Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 55 NÝSKIPUÐ stjórn Mæðra- styrksnefndar tók þá ákvörðun á fyrsta stjórnarfundi nefndarinnar 11. nóvember sl. að rekja ekki aðdrag- anda stjórnarskipta í byrjun nóvember í dagblöðum, enda hefur tilgangur nefndarinnar frá upphafi verið að vinna störf sín í kyrrþey en ekki að láta ljós sitt skína í fjölmiðlum við öll tækifæri. Ákveðið var að bærust einhverjar fyrirspurnir frá fjölmiðlum, yrði þeim vísað til lögfræðings Mæðra- styrksnefndar, sem hefur svarað fyrir nefndina undanfarið. Fyrir óeigingjörn störf sín fyrir nefnd- ina hefur hún hlotið persónulega árás í fjölmiðlum frá fv. formanni sem hefur látið gamminn geisa á þann hátt að ekki er vafamál að varðar við lög. Fyrrum formaður kaus sér með grein sinni í Morg- unblaðinu undir fyrirsögninni „Rógburði svarað“ fimmtudaginn 20. nóvember umræðu í dag- blöðum. Í grein þessari hefur stað- reyndum verið svo „haglega“ fyrir komið að fólk skilur hvorki upp né niður. Af þessu tilefni taldi fram- kvæmdaráð nefndarinnar rétt að aðdragandi að brotthvarfi fyrrum formanns væri rakinn í sama blaði. Hvað er í gangi? Fólk spyr sig auðvitað hvað sé í gangi þegar fjölmiðlar eru á út- opnu dag eftir dag. Fomaður nefndarinnar segir af sér og lýsir því yfir í útvarpsviðtali í ágúst meðal annars að formenn félaga sem að nefndinni standa hafi sagt „að skjólstæðingar nefndarinnar þyrftu ekki lengur á fataúthlutun að halda“. Ennfremur segir fyrr- verandi formaður að þess vegna hefði hann ákveðið að stofna félag til að styðja þessa einstaklinga. Auðvitað getur fyrrverandi for- maður stofnað þau félög sem hann vill, en að nýta sér góðvild sem Mæðrastyrksnefnd hefur notið í áratugi og nota ósannar forsendur til framdráttar sinni félagsstofnun, er annað mál. Hvernig bar þetta að? Boðað var til aðalfundar Mæðra- styrksnefndar 27. maí sl. Þar var samþykkt undir liðnum önnur mál að hafa samband við Rauða kross Íslands og ræða hvort hægt yrði að koma á samvinnu með fataút- hlutun þannig að skjólstæðingar nefndarinnar fengju tilvísun frá nefndinni og Rauði krossinn af- henti föt eftir þörfum skjólstæð- ingum að kostnaðarlausu. Þar sem hvorki var lögð fram skýrsla stjórnar né ársreikningur á fund- inum þurfti að boða til annars að- alfundar síðar. Tilefni ákvörðunar þessa fundar um úthlutun fata var að mikil þrengsli voru í húsakynn- um nefndarinnar og stóðu skjól- stæðingar hennar í biðröðum úti á götu í öllum veðrum. Einnig kom fram að nefndarkonur sögðu þetta mjög tímafrekt og erfitt starf sem leiddi til þess að fyrrum formaður greiddi nokkrum nefndarkonum (ekki allar vildu laun) laun í des- ember. Í lögum nefndarinnar segir að ákveða verði á aðalfundi, ef greiða ætti fyrir unnin störf, og hingað til hafa störf verið unnin í sjálfboðavinnu. Til þess að finna lausn á þessum vanda var skip- aður starfshópur þriggja kvenna úr Mæðrastyrksnefnd og þar á meðal var formaður. Starfshópi þessum var falið að hafa samband við Rauða krossinn og síðan átti að kynna fyrir Mæðrastyrksnefnd hver árangur þessara viðræðna yrði. Síðar kom í ljós að þetta var aldrei gert. Fulltrúi Rauða kross- ins hringdi í formann í ágúst og bauð þessa samvinnu en henni var hafnað af formanni og ekkert lagt fyrir nefndina þar um. Skipaður þriggja manna starfshópur með fv. formann í fararbroddi skilaði sem sagt aldrei neinni niðurstöðu. Heldur voru öll föt flutt burt og komið fyrir úti í bæ án þess að þetta mál væri rætt á fundi nefnd- arinnar eða til væri fund- arsamþykkt fyrir þessum flutn- ingi. Boðað var í annað skipti til aðal- fundar 18. júní þar sem skýrsla stjórnar og reikningar voru lögð fyrir nefndina. Margar fyr- irspurnir komu þá fram vegna árs- reikningsins sem ekki fengust svör við á fundinum svo að þeir voru ekki samþykktir. Enn var