Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 81
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 81 Ljóðskáldið Margrét Lóa Jónsdóttirhefur gefið út plötuna Hljómorðsem hún vinnur með tónlistarmann- inum Gímaldin. Um er að ræða ljóðhljóð- adisk þar sem um er að ræða samslátt tveggja listforma ljóð- og tónlistar. Allt síð- an Margrét gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1985, Glerúlfa, hefur hún stússast í ýmsum menningarkimum þó ljóðlistin hafi jafnan legið til grundvallar. Um leið og þetta er nýtt verk, unnið af Margréti og Gímaldin, má einnig líta svo á að þetta sé fyrsta yf- irlitsverkið yfir ljóð Margrétar. Ljóðin eru tekin úr þremur bókum; Háværasta röddin í höfði mínu (2001), Tilvistarheppni (1996) og Glerúlfum (1985). Ljóðin fylgja öll prentuð í bæklingi sem um leið myndar umslagið. Geir Svansson ritar þar formála og gerir grein fyrir hljómorðalistinni og ferli Margrétar. Hún segir að hún hafi gengið með þessa hugmynd lengi í maganum en fyrir þremur árum síðan hafi hún svo kynnst Gímaldin og hrifist af tónlist hans. Hún setti sig í samband við hann (Gímaldin er annars Gísli Magnússon) sem tók vel í hugmynd- ina. Og vinnan hófst. „Alveg síðan ég var krakki hef ég notið þess að koma fram og flytja texta. Í leikrit- unum hoppaði ég hvorki né skoppaði, held- ur stóð til hliðar og las texta. Ég hef enn- fremur unnið nokkuð við upplestur og finnst gaman að takast á við þetta.“ Samstarf Margétar og Gímaldins var farsælt. Hann skoðaði ljóð Margrétar og valdi út frá þeim hljóð sem hann taldi hæfa hverju fyrir sig. „Hann Gísli valdi ljóðin af miklu næmi fannst mér,“ segir Margrét. „Og hljóðin og tónlistina reyndi hann að fella að anda ljóðanna eftir kostum.“ Hún segir að talsverð vinna liggi í diskn- um og hún hafi verið nokkuð stopul. Það er því hamingjusöm manneskja sem skýrir frá útgáfunni, afar fegin að hafa komið þessu loksins út. „En ef maður hefur tíma og nennu þá er þetta ekkert svo mikið mál. Þetta er bara spurning um að gefa sig í þetta.“ Margrét segist ætla að skreyta Nýlista- safnið með blómum, ljósaseríum og kertum og búa kvöldinu þannig hæfandi umgjörð. Ásamt henni koma fram Andri Snær Magnason, Anna Lára Steindal, Ásgerður Júníusdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Bjarni Gunnarsson, Jón Hallur Stefánsson, Kristian Guttesen og Ósk Óskarsdóttir. Margrét Lóa & Gímaldin kynna Hljómorð Morgunblaðið/Jim Smart Margrét og Hljómorðin. Orð hljóma Hljómorðakvöldið hefst í Nýlistasafn- inu kl. 20.00 í kvöld. arnart@mbl.is KVIKMYNDAGERÐARMAÐURINN Einar Þór Gunnlaugsson, frá Hvilft í Önundarfirði, hef- ur ráðið franska leikarann Guillaume Depardieu til að leika eitt aðalhlutverkið í næstu mynd sinni Grunsamlega venjulegur. Guillaume hefur leikið í mörgum kvikmyndum en hann er einnig þekktur sem sonur franska leikarans Gérards Depardieu. Einar skrifaði handritið og leikstýrir. Myndinni var hafnað um styrk í fyrstu út- hlutun Kvikmyndamiðstöðvar Íslands undir svo- kallaðri 40/60 skiptireglu en verkefnið hafði þá fengið 60 milljóna króna vilyrði. Í kjölfarið var framleiðsla myndarinnar alfarið flutt til útlanda. Leikaraprufur fara fram í London á næstu vikum og er ætlunin að ljúka ráðningum í janúar. Margar helstu stöður hafa verið mannaðar og er m.a. búið að ráða ungverska kvikmyndatökumanninn Gergely Poh- arnok. Áætlað er að hefja tökur með hækkandi sól. Þeir feðgar Gérard og Guillaume hafa verið talsvert í fréttum en fyrr á þessu ári lýsti Gérard því yfir að hann hefði slitið öll tengsl við son sinn eftir að hann hlaut dóm fyrir að ógna manni með skammbyssu. Þeir feðg- ar léku saman í kvikmyndinni Allir morgnar heimsins árið 1991. Guillaume lenti í mótorhjólaslysi árið 1996 og missti hægri fótlegginn í kjölfarið. Guillaume Depardieu Depardieu