Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 34
34 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GLÆSIBÆ • BARNAVÖRUVERSLUN Sími 553 3366 • www.oo.is mikið úrval Jólakjólar margar gerðir Stærðir 0 til 3ja ára Drengjajólaföt Skín í rauðar skothúfur Einn besti barnakór landsins, Skólakór Kársness og Kammersveit Salarins flytja falleg aðventu- og jólalög í nýjum útsetningum Sigurðar Rúnars Jónssonar, sem fer á kostum við að klæða alþekkt og sívinsæl jólalög í einstaklega hátíðlegan og skemmtilegan jólabúning. Dreifing: Skífan E ins og margt ungt fólk sem er byrjað að búa hafa Þóra Margrét og maður hennar Bjarni Benediktsson þróað sínar eigin jólahefðir. Sum- ar af hefðunum hafa þau skapað sjálf, eins og að bjóða vinum og fjöl- skyldu um helgar í „brunch“, sam- bland af morgun- og hádegisverði. „Þá er ég með kalt borð þar sem er að finna hangikjöt, síld, tartalettur og laufabrauð. Börnunum er auðvit- að alltaf boðið með og þá reynum við að gera eitthvað skemmtilegt sem allir hafa gaman af eins og að spila Trivial Pursuit, en aðrar hefðir höf- um við tekið upp eftir foreldrum okkar,“ segir Þóra Margrét, sem er flugfreyja hjá Flugleiðum, en eig- inmaður hennar, Bjarni Benedikts- son, er einn af nýjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þau eiga tvö börn. „Það eru tvö ár síðan við fórum að vera heima hjá okkur á aðfanga- dagskvöld með foreldrum mínum, bróður og hans fjölskyldu. Fram að þeim tíma höfðum við Bjarni og börnin verið til skiptis hjá foreldrum Bjarna og fjölskyldu minni. Mér fannst kominn tími til að létta undir með móður minni. Tókst jólaboðið hjá okkur vel. Við höfum farið til tengdaforeldra minna á jóladag en skipulagið er óráðið í ár.“ Gæs í stað rjúpu Þóra Margrét, sem að öllu jöfnu er uppátektasöm í matargerð, segist vera mjög gamaldags þegar hún matbýr á jólunum. „Ég er vön úr föðurhúsum að fá rjúpur að borða á aðfangadagskvöldi og verð aldrei leið á þeim. Foreldrar Bjarna hafa alltaf hamborgarhrygg á að- fangadag. Fyrstu árin eftir að ég fór að borða hjá tengdaforeldrum mín- um á jólum beið ég eftir að komast heim til mömmu að bragða á rjúp- unni, sem hún geymdi alltaf fyrir mig. Tengdamóðir mín tók eftir þessu og fór að hafa rjúpur fyrir mig og var ég þakklát fyrir það. Nú verða engar rjúpur um þessi jól en í staðinn er ég að hugsa um að hafa gæs með fyllingu vegna þess að þá get ég notað svipað meðlæti og ég hef með rjúpunni og á eftir er ég með ömmuís, sem er klassískur heimatilbúinn ís með súkku- laðibitum. Í hittifyrra bauð ég upp á annan eftirrétt, mun íburðarmeiri, en allir biðu eftir ísnum sem aldrei kom. Það er eins og bragðgæði mat- arins séu ekki síður fólgin í stemmn- ingunni, sem skapast í kringum rétt- ina á aðfangadagskvöld,“ segir hún hlæjandi. Þróar eigin matarhefðir Þóra Margrét segist hafa verið upptekin af því að þróa eigin mat- arhefðir í gegnum tíðina en segist einnig langa til að vera góð í að mat- búa gömlu hátíðarréttina sem menn halda í um jólin. „Þá snýst dæmið við,“ segir hún. „Ég fer í læri til mömmu fyrir jólin. En mamma er annars vön að koma til mín til að fá uppskriftir þegar hún vill prófa eitt- hvað nýtt.“ Þóra Margrét hefur gaman af því að skreyta húsið sitt fyrir jólin og gerir það á einfaldan en hlýlegan máta. „Ég er með stóran spegil í stofunni og skreyti hann með greni og litlum týruperum. Síðan kaupum við okkur risastórt jólatré því við er- um með mikla hæð í húsinu. Ég skreyti mikið með kertum sem ég hef víða en birtan er svo notaleg af þeim. Við kveikjum líka oft upp í arn- inum á þessum árstíma. Svo hef ég hnetur, piparkökur, mandarínur og epli á borðum en það er alltaf gott að finna lyktina af góðum eplum.