Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG, 29. nóvember, er Bindind- isdagur fjölskyldunnar. Af því tilefni er æskilegt að foreldrar velti fyrir sér þeirri spurningu hvernig fjölskyldan sjálf geti sinnt for- vörnum. Það eru engin algild svör til við þeirri spurningu, en þó hefur verið sýnt fram á að ýmsir þættir í uppeldi geta vegið þungt í glímunni við vímuefnaneyslu ungs fólks. Metnaður og væntingar Að mínu mati er mikilvægt að láta börnin finna frá fyrstu tíð að við for- eldrarnir höfum væntingar og metn- að fyrir þeirra hönd. Það á ekki síst við gagnvart vímuefnum. Fái börn bein eða óbein skilaboð frá foreldrum sínum um að neysla áfengis eða ann- arra vímuefna sé í lagi aukast lík- urnar verulega á að barnið neyti vímuefna. Foreldrar eða aðrir full- orðnir eru börnum fyrirmynd og þess vegna þýðir ekkert að segja eitt en gera annað. Það er t.d. vafasamt að barn taki alvarlega viðvaranir for- eldris varðandi reykingar ef foreldrið reykir sjálft. Gott fordæmi er nauð- synlegt og foreldrar geta sýnt gott fordæmi varðandi vímuefnaneyslu jafnvel þótt þeir séu ekki bindind- ismenn. Hversdagsleg samvera mikilvæg Á flestum heimilum hafa foreldrar og börn eða unglingar fremur lítinn tíma til samvista, en engu að síður er samvera fjölskyldunnar mjög mik- ilvæg. Samvera þarf alls ekki að fel- ast í skipulögðum tómstundum, held- ur alveg eins við lærdóm, heimilisstörf, matborðið og líka fyrir framan sjónvarpið! Það er gjarnan alið á samviskubiti hjá foreldrum yfir því að þeir verji ekki nógu mörgum „gæðastundum“ með börnum sínum, en að mínu mati þurfa sam- verustundir fjölskyldunnar alls ekki að vera sérlega innihaldsríkar – hver og ein – það sem skiptir mestu er að allir njóti þeirra. Fjölskyldan býr saman og börnin þurfa að finna að foreldrar meti allar samverustundir með þeim. Samveran eykur líkur á jákvæðum samskiptum unglinga og foreldra, sérstaklega ef foreldrar leggja áherslu á að efla sjálfsmynd barna sinna með hrósi og aðhaldi. Rannsóknir sýna að unglingar sem eru í góðum tengslum við foreldra sína drekka minna áfengi en aðrir unglingar. Látum áfengisneyslu ekki spilla jólahaldi Við foreldrar fáum mjög seint full- vissu um það hvort forvarnir heima hafi skilað sér en með því að leggja frá upphafi rækt við þætti sem vitað er að hafa fyrirbyggjandi áhrif eru líkurnar meiri á að árangurinn verði góður. Góð og sterk tilfinningatengsl við foreldrana fylla börn öryggis- tilfinningu og vellíðan. Börnin verða sterkari félagslega og viðnám þeirra gegn vímuefnum eykst að sama skapi. Þegar börn komast á unglings- aldur þurfa foreldrar vissulega að virða það að vinahópurinn getur breyst í takt við aukinn þroska og breytingar áhugamála og það er eðli- legt að unglingar fjarlægist foreldr- ana að vissu marki á þessum árum og vinahópurinn sé ríkjandi. En með því að setja skýrar og rökstuddar reglur geta foreldrar viðhaldið gagnkvæmu trausti. Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu og óska ég öllum fjölskyldum ánægjulegrar og vímulausrar að- ventu og jólahátíðar. Börnum líður oft mjög illa ef foreldrar þeirra eru undir áhrifum áfengis en láta það allra síst uppi við foreldrana. Því er ábyrgð okkar mikil. Ég vil hvetja for- eldra til að gæta þess sérstaklega vel að börn eða unglingar þurfi ekki að líða fyrir áfengisneyslu foreldra sinna um jólin. Forvarnir fjölskyld- unnar Eftir Margréti K. Sverrisdóttur Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. ÉG hef oft velt fyrir mér þeirri hugsun, hvar íslenskur landbún- aður verði niðurkominn eftir 10– 20 ár. Áberandi er, að hefðbundnar sauð- fjárjarðir fari úr byggð sem slíkar. Gjarnan kaupa þær kaupstaðabúar, sem breyta þá rekstri þeirra í skógrækt- arbúskap. Einnig er nokkuð um það, að þær séu keyptar sem sumarbú- staðalönd af fólkinu á mölinni, sem er orðið þreytt á eilífu mal- biki og möl til margra ára. Hestamenn