Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 32
32 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H vernig væri að breyta til og bjóða upp á fondue yfir hátíðarnar? Ragnheiður Skúladóttir, deildarforseti leiklistardeildar Listahá- skóla Íslands, er ein þeirra sem hafa gaman af eldamennsku og vílar ekki fyrir sér að standa í eldhúsinu í tvo daga við undirbúning. Hún tók sam- an uppskriftir að 10 mismunandi réttum og kryddmauki með lamba- fondue úr indverskri kokkabók sem bandarískur skólafélagi gaf henni. „Æ, það er svo leiðinlegt að elda einn rétt,“ segir hún. „Ég er þannig kokkur að mér finnst skemmtilegast að reyna nýja rétti, eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Best er að fylgja uppskriftinni af samviskusemi svona í fyrsta sinn því einhver ástæða er fyrir því að kokkarnir eru að setja þær á blað. Næsta skref er að betr- umbæta réttinn að eigin smekk.“ Ragnheiður segir að galdurinn við vel heppnað fondue sé undirbúning- urinn. Hann verði að skipuleggja og best sé að koma einhverju frá dag- inn áður. „Sumir réttir eru þannig að þeir verða betri ef þeir fá að standa í ísskápnum um stund. Þá næst fram betra bragð,“ segir hún, þar sem hún stendur og saxar niður hvítlauk. „Þetta er svo skemmtileg handavinna og róandi að standa svona og tína saman kryddjurtir og saxa. Ég verð að viðurkenna að ég er einræðisherra í eldhúsinu og vil stjórna þeim sem vinna með mér með harðri hendi. Kosturinn við fondue er að allt er tilbúið þegar gestirnir setjast að borði. Mat- reiðslan sameinar líka gestina því þeir taka þátt í eldamennskunni. Það mætti líka hugsa sér að samein- ast þannig um eldamennskuna að hver og einn leggi til rétt í púkkið. Gestgjafinn væri þá úthvíldur þegar sest er að borðum.“ Ragnheiður segist hafa fengið allt sem til þurfti af kryddi í réttina í Sælkerabúðinni við Suðurlands- braut, sérverslun með vörur fyrir asíska eldamennsku. „Ég lenti ekki í neinum vandræðum með allar þess- ar kryddtegundir,“ segir hún. „Rétt- irnir eru missterkir, sumir mjög sterkir og aðrir mildir. Rétt er að taka fram að best er að bera fram frekar sætt hvítvín með krydduðum mat.“ Gera má ráð fyrir 1 kg af lamba- file fyrir 6. Moghlai-spínat Einfaldur réttur sem bera má fram með nánast öllum kjötréttum og/eða hrísgrjónum. Fyrir 6 4 kg af fersku spínati ferskt engifer (biti) 5x2,5x2,5 cm 4 msk jurtaolía 50 g ósaltað smjör ½ tsk heil fennelfræ 4 kardimommufræ 275 g eða 3 miðlungslaukar, af- hýddir, skornir eftir endilöngu og síðan þvert í þunna hálfhringi 1 tsk salt ¼ tsk cayenne-pipar ½ tsk garam masala garam masala er kryddblanda sem búin er til úr: 1 msk kardimommufræ 1 tsk heil svört kardimommufræ, heill negull svört piparkorn 1⁄3 múskathneta 5 cm kanilstöng malað saman í hreinni kaffi- kvörn eða í sérstakri kryddkvörn eins fínt og hægt er. Skolið vel spínatið, afhýðið engi- ferbitann og skerið í þunnar sneiðar, leggið saman nokkrar sneiðar og skerið í þunnar lengjur, hitið olíuna og smjörið í rúmgóðum potti sem rúmar spínatið. Fennel og karde- mommufræ sett út í feitina, hrærið í, setjið laukinn út í og brúnið, bætið spínatinu út í, lok yfir pottinn, hitið þar til spínatið er mjúkt. Látið malla ásamt salti og cayennepipar í 25 mín. Bætið út í garam masala, hrær- ið í pottinum, látið spínatið malla í um 5 mín. eða þar til nánast allur vökvi hefur gufað upp. Kartöflur soðnar með engifer Fyrir 6 1 kg kartöflur ferskur engifer 7,5x2,5x2,5cm 350 g eða tveir stórir tómatar 4 msk jurtaolía ½ tsk kúmenfræ ¼ tsk nigellafræ (kalonji) 1⁄8 tsk fenugreekfræ (methi) ¼ tsk steytt turmeric 1 tsk steytt kúmenfræ 1 tsk steytt korianderfræ ¼ tsk cayennepipar ¾ tsk salt Sjóða kartöflurnar í hýðinu, kæla, skræla og skera í teninga. Afhýða engifer, saxa gróflega, setjið í mat- vinnsluvél ásamt 4 matskeiðum af vatni, blandið saman. Skerið tómatana í litla bita. Hitið olíuna vel í potti eða pönnu. Kúmen, nigella og fenugreekfræjum bætt út í olíuna. Hræra. Blöndunni úr mat- vinnsluvélinni bætt út í ásamt turm- eric. Hræra í um mínútu. Tómat- bitum bætt út í og hrært áfram þar til tómatarnir eru maukaðir. Steytt kúmen, koriander og cayennepipar hrært sman við. Kartöflur ásamt ½ bolla af vatni og salti settar út í tómatblönduna. Hrært þar til suðan er komin upp. Hrísgrjón soðin