Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 48
48 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 54, sími 552 5201 Jólakjólar mikið úrval stæðir 34-46 S temningin er einstök við eldhúsborðið hjá Söndru Grétarsdóttur og Völu Ósk dóttur hennar. Þar fá allir að vera með í jólakonfekt- fjörinu enda leggja þær mæðgur áherslu á að allir skemmti sér: Börn, konur, karlar og hundurinn Bjartur. Kertaljósin gefa hlýlega birtu og jólalögin hljóma úr hljómflutnings- tækjunum. Sandra er mikil jólakona og föndrar allt sitt jólaskraut sjálf. Konfektið býr hún til fyrst og fremst til að gefa ættingjum og vinum sem aukajólagjafir og setur í frumlegar heimagerðar umbúðir. En hún held- ur alltaf einhverju eftir handa sjálfri sér og gestum sínum. „Enda er það sérlega gott fyrir sálina að borða al- vörukonfektmola og ég tala nú ekki um ef sopið er á eðalkaffi í leiðinni,“ segir hún með munúð og sussar á hundinn Bjart sem vill ólmur fá að njóta þessarar andlegu ánægju. „Hann Bjartur væri konfektæta ef hann bara mætti, því hann er brjál- aður í súkkulaði. En ég má ekki gefa honum sætindi þótt ég vildi því það er svo vont fyrir augun hans. En hann fær í staðinn hundanammi svo honum finnist hann ekki vera út- undan,“ segir Sandra og gaukar ein- um slíkum mola að sælkeranum Bjarti sem er frægur fyrir það að titra af ánægju þegar hann fær pip- arkökur á jólunum. Komst á bragðið í Danmörku Sandra kynntist konfektgerð fyrst í Danmörku fyrir fimmtán ár- um, þegar hún var búsett þar og sendi ættingjum mola heim til Ís- lands og síðan hefur konfektgerðin verið árlegur siður á hennar jólum. „Danir eru mikið fyrir að dúllast í höndunum, hvort sem það er föndur, blómaskreytingar eða matargerð. Í mínum huga er konfektgerð mjög svipuð öðru föndri, þetta er mikið dúllerí sem veitir ánægju og ekki verra þegar afraksturinn er auk þess gómsætur.“ Sandra segir að það sé mjög ein- falt að búa til konfekt, aðalatriðið sé að hafa fyrsta flokks hráefni og þá sé nánast útilokað að klúðra þessu. „Svo er auðvitað misjafnt hvað fólk nennir að vanda sig mikið og eyða miklum tíma í dúlleríið, hver og einn hefur það eins og honum hentar en ég legg mikið upp úr því að vanda mig og nostra við hlutina.“ Og það má glögglega sjá á heimagerðu jóla- skrauti Söndru að hún gefur sér góðan tíma í handverkið, gersem- arnar eru allt um kring og setja mik- inn svip á eldhúsævintýrið. Hún seg- ist vera að prófa sig áfram með vír og perlur þessi misserin og gerði einmitt óhefðbundinn aðventukrans úr slíkum efniviði. Sandra föndrar mikið til gjafa og byrjar snemma. „Ég vil jólaskrautið snemma upp og að það fái að standa lengi, því ég finn að jólaskraut og jólaljós bæta skapið hjá mannfólkinu. Mín vegna mætti bærinn vera jólaskreyttur fram að páskum,“ segir jólakonan Sandra að lokum. Döðlukonfekt 250 g döðlur 100 g marsipan 1–2 msk Grand Marnier 200 g brætt súkkulaði Best er að nota döðlur sem pakk- aðar eru í plastílát því þær eru ekki eins klesstar og þær sem eru í pok- um. Hver daðla er rist upp langsum og fylling sett inn í. Fyllingin getur ver- ið margskonar, t.d. marsípan sem blandað hefur verið með góðum líkj- ör (t.d Grand Marnier) eða núggat. Söndru finnst mjög gott að setja pistachiohnetu í miðjuna á núgg- atfyllingu. Þegar allar döðlurnar hafa verið fylltar og þeim lokað vel á hliðinni, er þeim dýft í brætt súkkulaði. Það getur verið hvort heldur sem er, dökkt eða hvítt súkkulaði. Þegar búa á til fínt konfekt skiptir máli hversu mikið kakóinnihaldið er í súkkulaðinu sem notað er. Það á helst að vera 50–70%. Þegar súkku- laðið er brætt í vatnsbaði er nauð- synlegt að passa vel að það berist ekki einn dropi af vatni í súkkulaðið, því þá er hætta á að það klessist. Söndru finnst best að setja fyllta döðluna á gaffal og dífa henni í súkkulaðið. Súkkulaðidaðlan er síð- an sett á plötu með bökunarpappír og látin kólna þar. Ef skreyta á með efni sem þarf að festast á döðluna eins og t.d. með skrautkúlum eða möndlu, þá er það sett á áður en súkkulaðið storknar. Þegar súkku- laðið er að fullu storknað þá er auka- súkkulaðið sem hefur dreifst til hlið- ar á pappírnum, snyrt af. Ef daðlan er skreytt með efni sem er sprautað á eins og t.d. bræddu núggati, þá er því sprautað á eftir að súkkulaðið hefur storknað. Í staðinn fyrir líkjör er hægt að nota allskyns bragðefni sem hægt er að fá í góðum bökunardeildum versl- ana. Appelsínutruf flur 60 stk: 150 g gott dökkt súkkulaði 200 