Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 24
BÚAST má við því að villibráð verði víða á borðum um hátíðirnar. Bjarni Gunnar Kristinsson, yf- irmatreiðslumaður á Grillinu, hef- ur á matseðlinum hjá sér rétt með fasana- og gæsabringum, sem hann kallar villibráðapressu. Rétt- urinn er borinn fram með ferskum fíkjum og granateplum og bendir Bjarni á að þar er á ferð grænmeti, sem teljast má nýtt á íslenskum markaði, og því sé skemmtilegt að bera það fram með fasana, sem er rétt að nema hér land, og þjóðlegu hráefni á borð við gæs. Eldaðar fuglabringur 1 bringa af ungri gæs 3 fasanabringur salt og pipar Best er að leyfa fuglabringunum að meyrna í 2–3 daga, Beinlausar bringur eru stökksteiktar á pönnu í 1 mín. á hvorri hlið. Svo eru þær settar í heitt smjörið sem kom af sveppunum þar til þær eru rúm- lega miðlungs steiktar (fas- anabringurnar ættu að vera steikt- ar í gegn en ekki of mikið, því þá verða þær þurrar). Kryddið með salti og pipar. Bakaðir portóbelló-sveppir 200 g smjör 9 stk portóbelló-sveppir salt og pipar 1 rósmaríngrein 1–2 hvítlauksrif Sveppirnir eru bakaðir í smjör- inu í ofni í 1 klst. við 150°C, krydd- að með rósmaríngrein og hvítlauk, salti og pipar. Smjörið er sigtað frá og notað til að elda fuglabringurnar. Madeirahlaup 100 ml madeiravín 4 blöð matarlím sem er búið að liggja í köldu vatni Matarlímið er leyst upp í ma- deiravíni sem er búið að ylja í potti og límið er sett á milli laga af fuglabringum og sveppum. Villifuglapressan sett saman. Kjötið er skorið niður í sneiðar og þær lagðar lagskipt með madeira- hlaupi og portóbelló-sveppum milli laga. Fíkjur „carpaccio“ Ferskar fíkjur eru skornar þunnt og lagðar undir fuglapressu- sneiðina. Granateplaolía 1 stk granatepli 50 ml jómfrúar ólífuolía 1 stk blað sellerí skorið fínt 50 g blaðlaukur skorinn í strimla Granateplafræ eru tekin úr hýð- inu og blandað við jómfrúar ólífu- olíuna, blaðselleríið og blaðlauk- inn. Skrautsalat ferskt dill Ferskt kóríander Kryddjurtunum blandað saman við granateplaolíuna og gefið sem salat ofan á sneiðina af fuglapress- unni. Villi- bráða- pressa Morgunblaðið/Þorkell 24 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fasani á eplabeði Anna Einarsdóttir, fasanabóndi á Tókastöðum á Fljótsdalshéraði, segir uppskrift Ólafar líklega vera einhverja þá bestu sem völ er á. Hún lumar þó á einni gamalli og frægri uppskrift sem hefur alltaf gefið góða raun. „Fyrst er fasaninn brúnaður á pönnu og því næst settur í eldfast mót sem þakið hefur verið með eplaskífum, sem brúnaðar hafa verið í smjöri,“ segir Anna. „Um- hverfis fasanann er síðan raðað samskonar eplum. Mótið er sett í 150° heitan ofn og fuglinn bakaður þar til hann er tilbúinn. Þegar mótið er tekið úr ofninum er rjóma og Calvados helt yfir. Það má þó sleppa Calvados- inu. Með þessu eru bornar fram brúnaðar kartöflur, rifsberjahlaup, soðnar perur, ferskt salat, rauðkál og allt annað sem fólk langar í.“ Ólöf Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri á Egilsstöðum, seg- ist fyrst hafa komist í tæri við uppáhalds fasanauppskriftina sína á veitingastað í Antwerpen. „Ég gekk á kokkinn uns hann gaf mér uppskriftina með mér út,“ segir Ólöf. Hún segist hafa eldað fasana með þessum hætti tvisvar og út- koman verið frábær. „Ég hef þróað uppskriftina áfram. Það sem skipt- ir máli þarna er meðferðin á kjötinu og sósan og sveppirnir. Annað meðlæti er eins og hver vill hafa það.