í íslenskri mynd SKÁLDIÐ sem dó og skáldið sem lifir, er yf- irskrift listadagskrár til minningar um Þorgeir Rúnar Kjartansson sem hefst í dag, laugardag kl. 14.30 á Horninu í Hafn- arstræti. Fimm ár eru síðan Þorgeir lést en hann var sagnfræðingur, kennari, fréttaritari útvarps og dagskrárgerðarmaður. Einnig var hann þekktur tónlistarmaður, saxófón- leikari og m.a. stofnandi hljómsveitarinnar Júpí- ters á sínum tíma. Hljómsveitin Örn og uxi sem skipuð er nokkr- um fyrrum félögum Þor- geirs úr Júpíter mun spila á Horninu í dag en einnig verður opnuð sýn- ing á ljóðum Þorgeirs sem unnusta hans, Rúna K. Tetzschner, hefur myndskreytt. „Færri þekktu Þorgeir sem skáld en eftir hann liggur mikið efni. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók ári áður en hann lést en nú er ég að gefa út tvær nýjar með ljóðum hans,“ segir Rúna. Hún segir Þorgeir vísa mikið í eldri ís- lenskan skáldskap í þeim ljóðum, til dæmis í ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Tómasar Guðmundssonar. Eftir að Þor- geir dó hóf Rúna að skrautrita ljóð hans og myndskreyta fyrst í stað handa ástvinum en uppátækið þróaðist fljótlega yfir í fyrirtæki sem gefur út kort með ljóðum Þorgeirs. Opnun sýningarinnar í dag markar upphaf listdagskrár sem stendur til 1. janúar. Ljóða- og tónlistarkvöld verða haldin á Horninu í tengslum við sýninguna 3., 10. og 17. des- ember og mun fjöldi listamanna koma fram, m.a. Elísabet Jökulsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Margrét Lóa Jóns- dóttir og kór Menntaskólans við Sund. Ljóða- og tónlistardagskrá Skáldið lifir Þorgeir var einn stofnandi hljómsveitarinnar Júpíters á sínum tíma. til minningar um Þorgeir Kjartansson ALLIANCE française, Franska sendiráðið og Jazzvakning bjóða upp á hljómleika í dag, laugardag. Þá mun troða upp Tríó Daniels Mille, sem leikur þjóðlega franska tónlist, djassskotna. Mille sjálfur leikur á harmonikku en tónlistin byggist á hefð þeirri er Richard Galliano skóp, er hann flutti þjóð- lega franska tónlist í nútímalegan búning. Viðlíka listamenn og Miller eru t.d. Jan Garbarek og Astor Piazzolla sem báðir hafa leitað í þjóðlegar hefðir í tónlistarsköpun sinni. Daniel Mille fæddist árið 1958 í Grenoble í Frakklandi. Hann hóf að leika á harmonikku ellefu ára og lærði m.a. hjá áðurnefndum Galliano. Hann á nú að baki fjóra hljómdiska. Nýjasti diskur hans: Entre chien et loup er nýkominn út og um þessar mundir heldur Daniel ásamt félögum sínum vestur um haf að kynna diskinn. Með honum eru félagar hans til margra ára, Jean Christophe Maill- ard gítar- og píanóleikari og Pascal Rey trymbill. Þess má geta að allir nota þeir röddina einnig er þeir fara á hlemmiskeið með sína frönsku seiðandi tóna og fara þá gjarnan upp í skemmtilega falsettu. Tríó Daniels Mille á Nasa Franskur heimsdjass Tónleikar Daniels Mille og félaga eru á Nasa kl. 17.00 í dag. Að- gangur er ókeypis. HINN mjög svo víðsýni kvikmyndaklúbb- ur Filmundur frumsýnir í dag nýja heim- ildarmynd um rokksenuna sem á rætur sínar að rekja til fyrrum Austur- Þýskalands. Myndin heitir á frummálinu Achtung! Wir kommen sem út- færa má Varúð! Við er- um á leiðinni. Frægust þeirra sveita sem um er fjallað er tvímælalaust Rammstein en aðrar sveitir sem við sögu koma eru m.a. In-Extremo og Sub Dub MicroMachine en sú sveit lék einmitt á vel heppnuðum tónleikum á Grand Rokk í gær. Allar eru sveitirnar að gera það gott í heimalandinu um þessar mundir og þyk- ir myndin gefa mjög góða og raunsanna mynd af þýsku rokksenunni. Filmundur sýnir mynd Achtung! Wir kommen er frumsýnd í Háskólabíói í dag. www.achtung-wir-kommen.de Ljósmynd/Harald Hauswald Varúð! Rammstein kemur ríkulega við sögu heimildarmyndarinnar. um austur-þýskt rokk Varúð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.