Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 D 35 GUÐBJÖRG Þorsteinsdóttir leik- skólakennari nýtur þess að gefa per- sónulegar jólagjafir. Hún hefur í um það bil áratug haft það fyrir reglu að búa sjálf til flestar jólagjafirnar sem hún gefur. Það tekur auðvitað meiri tíma en því meiri er líka ánægjan, jafnt hjá gefandanum sem viðtak- andanum. „Það hefur enginn skammað mig fyrir þetta ennþá!“ segir Guðbjörg. „Ég byrjaði nú á þessu af því að ég átti ekki peninga fyrir gjöfum, leik- skólakennarar hafa ekki mikil laun og ég var að spara. En mér finnst þetta líka miklu persónulegra og það er svo gaman að fá útrás fyrir sköp- unarkraftinn. Ég notast talsvert við föndurbækur og fæ oft hugmyndirnar þar en útfæri þær á minn hátt. Aðal- lega hef ég búið sjálf til gjafir handa systkinum mínum og foreldrum en ég hef ekki selt þetta neinum.“ Guðbjörg er fædd og uppalin í sveit í Borgarfirðinum en vann í nokkur ár á Selfossi áður en hún flutti til Reykjavíkur fyrir sex árum. Hún seg- ist ekki hafa vanist því í æsku að föndra og smíða, hugmyndin hafi kviknað síðar. Hún á sex systkin og að sjálfsögðu frænkur og frænda á ýmsum aldri. Nýtin og safnar afgöngum Hún segist alltaf hafa augun hjá sér og safnar afgöngum af ýmsu tagi, hlutum sem annað fólk fleygir yfirleitt án þess að velta því fyrir sér hvort þeir hafi enn eitthvert nota- gildi. Liti og sumt af hráefninu, til dæmis trölladeig og gifs í smámynd- ir, þarf hún þó að kaupa. Framleiðslan er fjölbreytt, á borð- inu eru jólakransar og litlar öskjur í fallegum umbúðum utan um tvo ópal- pakka. Sumt má hengja á tréð, ann- að festa á gluggatjöld eða annars staðar á heimilinu til að lífga upp. Guðbjörg notar skurn af fjölmörgum hnetutegundum til að búa til heils- árskransa, einnig eru á kransinum lystaukandi piparstangir og kryddfræ. Grunnurinn er oasis- plasthringur sem fæst í blómabúð- um. Frauðplastbolta, sem hvít, ósoðin sagógrjón hafa verið límd á til að ná fram fallegri áferð, má nota í jóla- skreytingu. Tveir boltar eru líka fest- ir saman og niðurstaðan er snjókarl. Könglar sem tíndir eru uppi í Heið- mörk koma að góðum notum á jóla- trénu og síðustu árin hefur jólatréð á Sogaveginum eingöngu verið skreytt með heimatilbúnu jólaskrauti. Guð- björg prjónar ullarsokka og er dugleg við bútasaum, býr til dúka og líka teppi handa krökkunum. Hún segir fáfróðum blaðamanninum að búta- saumurinn sé alls ekkert erfiður eða seinlegur og útskýrir hvernig hún fer að. „Maður saumar saman ræmur af mis- munandi lit og munstri, klippir á milli og rennir ræmunum til þangað til rétta munstrið er komið. Það er heilmikið um „fiff“ í þessu!“ Hún býr einnig til litla hördúka sem gjarnan eru lagðir undir brauð í bast- körfu. Þá kaupir hún hörinn í metratali, klippir hann niður í hæfilega stærð og saumar í hann skreyt- ingu og rekur upp kant- ana til að búa til kögur. Ekki með próf á sög Guðbjörg býr líka til tauþrykk, hún smíðar örlitla eftirlíkingu af grindverki með snúru, dvergvöxnum þvotta- klemmum og kjól, hún málar lítil skilti sem hægt er að festa á hurðir eða aðra staði innanhúss. Efniviðurinn er plötur sem munu vera gerðar úr pressuðum pappír. Plöturnar líta út eins og þær séu úr viði og eru reyndar sagaðar út eins og krossviður. Bróðir Guðbjargar, Skúli Þorsteinsson, er trésmiður og hann sagar plöturnar á verkstæði sínu í bílskúrnum eftir skapalóni og fyrirmælum stóru systur. „Ég er ekki með próf á sög!“ segir Guðbjörg. Hún segist alltaf byrja á jólagjöf- unum mörgum mánuðum fyrir hátíð- ina og oft vera farin af stað um sum- arið. Eina gjöfina á borðinu segist hún hafa búið til þegar í maí. En nú þarf Guðbjörg að rjúka vegna þess að hún er í kirkjukór Óháða safnaðar- ins og vikuleg æfing fer að byrja. Fyr- ir kraftmikið fólk er sólarhringurinn alls ekki of langur. Allt jóla- skrautið er heima- gert Fígúra úr trölladeigi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðbjörg með jólakransa. Fígúra úr trölladeigi. Framleiðslan er fjölbreytt. Guðbjörg notar eingöngu heimagert skraut á sitt eigið jólatré. Máluð skilti af ýmsu tagi. Engjateigi 5, sími 581 2141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.