í angandi kjötsoði Fyrir 6 2 bollar basmati-hrísgrjón 4 bollar af soði úr kjúklinga- og nautakjötskrafti 2 meðalstórir laukar, afhýddir og annar skorinn eftir endilöngu og síðan í þunna hálfhringi 2 hvítlauksrif – afhýdd 2 ½ cm ferskur engifer – afhýddur 1 tsk heil svört piparkorn 8 heilir kardimommufræbelgir 1 tsk kúmenfræ 2 tsk heil korianderfræ 1 tsk heil fennelfræ 2 ½ cm kanelstöng 2 lárviðarlauf 1 tsk salt 4 msk jurtaolía Skolið vel hrísgrjónin og setjið í skál. Hellið 5 bollum af vatni í skál- ina og látið standa í hálftíma. Sigtið hrísgrjónin og látið þau standa í sigtinu í 20 mín. Setjið soðið, heila laukinn, hvítlauk, allt kryddið og lárviðarlauf í pott og látið suðuna koma upp. Lok yfir pottinn og látið malla í 30 mín. Hellið soðinu í gegn- um sigti í skál. Soðið sett í pott og soðið niður í 2 ½ bolla. Hitið olíuna. Niðurskorna lauknum bætt út í. Hræra. Laukurinn brúnaður. Hrísgrjónin og salt sett út í. Hrærið í 2–3 mín. Lækkið hitann ef hrísgrjónin fara að skilja sig. Soðinu bætt út í og suðan látin koma upp. Setjið þétt lok á pottinn (álpappír á milli ef með þarf), lækkið hitann vel og látið sjóða í 25 mín. Gulrætur með dilli Fyrir 4 450 g skrældar gulrætur ½ cm skrælt engifer 4 msk jurtaolía ½ tsk kúmenfræ 1–2 smátt saxaður grænn chili- pipar (sterkur) 1 tsk steytt korianderfræ ¼ msk steytt turmerik 2⁄3 bolli niðurklippt ferskt dill ½ tsk salt Skerið gulræturnar í sneiðar. Sker- ið engiferið fyrst í mjög þunnar sneið- ar og síðan í mjóar ræmur. Hitið olíu- na í potti. Setjið fyrst kúmenfræin út í þegar olían er orðin heit. Bætið kúm- enfræjunum og engiferinu út í stuttu síðar. Þegar engiferið fer að brúnast eru gulræturnar settar út í ásamt koriander og turmeric. Hrært í tvær mínútur áður en dilli og salti er stráð yfir. Lok á pottinn og látið sjóða í 1–2 mínútur eða þar til gulræturnar eru tilbúnar. Veiðið gul- ræturnar upp úr pottinum og látið ol- íuna leka vel af. Dala-karrí með kókósmjólk Fyrir 6 1 bolli gular baunir 1⁄8 tsk mulið turmeric 1 msk smátt saxaður skalott- laukur 1 tsk mulin kúmenfræ 3–4 ferskir grænir chilipiprar skornir í strimla eftir endilöngu 4 msk jurtaolía ½ tsk heil svört sinnepsfræ 10–12 þurrkuð karrílauf 1–2 þurrkaðir rauðir chili, brotnir í 2–4 bita hver 2 msk fínt saxaður laukur 2 hvítlauksrif, fínt söxuð 150 g saxaðir tómatar 1 tsk salt 1 ¼ bolli kókosmjólk Skola vel baunirnar. Settar í pott, hellið 900 ml af vatni yfir. Setjið turmeric útí. Látið suðuna koma upp og malla í um 45 mín. með rifu á pott- lokinu. Lauk og kúmeni bætt útí. Hræra. Látið malla í 15 mín. með rifu á pottlokinu. Grænn chili settur út í og soðið áfram í 10–15 mín. eða þar til baunirnar eru mjúkar. Ef baunirnar verða of þykkar má bæta út í allt að ½ bolla af sjóðandi vatni. Þegar hér er komið eiga baunirnar að vera þykk súpa sem halda á heitri. Hitið olíu í öðrum potti. Bætið útí sinnepsfræjum, karrílaufum og rauð- ur chili. Þegar hann hefur dökknað, sem gerist nánast samstundis, eru laukurinn og hvítlalukurinn settir útí. Hræra. Steikja þar til laukurinn er rauðbrúnn. Bætið tómötunum útí. Hrærið og steikið þar til þeir eru mjúkir. Hellið öllu úr pottinum yfir baunamaukið. Salt og hræra. Bæta kókosmjólkinni út í og hrærið vel saman. Þennan rétt má gera áður og hita upp. Tómatmauk Fyrir 6 2 ½ cm skrælt engifer 2 msk jurtaolía ½ tesk panchphoran (krydd- blanda úr: 2 tsk kúmenfræ, 2 tsk svört sinnepsfræ, 2 tsk fen- nelfræ, 1 tsk nigellafræ (kalonji) og ¾ tsk fenugreekfræ) 2 heilir þurrkaðir rauðir chilipiprar 6 stór hvítlauksrif, maukuð 450 g saxaðir tómatar 1 tsk salt ½ bolli sykur 4–5 þurrkaðar apríkósur, skornar í litla bita 2 heilir ferskir grænir chilipiprar Engiferið skorið í þunnar sneiðar, síðan í mjóar ræmur. Hitið olíuna. Setjið panchphora-blönduna út í heita olíu í smástund. Rauðum chili bætt út í. Hræra. Engifer og hvítlauk bætt út í. Hræra í um 5 sek. Tómötum, salti og sykri bætt út í. Látið malla í 15–20 mín eða þar til maukið hefur þykkn- Skemmtilegt og róandi Þrír af réttunum sem Ragnheiður útbjó. Tómatmauk með apríkósum, sesam- mauk (mjög sterkt) og valhnetumauk. Morgunblaðið/Þorkell Ragnheiður Skúladóttir vílar ekki fyrir sér að standa í eldhúsinu í tvo daga við að undirbúa veisluhöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.