Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 D 43 F yrir þá sem stunda líkams- rækt reglulega er nauðsyn- legt að komast í jólaskapið með jólatíma í líkamsrækt- arstöðinni. Þá er eingöngu spiluð jólatónlist og þátttakendur mæta í jólalegum fatnaði en jóla- sveinahúfan er kannski einum of, svitinn þarf að komast út, eins og Hafdís Jónsdóttir, betur þekkt sem Dísa í World Class, bendir á. Svona jólastemningartímar eru haldnir í flestum líkamsrækt- arstöðvunum rétt fyrir jól, stund- um á Þorláksmessu eða dagana þar á undan. Þá er það jólaspinn- ing eða jólaleikfimi. Fólk fær út- rás fyrir jólastressið og gengur út endurnært, tilbúið að halda jólin. Börnin með í jólaleikfimi Með leikfiminni heldur fólk lík- amanum í formi og vinnur sér kannski inn leyfi til að sleppa sér í mat og drykk yfir jólin, eða hvað? Dísa segir að jólaleikfimin hjá World Class sé aðallega hugsuð til að brjóta upp hversdaginn og létta lund fastagestanna. Á síðasta ári var börnunum boð- ið með í jólaleikfimina í World Class sem var haldin síðasta laug- ardag fyrir jól undir stjórn Önnu Sigríðar Ólafsdóttur. Í tímanum var leikin jólatónlist og krakkarnir fengu að hreyfa sig með foreldrum sínum aldrei þessu vant. Sami háttur verður hafður á í ár og má búast við stuði í jólaleikfiminni sem verður haldin 20. desember kl. 10.30 í World Class, Spönginni. Jólaleikfimi úti um allt Jólaleikfimitímar hafa verið haldnir í Betrunarhúsinu í Garða- bæ rétt fyrir jól og verður þeim sið haldið áfram fyrir þessi jól. Jólatónlist ræður þá ríkjum og létt jólastemning verður síðustu vikuna fyrir jól með jólaspinning og jólaleikfimi, að sögn Jóhanns Ingvasonar, framkvæmdastjóra Betrunarhússins. Í Sporthúsinu í Kópavogi var jólatími um síðustu jól og einnig í útibúunum í Baðhúsinu og Þrek- húsinu. Sá háttur er hafður á hjá hús- unum að jólatíminn er eftir jól og kallaður jólapúl eða jólafjör. Í tím- unum eru alltaf nokkrir kennarar og brjálað fjör, að sögn Sólrúnar Birgisdóttur hjá Baðhúsinu. Tím- arnir verða laugardaginn 27. des- ember hjá Baðhúsinu og Þrekhús- inu kl. 10.30 en 26. desember í Sporthúsinu kl. 11.30. Gaml- árssprengja verður í öllum húsum á gamlársdag kl. 10.30. Morgunblaðið/Kristinn Hollt og gott er að taka á í jólaleikfiminni áður en jólaboðin taka við. Úr jólapallatíma í World Class í Spönginni. Jólastemning í líkamsræktinni undirfataverslun Síðumúla 3-5 - Sími 553 7355 Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. Jólagjafir Náttföt - náttkjólar - sloppar - heimadress Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 8-12, sími 533 1322 Aðventubörnin fást hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.