boðað til framhaldsaðalfundar 15. sept- ember, en þá höfðu fengist svör við spurningum og ársreikningar voru endanlega samþykktir. Áhyggjur formanna aðildarfélaga beindust aðallega að háum rekstr- arkostnaði skrifstofu sem greiða varð auðvitað af söfnunarfé, en kostnaður hafði hækkað um 67,5% á milli ára og átti þar stærstan hlut greiðsla launa sem var rúmar 3 millj. krónur fyrir árið 2002, en greidd laun árið 2000 voru 640 þús. krónur. Hækkun rekstr- arkostnaðar frá árinu 2000 er 170,3%. Fyrir greiðslu launa verð- ur að vera stjórnarsamþykkt, sem ekki er fyrir hendi. Slík samþykkt er aðeins til vegna greiðslu launa til starfsmanns. Laun höfðu verið greidd til nokkurra nefndarkvenna og einnig til formanns, en hann hefur sjálfur sagt í viðtali við DV að hjá nefndinni hafi hann „feng- ið“ 80 þúsund kr. á mánuði. Á að- alfundinum bentu formenn félag- anna á að fyrir þessu væri engin samþykkt. Svarið frá fyrrum. for- manni kom strax: „Mér er alveg sama, svona verður þetta á meðan ég er hér.“ Af hverju kaus formaður að segja af sér? Í september barst formanni eins aðildarfélags Mæðrastyrksnefndar í hendur nýútgefinn hljómdiskur. Í fylgiskjali með disknum sagði: „Í tilefni af 75 ára afmælis Mæðra- styrksnenfdar og Fjölskylduhjálp- arinnar væri hann gefinn út til styrktar skjólstæðingum.“ Af þessu má skilja að Fjölskyldu- hjálpin hefði líka orðið 75 ára. Umrædd útgáfa er skráð á kenni- tölu Mæðrastyrksnefndar ásamt nýstofnuðum bankareikningi, en prókúruhafi reikningsins er á eng- an hátt tengdur nefndinni. Allir reikningar vegna þessarar útgáfu berast Mæðrastyrksnefnd. Samn- ingur vegna ofangreinds disks var gerður 22. júlí sl. og undirritaður fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar af fv. for- manni. Á þeim tíma var ekki til neitt félag sem hét Fjölskyldu- hjálpin. Félag þetta virðist hafa verið stofnað síðar og fengið kennitölu í september. Þegar þetta kom fram voru haldnir fund- ir formanna aðildarfélaganna 20. og 30. september. Í framhaldi af því var þáverandi formaður boð- aður á fund 7. október, sem hann samþykkti í síma að mæta á, en þegar sá fundur var haldinn og formenn aðildarfélaga mættir sendi formaður bréf á fundinn og neitaði að mæta. Þá var boðaður annar fundur 12. október með bréfi. Á þann fund boðaði formað- ur forföll. Þá var ekki annað eftir en að boða til aukaaðalfundar 6. nóvember. Inn á fundinn barst bréf frá formanni þar sem hann sagði af sér. Í kjölfarið var Hildur G. Eyþórsdóttir kosin formaður Mæðrastyrksnefndar. Fundurinn hafði verið boðaður meðal annars til þess að ræða þessa hljóm- disksútgáfu. Af henni höfðu aðild- arfélögin miklar áhyggjur það sem hún hlyti að skaða mjög söfnun vegna skjólstæðinga fyrir jólin. Ekki veitti af óskertri upphæð frá stuðningsaðilum og síst þyrfti nefndin á því að halda að vera að blanda sér í slíka útgáfu. Ef til vill skilar útgáfan einhverjum hagnaði síðar, en það er enn óljóst. Nær væri að nota söfnunarfé óskert til úthlutunar til skjólstæðinga en ekki vera að fara út í vafasama fjárfestingu sem skerða myndi stórlega söfnun fyrir jólin, en jóla- söfnunin líður enn fyrir það að fv. formaður bauð nefndarkonum til Portúgal 2001 á kostnað Mæðra- styrksnefndar. Þá varð í raun trúnaðarbrestur á milli formannna aðildarfélaganna og fyrrum for- manns. Það varð þó að sam- komulagi að fv. formaður sæti út kjörtímabil sitt, þ.e. til 2004 að ákveðnum reglum settum. Í grein sinni „Rógburður“ segir fyrrum formaður að „formaður Mæðra- styrksnefndar hafi ekkert með fjármál nefndarinnar að gera og hafi ekki prókúru á reikningum“. Það er þó augljóst að ákvarðanir fv. formanns hafa mikið með stöðu fjármála að gera og prókúra nefndarinnar var bæði á nafni gjaldkera og formanns. Fv. for- maður virðist ekki gera sér grein fyrir að það er