“ Fasaninn, fullvaxinn fugl, er hamflettur og óhanginn. Hann er frystur í fjöðrunum, fær að þiðna í rólegheitum og er svo hamflettur. Fuglinn er steiktur í ofnskúffu, en ofninn ekki hafður með blástur á steikingartímanum. Fasani frá Antwerpen 2 Fasanar fyrir 4 Fasanarnir eru hamflettir og bringan skorin af beininu. Beinin eru nýtt í soð í sósu ásamt gulrót, lauk og fleira góðu græmeti. Best væri að nota fasanakrydd. Pipar og salt er kryddið og varlega af því. Bringa og læri eru steikt í olíu á pönnu og á að vera fallega ljós- brúnt. Steikt kjötið er svo sett í ofn og bakað þar í 190° í 5–7 mínútur. Gæta þarf vel að tíma kjötsins svo vökvinn tapist ekki. Sósan – soðið síað og þykkt eftir smekk. Kryddað með pipar, salti, villibráðarkryddi, fuglakjötkryddi eða öðru sem elda- buskunni finnst nauðsynlegt að nota. Í lokin er síð- ustu bragðefn- unum bætt út í, til dæmis rjóma og koníaki. Muna eftir að smakka til sós- una. Meðlæti: Mikið af steiktum svepp- um. Þess vegna þrjár mismunandi tegundir og ekkert annað. Líka mætti nota steikta sveppi og soðið eða steikt grænmeti saman. Til dæmis gulrætur, paprikur og sellerí í lengjum. Krókettukartöflur, það er djúpsteikt kartöflustappa. Krókettukartöflur fást tilbúnar í verslunum. Bakaður og steiktur fasani Fasanar eru meðal nýjunga á jólaborðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Ólöf Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fékk sína uppskrift að fasana í Antwerpen. áfram og drekka það sem mann langar með mat. Ef þú hefur þá til- finningu að þér líki við ákveðið vín, þá notarðu það.“ Hvað ætlar svo Þráinn að borða á jólunum? „Ég er alveg laus við vana í svona málum. Fyrstu jólin okkar höfðum við hjónin hamborg- arhrygg. Við bjuggum þá í Prag og þetta var alveg skelfilegur matur. Einu sinni bjó ég í Egyptalandi og hafði líka hamborgarhrygg og ég man að hann bragðaðist eins og beikon og var hræðilega vondur. Við höfum borðað héra, endur, hreindýr og fleira. Einu sinni borð- aði ég nú bara brauð með osti á að- fangadagskvöld. En núna erum við að fara til Svíþjóðar strax eftir jól- in, suður strax á jóladagsmorgun, því við erum að fara út að ná í hund. Svo að jólin verða eitthvað öðruvísi núna, ætli það verði ekki Þ að er hægt að gera óend- anlega margt með villi- bráð,“ segir Þráinn Lár- usson, listakokkur og skólastjóri Hússtjórn- arskólans í Hallormsstað. „Hins vegar er aðeins einn hlutur sem kemur til greina á hátíðarborðið og það er gæs. Ef ég fæ gæs í hendurnar sem ég veit ekki hvað er búin að hanga lengi, þá hamfletti ég hana. Ég vil ekki að gæs hangi lengur en í tvo daga því fitan er svo viðkvæm og þránar mjög fljótt. Fái ég unga gæs sem hefur ekki hangið lengur en í tvo daga, er eðlilegast að reyta hana. Ég er hins vegar ekki mikið fyrir að svíða fugla. Ég sker bringurnar af gæsinni og myndi taka lærin af líka og nota þau síðar. Svo tek ég afganginn af fuglinum og sýð af honum soð. Ég nota aldrei annað en salt og pipar á villibráð. Ef ég ætla að nota annað krydd, kemur það annaðhvort í sósuna eða að ég klippi það yfir matinn eldaðan. Ég loka bringunum á sjóðandi heitri pönnu. Fyrst gæti ég þess að láta kjötið ná stofuhita, ég steiki aldrei kalt kjöt. Þegar búið er að loka bringunum fara þær í ofninn við 150°. Fólk verður að meta tíma- lengdina sjálft, enda eru ofnar mis- jafnir, en ég myndi steikja þær frá 20 mínútum og upp í hálftíma. Bringurnar eru svo teknar út og látnar kólna. Aðalatriðið af þessu öllu er að láta kjötið bíða áður en stungið er í það eða skorið. Það verður að jafna yfirborðshita og kjarnahita kjötsins áður. Ef stung- ið er í það eða skorið sem rétt var að koma út úr ofni fer allur safinn úr kjötinu og það verður þurrt og vont.