Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 57

Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 57
sagðir þú mér til og ýmist hrósaðir eða gagnrýndir. Mér fannst hið síð- arnefnda ekkert gaman þá, en lærði með árunum að ég hafði svo sann- arlega gott af því. Og þú hélst áfram að koma á völlinn og fylgjast með, þótt árin færðust yfir. Þegar ég var rétt um fermingar- aldurinn vantaði þig aðstoðarmann, en þá varstu byrjaður að vinna af krafti sem málari. Mamma hafði nú einhverjar efasemdir, fannst ég full ungur, en þú varst ekki lengi að tala hana til og ég var byrjaður að vinna samdægurs. Það er ekki í frásögur færandi, nema hvað þú varst þolin- móður að ná fram ætlunarverki að gera mig að manni. Næstu níu sumr- um og að auki tveim vetrum eyddum við heilu og hálfu sólarhringunum saman og unnum úti um land allt. Á þeim aldri sem unglingar eru hvað erfiðastir hjálpaðir þú foreldrum mínum að ala mig upp og gera mig að því sem ég er í dag. Vona ég heitt og innilega að þú getir litið stoltur til baka. Ég á eftir að sakna þín mikið á jólunum þar sem þú varst ætíð svo frábær og glaður í ys og þys hátíð- anna, reyndar eins og aðra daga í lífi þínu. Þú málaðir fallegustu myndir sem sést hafa, en samt varstu alltaf svo hlédrægur, þegar verk þín bar á góma. Þú varst afkastamikill, en samt varstu ekki að mála fyrir neinn annan en sjálfan þig. Þú vildir ekki verða frægur. Það voru myndirnar sem skiptu máli. Ég er svo heppinn að eiga myndir eftir þig og mun gleðjast á hverjum degi þegar ég horfi á þær og minnast þín með trega. Ég ætla að kveðja þig með orðum sem eiga ekki betur við neinn annan en þig: „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Þinn Guðmundur. Súlurnar speglast í sjónum, það er sumar heima á Stöðvarfirði, síldin vaðandi um allt og mikið um að vera á planinu hjá Steðja. Ys og þys, líf og fjör, unnið 16 tíma og síðan á ball! Þarna vaknar fyrsta minning mín um Gúdda, þá tæplega þrítugan mann með rauðan klút um hálsinn, í gallajakka og gallabuxum, mér þótti hann töffari og enn í dag er hann töffari í mínum huga. Gúddi var mik- ið náttúrubarn, hann var listfengur með afbrigðum og flest allt lék í höndum hans, þó svo að um eiginlegt listnám hafi aldrei verið um að ræða gat Gúddi túlkað tilfinningar sínar þannig að allir skildu. Ég var svo heppinn að kynnast Gúdda og Þor- björgu móður hans sem ungur drengur og minnist þeirra tíma sem ég átti í Sigtúni með hlýhug og sökn- uði. Enn er mér í fersku minni stundirnar sem við krakkarnir átt- um inni í herbergi Gúdda við að læra ný gítargrip, hlustandi á nýjustu Hollies- eða Shadows-plöturnar, seinna Bítlana eða jazz og aldrei brást að Þorbjörg kallaði á alla í kaffi og kökur þegar henni þótti nóg hlustað. Gúddi spilaði á gítar í hljómsveit- inni ESSGO í fjöldamörg ár, hljóm- sveitin byrjaði u.þ.b. sem Bítlarnir voru fyrst að byrja að heyrast hér og voru þeir með fyrstu hljómsveitum til að taka bítlalög opinberlega og mætti segja langar sögur af stuðinu sem þessi hljómsveit náði upp á böll- um. Í ESSGO spiluðu margir, sem seinna urðu frægir popparar, þá stráklingar komnir á Stöðvarfjörð til að vinna í síld. Mér þótti það því mik- ill heiður þegar mér var boðið að syngja með hljómsveitinni, þá mun Gúddi, sem var elstur, hafa verið um fertugt en ég um tvítugt. Þetta þótti mörgum skrítið, en í mínum huga lýsir þetta fordómalausum hugsun- um sem margir mættu í dag taka sér til fyrirmyndar. Upp frá þessari stundu urðum við Gúddi vinir, og hélst sú vinátta áfram þótt ég flytti á brott. Það er ógerlegt að ætla sér að minnast á allt það sem Gúddi gerði á Stöðvarfirði, handverk hans liggur svo víða, þó verður að minnast á veggmyndirnar sem hann málaði á stóran hluta íbúðahúsa Stöðfirðinga, og sögðu frá starfi eða áhugamáli viðkomandi. Þetta vakti mikla athygli og var hann fenginn víða um Austfirði til að skreyta hús upp frá þessu, listmálun lá vel fyrir honum og málaði hann þá í skorpum, en tók sér stundum langt frí á milli. Hann hlaut fjölmörg verð- laun og viðurkenningar fyrir þátt- töku í samkeppnun um hin ýmsu merki félaga og félagasamtaka. Milli þess að