Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 D 45 Teg. 0151-40 Litir: Rauður, grænn, svartur, brúnn, blár, kamel, beige. 4.995 Teg. 0284-40 Litir: Grænn, rauður. 6.995 Teg. 0265-40 Litir: Beige, grænn, brúnn, svartur. 4.995 Teg. 284-40 Litur: Svartur. 6.995 Teg. 0269-40 Litir: Grænn, brúnn, svartur. 4.995 Teg. 0499-40 Litir: Svartur, grænn, brúnn. 4.995 Teg. 0286 Litir: Svartur, brúnn, dökkgrár. Teg. 0680 Litir: Svart og kamel. 7.995 7.995 Jólagjöfin í ár Kringlunni - sími 568 9345 Smáralind - sími 544 5515 Sendum í póstkröfu www.skor.is Þ að er erfitt að ímynda sér hvernig jólaundirbún- ingur og jól færu fram án tónlistar. Strax í nóv- ember fer jólatónlistin að flæða hægt og bítandi yfir okkur, og á aðventu er hún orðin eins og sós- urnar hans Þórbergs, – kemur úr öllum áttum, ofanað og austanað, ut- anað og innanað. Í búðum er hin hefðbundna „lyftutónlist“ tekin úr umferð, og jólaperlum, ömmujólum, tenórajólum og hjólajólum brugðið í hátalarakerfið í staðinn. Sjónvarp og útvarp eru eitt óstöðvandi jóla- tónlistarflóð á auglýsingatímum, og dagskráin sjálf er meira að segja of- hlaðin jólatónlist. Símakerfi stórfyr- irtækja taka á sig jólasvip með jóla- legri biðmúsík, og sumir setja meira að segja jólalög á gemsana sína. „Yndisleg stemmning“ segja sum- ir, og komast í virkilegt jólaskap við að heyra Mahaliu Jackson syngja Heims um ból í fiskbúðinni í desem- berbyrjun – „Úff – þetta er óþolandi segja aðrir“ og spyrja svekktir hvers vegna almættið hafi ekki útbúið sjálfvirkan slökkvara á þessi mik- ilvægu skynfæri okkar, eyrun. Enn öðrum finnst hávaðinn hrein helgi- spjöll, og að þetta stanslausa glamur um nál og tvinna og meiri snjó sé til marks um eitthvað annað en sannan jólaanda. En hvað er til ráða fyrir þann hóp sem vill hlusta á jólatónlist, en ekki það stjórnlausa suð jólalaga sem hvarvetna heyrist? Þögnin fær nýtt og þýðingarmikið hlutverk á þessum árstíma. Til þess að geta notið tónlistar þurfum við eiginlega að byrja á því að geta notið þagnarinnar. Og þrátt fyrir allt er hana enn víða að finna, hvort sem er úti á víðavangi, eða bara heima í ró- legheitum, – jafnvel við kertaljós. Til þess að njóta tónlistar þurfum við nefnilega að setja okkur í stellingar og leyfa okkur – ekki bara að heyra, – heldur líka að hlusta. Það er sama- semmerki á milli þess að heyra og hlusta – við heyrum vegna þess að við getum ekki lokað eyrunum, – við hlustum, þegar við leggjum okkur eftir því sem við heyrum. Þetta tek- ur auðvitað tíma, en er ólíkt ríku- legri reynsla. Krúmmhorn og skálmhorn Þegar þagnarinnar hefur verið notið svolitla stund er loks óhætt að fara að huga að tónlistinni. Og þá er um að gera að velja einmitt ekki það sem heyrist alls staðar annars stað- ar. Það þarf síður en svo að velja músík af jólavinsældalistanum; – hér koma örfáar hugmyndir að tónlist sem sameinar það að vera gleðjandi og koma andanum í jólaskap. Hvernig væri að byrja á franskri jólatónlist frá miðöldum? Miðalda- tónlist fyrir aðventu og jól hefur ver- ið gefin út í ótal útgáfum, bæði hefð- bundinn gregorssöngur, en einnig til dæmis jólasöngvar trúbadora og trúvera og alþýðleg jólamúsík. Á miðöldum er söngurinn einfaldur