Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 1
Laugardagur 29. nóvember 2003 Hver er langalgengasti sjúkdómurinn? Prentsmiðja Árvakurs hf. NÚ ER verið að sýna jólamyndina Álfur í bíó. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og fjallar meðal annars um það hvað jólastressið getur farið illa með hinn sanna jólaanda. Í myndinni flýgur jólasveinninn nefnilega um á sleða sem er knúinn áfram af flugvélahreyfli þar sem það er ekki lengur til nógu mikill jólaandi til að halda honum á lofti. Hlédís Öser Dolma Helgudóttir, sem er fjögurra ára, fór á myndina og fannst hún mjög skemmtileg. Við báðum Hlédísi að segja okkur aðeins frá henni. Um hvað var myndin? Um álf sem fór frá jólasveininum og í borg- ina til að leita að pabba sínum. Hvað gerðist í borginni? Bílarnir voru alltaf að keyra á hann af því að hann gleymdi að líta þangað og þangað. Svo voru löggurnar alltaf að henda honum út úr vinnunni hjá pabba hans. Var hún fyndin? Já, álfurinn borðaði spaghettí í morgunmat og setti smarties og nammi og súkkulaðisósu og síróp á matinn sinn. Svo borðaði hann með höndunum. Það var líka fyndið þegar hann gaf pabba sínum balletföt með skrauti. Varstu einhvern tíma hrædd? Þegar mennirir voru að slást og þegar vondi karlinn litli og álfurinn voru að berjast og hann hélt honum svo hann andaði ekki. Hvernig leist þér á jólasveininn? Hann var að fljúga á sleða. Jólasveinninn gerir það bara í útlöndum. Á Íslandi labbar hann bara og Grýla er mamman. Fljúgandi jóla- sveinn og spagh- ettí með nammi Morgunblaðið/Jim Smart Krakkarýni: Álfur ÞAÐ ER oft mikið að gera í desember en við ætlum nú samt að biðja ykkur um að teikna myndir af því sem kemur ykkur í jólaskap og senda okkur. Við ætlum síðan að birta sem flestar myndir þannig að enginn gleymi því hvað það er sem skiptir máli á jólun- um eins og gerist í jóla- myndinni Álfur. Tíu heppnir krakkar sem senda inn myndir fyrir 9. desember fá jóla- kúlur með álfinum í verð- laun. Heimilisfangið er: Morgunblaðið Börn/Jólaskap Kringlunni 1 Reykjavík Í leit að jólaskapinu Á MORGUN byrjar jólafastan, eða aðventan, en hún byrjar alltaf fjórða sunnudaginn fyrir jól. Jólafastan er eiginlega undirbúningstími fyrir jólin og í gamla daga máttu kristnir menn ekki borða kjöt alla jólaföstuna. Hugsið ykkur það! Þótt við séum löngu hætt að fasta fyrir jólin er samt margt sem er líkt með jólaföstunni nú og í gamla daga eins og til dæmis jólastressið. Það hefur nefnilega alltaf verið mikið að gera á jóla- föstunni og í gamla daga þurfti fólk oft að vinna langt fram á nætur til að búa til ullarvörur sem síðan voru seldar til þess að fólkið gæti haldið upp á jólin. Jólastressið er því alls ekkert nýtt fyrirbæri þótt það sé stundum talað þannig. Eins og nútíminn sé alveg að eyðileggja jólin. Margt nútímafólk reynir líka virkilega að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar þótt það sé mikið að gera fyrir jólin. Á morgun verður til dæmis kveikt á fyrsta kertinu í aðventukrans- inum og þá gera örugglega margar fjölskyldur eitthvað huggulegt saman. Á mánudaginn má svo opna fyrsta gluggann á jóladagatalinu og það eru örugglega margir krakkar farnir að hlakka til þess. Stress og stemmning á aðventunni JÓLADAGATALIÐ byrjar í sjónvarpinu á mánudaginn en í ár heitir það Klængur sniðugi. Við hittum Bárð og Birtu úr Stundinni okkar og báðum þau að segja okkur frá Klængi og því sem þau ætla að gera í desember. Þekkið þið þennan Klæng sniðuga? Bárður: Já, ég hef heyrt um hann. Ég held hann verði í jóladagatalinu. Birta: Já, Bárður. Ég var búin að segja þér frá þessu. Við erum búin að kaupa dagatalið og við ætlum að opna það á hverjum einasta degi og fylgjast mjög spennt með. Svo ætlum að borða saltstangir á meðan. Bárður: Af því það er ekki óhollt og svo ætl- um við að drekka mjólk. Birta: Já og stundum vatn. Vitið þið um hvað sagan er? Birta: Já, ég er sko búin að kynna mér sög- una. Þetta er um hann Klæng sem er svakalega sniðugur vísindamaður. Hann smíðar sér vængi og setur þá á sig og flýgur í burtu, bara eitthvað út í buskann. Svo er spurningin: Kemst hann til baka fyrir jólin? Hann á nefnilega kærustu, hana Lovísu, og hann verður að komast til baka til hennar en það er ekki alveg vístað það takist. Á leiðinni hittir hann mjög margar sniðugar persónur sem aðstoða hann við það. Þetta er víst mjög skemmtilegt og við erum mjög spennt. En hvað ætlið þið að gera í desember? Bárður: Við erum að hugsa um að fara kannski til Súper. Birta: Það er sko planið af því að þegar Bárð- ur kom til jarðarinnar hafði hann ekkert heyrt um jólin og hann átti engan afmælisdag. Bárður: Svo þegar við fórum til Súper í sum- ar, sögðum við öllum frá því hvað jólin væru æð- isleg og skemmtileg og þá bauð pabbi, kóng- urinn á Súper, okkur að koma og taka jólin með okkur og við erum að hugsa um það hvernig við getum gert það. En fyrst ætlum við samt að föndra og fá alls konar skemmtilegt fólk í heim- sókn. Birta: Og við ætlum að reyna að muna eftir boðskap jólanna því við gleymdum honum svo- lítið í fyrra. Bárður: Já, það kom engill og sagði okkur frá boðskapnum en það voru nú aðallega Birta og Bíbí sem gleymdu sér. Birta: Svo skaut Bárður engilinn niður. Bárður: Það var sko óvart og þetta var líka í fyrra. Birta: Núna ætlum við að passa okkur á því að skjóta ekki niður neina engla og að hugsa um boðskapinn. Morgunblaðið/Ásdís Klængur á ferð og flugi Svar: Kvef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.