stunda list sína vann hann við húsamálun og akstur vörubif- reiðar sinnar. Síðustu ár hittumst við ekki oft, en þegar það gerðist var sett plata á fóninn og hlustað á eitt- hvað sígilt, Hollies sívinsælir, og svo voru nýjustu málverkin dregin fram, í sumar var hann aftur farinn að mála „abstrakt“, mikið blátt, kvöld- myndir. Ég veit núna að ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að gagnrýna hans síðustu myndir, ég sagði honum að ég væri hrifnari öllu jöfnu að hefð- bundnum myndum hans, en þessar bláu kvöldmyndir væru sérstaklega fallegar, hann hló lítillátur sem ætíð, „æ, ég veit ekki“. Hann var andstutt- ur er við kvöddumst og ég skynjaði þreytu í þessum hrausta, tímalausa manni, fyrir mér síungur og fullur af lífi. Við ákváðum að hittast í sumar fyrir austan, nú fyrir skömmu er ég hringdi í hann. Það verður með öðr- um hætti en við ráðgerðum, við hitt- umst bara seinna, vinur minn. Megi góður Guð varðveita þig og hafðu þökk fyrir samverustundirnar. Ævar Sigdórsson. Mig langar til að minnast í nokkr- um orðum vinar míns Geirs Pálsson- ar frá Stöðvarfirði sem nýlega féll frá langt um aldur fram. Gúddi eins og hann var alltaf kallaður átti stór- an og fjölbreyttan vinahóp og ég taldi mig til vina hans. Gúddi var vin- ur vina sinna og fannst gaman að gleðja þá með margs konar verkum sínum. Það var gaman að umgangast Gúdda, hann var gæddur góðri kímnigáfu og gat oft séð skemmti- lega hlið á málunum. Fáir menn höfðu svo smitandi hlátur og þegar sá gállinn var á honum smitaði hann alla viðstadda með hlátri sínum. Hann var alltaf ungur í anda og virt- ist hafa mest gaman af því að um- gangast ungt fólk. Maður leit á hann sem jafnaldra þó að hann væri um það bil 25 árum eldri. Ég minnist allra þeirra spennandi og skemmtilegu kvöldstunda þegar við horfðum saman á fótbolta í stof- unni hans og upplifðum saman bæði heimsmeistarakeppni og Evrópu- keppni í fótbolta. Þetta voru góðar stundir og eftirá spjölluðum við oft saman langt fram á nótt og það var alltaf gaman og lærdómsríkt að ræða málin við Gúdda. Ég minnist líka sumarsins 1982 þegar ég var þjálfari Súlunnar og okkur tókst að vinna Austfjarðariðilinn með 5. flokki og fórum í úrslit til Keflavíkur. Þá var Gúddi með sem ómissandi stuðn- ingsmaður, hress og kátur og hann var nánast sem stór pabbi fyrir allan hópinn. Þessari ferð með Gúdda og drengjunum frá þessu litla sjávar- plássi fyrir austan sem voru komnir í úrslit Íslandsmótsins gleymi ég aldr- ei og Gúddi átti stóran hlut í að gera ferð okkar ánægjulega. Ég hef um 14 ára skeið búið er- lendis og við höfum því ekki hist oft síðustu árin. Ég var oft búinn að bjóða honum að koma í heimsókn en hann tók ekki mikið undir það. Fyrir fjórum árum þegar ég hafði keypt nýtt hús bað ég hann að koma að hjálpa mér að mála húsið og það var annað hljóð í mínum manni. Hann kom strax út til Gautaborgar og var hjá okkur í þrjár vikur og vann við húsið og málaði af kappi einsog hon- um var lagið. Þetta var dæmigert fyrir Gúdda, um leið og hann sá að hann gat hjálpað til var hann boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd. Þetta var góður tími og ég hefði ekki getað hugsað mér betri mann að vinna þetta verk. Mig grunaði ekki að síðasta sumar yrði síðasta skiptið sem við sæjumst. Hann var þá farinn að finna fyrir mæði en vildi ekki mikið gera úr því. Það var á mörkunum að honum fynd- ist ástæða til að fara til læknis út af þessu. Því miður reyndist um mjög alvarlegan og ólæknandi lungna- sjúkdóm að ræða. Gúddi sýndi mik- inn hetjuskap þessa síðustu mánuði. Þó að hann gæti varla gengið eða tal- að fyrir mæði vildi hann alls ekki kvarta og þó að hann væri orðinn háður súrefni var hann mest að tala um hversu gott súrefnið hefði gert honum. Honum fór aldrei orð af bit- urleika um munn á þessu tímabili sem þó teldist ekki óeðlilegt hjá flestu fólki við þessar kringumstæð- ur. Hann var mjög jákvæður út í þá lækna sem hann hafði hitt þó að hvorki þeir né aðrir gætu hjálpað honum að ná bata. Ég kveð þennan góða dreng með miklum söknuði en það sem eftir stendur eru góðar minningar sem lifa áfram um sérlega skemmtilegan