Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 2
BÖRN 2 B LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í þúsundir ára hefur verið talað um að hundurinn sé besti vinur mannsins. Hundar hafa þó lítið verið nýttir til húsverka og í Egyptalandi til forna voru hundar hafðir á heimilum sem gæludýr á sama tíma og bavíanar voru þjálfaðir til að sinna húsverk- unum. Meðalgreindur hundur er talinn skilja um 60 orð í mannamáli en það er svipaður orðaforði og 18 mánaða barn ræður við. Þó er talið að hægt sé að þjálfa hunda upp í að skilja allt að 250 orð. ÞAR SEM við fengum alveg ótrúlega mikið af rosalega flott- um myndum og skemmtilegum frásögnum af gæludýrum höf- um við ákveðið að veita nokkur aukaverðlaun í gæludýra- samkeppninni. Þrír krakkar fá því Stóru hundabókina þegar hún kemur út og átta krakkar til viðbótar fá spóluna um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson. Þeir sem fá stóru hundabók- ina eru:  Helga Kristín Einarsdóttir Sólbraut 6 Seltjarnanesi  Jóhanna Andrésdóttir Safamýri 75 Reykjavík  Sölvi Kolbeinsson, Bragagötu 27 Reykjavík Þeir sem fá Benedikt búálf eru:  Ásthildur Gunnlaugsdóttir Blikastíg 7 Bessastöðum  Emma Theodórsdóttir Esjugrund 35 Reykjavík  Gísli Gunnarsson Efstahlauni 21 Grindavík  Guðlaugur Vignir Stefánsson Skerjabraut 5 Seltjarnanesi  Marín Eiríksdóttir Eikarkundi 21 Akureyri  Pjetur Pjetursson Tjarnarbóli 4 Seltjarnarnesi  Snjólaug Vala Bjarnadóttir Grundargerði 6e Akureyri  Stefán Atli Rúnarsson Breiðási 7 Garðabæ Þeir sem búa á höfuðborg- arsvæðinu geta sótt verðlaunin í afgreiðslu: Morgunblaðsins, Kringlunni 1, en þeir sem búa úti á landi fá verðlaunin send heim til sín. Vinnings- hafar Hér sjáið þið tvær skemmtilegar aðferðir við að teikna dýramyndir Snúður Keli er svo kelinn Guðmundur hefur átt köttinn Snúð Kela í eitt ár. Hann segist hafa farið að skoða hann í sveitinni þegar hann var pínulítill kettlingur og að svo hafi vin- kona mömmu hans komið með Snúð Kela og bróður hans til Reykjavíkur. „Fyrst héldum við að hann væri læða og kölluðum hann Snældu en svo kom- umst við að því að hann er fress og þá var hann kallaður Snúður Keli,“ segir pabbi Guðmundar. „Bróðir hans, sem er hjá vinkonu okk- ar, heitir líka Snúður og nú eru þeir kall- aðir Snúður Keli og Snúður Brjáli af því að annar þeirra er svo kelinn og hinn er svo brjálaður.“ Klórar stundum óvart Guðmundur segir að það sé gaman að eiga kött en mamma hans segir að Guð- mundur hafi leikið meira við Snúð Kela þegar hann var kettlingur. Kötturinn sækir þó enn mikið í hann og skríður Viltu hund eða kött? stundum upp í rúm til hans en Guð- mundur verður bara pirraður á því af því að kötturinn tekur svo mikið pláss. Er þá ekkert gaman að leika við hann? „Hann leikur ekki. Svo er hann alltaf að klóra en það er bara óvart og ég meiði mig ekkert,“ segir Guðmundur. Ferð til dýralæknisins Það getur ýmislegt komið upp á þegar maður á kött og nýlega þurfti Guð- mundur að fara með Snúð Kela til dýra- læknis þar sem hann var svo óheppinn að reka sig í blómavasa sem stóð uppi á skáp og detta með honum niður á gólf þar sem hann skar sig á glerbrotunum. Dýralæknirinn þurfti að sauma nokkur spor í fótinn á honum og setja á hann spelku. Var Snúður Keli nokkuð óþekkur hjá dýralækninum? „Nei, hann var bara góður,“ segir Guð- mundur. Hvað gerði dýralæknirinn? „Hann setti stóran plástur á fótinn af því að hann sparkaði í blómavasann. Svo var ég óvart að taka af honum plásturinn og nú er honum bara batnað.“ Það er stundum sagt að fólk skiptist í tvo hópa eftir því hvort það haldi meira upp á hunda eða ketti og að þeir sem haldi meira upp á ketti eigi líka ýmislegt fleira sam- eiginlegt og að þeir sem haldi meira upp á hunda eigi eitthvað allt annað sameiginlegt. Við fengum Guðmund Skarphéðinsson, sem er þriggja og hálfs árs, til að segja okkur frá kettinum sínum og Gísla Gunnarsson, sem er níu ára, til að segja okkur frá hundinum sínum. „Ég og fjölskylda mín eigum Papillin-hund sem heitir Apollo,“ segir Gísli Gunnarsson, sem á heima í Grindavík. „Þessi tegund er kölluð fiðrildahundar af því að eyru þeirra minna á fiðrildavængi og þegar þeir hlaupa hreyfast þeir eins og fiðrildi að fljúga. Það er mjög flott. Þetta er smáhundategund og þeir eru ekki nema tvö til fjögur kíló að þyngd. Þetta eru mjög kátir og skemmtilegir hundar og gelta lítið. Apollo er sjö mánaða gamall og mjög skemmtilegur og góður. Hann var sýndur á hundasýningu í októ- ber og stóð sig svo vel að hann var valinn besti hvolpur sinnar tegund- ar. Hann getur samt líka verið svo- lítill prakkari. Ef hann nær til dæmis sokkunum okkar hleypur hann með þá í burtu og vill helst komast með þá út og reyna að grafa þá niður úti á lóð. Hann er samt frekar hlýðinn og það er gott að kenna honum, til dæmis með pylsubita eða skinku, því honum finnst það svo gott. Venjulega fær hann nefnilega bara þurrmat að borða og bara pylsur eða eitthvað annað gott í verðlaun þegar hann er búinn að vera dug- legur. Ég er líka orðinn miklu duglegri að vakna síðan við fengum Apollo, því það er svo gaman þegar hann fær að vekja mig á morgnana. Þá hleypur hann upp í rúm og sleikir mig í framan og þá er ég fljótur að vakna. Mér þykir mjög vænt um Apollo og hann er orðinn eins og einn af fjölskyldunni.“ Apollo getur verið svolítill prakkari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.