Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 58
58 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ J ólamyndir eru ekki alltaf jóla- myndir í þeim skilningi að margar þeirra allra dáðustu fjalla ekki beinlínis um jólin, nema að litlum hluta. Einna helst að þær gerist á þeim árstíma. Þannig er það fremur inntak mynd- anna, boðskapurinn sem hefur í hug- um fólks gert þær ákjósanlegar til að horfa á yfir jólahátíðina. Flestar jóla- myndir eiga þannig sammerkt að boða samhug, fyrirgefningu, gjaf- mildi, ást og kærleika og minna mann á að gleyma ekki þeim bágstöddu í heiminum, þeim sem ekki geta notið jólanna eins og við hin vegna þess að þeir hafa ekki nóg til að bíta og brenna eða eru umkomulausir. Skyld’að vera Jólasaga Ein saga, sem sameinar þetta allt, hefur líka verið kvikmynduð oftar en aðrar en það er Jólasaga Charles Dickens, um Skrögg, þennan fé- gráðuga sjálfselskupúka sem þolir ekki jólin vegna þess að þá vilja allir þegnar hans fá að vera í fríi frá vinnu og gerast svo óþolandi gjafmildir og góðir eitthvað. Til er á þriðja tug kvikmyndagerða og annarra afbrigða á Jólasögu, jafnt teiknuð sem leikin. Fyrsta er lítil og merkileg stuttmynd frá 1901 og sú síðasta ómerkileg sjónvarpsútgáfa frá 2000. Þar á milli má þó finna betri útgáfur sem eru ómissandi fylgi- fiskur jólanna. Scrooge frá 1951 þyk- ir jafnan sú allra besta en hún hefur líka að geyma hinn eina sanna Skrögg, að margra mati, í túlkun breska leikarans Alastair Simm en hann hefur einnig ljáð Skrögg rödd sína í teiknimyndum. Hvernig tekst til með Jólasöguna virðist einmitt undir því komið hvern- ig hann stendur sig leikarinn sem leikur Skrögg. Stórleikararnir Albert Finney og George C. Scott smell- pössuðu þannig í hlutverkið í fínum Jólasögum frá 1971 og 1984. Svo eru það hinar óvenjulegri út- gáfur en þar hafa ekki síðri Skröggar stolið senunni. Það gerði Jóakim að- alönd svo eftirminnilega í teikni- myndinni Jólasögu Mikka frá 1983 og Bill Murray var óborganlegur í uppfærðri útgáfu bæði í stað og tíma sem hét Scrooged og var sýnd við talsverðar vinsældir 1988 en í henni var Skröggur karlinn ekki lengur sparisjóðsstjóri heldur sjónvarps- stjóri – eins og gefur að skilja. Jóla jólasveinn Er jólasveinninn til í alvöru? Stóra spurningin sem brennur á vörum allra barna og líka þeirra sem búið hafa til myndir um þennan þétta, silf- urskeggjaða og gjafmilda hrein- dýravin. Jólasveinn, takið eftir, ekki jólasveinar, því nær allar myndir sem gerðar hafa verið um jóla eru ættaðar frá Hollywood, þar sem eitt grey verður að anna allri þessari eft- irspurn eftir gjöfum og félagsskap. Jólasveinamynd allra jólasveina- mynda er tvímælalaust Kraftaverk á 34. breiðgötu eða Miracle on 34th Street frá 1947 en í henni er jóli, eða Kris Kringle eins og hann heitir þar, dreginn fyrir rétt og krafinn um að sanna það í eitt skipti fyrir öll að hann sé til. Edmund Gwenn leikur Kringle gamla og Natalie Wood heit- in er litla hnátan Susan sem er á tímabili sú eina sem trúir á jóla. Erf- iðara er fyrir mann að trúa Kringle karlinum í endurgerðunum tveimur á Kraftaverkinu og því best að reyna bara að halda sig við þessa upp- runalegu. En jólasveinninn hefur oftar en ekki verið ótrúverðugur í þeim myndum sem gerðar hafa verið síð- an. Það sem gjarnan amar að er allur íburðurinn, allt þetta prjál í kringum hann, allur fíflagangurinn eins og í stórmyndinni frá 1985 þar sem Dudley Moore gat engu bjargað. Betri er Jólasveinninn með Tim Allen frá 1994, þar sem hann leikur venju- legan fjölskylduföður sem allt í einu tekur að breyt- ast í jólasveininn, sér og öðrum til mikillar undr- unar. Nýjasta myndin þar sem jólasveinninn kemur við sögu er svo Álfur, sem nú er sýnd í bíó hérlendis. Þar