mann sem lífgaði upp á tilveruna fyr- ir svo marga. Við Þorgerður og börn- in viljum þakka honum fyrir allt gamalt og gott. Einar Björnsson, Gautaborg. Svo getur brugðið við að fátt verði sagt eða gert um stund. Þannig var mér innanbrjósts þegar mér barst sú harmafregn að góðvinur minn, Geir Pálsson (Gúddi), væri látinn. Í gegnum hugann svífa myndir lið- inna ævidaga. Myndir gleði og sorga, athafna og hugmyndaauðgi, einlægs vinskapar, myndir af snillingi við leik og störf. Á myndunum birtist sjó- maðurinn og síldarmatsmaðurinn, vörubifreiðarstjórinn, tónlistarmað- urinn með gítarinn sinn og söngmað- urinn í Karlakór Stöðvarfjarðar, málarinn með pensilinn mundaðan við strigann eða að mála hús og önn- ur mannvirki úti um allt. Myndir af Gúdda, einum þeirra snillinga sem flest var til lista lagt í svo ríkum mæli að undrun vekur. Í orði og verki vandaður einstaklingur sem gott var að deila með stundum gleði og sorg- ar, maður sem ekki sóaði tíma sínum í niðrandi orðræður um náunga sinn heldur hugsaði áfram, sá fyrir sér framfarir í heimahögum og því um- hverfi sem hann lifði og hrærðist í. Við áttum margar ánægjulegar stundir saman frá sjötta áratug síð- ustu aldar þegar hljómsveitin „Essgó“ varð til og starfaði í allmörg ár á Stöðvarfirði, öll síldarárin og nokkru lengur, og ógleymanlegt er þegar við spiluðum saman síðast þrjú kvöld í röð á staðarhátíð í tilefni af 100 ára verslunarafmæli Stöðvar- fjarðar. Eins og nærri má geta myndaðist gott bræðralag í þessum hópi sem haldist hefur þótt menn hafi horfið til annarra starfa vítt og breitt um landið. Í því bræðralagi var gjarnan spurt hvað get ég gert fyrir umhverfi mitt, ekki hvað getur umhverfið gert fyrir mig. Megi sú hugsun haldast. Nú hefur Stöðvarfjörður misst mikið og af alhug votta ég samúð mína íbúum staðarins og öðrum vin- um og vandamönnum. Elsku Ester, Bjössi og Guja, Jóna, Hafþór og Hlíf, Guð blessi ykkur, fjölskyldur ykkar og minningu þess góða drengs, Geirs Pálssonar. Grétar Jónsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 57 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, bróðir, afi og langafi, HÖGNI HJÖRTUR HÖGNASON, Klövervej 20 103, 6000 Kolding, Danmörku, andaðist þriðjudaginn 18. nóvember síðastliðinn. Jarðsett hefur verið í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Birgitta Borg Viggósdóttir, Hjördís Högna, Stefán Sigurbjörnsson, Hrefna S. Högnadóttir, Kristinn Pétursson, Högni Högnason, Jón Vigfússon, Nína G. Vigfúsdóttir, Karl Viggó Vigfússon, Elínborg Hrefna Pálsdóttir, barnabörn, langafabörn og systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERGLJÓT GERÐUR JÓNSDÓTTIR, Grenimel 31, Reykjavík, lést miðvikudaginn 19. nóvember. Útförin hefur farið fram. Jón S. Kjartansson, Þóra Kjartansdóttir, Kjartan Hjalti Kjartansson, Kristín Birgisdóttir, Inam Rakel Yasin, Ómar Kjartan Yasin, Bergrún Ósk Jónsdóttir. Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR STEINGRÍMUR STEFÁNSSON, Brimnesi 10, Ólafsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku föstu- daginn 28. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Björn Þór Ólafsson, Margrét Toft, Stefán V. Ólafsson, Hulda Þiðrandadóttir, Guðmundur Ólafsson, Olga Guðrún Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR GUÐJÓNSSON frá Höfn, Hornafirði, Ásgarðsvegi 13, Húsavík, lést að kvöldi fimmtudagsins 27. nóvember. Þórveig Hjartardóttir, Pálína Hjartardóttir, Grétar Sigurðarson, Valgeir Hjartarson, Valdís Harðardóttir, Guðjón Hjartarson, Kristjana Jensdóttir, Kristján Hjartarson, Ingibjörg Höskuldsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Ingvar Grétarsson, Hjörtur Hjartarson, Nanna Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, BÁRA FRIÐBERTSDÓTTIR, lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 27. nóvember. Friðbert Hafþórsson, Anna María Halldórsdóttir, Sigurþór Friðbertsson, María Ósk Friðbertsdóttir, Ólafur Þór Þorláksson, Óskar Bertel Friðbertsson, Birta Ósk Friðbertsdóttir, Nikulas Leó Sigurþórsson, Ingibjörg Friðbertsdóttir, Lára Friðbertsdóttir, Ármann Ármannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.