Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 D 39 Sími 567 3718 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-18 Sendum lista út á land JÓLATILBOÐ 15% afsláttur af náttfötum og heimasettum Glæsilegir aðventukransar Mikið úrval hurðakransa Jólaskraut í miklu úrvali Jólin í Soldis eru ævintýri líkust l sil ir t r s r i i r l r r s l s r t í i l r li li í l is r i t ri lí st Sunnudaginn 1. í aðventu er opið frá kl. 13-17. Laugavegi 63 • Sími 551 2040i • í i ÞAÐ virðist flest leika í höndunum á henni Þórlaugu Hildibrandsdóttur. Aðalstarf hennar er útstillingar, en hún smíðar líka módel, vinnur í gler og hannar ýmsa hluti. Þótt skreyt- ingar séu aðeins hluti aðalstarfsins, eru þær aðalatriðið í þessu spjalli, því Þórlaug gerir líka jólaskreytingar. „Flestir ættu að geta gert sínar skreytingar sjálfir. Það eina sem þarf í raun er frjótt ímyndunarafl, sköp- unargleði og góður tími,“ segir Þór- laug. „Ég nota mikið hluti sem ég á sjálf þótt stundum þurfi eitthvað að kaupa. Það er virkilega gaman að skoða möguleikana sem felast í alls konar dóti, sem til er, en flestum finnst kannski bara einskis nýtt drasl. Maður verður bara að hafa augun opin, því það leynist efniviður í öllu mögulegu og með hjálp ímynd- unaraflsins getur orðið fínasta skreyting úr nánast hverju sem er. Fólk á alls konar dót til að nota í skreytingar og það er engin þörf á því að kaupa allt nýtt.“ Er þá bara að setjast niður með eitthvert dót og byrja? „Já, í raun. Það er þó gott að hugsa fyrst hvaða liti á að nota hvernig form á að byggja og út frá því er svo að velja efniviðinn. Eins og ég sagði er efniviðurinn alls staðar, bæði úti og inni. Það er hægt að fara út í garð og ná í greinar og möl og úða það með alls konar litum og bara gera það sem manni dettur í hug. Nota gömul síldarnet, afskurð af járni, víra og hænsnanet. Það má nota spegla, myndaramma, osta- bakka, afganga af flísum og svo framvegis. Málið er að vera óhrædd- ur við að láta ímyndunaraflið ráða ferðinni. Tíminn sem fer í hverja skreytingu er svo mjög mismunandi. Hann fer eftir því hvort skreytingin er flókin eða einföld og hvort hugmyndin að henni er fullmótuð, þegar byrjað er eða hvort hún verður til um leið. Kostnaðurinn ræðst svo af því hve mikið er nýtt af því sem til er heima eða úti í garði. Hann getur í raun ver- ið allt frá því að vera enginn og upp í töluvert, eftir því hve mikið er keypt tilbúið,“ segir Þórlaug. Skreytingarnar hjá henni eru aukabúgrein, en hún segist tilbúin til þess að taka að sér skreytingar fyrir fólk, sé þess óskað. Efniviður er alls staðar Þórlaug Hildibrandsdóttir og dóttirin Hekla Dröfn Sigurðardóttir. Þessi er bæði einföld og fljótleg. Undirstaðan er glerbakki og skrautsteinar. Kíwísneiðar úr plasti, tilbúnar greinar, jólasveinn og engill. Þegar jólin eru liðin má nota skreytinguna áfram, það þarf bara að fjarlægja sveinka. Nú er byggt á sívalningi úr ryðguðu járni. Hann hefur verið úðaður með jólasnjó og hænsnaneti vafið utan um hann. Hólkurinn er svo fylltur af pappír, snjór úr englahári settur ofan á. Þá er statív fyrir jólasveininn, greinar, epli og litað kramarhús. Morgunblaðið/Sverrir Hér er skreytingin byggð á spegli með miklum og fallegum gylltum ramma. Greinarnar eru keyptar til- búnar og álfasveinar gæða hana lífi. Þessi skreyting er byggð á tilbúnum platta og eru meðal annars notaðar mósaíkflísar, sem hafa verið litaðar og glerflísar settar ofan á þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.