Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 12
12 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 46, sími 561 4465i í i Gjafakort Han dun nir skar tgri pir Fagnið jólunum í öðruvísi fatnaði frá okkur! Á stvaldur Anton Erlingsson, verkfræðingur á Egils- stöðum, mælir eindregið með hreindýrahrygg í jóla- matinn. „Það er samdóma álit í minni fjölskyldu að hann sé það besta sem við fáum. Við höfum haft hreindýrahrygg um hátíðarnar í mörg ár og bregst aldrei.“ Ástvaldur stundar mikið veiðar og hefur gaman af að gera veislumat úr villibráð. „Ég mæli með hrygg af ungum tarfi, svona 60 til 65 kílóa þungum, það er frábært kjöt,“ segir hann. „Varðandi alla veiðibráð legg ég mikla áherslu á að hafa beinin og allt með. Þetta skiptir öllu máli ef þú ætlar að hafa kjötið verulega gott.“ Ástvaldur leggur til að hrein- dýrahryggurinn sé eldaður á gam- aldags máta eins og t.d. lamba- hryggur. „Það þýðir að steikja kjötið í ofni. Fituna má alls ekki skera af hryggnum, heldur eldar maður hana með til að fá fínt og safaríkt kjöt og sker hana svo frá um leið og kjötið er skorið á borðinu. Í villibráðarmatreiðslu legg ég áherslu á að hafa ekki mikið krydd, heldur ná fram villibráðarbragðinu. Salt og pipar eru því uppistaðan í kryddinu sem ég nota. Meðlætið á að vera einfalt og gott: Ljúffeng lerkisveppasósa, bökuð myntuepli og kannski léttsaltað rósakál. Annað vil ég ekki hafa með hryggnum, enda nýtur hann sín fyllilega með þessu meðlæti.“ Gæs með brauðfyllingu – bregst aldrei Ástvaldur segir gæs einnig til- valda á hátíðarmatseðilinn og gefur okkur uppskrift að gæs með brauð- fyllingu. „Best þykir mér að fá unga heiða- gæs í þessa uppskrift. Hana þarf að steikja í rétt rúma tvo tíma, en ef gæsin er eldri þarf hún að vera eitt- hvað lengur í ofninum. Með þessum rétti borðar maður ekki mikið með- læti, aðeins gratíneraðar kartöflur og auðvitað fyllinguna úr gæsinni. Ef menn vilja hafa eitthvert græn- meti með þá eru gulrætur ágætar. Ég ítreka að ekki er gott að hafa mjög mikið kruðerí með villibráð, einfaldleikinn er þar happadrýgstur. Hvað vín varðar með villibráðinni segir Ástvaldur þau þurfa að vera bragðsterk og djúp vín, gjarnan með eikar- og súkkulaðifyllingu. Á aðfangadagskvöld hefur Ást- valdur alltaf snætt rjúpur, þangað til nú að hann ætlar að öllum líkindum að elda fylltu gæsina. Fjölskyldan eldar svo hreindýrahrygg á gaml- árskvöld og gerir sér gott af. Hreindýrahryggur á beini Penslunarlögur: 2 msk bráðið smjör 1 tsk Dijon-sinnep 2–3 rif hvítlaukur, marinn hnífsoddur af þurrkaðri myntu eða lítið búnt af smátt saxaðri ferskri myntu hnífsoddur af þurrkuðu rósmarín 1 tsk hunang Salt og svartur pipar úr kvörn Rifur eru skornar í fituna á hryggnum niður að kjöti þvert yfir með u.þ.b. 2 cm millibili. Hrygg- urinn penslaður með kryddleginum, settur í ofnskúffu og steiktur í ofni í u.þ.b. tvær klst. við 160 gráðu hita og gjarnan blástur. Lerkisveppasósa Uppbökuð sósa með hveiti og smjöri 50 g þurrkaðir lerkisveppir 5 dl soð af hryggnum salt og svartur pipar ofurlítið af rósmarín og myntu ef vill þeyttur rjómi rifsberjahlaup ef vill Bökuð myntuepli 3–4 stór epli skræld og skorin í tvennt, hreinsaður úr þeim kjarninn 1 tsk myntuhlaup á hvern helm- ing Bakað í ofni við 150 gráðu hita í hálftíma, eða þar til meyrt. Gott er að bera fram með hrein- dýrinu rauðar kartöflur, soðnar í léttsöltu vatni og soðið, léttsaltað rósakál. Gæs með brauðfyllingu Ung heiðagæs, reytt. Fylling 100 g hreindýra-, nauta- eða svínahakk 1 rauð paprika, smátt skorin 1 rauðlaukur, smátt skorinn 1⁄3 chillipipar, fræhreinsaður og smátt skorinn 5–6 heilhveitibrauðsneiðar, bleyttar í mjólk eða rjóma Salt og svartur pipar, ríflega Hakkið er léttsteikt á pönnu og grænmetið einnig, blandið saman. Öllu blandað við brauðið og hrært í hálfgert deig. Því troðið í gæsina og saumað fyrir með sláturgarni. Gæs- in söltuð og pipruð að utan. Steikt í ofnskúffu í tvo tíma og tíu mínútur (miðað við unga gæs) við 150 gráðu hita. Gæsina á að vökva reglulega með villibráðarsoði meðan á steiking- artíma stendur. Villibráðarsoð Lifur og fóarn gæsarinnar skorið í bita og steikt á pönnu. Soðið í u.