Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 72
72 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AÐ tilhlutan Sameinuðu þjóðanna (SÞ) er dagurinn í dag tileinkaður samstöðu með palestínsku þjóðinni. SÞ kannast þannig við ábyrgð sína því að það var á þessum degi árið 1947 sem Allsherjarþingið sam- þykkti tillögu sína um skiptingu Pal- estínu í tvo hluta. Rúmlega helming- ur var ætlaður gyðingum sem höfðu verið mikill minnihluti í landinu en streymdu nú til landsins frá Evrópu og víðar að. Minna en helmingur landsins var ætlaður palestínsku þjóðinni sem byggt hafði þetta land öldum og árþúsundum saman. Þann- ig var lagður grunnur að tveimur ríkjum. Gyðingar létu sér hins vegar ekki nægja það sem SÞ ætluðu þeim og hernámu fjórðung landsins til við- bótar í stríðinu sem háð var 1948– ’49. Þegar vopnahlé komst á varð til græna línan svokallaða sem afmark- ar Vesturbakkann að meðtalinni Austur-Jerúsalem. Þetta landsvæði ásamt Gazaströnd, sem nemur um 22% eða rúmlega fimmtungi upphaf- legs lands Palestínumanna, var svo líka hernumið í sex daga stríðinu 1967. Þótt Palestínumenn hafi ekki sætt sig við skiptingu landsins árið 1947 og því síður hernámið sem bættist við næstu tvö árin þegar Ísraelsríki var að verða til, þá er nú svo komið undir forystu Arafats forseta, að Palestínumenn gera ekki kröfu til annars en að fá aftur svæðin sem hernumin voru 1967. Oslóaryfirlýs- ingin sem Arafat undirritaði ásamt Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, lagði grunninn að friðar- samningum þar sem gert var ráð fyrir að farið væri að alþjóðalögum og samþykktum Öryggisráðs SÞ, að hernáminu yrði aflétt og landinu skilað. Ekki voru skýr ákvæði um ör- lög palestínskra flóttamanna og rétt þeirra til að snúa heim og til eigna sinna. Um þetta átti eftir að semja. Árvissar ályktanir SÞ um málefni flóttamanna allt frá 1949 eru alveg skýlausar eins og sá réttur er í mannréttindasáttmálum og alþjóða- samþykktum. Hér verður ekki fjölyrt um þær hörmungar sem palestínskum flótta- mönnum hefur verið boðið upp á kynslóðum saman og íbúum her- teknu svæðanna sem er haldið föngnum í risavöxnum fangabúðum. Þar eru manndráp, eyðilegging heimila og lífsviðurværis og hvers kyns mannréttindabrot daglegt brauð. Ísraelsher hlífir engum, aldn- ir og börn síst undanskilin. Múrinn, sem Ísraelar reisa nú og teygir sig langt inn á Vesturbakkann og inn- limar helming þess lands við Ísrael, er nýtt hámark landránsins og inn- siglar örlög Palestínumanna sem fanga í eigin landi. Nær öllum er ljóst að þessu verð- ur að linna. Sannir vinir Ísraels gera sér líka grein fyrir því að hernámið og öll þessi grimmd sem sýnd er í skjóli yfirgnæfandi hervalds er löngu farin að snúast gegn þeirra eigin ríki, þjóð og framtíð. Allir þess- ir ungu Ísraelar sem att er fram í hryðjuverk gegn nágrönnum sínum munu síst verða betur á sig komnir en bandarísku hermennirnir sem sneru heim frá Víetnam, eyðilagðir á líkama og sál. Alls þessa er þörf að minnast í dag. Um leið skal nefnt að í dag klukkan tvö verður dagskrá í til- efni dagsins í Norræna húsinu og jafnframt myndlistarsýning til stuðnings hjálparstarfi í Palestínu. SVEINN RÚNAR HAUKSSON, Glaðheimum 8, 104 Reykjavík. 29. nóvember Frá Sveini Rúnari Haukssyni lækni ÞAÐ virðist nú orðið augljóst að það sé næsta auðvelt að kaupa fyrir til- tölulega fáar krónur veigamiklar breytingar á framburði íslenskra orða. Leggja aðrar áherslur á orð, þannig að merking gjörbreytist. Þannig er því t.d. varið þegar hugað er að orðinu „ástríða“. Grein- arhöfundur vakti athygli á breyttum framburði Margrétar Pálu og Hall- dóru Friðjónsdóttur, en þær stöllur báru orðið fram með annarri áherslu en áður hafði tíðkast. Í stað þess að fylgja framburðarreglu orðabókar um hughrif og leggja áherslu á fyrsta atkvæði breyttu þær skilningi og bundu hann kyn- mökum og ástaratlotum. Nú hefur komið í ljós að skiln- ingur þeirra stallstystra nýtur vin- sælda. Tvö fyrirtæki hafa tileinkað sér holdlegan skilning orðsins. Nið- ursuðuverksmiðjan Ora auglýsir varning sinn, ekki að hætti Háskóla- orðabókar né Þjóðvinafélags. Skiln- ingur Samtaka 78 hefur rutt þeim skilningi úr vegi og hafið annan til vegs. Ást-ríða. Nú má spyrja: Hvað segja Málnefnd, Orðabók Háskól- ans, Baldur Jónsson málfræðingur, Birgir Ísleifur Gunnarsson, sem skipaði nefnd í tíð sinni sem menntamálaráðherra, Indriði Gísla- son og félagar hans, sem sátu í þeirri nefnd, eða Sverrir Her- mannsson, sem blés í lúðra og veif- aði fánum í ráðherratíð sinni eða Leifur flugráðsmaður, sem flutti er- indi í Þjóðleikhúsinu á vegum Flug- ráðs, en má nú ekki einu sinni kalla flugfélag sitt Flugleiðir. Hann verð- ur að tala um Icelandair og Rad- isson SAS. Og hvað segir skrifstofustjóri menntamálaráðuneytis, Árni Gunn- arsson, eða Björn Bjarnason, fyrr- um menntamálaráðherra? Já, og svo má hringja í Olright, núverandi menntamálaráðherra. Ég hef þá trú að hann eigi bágt með að sætta sig við þennan skilning. Ég var næstum búinn að gleyma gömlum kaffibrúsafélaga úr morg- unútvarpi, Sigurði G. Tómassyni. Hann veit nú margt, bæði um bíla og þjóðtungur. Mér þætti gaman að vita hvað hann leggur til mála. Vonandi er þessi skilningur ekki runninn frá samtökum háskólaborg- ara þó formaður BHMR leggi þenn- an holdlega skilning í orðið. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Auðvelt að kaupa breytingar á framburði Frá Pétri Péturssyni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.