ábyrgðarhluti að nota fé líknarfélags sem áhættufé eða umbun. Af hverju vill fyrrverandi formaður ekki ræða stöðuna? Af hverju fyrrum formaður kaus að koma ekki á þessa fundi getum við ekki svarað. Á aukaaðalfundi 6. nóvember barst bréf frá fv. for- manni þar sem hann sagði af sér eins og áður sagði. En af hverju? Af hverju vildi hann ekki ræða út- gáfu disksins og meðferð hans á fataúthlutun nefndarinnar en þá höfðu öll föt verið flutt burt úr húsakynnum Mæðrastyrksnefndar án þess að samþykki nefndarinnar væri fyrir því? Þessu er enn ósvarað. Ásamt því af hverju styrkur frá ríki til rekstrar var notaður til að skrifa sögu nefnd- arinnar. Þar sem fjárhagsstaða nefnd- arinnar er vægast sagt mjög bág í dag skipaði stjórn Mæðrastyrks- nefndar framkvæmdaráð til að vinna að fjáröflun fyrir nefndina og er það skipað nefndarkonum. Þegar litið er á rekstur nefnd- arinnar undanfarin ár og í ár er vægast að segja að ekki hafi verið staðið á hagkvæman hátt að mál- um þegar litið er á tilgang nefnd- arinnar að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín í þjóðfélag- inu. Ekki hefur verið unnið að söfnun vegna Mæðrastyrksnefndar á þessu ári heldur sótt um styrki vegna útgáfu disksins. Því miður hefur söfnunarfé einnig verið not- að til fleira en til var ætlast svo sem eins og reksturs á skrifstofu og ritunar á sögu nefndarinnar. Fyrrum formanni virðist hafa yf- irsést að hér er hann ekki að með- höndla eigið fé heldur fé líkn- arfélags. Framtíðin Mæðrastyrksnefnd heldur þrátt fyrir allt áfram ótrauð og vill efla starf sitt sem mest. Greinilegt er að þörf fyrir aðstoð er mikil. 12. nóvember, sem var fyrsti úthlut- unardagur nýrrar stjórnar, fengu 98 fjölskyldur aðstoð og 19. nóv- ember 115. Þessa daga myndaðist engin biðröð úti á götu. Úthlutað var bæði mat og fötum. Það er von nefndarinnar að um störf hennar megi ríkja friður og að hún fái notið þeirrar velvildar sem hún hefur notið hingað til sem komi skjólstæðingum hennar til góða. Hver er að rægja hvern? Hver er lagður í einelti? Eftir Margréti K. Sigurðardóttur Höfundur er í framkvæmdaráði Mæðrastyrksnefndar og fulltrúi Kvenstúdentafélags Íslands. Þegar hugsað er til Auðar koma svo ótal fallegar minn- ingar upp í hugann. Þær minningar AUÐUR KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Auður KristínSigurðardóttir, Syðri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum, fæddist á Kúfhóli í sömu sveit 6. janúar 1935. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 20. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Krosskirkju í Aust- ur-Landeyjum 29. nóvember. geymum við í hjarta okkar. Elsku Óskar, Krist- ín, Auður Ósk og Hall- dór, megi styrkur Guðs fylgja ykkur í sorginni og söknuðinum Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Soffía, Björk, Magnús, Sigþór og Kristín. Nú hefur Steingrím- ur Björnsson frá Ytri- Tungu á Tjörnesi kvatt, síðastur sex systkina sem þar ólust upp. Með þeim hverfur hluti af þeirri kynslóð er fæddist á fyrstu árum nýliðinnar ald- ar og umbyltingin er slík að framsýn- ustu og hugmyndaríkustu mönnum hefði aldrei flogið slík ævintýri í hug. Jóhanna móðir mín var elst Tungu- systkina og það er kær móðurbróðir sem mig langar að minnast hér í fá- einum orðum. Hann var litli bróðirinn sem hún kenndi að lesa og skrifa og hvatti á allan hátt því hún hafði mik- inn metnað fyrir hönd systkina sinna. Einhvers staðar í blámóðu bernskuminninga minna á Steini frændi sinn sess með þennan ómót- stæðilega kímnis- og glettnisglampa í augunum og brosviprur um munninn segjandi gamansögur til að skemmta ungu frændfólki. Honum fylgdi ætíð léttleiki og glaðværð enda hafði hann ágæta leikhæfileika, sagði vel frá og náði hvers manns tungutaki ef svo bar undir. Næst kemur í hugann mynd af frænda mínum