þ.b. 3 tíma með gulrótum, lauk og öðru grænmeti. Valhnetusósa Uppbökuð sósa úr hveiti og smjöri. 5 dl soð úr ofnskúffunni 1 dl rjómi 50 g valhnetukjarnar 25–50 g gráðostur Gratineraðar kartöflur 10–15 kartöflur sneiddar í skíf- ur og lagðar í opið, eldfast mót 2 laukar niðurskornir 3 hvítlauksrif, heil ½ l rjómi Salt og svartur pipar Laukur, rjómi og krydd sett yfir kartöflur og þær bakaðar í ofni við 150 gráður þangað til kartöflurnar eru orðnar vel meyrar, í u.þ.b. 1,5 klst. Gott er að bera fram með gæs- inni soðnar, léttsaltaðar gulrætur. Hreindýrahryggur – það besta sem við fáum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Ástvaldur Anton Erlingsson verk- fræðingur mælir með hreindýrahrygg í jólamatinn. HREINDÝR er afbragðsmatur og mjög við hæfi að hafa á borðum um hátíðirnar. Í þessari uppskrift Birgis Ólafssonar, yf- irmatreiðslumanns á Holtinu, er hreindýravöðvi borinn fram með fjölbreyttu meðlæti, allt frá graskersterrínu til trufflu- króketta og rauðrófumauks. Uppskriftin er fyrir sex manns. Hreindýr 1200 gr hreindýravöðvi 2 dl olía 8 stk einiber (létt mulin) 3 greinar timian Blandið saman olíu, einiberj- um og timian. Setjið vöðvann í poka sem hægt er að loka og hellið olíublöndunni yfir. Látið marinerast í 2-3 daga. Brúnið kjötið á pönnu og salt- ið og piprið, klárið í ofni við 120-140 gráður. Best að nota hitamæli. Láta kjötið ná ca 55 gráðum, hvílið kjötið i 10 mín áður en skorið er. Graskersterrína 1 ½ stk Butternut grasker 100 gr Parmesan ostur (fínt rifinn) 1 peli rjómi salt og pipar Skrælið og skerið graskerið niður í þunnar sneiðar ca 3 mm. þykkar. Sjóðið rjómann niður þar til þykknar vel. Setjið smjörpappír í eldfast mót og raðið graskeri í, í lögum, með niðursoðnum rjóma, Parmesan, salti og pipar. Bakið undir fargi við 140 gráður í ca 40 mín eða þar til verður mjúkt. Kælið undir fargi, takið úr formi og skerið út að vild Truf f lukrókettur 6 stk bökunarkartöflur 2 stk eggjarauður 2 msk smjör 3 msk niðursoðinn rjómi eftir smekk jarðsveppir eða aðrir salt og pipar brauðraspur f/panneringu 2 stk eggjahvítur hveiti eftir þörfum Bakið kartöflurnar, skafið innanúr þeim og blandið saman við eggjarauðum smjöri, rjóma, sveppum, salti og pipar. Setjið í sprautupoka og sprautið út lengjur, kælið vel (frystið). Steikið tvisvar, fyrst hveiti, þá eggjahvítur og svo raspur. Frystið þá og djúpsteikið frosið þar til það er gullinbrúnt og klárið að hita í ofni. Rauðrófumauk 4 stk rauðrófur 1 dl rauðrófusafi ½ dl portvín 2 msk smjör salt og pipar Bakið rauðrófur við 160 gráð- ur þar til þær eru meyrar. Kæl- ið, skrælið og maukið í mat- vinnsluél með safa og víni. Setjið í pott og smakkið til með salti pipar og smjöri, merjið að endingu í gegnum fínt sigti. Sósa 4 dl kálfasoð 1 dl madeira 50 ml jarðsveppasafi eftir smekk jarðsveppir 40 gr kalt smjör salt og pipar eftir smekk Sjóðið kálfasoðið niður þar til þykknar örlítið, bætið þá við trufflusafa og madeira og sjóðið áfram í 5-10 mín. Bætið við trufflum ef notið og látið suðuna koma upp. Takið af hellunni og bætið smjörinu útí, litlu í einu og hrærið stanslaust á meðan, kryddið sósuna með salti og pipar. Sveppir 100 gr kanntarellur 100 gr myrkill 100 gr trompetsveppir 1 msk smjör sósa salt og pipar Steikið sveppina við háan hita, takið af og bætið við smjöri og þá sósu. Grænmeti 12 stk hvítur aspas 6 stk kínverskar langbaunir 1 msk smjör salt og pipar Snyrtið grænmetið, forsjóðið það í sjóðandi vatni og snögg- kælið, hitið í smjör og saltið og piprið. Hreindýraveisla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.