með þeim eft- irminnilega hætti að hækka út- svar og ýmis fleiri af þeim gjöld- um sem skattgreiðendur í Reykjavík höfðu hlakkað til að yrðu lækkuð að kosningum lokn- um. Sá sem lofaði lækkun gjalda var vitaskuld enginn annar en Helgi Hjörvar og efndirnar voru minni en engar; gjörðirnar voru þvert á það sem lofað hafði ver- ið. Í þessari viku stóð þessi sami Helgi sem sagt í ræðustól á Al- þingi og taldi æru manna glataða yrði ekki af fullum efndum. Það nægi ekki að efna loforð í áföng- um; þau skuli að fullu efnd strax að viðlögðum ærumissi. Nú skal enginn ágreiningur gerður um það að menn, líka stjórnmálamenn, eigi að halda loforð sín og lofi menn upp í ermina á sér lækka þeir óhjá- kvæmilega í áliti. En er það trú- legt að Helgi Hjörvar sé þeirrar skoðunar að í afgreiðslu þingsins á auknum stuðningi við öryrkja felist ærumissir fyrir heilbrigð- isráðherra? Getur verið að mað- ur sem hækkaði gjöld eftir að hafa lofað lækkun þeirra telji æruna svo fallvalta? Ætli honum þyki hann sjálfur án æru eftir að hafa svikið kosningaloforð sitt, eða ætli hann telji sig hafa máls- bætur sem bjargi ærunni? Ég tel fullvíst að svo sé þó að ég ætli ekki sjálfur að leggja mat á æru Helga Hjörvar. Ég held að lík- legast sé að hann hafi í vikunni hrokkið svo sem eins og tvo ára- tugi aftur í tímann og fundist ræðustóll Alþingis vera ómerki- legt púlt á skólaskemmtun þaðan sem flest mætti flakka og um- mæli þyrftu ekki að vera í neinu samhengi við fyrri orð eða fyrri gjörðir. Æruleysi „Er það trúlegt að Helgi Hjörvar sé þeirrar skoðunar að í afgreiðslu þings- ins á auknum stuðningi við öryrkja fel- ist ærumissir fyrir heilbrigðisráðherra? Getur verið að maður sem hækkaði gjöld eftir að hafa lofað lækkun þeirra telji æruna svo fallvalta?“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is FYRIR skömmu fór fram bálför að hætti víkinga í Wynyard í Saskatchewan í Kanada og þar með var hinstu ósk Vestur- Íslendingsins Rodneys Johann- essons framfylgt. Marilee Johannesson, ekkja Rodneys, segir að eiginmaður sinn hafi snemma þjáðst af hjartasjúkdómum og aðeins ver- ið 59 ára þegar hann lést. Þau eignuðust þrjá syni og eina dótt- ur og segir Marilee að Rodney hafi oft haft á orði við sig og börnin að hann vildi bálför að hætti víkinga. Hann hafi einnig sagt barnabörnunum frá ósk sinni. Þorgrímur lagður í skip Í fornsögunum má lesa um bálfarir víkinga. Í Snorra-Eddu er til dæmis sagt frá bálför Baldurs á skipinu Hringhorna og í 17. kafla Gísla sögu Súrssonar segir frá því þegar Þorgrímur Þorsteinsson var lagður í skip og heygður: „Nú fagnar Gísli þeim og spyr tíðinda. Þorkell kvað bæði mikil og ill og spyr hverju gegna mundi eða hvað þá skal til ráða taka. „Skammt er þá milli illra verka og stórra,“ segir Gísli; „Viljum vér til þess bjóðast að heygja Þorgrím og eigið þér það að oss er það skylt að vér gerum það með sæmd.“ Þetta þiggja þeir og fara allir saman á Sæból til haugsgerðar og leggja Þorgrím í skip. Nú Skipið smíðað. Rick Johannesson borar og Ron, bróðir hans, fylgist með. Bálför að hætti AÐALFUNDUR Þjóðræknisfélags Íslands, ÞFÍ, verður haldinn í ráð- stefnusal utanríkisráðuneytisins við Rauðarárstíg í dag og að honum loknum verður þjóðræknisþing á sama stað, en þingið sækja meðal annars gestir frá Bandaríkjunum og Kanada. Aðalfundurinn hefst klukkan 13:30 og er opinn öllum félögum ÞFÍ, en allir, jafnt félagar sem aðr- ir, eru velkomnir á þjóðræknisþing- ið, sem áætlað er að hefjist kl. 14:20. Fyrsti liður á dagskrá þingsins er ávarp Sigrid Johnsons, fyrrver- andi forseta Þjóðræknisfélagsins í Norður-Ameríku. Síðan flytur Curtis Olafson, formaður Íslend- ingafélagsins í Norður-Dakóta, ávarp. Að því loknu les Viðar Hreinsson rithöfundur úr síðara bindi ritverks síns um Stephan G. Stephansson, Jónas Þór sagnfræð- ingur greinir frá námskeiðum um landnám Íslendinga í Vesturheimi, Snorraverkefnið verður kynnt af Almari Grímssyni, formanni verk- efnisstjórnar, Ástu Sól Kristjáns- dóttur verkefnisstjóra og þátttak- endunum Shawn Bryant og Axel Bjornsson, og Wincie Jóhannsdóttir kynnir starfsemi Vesturfaraseturs- ins á Hofsósi og segir frá heimsókn landsstjóra Kanada í haust. Gestir að vestan á þingi ÞFÍ BRIAN D. Moser, kennari í Spanish Fork í Utah, hefur gefið út kennslu- bókina Lærum íslensku! (Let’s Learn Icelandic!). Markmiðið með útgáfunni er að lesendur nái tökum á íslenskunni, en bókin er 670 blaðsíður og uppfull af dæmum sem eiga að gagnast í dag- legu lífi. Mikil áhugi er á Íslendingum og öllu því sem íslenskt er í Utah, en Ís- lendingar settust þar fyrst að fyrir um 150 árum og eru nokkur hundruð manns í Íslendingafélaginu. Starf- semi þess undir stjórn Richard Johnsons er mikil en Brian Moser kennir m.a. félagsmönnum íslensku. Árin 1986 til 1988 var Brian á Ís- landi á vegum Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, The Church of Jesus Christ of Latter- day Saints, og lærði þá íslensku. Þegar hann fór aftur til Utah tók hann upp íslenskukennslu með há- skólanámi og kennir nú í Spanish Fork. Brian D. Moser, kennari í Spanish Fork í Utah, með bókina sína. Gefur út kennslubók í íslensku í Utah
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.