“ Þráinn segir að fyrir steikingu gæsarinnar þurfi að vera búið að gera gott soð til að nota í sósu með gæsinni. „Ég myndi gera mjög bragðmik- ið soð og sjóða það mikið niður. Bæta kannski í það fersku rósm- arín og taka það niður í 60–70° og hræra köldu smjöri saman við til að þykkja sósuna. Ég baka aldrei upp sósur og nota aldrei hveiti í svona matargerð, heldur nota fljót- andi þunnar sósur. Ef fólk vill hafa kartöflur sem meðlæti, mætti nota kartöfluköku, eða jafnvel kartöflumús. Þá er ég ekki að tala um dísæta danska kartöflumús eins og Íslendingar borða alltaf, heldur mús sem búin er til úr maukuðum kartöflum, rjóma, hvítlauk og smávegis af kryddjurtum. Eða rísottó og nota þá í það villibráðarsoðið af gæsinni. Gott með þessu eru sykurbrún- aðar rófur og gulrætur. Ekki þó al- veg sykurbrúnaðar eins og við ger- um brúnaðar kartöflur, heldur létt í smjöri og sykri. Hvað vín varðar er alltaf smekksatriði hvað menn vilja. Ég kýs fremur bragðmikil vín með dökku villibráðarkjöti, en það er opið í alla enda. Maður á ekkert að vera að hengja sig í einhverjar hefðir með það, heldur prófa sig bara aftur brauð með osti!“ Ýmsar gæsaupp- skri f t i r að hætti Þráins Lárussonar Gæsasoð 2 l vatn bein af 2 gæsunum 1 stk laukur 1 stk gulrót 1 stk sellerístilkur 2 stk lárviðarlauf 1 búnt steinselja 6 einiber 1–2 stk negulnaglar 10 stk svört piparkorn, heil Brúnið gæsabeinin í potti. Bætið grænmetinu út í pottinn og síðan vatninu og kryddinu. Látið suðuna koma rólega upp og sjóðið í 4–5 tíma. Fleytið froðuna (sorann) ofan af. Gæsasúpa Fyrir 8–10 2 l gæsasoð 2 msk olía 1 dl laukur (saxaður) 1 dl flórensfennil (saxaður) ½ dl sellerí (saxað) 2 tsk geirlaukur (fínt saxaður) 2 tsk blóðberg eða timían 1 tsk rósmarín 80 ml olía og 100 g hveiti (smjörbolla til þykkingar) 2–3 dl rjómi salt og pipar. Látið laukinn, geirlaukinn, fenn- ilinn og selleríið svitna í olíunni. Hellið soðinu síðan saman við og látið suðuna koma upp. Takið pott- inn af hitanum og hrærið smjör- bolluna saman við soðið og passið að hræra hana vandlega saman við svo ekki komi kekkir í súpuna. Færið súpuna aftur á hitann og lát- ið suðuna koma aftur upp. Hrærið í pottinum á meðan svo ekki brenni við og súpan þykkist jafnt. Bragð- bætið með salti, pipar og/eða villi- krafti eða kjúklingakrafti. Hrærið að lokum rjómanum saman við. Grafin gæs með piparrótarrjóma og berja-ediksósu Gæsabringa ½ tsk fennilsfræ, mulin 1 msk salt ½ msk sykur 1 tsk pipar, svartur 1–2 msk rósmarín, ferskt eða þurrkað Kanill (örlítið) Gæsabringan er krydduð og lát- in standa við stofuhita í nokkra klukkutíma en síðan færð í kæli og geymd í um 2–3 sólahringa. Ef tím- inn er naumur má kljúfa bringuna og stytta tímann þannig í einn sólahring. Piparrótarrjómi 1 bolli sýrður rjómi ½ bolli rjómi 1–2 tsk rifin piparrót. Salt Hrært saman Berja-ediksósa 2 msk berjasulta 1 msk sítrónusafi 1 dl ólífuolía 2 tsk balsamedik 1 dl fersk ber salt og pipar Hrært saman Gæsalifrarkæfa 500 g gæsalifur 300 g smjör 2 geirar geirlaukur 2 stk shalottlaukar sérrí koníak kryddjurtir Helmingurinn af smjörinu er bræddur í potti við vægan hita. Lifrin, laukarnir og kryddjurtirnar eru sett í pottinn og soðið í smjör- inu. Varist þó að ofsjóða lifrina. Áfenginu er bætt útí og látið sjóða lítið eitt. Öllu, ef frá eru taldar kryddjurtirnar, er komið fyrir í blandara ásamt afgangnum af smjörinu og maukað vel, sett í form og kælt. Gæs á jólaborðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.