g smjör 2 eggjarauður 2 msk rjómi 2 msk appelsínulíkjör t.d. Grand Marnier. Súkkulaðið er brætt við vægan hita og smörið skorið í bita og sett út í súkkulaðið þar sem það bráðnar. Taka pottinn af hellunni. Þeyta eggjarauður og rjóma með líkjörn- um og blanda því saman við súkku- laðið. Hella í gott ílát og látið kólna yfir nótt og gjarnan lengur. Best er að nota teskeið við að ná hæfilega stórum bita úr þessum konfekt- massa og rúlla í litla kúlu. Skreyta má kúlurnar með því að velta þeim upp úr flórsykri, fínu sigtuðu kakói, súkkulaðikurli eða hverju öðru skrauti sem hentar. Kornfleksnammi Fínt krakkakonfekt en samt fyrir alla: Þessi uppskrift er tilvalin fyrir börnin, svo þau geti tekið þátt í kon- fektgerðinni, því þeim finnst gaman að vera með og þetta er mjög einfalt. 20–30 stk: 200 g dökkt súkkulaði 5 dl kornfleks 2 msk ristuð sesamfræ Súkkulaðið er brætt við vægan hita og kornfleksið síðan hrært var- lega saman við. Kornflekssúkku- laðinu deilt í litla hluta með teskeið og sett í konfektform. Sesamfræjum dreift yfir og konfektið látið kólna. Það má nota hvaða skraut sem er á kornfleksnammið og t.d eru litaðar, mjúkar skrautkúlur eða karamellu- kúlur upplagðar til skrauts. Konfektrúlla 200 g marsípan 100 g núggat bráðið súkkulaði, hvítt eða dökkt Úr þessum hráefnum er grunn- urinn búinn til. Marsípani er rúllað út á milli tveggja laga af bökunarpappír, u.þ.b. 18 cm x 24 cm. Núggat brætt og því síðan smurt nokkuð þykkt yfir marsípanið. Síðan er gerð rúlla og allskyns fyllingar geta verið í henni, t.d. rús- ínur sem legið hafa í rommi, muldar hnetur, líkjörar o.fl. Sandra gerði tvennskonar rúllur, önnur var með fyllingu úr marsípani vættu í Grand Marnier. Þá tók hún lófastóra kúlu af marsípani og bland- aði einni matskeið af líkjörnum sam- an við og mótaði lengju. Lengjan er síðan lögð við lengri endann á út- flöttum grunninum. Því næst er grunninum af marsípani og núggati rúllað þétt saman yfir lengjuna. Í hinni konfektrúllunni sem Sandra bjó til, dreifði hún söxuðum pistachiohnetum yfir grunninn og rúllaði upp. Þegar komin er þétt og góð rúlla er bráðnu súkkulaði smurt utan á og má hvort heldur hafa það hvítt eða dökkt. Fyrst er því smurt undir og látið storkna, síðan er rúllunni snúið við og súkkulaðinu smurt vel utan á hana alla. Skreytingin getur verið á ótelj- andi vegu, skrautkúlur, bráðið núgg- at, litað marsípan, pecanhnetur o.fl. Áríðandi að muna að ef það á að fest- ast á rúllunni, þá að setja það á áður en súkkulaðið storknar. Kókostruf flur með Malibu-líkjör Mjög sætt og gott! Um að gera að hafa kúlurnar það litlar að þær séu hæfilegur munnbiti. 40 stk: 1 dl rjómi 1 vanillustöng 100 g kókoskrem (þykkur kók- osmassi t.d. frá Rajah) ¼ dl Malibu-líkjör eða hvítt romm 200 g hvítt súkkulaði 100 g kókosmjöl Rjóminn settur í pott, kornin úr vanillustönginni sett út í rjómann og látið sjóða. Slökkt á hellunni og kók- oskremið sett í. Hrært þar til kók- oskremið hefur leyst upp og þá eru líkjörinn og súkkulaðið sett út í. Hrært þar til súkkulaðið er bráðnað og þá er massanum hellt í ílát og lát- inn kólna. Hæfilega stór biti er tek- inn með teskeið úr konfektmass- anum, rúllað í kúlu sem síðan er velt upp úr kókosmjöli. Allt konfekt þarf að geyma í kulda og helst í ísskáp. Trufflur þarf að geyma í ísskáp og helst mega þær ekki standa lengi á borði því þær verða fljótt mjúkar. Heimagert konfekt Meir i ánægja fe ls t í konfektgerð inn i s já l f r i en að gæða sér á molunum. Svo seg ja mæðgur í Laugarásnum sem Kr ist ín Heiða Kr ist insdótt i r he imsót t i þegar e ld - hús ið va r und i r lag t a f sæt indum og sæl - kerum. Fremst á myndinni eru kókostrufflur með Malibu–líkjör en þær dökku aftan við eru Appelsínutrufflur með Grand Marnier. Morgunblaðið/Kristinn Konfektrúlla með pistachiohnetufyll- ingu og skreytt með pecanhnetum. Morgunblaðið/Kristinn Súkkulaðihúðaðar döðlur: Þær sem eru skreyttar með lituðu marsipani eru fylltar með marsipani sem í hefur verið blandað Grand Marnier. Þær sem eru skreyttar með bræddu núggati eru fylltar með pistachiohnetum og núggati. Hundurinn Bjartur teygir sig upp á borð og horfir löngunaraugum á nammið. Gaman að vera saman við konfektgerð. Frá vinstri: Sandra, Bjarni bróðir með óskírða dóttur í fanginu, Vala Ósk með heimilishundinn Bjart, Melkorka Völu- vinkona, Hrafnhildur mágkona, Aron frændi og Kristinn Melkorkubróðir. khk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.