Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 22
22 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sósa 4 desilítrar majones 2 dl þeyttur rjómi 2-5 tsk karrý eftir smekk 2-4 tsk sinnep salt Ferskur hvítlaukur eða hvít- lauksduft eftir smekk Kjúklingurinn soðinn, í vatnið sett ½ matsk salt, laukur skorinn í fernt, 2–3 lárviðarlauf og 5–6 hvít pip- arkorn miðað við hvern lítra vatns Soðinn í 50–60 mínútur undir loki. Látinn kólna, kjúklingurinn/arnir teknir upp úr, soðið geymt. Kjúk- lingarnir skornir í bita, ekki of smáa en þunna. Hrísgrjónin soðin í kjúklingasoð- inu samkvæmt ráðleggingum á pakka og látin kólna. Osturinn skorinn í bita, eggin og tómatar í báta, gúrka og eplin í ten- inga, jöklasalatið fremur grófsaxað. Majonesi og rjóma blandað saman og smakkað til þar til blandan er vel sterk. Bragðbætt með vænum slatta af hvítvíni og/eða sherrýi. Blanda saman hrísgrjónum, gúrku, eplunum, ostinum og helm- ingnum af kjúklingnum og blandað saman við sósuna. Þetta er best að gera daginn áður og geyma í ískáp yfir nótt. Daginn eftir er allt sett í skál í lögum – fyrst vænt lag af sósu- blöndunni, þá salat, kjúklingur, baunir, rækjur, egg og tómatar, síðan salt, pipar og karrý og síðan koll af kolli. Ætti gjarnan verða nokkur lög. Salta og pipra milli laga. Látið standa í ísskáp 1–2 tíma áður en borðið er fram. Skreytt í blálokin með t.d. baununum, eggja- og tómatbátum, fersku kryddi á borð við fáfnisgras, kóríander eða sítrónumel- issu. KJÚKLINGUR UM HÁTÍÐAR J ólahátíðin og kjúklingar hafa ekki beinlínis átt samleið í ís- lensku eldhúsi hingað til. Til þess hefur kjúklingur þótt of hvunndagslegur og frændi hans kalkúninn átt sviðið í vaxandi mæli. Hins vegar fer ekkert á milli mála að fuglakjöti almennt hefur verið að vaxa ásmegin á kostnað rauða kjötsins. Kjúklingur getur líka verið herra- mannsmatur, þegar lögð er natni við eldamennskuna. Straumarnir í dag eru hins vegar einfaldar og léttar uppskriftir, gjarnan með bræðings (fusion) ívafi, framandi kryddi, en einhvern veginn á skjön við jólahald- ið. Þess vegna getur verið við hæfi að grípa í gamlar uppskriftabækur og sjá hvort ekki megi slá upp veislu við hæfi með þeim. Great Recipes from the World’s Great Cooks er bók af þessu tagi. Höfundurinn er Peggy Harvey, kokkabókahöfundur og skólastýra kokkaskóla í Bandaríkjunum, sem var í nánu vinfengi við alla helstu matgæðinga þar vestra, svo sem Craig Claiborne, Fannie Farmer, Julia Child, James Beard og Dione Lucas, fólkið sem gerði elda- mennsku að fjölmiðlamat löngu fyrir tíma „nakta kokksins“ og Nigellu. Uppskriftin sem hér fer á eftir ber þess að sjálfsögðu merki að hún er frá tímum hins klassíska franska eldhúss, einhvern tíma upp úr miðri síðustu öld, en það er hátíðarbragur yfir henni – og bragðgóður er rétt- urinn! Kjúklingur í kampa- vínssósu að hætti Café Chauveron 2 1,5 kg kjúklingar, skornir í bita 1⁄3 bolli ljóst púrtvín 1 dl þurrt kampavín, freyðivín eða hvítvín um 250 g smjör ½ dl brandí 3 bollar mat- reiðslurjómi 1 bolli rjómasósa *1) Brúnið kjúklinginn í smjörinu. Þegar hann hefur brúnast lítillega kryddið með salti og pipar. Látið malla