með unga konu sér við hlið. Þau koma frá þjóðhátíðinni á Laugum 17. júní 1944 og konan er Kristbjörg Þórarinsdóttir frá Grásíðu í Kelduhverfi. Ég varð þess áskynja af umræðu fullorðna fólksins að hún væri konuefni Steina. Foreldrar mínir eru mjög ánægðir fyrir hans hönd og heimilisins í Tungu þar sem þau ætla að hefja búskap, reisa nýbýli og eiga sitt framtíðar- heimili. En mannlífið er á stundum eins og veðráttan í hverfulleik sínum. Líkist björtum vordegi með fugla- söng og fegurð en svo skellur á áhlaupsbylur sem engu eirir og strá- fellir blómin er brostu móti vorsól- inni. Þannig leit veröldin út fjórum ár- um eftir giftingu Steingríms og Kristbjargar því hún lést af barnsför- um og barnið líka. Fyrsta barn þeirra sem var drengur dó í fæðingu og nú var ungi bóndinn í Tungu í nýbyggðu húsinu sem átti að verða heimili þeirra Kristbjargar með tveggja ára son þeirra. Margur hefur bugast við slíkt áfall en uppgjöf var ekki til í hug- arheimi Steingríms og næstu árin liðu með aðstoð ýmissa góðra ráðskvenna. Svo birti aftur til þegar María Val- steinsdóttir kom á heimilið til fram- tíðardvalar og þrjár dætur þeirra fegruðu og glöddu heimilið. Hugur móður minnar var oft og iðulega hjá bróður hennar og litla drengnum hans og vildi hún gera allt sem í hennar valdi stóð til að létta undir. Ég og systir mín vorum stund- STEINGRÍMUR BJÖRNSSON ✝ SteingrímurBjörnsson fædd- ist í Ytri-Tungu á Tjörnesi 7. maí 1910. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga hinn 15. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Húsavíkur- kirkju 24. nóvember. um smátíma hjá honum þegar á þurfti að halda. Ég kveið þeirri vist unglingur sem kunni lítt til eldhússtarfa og heimilishalds og svo að annast lítið barn en auð- vitað skipti það mestu máli. En frændi minn var þolinmóður og um- burðarlyndur við sína ófullkomnu ráðskonu og lét það ekki koma sér úr jafnvægi þó matargerð- in væri ekki á háu stigi og ekki bar hann „harm sinn né trega á torg“. Steini var léttur í máli og gamansam- ur og það hélst langa ævi. Við hann átti þetta erindi þó um annan væri ort: Hann bar í leyni hljóðan harm þó hvergi sæust tár. Og enginn veit í annars barm hve und er djúp og sár. (Á.K.) Steingrímur og María bjuggu í Tungu meðan heilsa þeirra leyfði en seinustu árin voru þau í Litla-Hvammi á Húsa- vík. Þangað var gott að koma. Mót- tökur hlýjar og hjartanlegar af beggja hendi. Það var gaman að heyra mömmu og Steina rifja upp gamlar og góðar minningar enda af mörgu að taka. Í Ytri-Tungu bjó einnig Jóhannes bróðir Steingríms og kona hans Jó- hanna Skúladóttir með sinn stóra barnahóp. Með þeim bræðrum var einlægt mikil og góð vinátta og sam- vinna bæði á sjó og landi. Steingrímur var góður bóndi, þótti vænt um bú- stofn sinn og lét sér annt um hann. Hann var náttúrubarn sem unni og skildi margvíslega þætti umhverfisins og las og réð þær línur og tákn sem glöggur sjómaður og bóndi þarf að kunna svo vel fari. Á sólstöðum er fagurt að horfa frá Ytri-Tungu þegar miðnætursólin blóðrauð líður eftir hafsbrúninni frá Kinnarfjöllum yfir að Tjörnesi. Sjá Grímsey hilla uppi í kvöldroðanum eins og dýrgrip á bláu flaueli. Mjúkir kvöldskuggar til landsins draga sam- an dalina upp af gráum sjávarsand- inum og ávalar hæðir heiðarinnar upp af bæjunum allt að Tungunúpnum sem gnæfir þar hæst í kvöldskininu. Fegri sjón gefur vart á að líta. Hún blasti ótölulega oft við augum Tungu- fólks og móðir mín minntist hennar með saknaðarhreim í röddinni. Nú eru þau systkinin öll sameinuð í landi morgunroðans og ganga þar á guðs- vegum. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Hlýjar samúðarkveðjur sendi ég Maríu og frændsystkinum mínum og þeirra fjölskyldum. Ása Ketilsdóttir frá Fjalli. SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.