Morgunblaðið - 30.11.2003, Side 1

Morgunblaðið - 30.11.2003, Side 1
Sunnudagur 30. nóvember 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.422  Innlit 17.167  Flettingar 71.384  Heimild: Samræmd vefmæling Heilbrigðisstofnun Austurlands Staða læknis á Egilsstöðum Frá 01.01.2004 (eða eftir nánara samkomulagi) er staða læknis við Heilbrigðisstofnun Austur- lands á Egilsstöðum laus til umsóknar. Stofn- unin samanstendur af, heilsugæslustöð og sjúkradeild og heilsugæsluseli á Borgarfirði. Heilsugæslan og sjúkradeildin eru í sömu byggingu. Við stofnunina eru 4 stöðugildi lækna og sinna þeir í sameiningu báðum deild- um. Þjónustusvæðið, Egilsstaðalæknishérað, er víðáttumikið og dreifbýlt. Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupsstað er í um einnar klukku- stundar akstursfjarlægð og þar eru skurðlækn- ir, lyflæknir og svæfingalæknir. Við leitum eftir sérfræðingi í heimilislækning- um, lyflækningum, öldrunarlækningum, eða öðrum sérgreinum. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Frekari upplýsingar veita Pétur Heimisson, yfirlæknir og Anna Dóra Helgadótt- ir, rekstrarstjóri í síma 471 1400. Umsóknir skulu sendar til Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstöðum, Lagarási 17, 700 Egilsstöðum. Héraðið og Egilsstaðir. Í læknishéraðinu voru 1. des. 2002 rúmlega 3000 manns, þar af ca 1700 á Egilsstöðum. Veruleg íbúafjölgun er í læknishéraðinu í tengslum við nýhafnar virkjunar- og stóriðju- framkvæmdir. Auk þeirrar stöðu sem nú er auglýst er tímabundið setin 5. staða læknis á vegum stofnunarinnar við Kárhnjúkavirkjun. Á Egilsstöðum er leikskóli (bygging annars slíks að hefjast), deilda- skiptur grunnskóli, menntaskóli og háskólasetur er nýtekið til starfa. Aðstaða til íþróttaiðkunar er góð, einn fullkomnasti frjálsíþróttavöllur landsins, íþróttahús og sundlaugar, níu holu golfvöllur og stutt í skíðasvæði. Hestamennska er vaxandi og metnaðarfull uppbygging nýs svæðis fyrir þá íþrótt er hafin. Tónlistar- og menningarlíf er öflugt og t.d. er hægt að ljúka 8. stigi söngnáms við tónskólann á Egilsstöðum. Á Egilsstöðum er nýtt hótel sem verið er að stækka, mörg öflug verslunar- og þjónustufyrirtæk i og fer þeim fjölgandi. Fullkominn flugvöllur og 3-5 flugferðir til Reykjavíkur alla daga. Auk þess er sl. tvö sumur vikulegt flug beint til Evrópu og 20 mínútna akstur er á Seyðisfjörð um borð í ferjuna Norrænu sem á sumrin siglir milli Norðurlanda og Seyðisfjarðar. Vegasamgöngur í héraðinu og til nágrannabyggða á fjörðum eru mjög góðar, enda lega Egils- staða frábær, í miðju veganeti Austurlands. Ferðamennska er mikil, bæði á sumri og vetri enda býður svæðið uppá ótal möguleika til útivistar og ferðalaga. Vanur sölumaður fasteigna óskast. Verður að hafa reynslu í að verðmeta íbúðir á höfðuborgarsvæðinu. Þarf að geta hafið störf ekki seinna en 1. jan. 2004. Greidd föst mánaðarlaun. Umsóknir sendist til auglýs- ingadeildar Mbl. eða á box@ mbl.is merktar: „V — 14609“, fyrir 10. des. Lyfjastofnun Lyfjafræðingur í skráningardeild Lyfjastofnun óskar eftir lyfjafræðingi til starfa í skráningardeild frá og með 1. febrúar n.k. Helstu verkefni:  Veiting markaðsleyfa fyrir lyf ásamt umfjöl- lun og afgreiðslu á breytingum á forsendum markaðsleyfa. Starfið felur m.a. í sér umfjöl- lun um lyfjafræðilegar og klínískar breyting- ar á lyfjum  Önnur verkefni í samráði við yfirmann Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólapróf í lyfjafræði  Góð íslenskukunnátta  Tölvukunnátta  Öguð og sjálfstæð vinnubrögð  Góðir samskiptahæfileikar  Góð enskukunnátta nauðsynleg og annað/ önnur Evrópumál æskileg Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf. Launakjör samkvæmt samningum Lyfjafræð- ingafélags Íslands. Upplýsingar um starfið gefa Guðrún Baldursd- óttir deildarstjóri skráningardeildar eða Þorbjörg Kjartansdóttir skrifstofustjóri, sími 520 2100. Umsókn um starfið óskast send, ásamt upplýs- ingum um fyrri störf og meðmælum til Lyfja- stofnunar merkt: Starfsumsókn. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Hjúkrunarfræðingur Rannsóknir Cutis ehf. (www.cutis.is) er fyrirtæki sem starfar að rannsóknum á húðsjúkdómum. Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa við rannsóknir. Starfið felst í að vinna með húðsjúkdómalæknum, við að fylgja eftir sjúk- lingum sem taka þátt í vísindarannsóknum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á ensku, hafi reynslu af því að vinna við tölvur og eigi auðvelt með að starfa sjálfstætt. Umsóknum, þar sem koma fram upplýsingar um nám og fyrri störf má skila á tölvupósti á póstfangið cutis@hudlaeknastodin.is, eða bréflega á Húðlæknastöðina, Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, merkt Cutis ehf. Húsabakkaskóli Svarfaðardal Laust starf til umsóknar Fullt starf skólaliða er laust til umsóknar við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Starf skólaliða skiptist annars vegar í aðstoð í mötuneyti skól- ans og hins vegar í ræstingarhúsnæði skólans og í Sundskála Svarfdæla. Leitað er að einstaklingi sem getur umgengist börn og ungmenni af umburðarlyndi og já- kvæðni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélga og Einingar Iðju. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 5. janúar 2004. Umsóknarfrestur er til 10. desember. Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri, vs. 466 1551, hs. 466 3264, netfang ingileif@dalvik.is. MUNUR á reglulegum laun- um milli kynja er mestur meðal stjórnenda og tækna og sér- menntaðs starfsfólks en minnstur meðal verkamanna og iðnaðarmanna. Hjá verkafólki og iðnaðarmönnum virðist munur á heildarlaunum skýrast að hluta til vegna meiri vinnu karla, en það sama er ekki hægt að segja um stjórnendur, enda vinna kvenstjórnendur að með- altali lengri vinnuviku en karl- stjórnendur. Þetta kemur fram í nýrri könnun Kjararannsókn- arnefndar á launaþróun á þriðja ársfjórðungi. Samkvæmt könnuninni er minnstur kynjamunur á laun- um iðnaðarmanna en hlutfall reglulegra launa kvenna af launum karla er þar um 88%. Hlutfall reglulegra launa verka- kvenna af launum verkamanna er á svipuðum nótum, um 83%. Hins vegar er hlutfall reglu- legra launa kvenna meðal tækna og sérmenntaðs starfs- fólks um 64% af launum karla og meðal stjórnenda er hlutfall- ið 67%. Laun afgreiðslufólks hækka mest Einnig kemur fram að laun hafa alls hækkað um 5,5% að meðaltali á landsvísu. Laun kvenna hafa hækkað um 6,4% á síðustu tólf mánuðum á meðan laun karla hækkuðu um 4,5%. Laun þjónustu-, sölu- og af- greiðslufólks hækkuðu mest á tímabilinu, um 7,4% en laun iðn- aðarmanna hækkuðu minnst, um 3,9%. Kjararannsóknarnefnd fjallar einnig um þróun launa innan starfsstétta undanfarin ár. Á síðu nefndarinnar, www.kjara.is, er launaþróunin rakin, en frá fyrsta ársfjórðungi 1998 til þriðja ársfjórðungs 2003 hafa regluleg laun hækkað að meðaltali um 47,5%. Mesta hækkun reglulegra launa var hjá afgreiðslufólki, 51,5%, en minnsta hjá sérfræðingum, 39,1%. Á sama tímabili hækk- uðu heildarlaun að meðaltali um 40,6%. Mesta hækkun heildar- launa var hjá tæknum, 45,3%, en minnsta hjá iðnaðarmönnum 34,2%. Vinnutími styttist að meðaltali um 3,5%.                                                                       !  " #$% &    $                    Launamunur kynja mikill hjá stjórnendum Launakönnun Kjararannsóknanefndar Minnstur launamunur meðal iðnaðarmanna og verkafólks SUMIR vilja meina að launa- munur kynjanna sé hluti af leif- um feðraveldis og með ungum og ferskum viðskiptamönnum komi nýr tími þar sem konur og karlar fá sömu laun fyrir sömu störf. Már Örlygsson listamaður og hugbúnaðarhönnuður segir þó aðra sögu. „Mér misbauð al- gjörlega um daginn að heyra að í stóru leikverki sem var sýnt í allt sumar voru kvenleikararnir og dansararnir allar á mun, mun lægri launum en karlleik- ararnir og dansararnir sem svitnuðu og púluðu með þeim á sviðinu í nákvæmlega eins hlut- verkum. Mér fannst það töff þegar konan mín og vinkona hennar höfnuðu ítrekuðum beiðnum um að taka að sér stöður búninga- og sviðsmyndahönnuða verksins í vor af því framleiðendurnir harðneituðu að borga þeim eðli- leg lágmarkslaun.“ Nokkrum dögum síðar var ungur karlhönnuður ráðinn í hluta starfsins á hærra kaupi en þær höfðu beðið um, og tvær óreyndar stúlkur á mjög lágum launum ráðnar til að sjá um af- ganginn. „Mér sárnaði að heyra af þessum dæmum um launa- misrétti kynjanna á meðal ungs fólks sem ég þekkti – og að mismununin virtist vera mark- viss viðskiptaákvörðun ungra athafnamanna af minni kyn- slóð. Algjör tímaskekkja.“ Fortíðarvandi?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.