Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 26
Uppáhalds- jólasveinninn minn Morgunblaðið/Ásdís Jón Freyr Eyþórsson: Gluggagægir er uppáhalds- jólasveinninn minn af því að hann er svo sniðugur. 26 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ órey Ólafsdóttir fæddist árið 1915 og átti bernskujól sín í foreldrahúsum á Upp- hólum, sem var torfbær sem stóð miðja vegu milli Gullfoss og Geysis en jörðin er löngu farin í eyði. „Þá voru jólin mikil hátíð rétt eins og núna þótt með öðru sniði hafi verið. Sigríður móðir mín lagði mikið upp úr því að þrífa allt hátt og lágt fyrir jólin og okkur krökkunum var skellt upp í rúm á meðan timburfjalirnar í eld- húsgólfinu voru skúraðar, svo við værum ekki að þvælast fyrir eða spora allt út. Í baðstofunni var aft- ur á móti moldargólf og þar stóð stórt borð sem líka var þrifið ræki- lega fyrir jólin,“ segir Þórey og brosir að minningunni en barn- margt var á bænum eins og títt var í þá daga. Hún er þriðja yngst í hópi sjö systkina og fyrirferðin var þó nokkur á þessum stóra hópi. Og ekki var látið duga að þrífa aðeins hýbýlin fyrir hátíðina, börnin þurftu líka að fara í árlegt jólabað. „Þá fórum við út í fjós og böðuðum okkur upp úr vatnskagga sem var eins konar tunna, en hversdags vor- um við böðuð upp úr bala.“ Á æsku- árum Þóreyjar var ekkert sjálf- rennandi hitaveituvatn úr krana eins og núlifandi Íslendingum þykir sjálfsagt en aðspurð segist hún ekki muna eftir því að jólabaðið hafi ver- ið kalt, enda ylurinn notalegur frá kúnum og tilhlökkunin dugði ágæt- lega til að hita kroppinn. Konur fengu mjöðm en karlar læri Þórey segir jólamatinn hafa sam- anstaðið af hangiketi, hnoðkökum, flatkökum úr rúgmjöli og kleinum. Allt var þetta matreitt á hlóðum og eldiviðurinn var skán, mór og tré og það útheimti heilmikla vinnu að verða sér úti um efnið. Skán þurfti að stinga út úr fjárhúsum og heim- ilisfaðirinn sótti tré út á Haukadals- heiði og reiddi heim á hestum sín- um í böggum og stundum gat verið snjóþungt og illfært í desember. Mórinn var ristur upp í mýrlendi að sumri, þurrkaður og geymdur inni- við til veturs. Þórey og systkini hennar þurftu oft að bera mó á bak- inu heim frá mógröfunum og þá voru litlir barnslíkamar oft þreyttir að kveldi. En allt var þetta erfiðisins virði því allir vildu jú fá góðan jólamat og hangiketið var reykt heimavið og til þess þurfti líka eldivið. Á aðfangadag var hátíð í litla bænum þegar jólamat- urinn var skammtaður af húsfreyjunni. „Þá skammt- aði mamma hverjum manni ríflega því maturinn átti að duga hverjum og einum allt fram á þrettándann. Hangi- kjötsbitunum var þannig útdeilt að dömurnar fengu mjaðmarstykki en karl- arnir læri. Okkur fannst mikil tilbreyting í klein- unum því þær sáust ekki á borðum hversdags. Mömmu var mikið í mun að sjá um að skammta jóla- matinn og ég man að ein jólin var hún svo veik að hún gat ekki staðið í fæt- urna en hún lét það ekki stoppa sig heldur skammt- aði matinn á hnjánum.“ Ljósið fékk að loga á jólanótt Þórey segir Ólaf föður sinn hafa verið hagleiksmann og hann smíð- aði forláta jólatré sem börnunum fannst setja mikinn svip á heimilið yfir jólahátíðina. „Tréð byggði hann upp af sívalningi sem hann boraði göt á fyrir kolur sem þar var stung- ið í og á enda þeirra settum við svo kerti. Þetta var mikið augnayndi og birti heldur betur til í baðstofunni þegar kveikt hafði verið á öllum kertunum. Mamma bjó til litla jóla- sveina sem stóðu undir trénu en annars var ekki annað jólaskraut á heimilinu. En þetta var hátíð ljóss- ins og því var siður heima á Upp- hólum að láta loga á einum olíu- lampa í baðstofunni yfir jólanóttina og það var mjög hátíðlegt.