Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 44
44 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E ftirrétturinn skapar ekki bara eftirvæntingu hjá börnunum heldur líka hjá þeim fullorðnu,“ segir Steinunn og við byrjum á börnunum en þessi hátíðarís er ómissandi á heimili Steinunnar um jólin. Eftirlætisís barnanna 4 egg 4 msk sykur ½ l rjómi 1–2 tsk vanillusykur 100 g Toblerone súkkulaði, sax- að Eggjarauður og sykur þeytt vel saman eða þar til það er orðið létt og ljóst. Rjóminn stífþeyttur og bland- að varlega saman við ásamt van- illusykrinum og súkkulaðinu. Eggjahvíturnar stífþeyttar og blandað varlega saman við að lok- um. Frystið. Í staðinn fyrir Toblerone súkku- laðið má nota, t.d. venjulegt suðu- súkkulaði, valhnetur eða súkku- laðirúsínur. Dönsk verðlauna- súkkulaðikaka „Þótt kakan verði að teljast dönsk þá er hún eigi að síður ættuð frá Kaliforníu,“ segir Steinunn. „Kakan er þétt í sér og er hver biti eins og konfektmoli. Maður borðar ekki mikið í einu af henni þessari en hún er eigi að síður „syndsamlega góð“. Hún bragðast frábærlega með hvít- víni. Ótrúlegt en satt.“ Botn 275 g smjör, ósaltað 600 g suðusúkkulaði með háu kakóinnihaldi ½ dl bourbon viskí ½ dl hlynsíróp 150 g pecanhnetur, saxaðar 7 stór egg Hitið ofninn í 175°C. Bræðið smjörið í þykkbotna potti á lágum hita. Brjótið súkkulaðið í litla bita og bætið því í pottinn. Hrærið þar til það er bráðið. Blandið bourbon viskíinu og pecanhnetunum saman við. Þeytið eggin og hlynsírópið í um 5 mínútur eða þar til eggjablandan er farin að þykkna og orðin létt. Blandið helmingnum af eggjablöndunni varlega saman við súkkulaðið. Blandið síðan afgang- inum af eggjablöndunni í áföngum varlega saman við súkkulaðið. Smyrjið springform vel og vandlega. Setjið tvöfalt lag af álpappír utan um formið og hellið deiginu í formið. Setjið formið í ofnskúffu og hell- ið heitu vatni í hana þannig að vatn- ið nái upp að miðjum hliðum forms- ins. Bakið í vatnsbaðinu inni í ofni í 18–20 mínútur. Látið kökuna kólna í 1 klst. Hjúpur 200 g súkkulaði 1 dl rjómi 1 msk bourbon viskí Hitið rjómann að suðumarki í þykkbotna potti. Bætið súkkulaðinu saman við í litlum bitum. Hrærið þar til súkkulaðið er bráðið. Blandið bourboninu saman við að lokum. Þekið síðan kökuna með hjúpnum. Ferskjumauk 4 stk vel þroskaðar ferskjur (ef þær fást ekki má nota ferskjur úr dós) ½ dl hlynsíróp Afhýðið ferskjurnar. Setjið þær ásamt hlynsírópinu í blandara eða í matvinnsluvél. Berið kökuna fram með ferskju- sósunni og þeyttum rjóma ef vill. Steinunn mælir með hvítvíni frá Kaliforníu, Painter Bridge Char- donnay (fæst í Heiðrúnu og Kringl- unni, kr. 1.190) Tiramisu Tiramisu er nútímaútgáfa af eft- irrétti sem upphaflega kom frá borginni Siena á Ítalíu og var kall- aður Zuppa del Duca eða Súpa her- togans. Þaðan barst uppskriftin til Flórens en þar var rétturinn mjög vinsæll á 19. öld. Helsta breytingin á eftirréttinum frá fyrri tímum er að nú er notaður mascarpone-ostur í stað upprunalega kremsins. 500 g mascarpone-ostur 120 g sykur 1 bréf vanillusykur (um 3 tsk) 6 eggjarauður 1 stór pakki Löffelbiskuit (200 g) eða Lady fingers. Kaffi (frekar sterkt) Amaretto-líkjör Sykur, vanillusykur og eggja- rauður þeytt vel saman eða þar til það er ljóst og létt. Ostinum síðan hrært saman við. Þriðjungur kremsins er settur í skál með sléttum botni og sléttum hliðum. Ósykruðu hliðinni á kexinu dýft eld- snöggt ofan í kaffið og síðan í líkjör- inn og raðað þétt saman á ofan á kremið. Síðan kemur 1⁄3 hluti krems- ins ofan á kexið, aftur kex sem dýft hefur verið í kaffið og líkjörinn og að lokum afgangurinn af kreminu. Best er að búa kökuna til sólarhring fyrir notkun. Kakódufti er stráð yfir hana rétt fyrir fram- reiðslu. Steinunn mæl- ir með frönsku desertvíni, Pi- neau Des Cha- rentes