í 25 mínútur. Takið kjúklingabitana af pönn- unni, hellið af steikingarsmjörinu. Bætið út í brandí-inu, púrtvíninu og kampavíninu og látið sjóða upp í 5 mínútur. (Og í guðanna bænum, seg- ir Peggy, ekki væflast með vínteg- undirnar, það eru þær sem búa til sósugrunninn, sérstaklega þó hvíti púrtarinn). Bætið síðan út í rjóma- sósunni og matreiðslurjómanum. Sjóðið á heitri pönnu í 6 mínútur, hrærið stöðugt. Takið af pönnunni og látið ekki sjóða meira. Blandið kjúklingabitunum út í, hitið í 5 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum og jarðarberjasalati. *1) Peggy Harvey gefur ekki upp hvað hún á við með rjómasósu, enda sögð upphafsmaður uppreisn- arinnar gegn hvítum hveitisósum, jafningunum. Hér er blásið á slíkt og notuð uppskrift Nönnu Rögn- valdsdóttur í þeirri dýrmætu bók, Matarást, sem er í raun hvít sósa uppbökuð ( béchamel); sem sagt smjör brætt í potti og síðan hveiti bætt út í þar til orðin er til smjör- bolla, þá mjólk sett út í þar til hæfi- legri þykkt er náð á jafninginn. Látin malla niður um þriðjung und- ir nokkuð stöðugri hræringu svo ekki brenni við, en þá bætt við smjörklípu og hæfilega miklu af rjóma. Jarðarberjasalat 250–500 g spínat 250 g klettasalat 1–2 bakkar jarðarber, berin skorin í tvennt eða fernt ½ til 1 bakki ristaðar furuhnet- ur, (pönnukökupannan hentar vel til að rista hneturnar) Salatsósa: ½ bolli, jafnvel ívið meira af ólívuolíu, 1 desilítri balsam- edik, smakkað til með hlynsírópi, dijonsinnepi, hvílaukssalti, pipar (má vera í sætara lagi.) Kjúklingasalat a la Sigríður Hagalín Á sumum heimilum getur orðið slíkt fjölmenni um hátíðarnar að grípa verður til þess ráðs að hafa hlaðborð þar sem elda má flesta réttina fyrirfram. Þannig var þetta löngum hjá Sigríði heitinni Hagalín leikkonu sem jafnan töfraði fram margvíslegar kræsingar yfir jólahá- tíðina en af einhverjum ástæðum er það ákveðinn kjúklingarréttur sem enn lifir meðal afkomenda hennar og þykir algjörlega ómissandi þáttur í jólahaldinu, en er reyndar fremur tengdur áramótunum en jólunum. 1 stór kjúklingur eða 2 smærri 1–2 pakkar djúpfrystar rækjur 200-300 gr. ostur – gouda 3-4 dl hrísgjón, (löng) 3-4 harðsoðin egg, skorin í báta 1 pakki frystar grænar baunir ½-1 gúrka og/eða sellerí í bland ½ til 1 höfuð jöklasalat 3-4 tómatar í bátum 2 epli Ingunn Lilja Bergsdóttir: Kertasníkir er uppáhalds- jólasveinninn minn. Ég er hrifin af kertum alveg eins og hann. Við kveikjum alltaf á kertum á jólunum. Morgunblaðið/Ásdís Uppáhalds- jólasveinninn minn Iðunn Hrafnkelsdóttir: Hurðaskellir er uppáhalds- jólasveinninn minn af því að hann skellir hurðunum svo hátt. Petra Jasonardóttir: Skyrgámur er uppáhalds- jólasveinninn minn. Hann subbar út um allt (hlátur). Markús Candi: Stúfur er uppáhaldsjólasveinn- inn minn. Hann er góður og gef- ur alltaf eitthvað gott í skóinn. Vivace - falleg og fersk hönnun, skífa úr perlumóður- skel sett 10 demöntum. www.seikowatches.com á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Póstsendum Hágæða sængurfatnaður frá Austurríki og Þýskalandi Fjölbreytt úrval Gerðu vel við þig og þína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.