“ Vart þarf að taka fram að ekkert raf- magn var í mannabústöðum á þess- um árum og hýbýlin lýst upp í skammdeginu með olíulömpum og hversdags var farið eins spart með olíuna og hægt var. Útilegumaður og prúðbúnar trébrúður Jólagjafirnar voru fábrotnar en vöktu engu að síður mikla gleði því gjafir voru sjaldséðar á uppvaxt- arárum Þóreyjar. „Við systkinin fengum öll kerti og spil í jólagjöf og það var mikið spilað á heimilinu yfir jólin. Litlar hillur voru fyrir ofan rúmin í baðstofunni og þar brædd- um við kertin okkar föst og létum loga á þeim skamma stund í einu.“ Ein jólin tók Ólafur faðir Þóreyjar sig til og skar fallegar brúður út í tré handa tveimur yngstu systr- unum. „Þær voru í útskornum skautbúningi og okkur þótti þær miklar gersemar. Ég gat ekki sofn- að um kvöldið, því ég gat ekki hætt að horfa á trébrúðuna mína, þar sem hún stóð upplýst af ljósi jóla- næturinnar. Pabbi skar líka út stór- an trékarl handa bræðrum mínum og ég man að við fórum með hann langt út fyrir bæ og settum hann ofan í holu, því hann átti að vera útilegumaður í leik okkar,“ segir Þórey og bætir við að börnunum hafi leyfst ýmislegt á jólunum sem annars var ekki liðið. „Ef nægur snjór var úti, þá tókum við krakk- arnir rúmfjalirnar okkar og lögðum á okkur langan gang með þær til að finna nógu bratta brekku til að renna okkur á þeim. Þá var nú mik- ill handagangur í öskjunni.“ Enginn fór í jólaköttinn Þórey segir að húslestur hafi ver- ið í hávegum hafður í baðstofunni á Upphólum og hjónin Ólafur og Sig- ríður skipst á að lesa upp. Jóla- guðspjallið var lesið fyrir heim- ilisfólkið á aðfangadag. Þórey minnist þess ekki að hafa verið hrædd við jólaköttinn eða jólasveinana en þó var ævinlega séð til þess að „enginn færi í jólakött- inn“ og allir fengu nýja flík. „Mamma prjónaði eitthvað handa hverju okkar svo við hefðum eitt- hvað nýtt til að fara í á jólunum. Eyja gamla prjónaði ófáar flíkurnar á okkur systkinin en hún var vin- kona mömmu og bjó alla tíð hjá okkur. Hún hét Þórey og ég er skírð í höfuðið á henni. Þótt hún væri stundum mikið veik var hún mjög dugleg við að hjálpa til. Ég á enn til barnakjól eða klukku sem Eyja gamla prjónaði og einkadóttir mín klæddist honum þegar hún var lítil stúlka,“ segir Þórey að lokum sem ævinlega tekur að sér það jóla- verk að gera hnoðkökur, rétt eins og voru á borðum bernskunnar á Upphólum, því barnabörnin líta ekki við jólahangiketinu nema „hvítu kökurnar hennar ömmu“ finnist í meðlætinu. Hvítu hnoðkökurnar með hangikjötinu 6 bollar (stórir) hveiti ½ bolli sykur 100 gr smjörlíki 1 tsk lyftiduft 1 egg, 1 tsk salt Bleytt í með mjólk, hnoðað og deigið mótað í kringlótt form og flatt út. Bakað á pönnu. Kökurnar eru smurðar með smjöri áður en í er bitið. Morgunblaðið/Þorkell Þórey Ólafsdóttir með brúðuna Eyju sem klædd er í klukkuna sem Eyja gamla prjónaði. Systkinin sjö ásamt foreldrum sínum fyrir utan gamla torfbæinn á Upphólum. Þórey stendur þriðja til vinstri. Erlendur ferðamaður stendur lengst til hægri en al- gengt var að fólk á leið yfir Kjöl kæmi við í Upphólum og gisti jafnvel yfir nótt. Myndin er tekin árið 1922 af félaga ferðalangsins. Þó rey Ó la fsdót t i r fædd is t snemma á s íðustu ö ld og man þv í bernsku jó l sem eru mjög svo f rá - b rugð in a l lsnægta - jó lum tu t tugustu og fy rs tu a ldar innar. Kr ist ín He iða Kr ist - insdótt i r fe rðað is t með Þórey ju t i l gamla t ímans. khk@mbl.is JÓL Í TORFBÆ Full búð af jólavörum Klapparstíg 44, sími 562 3614 Jólahnífur/ skeið/gaffall Verð kr. 995 stk. Jóladúkkur Verð frá kr. 3.500 w w w .f o rv al .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.