og látlaus og hljóðfæranotkun fábreytt, en í alþýðlegri tónlistinni þó leikið bæði á bjöllur og trommur og blást- urshljóðfæri eins og krúmmhorn og skálmhorn, sem gefa tónlistinni sinn forna svip. Frá miðöldum eru líka til söngvar um Sánkti Nikulás sem hafa verið gefnir út í nokkrum útgáfum. Söng- hópurinn Anonymous 4 hefur sungið þá dásamlegu tónlist öðrum betur, en sagan segir að Nikulás hafi lifað ævintýralegu lífi áður en hann var tekinn í dýrlingatölu. Michael Prätorius er tónskáld sem erfitt er að sniðganga um jól. Faðir hans var félagi Marteins Lút- ers, og andi siðbótarinnar svífur yfir tónlist hans. Prätorius raddsetti vel á annað þúsund sálmalaga, þar á meðal marga fallegustu jólasálma sem enn eru sungnir, þar á meðal Það aldin út er sprungið, og Sjá him- ins opnast hlið. Jólaóratoría Bachs er stórbrotið verk sem sumir hlusta á um hver jól. Oft er verkið flutt af einhverjum kóra landsins á aðventu, og fátt betra en að heyra verkið í góðum lif- andi flutningi. Þeir sem vilja auka enn á yndið ættu að lesa Jólaórator- íuna eftir Göran Tunström áður en hlustað er á verk Bachs. Aðventu- og jólakantötur Bachs eru líka prýðileg upphitun fyrir Jólaóratoríuna. Margir tengja barrokktónlist sér- staklega jólunum – sennilega vegna Bachs. Ítölsk barokktónskáld tíðk- uðu það sérstaklega að semja ein- leikskonserta til heiðurs Jesú- barninu til flutnings á jólum; – tignarleg og þokkafull verk. Meðal þessara tónskálda eru Corelli, Vi- valdi, Torelli, Manfredini og Loca- telli. Miðnæturmessa fyrir jólabarn Jólamessa eftir Charpentier, Messe de minuit, er yndislegt verk, byggt á gömlum frönskum jólalög- um og samið til flutnings á miðnætti á aðfangadagskvöld. Jólakantötur eru ekki bundnar við Bach, og fleiri tónskáld hafa spreytt sig á þess konar tónsmíðum. Ralph Waughan-Williams samdi jólakant- ötu fyrir kór, drengjakór, einsöngv- ara og hljómsveit. Þessi kantata, Hodie, heyrist ekki oft, frekar en Fantasía hans byggð á gömlum enskum jólalögum. Hvort tveggja eru verk sem verðugt er að hlusta á um jól. Max Reger er eitt af öndveg- istónskáldum þýsku síðrómantík- urinnar og eftir hann liggja bæði orgelverk og kórverk helguð jólum, þar á meðal sérstaklega falleg út- setning á jólasálminum Ó Jesúbarn blítt. Enn nær nútímanum er Fæðing frelsarans, La Nativité du Seigneur, níu hugleiðingar fyrir orgel, eftir Olivier Messiaen. Það eru auðvitað til ógrynnin öll af jólatónlist fyrir orgel, en þetta verk er sérstakt. Landi hans Poulenc er þekktari fyrir aðra tónlist en jólatónlist. Þó eru fjórar litlar jólamótettur eftir hann með allra indælustu tónverkum fyrir jólahátíðina. Enn nútímalegri er lítil jólasvíta fyrir píanó – A little Suite for Christmas, eftir George Crumb, varla lengra en um 15 mínútur, þar sem saga fæðingar frelsarans er rakin, allt frá sýn fjárhirðanna til heimsóknar vitringanna, og auðvitað með lítilli vögguvísu fyrir Jesú- barnið. Ekki láta hér við sitja, – þetta eru bara fáar hugmyndir, áður en þið sjálf farið á bókasafnið eða í plötu- búðina að ná ykkur í annars konar jólamúsík – af henni er til meir en nóg. MEIR EN NÓG, MEIR EN NÓG, MEIR EN NÓG!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.