fer vel heppnuð jóla- mynd fyrir alla fjölskyld- una og fyndnari en þær hafa flestar verið. Er líða fer að jólum Svo eru það hinar. Þessar sem ger- ast um jólin en eru ekkert endilega um jólin. Vitanlega kemur þar fyrst upp í hugann sú mynd sem trúlega hefur oftast verið nefnd sem besta jólamynd allra tíma; Þetta er ynd- islegt líf eða It’s a Wonderful Life frá 1946. Þessi samfélagsádeila og dæmi- saga Franks Capras með Jimmy Stewart í hlutverki fjölskyldumanns- ins sem tapar sér í framapotinu og missir sjónar á því sem mestu máli skiptir í lífinu; fjölskyldan, ást og hamingja. En sem betur fer nær hann áttum í tæka tíð, á jólunum. Önnur mynd, minna þekkt hér- lendis en með viðlíka sterkum boð- skap er Jólasaga – ekki Christmas Carol Dickens heldur A Christmas Story, mynd frá 1983. Fjallar myndin um ungan dreng á 5. áratug síðustu aldar sem á þann draum heitastan að fá riffil í jólagjöf. Vissulega gam- aldags og vafasöm sem slík en boð- skapurinn er samt sígildur, um það að sælla sé að gefa en þiggja og að maður eigi ekki skilið að fá góða gjöf nema maður hafi unnið fyrir henni og verið góður lítill strákur. Ekkert er meira viðeigandi en að sjá góða grínmynd um jólin og er engin fyndnari en Jólafríið (Christ- mas Vacation) þar sem Chevy Chase fer á kostum í hlutverki Hómers Simpsons hvíta tjaldsins, Clarks Griswold. Klaufabárður sem lifir fyr- ir að létta lund sinna nánustu með uppátækjum sínum. Randy Quaid er þó senuþjófurinn hér í hlutverki hjól- hýsishaugsins Eddie frænda sem auðvitað þarf að líta í heimsókn á jól- unum. Á ferð og flugi (Planes, Trains and Automobiles) gerist ekki beint um jólin, heldur stuttu fyrir þakkargjörðarhátíð. En samt minnir hún mjög á jólin og jólaandann þar sem allt gengur á afturfót- unum hjá Steve Martin sem er að reyna að komast heim til fjölskyldunnar í tæka til fyrir þakkargjörð- arkalkúninn. Rómantíkin á ekki síður við en grínið um jólin og má nefna þrjár myndir sem mismikið tengjast jól- unum; tvær Bing Crosby- myndir, White Christmas frá 1954 (sem inniheldur lagið fræga) og Holiday Inn frá 1947 og Dagbók Brid- get Jones. Aleinn heima 1 og 2 eru og hinar ljúfustu jólamynd- ir, bráðfyndnar og vel heppnaðar. Gremlins er líka jólamynd í þeim skilningi að hún gerist yfir jólin og þessi litlu kvikindi eru jólagjafir. En seint verður hún talin ljúf og djúpt er á jólaboðskapnum. Enn dýpra er á jólaboðskapnum í hasarmyndunum Die Hard 1 og 2 en þar svífur þó andi jóla yfir vötnum. Jólalegri eru teiknimyndirnar Nightmare Before Christmas eftir Tim Burton og breska myndin The Snowman frá 1982 þar sem David Bowie er sögumaður. Þót t margar t i l raun i r ha f i ve r ið gerðar he f - u r kv ikmyndagerðarmönnum sáras ja ldan tek is t að búa t i l sannka l laðar jó lamynd i r sem v i rk i lega hafa s tað ið und i r na fn i . Skarphéð inn Guðmundsson bend i r á nokkra r þær a l l ra best heppnuðu. Prúðbúin skemmtun: Gunsi leikur sjálfan Dickens í bráðskemmtilegri Jólasögu Prúðuleikaranna. Víst er jóli til: Leikararnir John Payne, Natalie Wood og Edmund Gwenn í Kraftaverki á 34. breiðgötu. Á flugi með jóla: Nýjasta jólamyndin, Álfurinn, er hin besta skemmtun. Klaufi í stuði: Chevy Chase er rafmagnaður í Jólafríinu. Meirihluti myndanna fæst á betri mynd- bandaleigum landsins. SVONA ERU BÍÓJÓLIN 1. It’s A Wonderful Life (1946) 2. Miracle on 34th Street (1947) 3. Scrooge (1951) 4. Christmas Vacation (1989) 5. Scrooged (1988) 6. Home Alone (1990) 7. Nightmare Before Christmas (1993) 8. The Snowman (1982) 9. The Muppet Christmas Carol (1992) 10. Elf (1993) Jóla jólamyndir Saman um jólin: James Stewart og Donna Reed í jóla- mynd allra jólamynda, It’s A Wonderful Life.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.