kaupa þessar jarðir líka og stunda þar frístundahesta- mennsku. Og loks eru ónefndir þeir sem hljóta það hnoss að ná í lax- og silungsveiðijarðir. Slíkar jarðir seljast á háu verði og eru eins konar sparisjóðsbók þeim, sem þær hreppa. Algengt var, að stundaður væri blandaður búskapur á íslenskum sveitabýlum til forna og allt fram á þennan dag. Er þá fyrst og fremst talað um búskap með sauðfé og nautgripi. Þessi atvinnu- grein hélt lífinu í íslenskri þjóð um aldaraðir og ól af henni upp marga af mætustu mönnum þjóð- arinnar. Því er ekkert undarlegt, að mörgum manninum sé hlýtt til íslensks landbúnaðar og vilji gjarnan styðja hann í orði og verki. Lýðum má það ljóst vera, að framleiðsla á lambakjöti er orð- in meiri innanlands en þjóðin nýtir og getur nýtt. Við því var brugðist harkalega af stjórnvöldum með því meðal annars að skerða fullvirðisrétt bænda í mörg ár með flötum nið- urskurði, sem margur leit á sem hreina eignaupptöku. Og vil ég meina, að þar hafi verið ráðist á garðinn, þar sem hann var lægst- ur. Svo léleg hefur afkoma sauð- fjárbænda verið síðustu áratugi, að ekki mátti við bæta. Afkoma þeirra bænda, sem stunda eingöngu kúabúskap, er hins vegar miklu betri og allt að því að vera viðunandi. Ég er alinn upp á góðri sauð- fjárjörð úti á landi, sem er að vísu afar afskekkt, en hefur þó tekið stakkaskiptum hin síðari ár hvað samgöngur snertir og þar með samskipti fólks. Á þessari jörð bjuggu tveir bræður félagsbúi, öðru nafni nefnt Bræðrabúið á Hvanná. Á jörðinni voru 400 vetrarfóðr- aðar kindur og auk þess að jafnaði fjórar kýr í fjósi til að hafa nægi- legar mjólkurafurðir til heim- ilisnota. Ég heyrði oft talað um þessa bændur sem bændurna með breiðu bökin, þegar verið var að leggja á menn útsvar að íslenskum sveitasið. Menn höfðu þarna allt til alls og undu glaðir við sitt. Nú er hins vegar svo komið, að einn bóndi með sama fjárfjölda kemst ekki af og safnar skuldum. Enn þarf að fækka í þessum flokki manna í íslensku atvinnulífi svo að lífvænlegt verði fyrir stétt- ina. Íslenskir bændur munu vera í kringum 2.000 talsins, þegar allt er upp talið. Þá er verið að tala um sauð- fjárbændur. Nýverið veitti ríkisstjórn Ís- lands sauðfjárbændum 140 millj- óna króna styrk til að bæta upp mikið verðfall afurða á milli ára. Fjölmiðlar ruku strax til og gerðu mikið mál úr þessu og kölluðu fram á völlinn sína bestu menn til að fjargviðrast út af þessu. Í morgunþætti Stöðvar tvö, Í býtið, var þetta rætt í þætti þeirra Marðar Árnasonar og Péturs Blöndal, alþingismanna. Pétur átti ekki orð til að lýsa forundran sinni á þessum gjörn- ingi. Ekki síst fyrir þetta taldi hann Guðna Ágústsson landbún- aðarráðherra, óhæfan til að fara með það ráðuneyti. Ég verð hins vegar að segja það, að þá fyrst fannst mér Guðni eiga fullan rétt á því að heita landbúnaðarráðherra með rétt- indum sínum og skyldum. Hversu langt svona fjárframlög fleyta svo sauðfjárbúskapnum skal ég ekki um segja. En Guðna met ég meira fyrir þessa aðgerð hans, því ég veit, að þarna fylgir hugur máli. Þegar ferðast er um landið er mikilvægt að sjá blómleg og vel uppbyggð sveitabýli. Með þeim tekjum, sem bændur hafa af býl- um sínum í dag, sé ég ekki að við- hald verði í góðu lagi. Eitt hefur mér fundist óþarft og undarlegt í þessari atvinnugrein, sem gerir bændum erfiðara fyrir. Það er þessi eilífa miðstýring, sem gjarnan er komin frá misvitrum mönnum á höfuðborgarsvæðinu, sem lítið vit hafa á því, sem þeir eru að gera. Nú eiga bændur að fækka fé í fjárhúsum sínum, sem kallað er gæðastýring. Þar með þurfa þeir að stækka húsakost sinn, ef mark skal á taka. Hvert sláturhúsið af öðru er afskrifað og á það að heita hag- ræðing í greininni. Það hefur í för með sér lengri akstur með sláturféð og er því nokkurs konar andstaða við gæða- stýringuna. Og mín síðustu orð að þessu sinni gætu svo vel verið orð skáldsins Sigmundar Magn- ússonar Hólm, er hann sagði: „Eitt rekur sig á annars horn eins og graðpening hendir vorn.