Morgunblaðið - 30.11.2003, Side 1

Morgunblaðið - 30.11.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 325. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stríðaldir forstjórar Hvers vegna fá stjórnendur fyrirtækja himinhá laun? 10 Fyrsta konan sem er framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum Tímarit Borg guðs á heljarþröm Skarphéðinn Guðmundsson ræðir við Fernando Meirelles Fólk 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 GRÍÐARLEG auking hefur verið á tilfellum á sykursýki barna hér á landi sem og í löndunum í kringum okkur. Í frétt í Berlingske Tidende er haft eftir lækni að áhættan á að barn greinist með sykur- sýki hafi tvöfaldast ef borin eru saman börn fædd 1995– 2000 við börn fædd árið 1980. Árni Þórsson, yfirlæknir á Barnaspítalanum og dósent við læknadeild Háskóla Ís- lands, segir útbreiðslu og tíðni sykursýki vera mismun- andi milli heimshluta en að engin ástæða hafi fundist fyr- ir aukningunni. Árni segir Finnland vera með flestu tilfelli sykursýki en þar er talað um 56 tilfelli á 100.000 íbúa á meðan sam- bærileg tala í löndum Austur- Asíu er um og innan við eitt tilfelli á 100.000 íbúa. „Með- altal síðasta áratugar hér á landi er tæplega 14 af 100.000. Við erum langlægst á Norðurlöndum. Hins vegar er sykursýkin að aukast alveg jafn hratt hérna og í löndun- um í kring.“ Árni bendir á að enginn viti hvers vegna tilfelli sykursýki eru svona mismörg milli landa eða hvers vegna þeim fari svo ört fjölgandi. „Það hafa verið gerðar og eru í gangi geysilega umfangs- miklar rannsóknir á umhverf- isþáttum en ekki hefur tekist að negla niður einhvern einn sérstakan umhverfisþátt. Það eru ákveðin tengsl við veiru- sýkingar en það er engin ein veira og tengslin eru ekki af- gerandi sterk,“ segir Árni og bætir við að jafnframt séu tengsl við ákveðin gen. „Trú- lega þarf að spila saman ákveðið áhættugen og ein- hver umhverfisáhrif.“ Sykursýki flokkast til sjálfsofnæmissjúkdóma en Árni segist ekki þekkja til þess að aðrir sjálfsofnæmis- sjúkdómar vaxi jafn mikið og sykursýki. „Það er hins vegar skrýtið að á síðasta áratug eru tveir sjúkdómar sem hafa vaxið mjög hratt í Austur- Evrópu og það eru sykursýki og astmi.“ Stöðug aukning á sykursýki barna SÓLIN er lágt á lofti þessa dagana og skuggarnir langir þegar hún nær að brjótast fram úr skýjunum. Ekki hefur sólin vermt þessum hjólreiðamanni á Sóleyjargötunni mikið, og heldur verið honum til trafala með því að skína í augu hans og annarra í umferðinni . Morgunblaðið/Ómar Skuggamyndir í skammdeginu HUGO Chavez, forseti Venesúela, ætlar að leita endurkjörs í kosning- unum sem fram fara í landinu 2006, en kjörtímabil forsetans er sex ár. Andstæðingar hans hafa nú enn lagt til atlögu gegn honum og reyna að víkja honum úr embætti. Stjórnarandstaðan er nú að reyna að safna undirskriftum 2,4 milljóna skráðra kjósenda í Vene- súela undir kröfur um að efnt verði til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Chavez skuli sitja áfram á forsetastóli. Þetta er þriðja tilraunin sem stjórnarandstæðingar gera til að losa sig við forsetann. Byltingartilraun mis- tókst 2002, og fyrr á þessu ári var efnt til allsherj- arverkfalls sem lamaði olíuútflutning landsins. Chavez nýtur enn mikils stuðnings meðal fátækra lands- manna, en er litinn hornauga af kaupsýslumönnum og mörgu miðstéttarfólki og talinn hafa rústað hagkerfi landsins og hvatt til ofbeldis. Chavez leitar endurkjörs