blanc frá Chateau Bellevue (fæst í öllum helstu ÁTVR verslunum, kr. 1.790). Hálf frosin berjabomba með heitri súkku- laðisósu Á ítölsku er eftirréttur sem þessi kallaður „semifreddo“ sem þýðir hálffrosinn á íslensku. „Í dag opnar maður ekki ítalska uppskriftabók án þess að rekast á uppskrift að „semi- freddo“ þótt rétturinn sé ekki nýr af nálinni,“ segir Steinunn. „„Semi- freddo“ er ekki ólíkur ís og algengt er að ber gegni lykilhlutverki í rétt- inum. Í þessari uppskrift er hægt að nota hvaða ber sem er en best er að blanda mörgum tegundum saman eins og t.d. jarðarberjum, hindberj- um, brómberjum, rifsberjum, sól- berjum o.s.frv. Eins og nafnið gefur til kynna er rétturinn borinn fram hálffrosinn. Marengsbotn 5 eggjahvítur 1 ½ tsk „instant“ kaffiduft 3 dl hrásykur 75 g ristaðar heslihnetur, sax- aðar Hitið ofninn í 90°C. Stífþeytið eggjahvíturnar með kaffiduftinu. Blandið helmingnum af hrásykr- inum saman við og þeytið. Blandið síðan afgangnum af sykrinum sam- an við í áföngum ásamt heslihnet- unum. Setjið bökunarpappír á bökunar- plötu og setjið marengsblönduna á plötuna. Lögunin skiptir ekki máli en hafið marengsinn um 2 cm þykk- an. Bakið í 3 klst. eða þar til mar- engsinn er þurr í gegn. Berjabomban 8,5 dl rjómi marengsinn 750 gr frosin blönduð ber, t.d. Dujardin (fást í Hagkaup) Klippið bökunarpappír í um 38 cm radíus og klippið 10 cm inn að miðju allt í kring. Setjið bökunarpappírinn í 28 cm lausbotna springform. Þeytið rjómann. Brjótið marengs- inn í litla bita og takið frá um ¼ til að skreyta kökuna. Setjið afganginn í rjómann. Setjið 1⁄3 af rjómablönd- unni í formið, setjið síðan helming- inn af berjunum, síðan aftur 1⁄3 af rjómablöndunni, þá hinn helming- inn af berjunum og síðan afganginn af rjómablöndunni þar yfir. Setjið síðan ¼ af marengsinum sem þið tókuð til hliðar ofan á síðasta rjóma- blöndulagið. Setjið plastfilmu yfir og frystið. Súkkulaðisósa 2 dl rjómi 1½ msk síróp 4 msk vatn 200 g dökkt súkkulaði með háu kakóinnihaldi (70%) 40 g smjör Setjið rjómann og sírópið í lítinn pott með þykkum botni ásamt 4 msk af vatni. Hitið að suðumarki, lækkið síðan hitann. Brjótið súkkulaðið í litla bita og bætið því út í ásamt smjörinu. Hrærið í þar til súkkulaðið er bráð- ið. Takið kökuna út úr frystinum og setjið í ísskápinn um 6 tímum áður en þið berið hana fram. Takið kökuna úr forminu með því að losa hliðar formsins frá, flettið síðan bökunarpappírnum af og setj- ið kökuna á tertudisk. Hægt er að geyma kökuna í frysti í allt að einn mánuð. Súkkulaðisósuna má líka frysta. Hún er þá tekin út úr frystinum um 5 tímum áður en hún er borin fram og hituð yfir vatnsbaði. Steinunn mælir með spænsku freyðivíni, Marques de Monistrol, Reserva Semi Seco (fæst í Heiðrúnu og Kringlunni, kr. 990). Hollur eftirréttur „Eftir öll þessi sætindi er hér hugmynd að hollum eftirrétti fyrir þá sem þurfa að hugsa um lín- urnar,“ segir Steinunn. „Raðið ferskum ávöxtum á fallegt fat, þeim ferskustu sem þið fáið á hverjum tíma t.d. appelsínur, epli, bananar, perur, melónur, vínber, jarðarber, bláber, hindber, döðlur eða hvaða ávexti sem ykkur dettur í hug. Þá eruð þið komin með einfaldan, hollan og ákaflega girnilegan eft- irrétt sem enginn stenst. Með ávöxt- unum má bera fram skyr, jógúrt eða sýrðan rjóma.“ Syndsam- legir eftirréttir Morgunblaðið/Þorkell Syndsamlegir eftirréttir: Hálffrosin berjaterta „Semifreddo“ og dönsk verð- launasúkkulaðikaka. Má l t íð e r ekk i fu l l komnuð f y r r en e f t i r ré t t - u r inn hefu r ve r ið bor inn á borð . Ste inunn B ja rnadót t i r h já e ignastý r ingu Ís lands - banka e r sn i l l i ngur í ge rð e f t i r ré t ta . Dönsk verðlaunasúkkulaðikaka með ferskjumauki. Hálffrosin berjabomba með heitri súkkulaðisósu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.