“ Landbúnaður á vegamótum Eftir Braga Benediktsson Höfundur er prófastur á Reykhólum. Á ALÞINGI liggur fyrir frum- varp til laga til breytinga á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Er því ætlað að taka af opinberum starfsmönnum andmælarétt og réttinn til skrif- legrar áminningar á undan uppsögn og með því að taka upp- sagnarferilinn und- an stjórnsýslulög- unum. Frumvarpið kallar á nokkrar spurningar og athugasemdir. Í fyrsta lagi er spurningin um réttaröryggi. Stjórnsýslulögin eru leiðarstjarna til að fara eftir í op- inberri stjórnsýslu. Nokkurn veginn er hægt að treysta því að rétt sé unnið ef farið er í gengum feril stjórnsýslulaganna. Stjórn- sýslulögin eru og mælistika sem hægt er að bregða á málsmeðferðina eftir á. Ef eitthvað í málsmeðferð- inni stenst ekki lágmarkskröfur stjórnsýslulaganna er ljóst að brotið var gegn „góðum stjórnsýsluhátt- um“. Sem getur valdið ógildingu ákvörðunarinnar. Andmælareglan er ein af grunn- reglum stjórnsýslulaganna. Sé and- mælarétturinn brotinn kann það annars vegar að hafa þær afleiðingar að rangar upplýsingar liggi fyrir hjá því stjórnvaldi sem ákvörðunina tek- ur. Og hins vegar að þótt réttar upp- lýsingar liggi fyrir, þá virðist rétt- lætið ekki hafa náð fram að ganga. Í lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 70/1996 er sér- stök andmælaregla. Afnám hennar væri aðför að réttarörygginu. Rétturinn til skriflegrar áminn- ingar veitir starfsmanni kost á að bæta sig. Hann veit hugsanlega ekki af því sem vinnuveitandinn telur vera ámælisvert hjá honum. Áminn- ingin upplýsir hann um það og um alvarleika málsins. Í refsivörslukerf- inu eru notaðir skilorðsdómar í þeirri von að menn geti bætt sig. Eru opinberir starfsmenn að því leytinu verri en þeir sem dæmdir eru til refsingar fyrir afbrot að þeir geti ekki bætt sig? Og það er ódýr- ara fyrir ríkið að veita starfsmanni áminningu ef hann tekur sig síðan á, heldur en að reka hann umsvifalaust og þjálfa annan í hans stað frá byrj- un. Í starfsmannastjórnun er mögu- legt að menn láti eitthvað annað en faglegar forsendur stjórna gerðum sínum. Persónuleg óvild, stjórnmála- skoðanir, aldur, kyn eða kynþáttur geta haft áhrif á ákvarðanir. Stjórn- endur eru mannlegir og þ.a.l. breyskir. Þess vegna er svo mik- ilvægt að hafa ákveðnar lögfestar reglur til að menn geti farið eftir. Í öðru lagi er spurningin um aft- urvirkni breytinganna. Starfsmenn sem nú eru í vinnu hjá ríkinu voru ráðnir í það lagaumhverfi sem nú er til staðar. Það er þáttur í þeirra starfskjörum og forsenda fyrir ráðn- ingu þeirra. Með einhliða breyt- ingum á lögum er annar aðili ráðn- ingarsambandsins að kippa mikilvægri forsendu undan ráðning- arsambandinu. Á síðustu árum hefur gagnrýni á afturvirkni laga aukist. Það er líklegt að dómstólar muni túlka lögin þannig, að vegna þeirrar varnar sem stjórnarskráin veitir at- vinnufrelsi og eignarréttindum geti þau ekki tekið til ráðningarsam- banda sem þegar hefur verið stofnað til. Í þriðja lagi er spurningin um það hvort tilteknir starfsmenn geti sam- ið sig undan breytingunum. Kjara- samningur er aðeins lágmarkssamn- ingur. Einstakir starfsmenn geta í ráðningarsamningi samið um betri starfskjör en kjarasamningur kveð- ur á um. Sem þýðir að þeir, sem hafa þá stöðu að geta farið fram á slíkt, geta samið um það að áfram skuli fara eftir gömlu reglunum. En það væru aðeins þeir starfsmenn sem gætu sett fram slíka kröfu og náð henni fram, þeir sem hafa nóg „bargain-power“ gagnvart vinnu- veitandanum, s.s. sérfræðingar og stjórnendur. Hinir gætu ekki náð þessu fram. Og það kann að vinna gegn jafnari kjörum karla og kvenna. Konur kunna að vera í verri aðstöðu til að gera einstaklingsbundnar kröfur og vegna hógværðar gera þær e.t.v. ekki slíkar kröfur þótt þær hefðu nægilegt „bargain-power“ til að gera það. Í fjóðra lagi er spurningin um gildi breytinganna gagnvart kjara- samingum. Í gildi eru kjarasamn- ingar milli einstakra stéttarfélaga opinberra starfsmanna og ríkisins. Á milli aðila er gagnkvæm skylda til að virða samningana og fara ekki út í einhliða aðgerðir sem teljast brot á þeim, sk. friðarskylda. Það var hluti af forsendum samningsákvæðanna og þeirra kjara sem um samdist að um uppsagnir opinberra samninga giltu þær reglur sem nú eru í lögum 70/1996. Með því að breyta lagaum- hverfinu einhliða er ríkið að brjóta friðarskylduna. Verði frumvarpið að lögum gætu opinberir starfsmenn látið á þau reyna fyrir dómstólum. Verði nið- urstaða dómstóla á þann veg sem að ofan er lýst kunna að falla milljóna króna skaðabótakröfur á ríkið. Fjár- málaráðuneytið hefur líklega ekki gert ráð fyrir þeim kostnaði. Af ofansögðu er ljóst að frum- varpið er vanhugsað. Menn þurfa ekki að hafa sérfræðiþekkingu í stjórnsýslu- og vinnurétti til að sjá vankantana á því. Því er hér með skorað á ráðherra að draga það til baka, en ella á þingmenn að fella það. Vanhugsað frumvarp Eftir Jón Einarsson Höfundur situr í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Skaga- firði og er varamaður í stjórn SUF. ALLIR þurfa að hreyfa sig til að bæta heilsuna og auka vellíðan. Það er vissulega lífsstíll að hreyfa sig og láta sér líða vel. Ísland á iði Undanfarin tvö ár hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið fyrir verkefninu „Ísland á iði“. Verkefnið felst í því að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig sér til ánægju og heilsubótar. Verkefnið hafa styrkt m.a. Alþjóðaól- ympíunefndin, Íþróttanefnd ríkisins og heilbrigðisráðu- neytið. Þá hefur verið gott samstarf við fjölda aðila sem telja sér málið skylt, svo sem Landlæknisembættið, Manneldisráð, Beinvernd, Hjartavernd, Geðrækt, Félag íslenskra sjúkraþjálfara o.fl. Mikilvægi hreyfingar Ekki þarf að rekja niðurstöður rannsókna sem staðfesta mikilvægi hreyfingar fyrir heilsu manna þar sem almennt sammæli er um þær. Hins vegar er nú sem fyrr ástæða til að hvetja fólk til hreyfingar og að minna á að æskilegt væri að allir næðu því að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Vinnuveitendur eru sem fyrr hvattir til þess að leggjast á árarnar með okkur hjá ÍSÍ og hvetja starfsmenn sína til hreyfingar. Jafnframt eru sveitarstjórnir og ríkisvaldið minnt á að hafa nauðsyn hreyfingar í huga þegar kemur að ákvörðunum um skipulag, framkvæmdir og fjárveitingar. Góð heilsa er gulli betri! Þeir sem eru duglegir að hreyfa sig bæta heilsuna og auka sjálfsöryggið. Með aukinni hreyfingu lækkum við kostnaðinn við heilbrigðiskerfið og fækkum veikindadögum. Njótum þess að vera til Nú nálgast jólin og vonandi verður alls staðar hátíð í bæ. Á und- anförnum árum hafa auglýsingar verið fyrirferðarmiklar í upphafi árs sem hvetja menn til hreyfingar til þess að ná af sér aukakílóum. Vænt- anlega vegna þess að menn hreyfðu sig of lítið um jól og áramót. Hvernig væri nú að hafa þetta í huga á aðventunni og um jólin? Í stað þess að strengja áramótaheit um aukna hreyfingu þá væri miklu betra að byrja strax í dag. Hver man ekki eftir ánægjunni í æsku yfir því að komast út að leika. Það er von okkar sem stöndum að „Íslandi á iði“ að sem flestir nái að öðlast aftur eftirvæntinguna og gleðina af að hreyfa sig. Það er mikilvægt fyrir þá sem hafa haft hægt um sig og ætla að fara að hreyfa sig aftur að velja sér eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt að gera. Þá eru mun meiri líkur á að áframhald verði á hreyfingunni. Gleðin á að vera í fyrirrúmi. Sameinumst í baráttunni við sófann. Drífum okkur út og hreyfum okkur ánægjunnar vegna. Njótum þess að vera til! Hreyfum okkur á aðventunni Eftir Hafstein Pálsson Höfundur er formaður almenningsíþrótta- og umhverfissviðs ÍSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.