Caracas. AFP. Hugo Chavez LÖGREGLA í Tyrklandi hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa lagt á ráðin um annað tveggja sprengjutilræða er kostuðu 27 manns lífið í Istanbúl fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem ekki var nafngreindur, handtekinn á þriðjudaginn er hann reyndi að fara frá Tyrklandi með því að nota falsað vegabréf. Handtaka í Tyrklandi ÍSLENSKIR sérfræðingar geta greint blóð í náttúrunni mörgum mánuðum eftir að það lendir þar, og er það mikil framför á heims- mælikvarða í réttarmeinafræðum. Þetta kemur fram í greininni Lesið í blóð í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Rannsóknarlögreglumaðurinn Ómar Pálmason og réttarmeinafræðingurinn Þóra Steffensen hafa rannsakað örlög blóðs sem þau helltu niður í íslenskri náttúru fyrir þremur mánuðum og segja enn hægt að sjá blóðið greinilega með sérstökum tækjabún- aði, þrátt fyrir votviðrasama tíð. Ómar hefur notað sömu aðferð til að reyna að greina blóð sem rann fyrir hálfu þriðja ári og fengið jákvæða, en fremur veika svörun. Hann segir að samkvæmt fræðunum þurfi um eitt tonn af vatni til að fjarlægja einn millilítra af blóði. Það gerir það næstum ómögulegt að þrífa blóð svo ekki sé hægt að finna það með þessari aðferð. Þær aðferðir sem Ómar og Þóra beita við þessar rannsóknir voru notaðar á fornan blótstein sem fannst þegar grafið var fyrir sumarbústað á Ströndum. Ómar úðaði stein- inn með sérstakri efnablöndu, og við það kom í ljós að einhverntíma var blóð í skálinni á miðjum steininum. Helstu alþjóðlegu sérfræðingar í réttar- meinafræðum hafa hingað til annaðhvort látið sig örlög blóðs í náttúrunni litlu skipta, eða sagt það hverfa fljótlega. Rannsókn Óm- ars og Þóru á að standa í a.m.k. eitt ár, og reikna þau með að kynna niðurstöðurnar á árlegu þingi bandaríska réttarvísindafélags- ins, og vonast til að niðurstöðurnar verði gefnar út í American Journal of Forensic Science. Greina blóð á fornum blótsteini Morgunblaðið/Júlíus Rannsóknarlögreglumaðurinn og réttar- meinafræðingurinn að störfum. INÚÍTAR á Grænlandi ætla að kæra danska ríkið fyr- ir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg eftir að hæstiréttur Danmerkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudaginn að danska ríkinu bæri ekki að greiða bæt- ur til 187 inúíta og fjölskyldna þeirra sem reknar voru úr heimahögum sínum 1953 til að hægt væri að stækka bandarísku herstöðina í Thule á Norður-Grænlandi. Thule-búarnir höfðu krafist bóta að upphæð 234 milljónir danskra króna og að fá að snúa aftur til heim- kynna sinna. Hæstiréttur hafnaði kröfunni og stað- festi dóm áfrýjunarréttar sem dæmt hafði inúítunum 17 þúsund krónur hverjum um sig, auk hálfrar millj- ónar til handa öllum hópnum. Uusaqqak Qujaukitsok, talsmaður inúítanna, kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með þennan „ósann- gjarna“ úrskurð hæstaréttar, en Hans Enoksen, for- maður grænlensku landstjórnarinnar, sagði „Græn- lendinga alla sem einn“ standa að ákærunni á hendur danska ríkinu. Danski hæstirétturinn byggði úrskurð sinn á þeim forsendum, að Thule-búarnir hefðu ekki verið sjálf- stætt samfélag á Grænlandi, og því ekki notið fullveld- isréttinda. APUusaqqak Qujaukitsok ræðir við fréttamenn. Thule-málið fyrir Mannrétt- indadómstólinn Kaupmannahöfn. AFP. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Ankara. AP Ragnhildur Geirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.