“ Jólaborðið látlaust Hún segist pæla heilmikið í því hvernig hún eigi að skreyta jóla- borðið. „Þau tvö ár sem ég hef haldið jólaboð hefur jólaborðið verið með mismunandi hætti en ég hef verið að prófa mig áfram með skreytingar. Ég hef verið með á borðstofuborðinu tvo stóra glerkertastjaka sem ég set í hvít kerti og skreyti með greni og greinum með rauðum berjum. Ég set litríkar perlur og steina neðst á kertin, sem gefa skemmtilega birtu. Ég vil hafa borðið látlaust og er með hvítan dúk og munnþurrkur úr taui. Tengdamóðir mín gaf okkur eitt sinn handgerða, íslenska jólaservíettu- hringi, afar fallega, sem við notum alltaf.“ Okkur Bjarna finnst alltof mikið stress í jólamánuðinum og erum orð- in hálfleið á því. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég er ein af þeim sem eru á hraðferð um verslanirnar að morgni aðfangadags til að finna það sem vantar upp á fyrir kvöldið. Ég heiti því um hver jól að vera búin að öllu á Þorláksmessu en það hefur sjaldnast tekist!“ Þóra Margrét hefur verið kölluð hin íslenska Nigella en hún er með reglulega umfjöllun um mat í Nýju Lífi. „Nigella er reyndar ekki einn af mínum eftirlætiskokkum,“ segir hún þegar þessi nafngift er borin undir hana. „En ætli mér þyki ekki svipa til hennar í útliti. Við erum báðar dökkhærðar með brún augu. Annars hef ég bara gaman af þessari nafn- gift og tek henni sem „komplimenti“. Matreiðsla hefur lengi verið áhuga- mál mitt og ég nýt mín vel í eldhús- inu.“ Heilsteikt gæs með fyllingu 1 stk. gæs Soð: háls og innmatur úr fuglinum 1 stk. laukur 1 stk sellerístilkur 3 stk lárviðarlauf nokkur piparkorn villibráðakraftur frá Oscar Fyllingin: 60 gr. smjör 1 stórt epli (grænt eða jona- gold) 100 gr. steinlausar sveskjur 100 gr. gráfíkjur (passið að taka stöngulinn af) handfylli af fersku timían 6 stk franskbrauðsneiðar 1 1/2 dl kjúklingasoð salt og pipar Aðferð: Nuddið gæsina með salti og pipar utan og innan. setjið fyllinguna í fuglinn og saumið fyrir eða setjið hálfa appelsínu fyrir opið þannig að það lokist. Hitið ofninn í 200° og steikið í 15 mín. lækkið hitann í 160° og steikið áfram í um 2 klst.. Soð: Setjið háls og innmat á grindina með fuglinum og vatn með grænmeti og kryddi undir. Um leið og hitinn á ofninum er lækkaður er háls og innmatur látinn í soðið í skúffu. Fyllingin: Leggið sveskjurnar og fíkjurnar í bleyti í um 2 klst. Skerið skorpuna af brauðinu og leggið í bleyti í soðinu. Skerið epli í teninga og steikið í smjörinu ásamt ávöxt- unum. Brauðinu er svo blandað sam- an við og allt er þetta svo kryddað vel. Waldorf salat „a la mamma“ 1 ½ msk majones 1 tsk sellerísalt ½ l. rjómi stífþeyttur Hrærið majonesið vel og blandið því svo saman við þeyttann rjómann og bætið saltinu við. 6-8 rauð epli Afhýðið og skerið eplin í teninga og bætið þeim út í skálina með rjómablöndunni. Að lokum skal setja um 1 til 1 ½ bolla af góðu sérrí. Tartalettur „a la amma“ Bræðið í potti 100 gr. af smjöri við vægan hita bætið hveiti í litlum skömmtum saman við þar til þið er- uð kominn með smjörbollu. 2 dósir af grænum aspas. Takið vökvann frá aspasinum og notið hann til að þynna út smjörboll- una þar til hún er orðinn hæfilega þykk. Athugið að þynna hana ekki of mikið. Skerið svo niður í bita góða skinku og skerið einnig aspasinn og setjið þetta svo allt saman í pottinn. Hitið. Takið tartaletturnar og hit- ið þær í ofni í nokkrar mínútur þar til þær verða vel heitar, takið þær svo út og setjið heita fyllinguna í. GAMALDAGS Á JÓLUNUM Þóra Marg ré t Ba ld - v insdót t i r þyk i r f rumleg í matargerð en þegar kemur að þv í að e lda á að - fangadagskvö ld i v i l l hún nota upp - sk r i f t i r móður s inn - a r og ömmu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Matgæðingurinn Þóra Margrét Baldvinsdóttir hefur gaman af því að bjóða vin- um og fjölskyldu í „brunch“ í desembermánuði. Í jólaskapi ásamt börnunum og heimilishundinum, talið frá vinstri, Margrét, Benedikt og Þóra Margrét.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.