Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sjúkraliðar athugið Múlabær, dagvistun aldraðra og öryrkja, aug- lýsir eftir sjúkraliða í fullt starf. Starfið er laust nú þegar. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf. Við leitum að einstaklingi með frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og ríka þjónustulund. Áhugasamir sem telja sig uppfylla ofangreind skilyrði vinsamlega hafi samband við Hallberu Friðriksdóttur forstöðumann eða Ester Þor- grímsdóttur hjúkrunarfræðing í síma 568 1330, fyrir 9. desember nk. Skrifstofustarf hlutastarf Óskum eftir að ráða skipulagða og nákvæma manneskju í skrifstofustarf, ca 30% starf. Vinnutími 3 morgnar í viku 8.00-12.00. Umsækjendur skili skriflegri umsókn í af- greiðslu Hreyfingar, Faxafeni 14 eða á net- fangið hreyfing@hreyfing.is Icelandair er fyrirtæki í öflugri sókn og vill vera í forystu á alþjóðamarkaði. Við sækjumst eftir einstaklingum til að taka þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum. Flugmenn Vilt þú móta framtíðina með okkur? Icelandair áformar að ráða nýja flugmenn til starfa á næstunni. Félagið býður þeim sem hug hafa á þessum nýju stöðum og uppfylla tilgreind skilyrði að senda inn umsóknir til félagsins. Vegna fyrirsjáanlegrar árstíðarsveiflu í umsvifum Icelandair er gert er ráð fyrir að nýir flugmenn hefji störf næsta vor og starfi til hausts. Umsækjendur skulu hafa gilt atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsáritun fyrir tveggja hreyfla flugvél, hafa lokið bóklegu námi til réttinda atvinnuflugmanns I. flokks og hafa lokið námskeiði í áhafnarsamstarfi (MCC). Atvinnuflugmannsskírteini umsækjenda skal gefið út af Flugmálastjórn Íslands, eða gefið út í öðru aðildarríki Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA) í samræmi við kröfur þeirrar stofnunar. Lágmarksreynsla er 500 fartímar og/eða tegundarréttindi á fjölstjórnarflugvél (MPA). Að lágmarki 100 fartíma reynslu sem flugstjóra er krafist. Umsækjendur skulu hafa lokið fullgildu stúdentsprófi eða öðru námi sem félagið metur sambærilegt. Umsækjendur þurfa að geta gengist undir inntökupróf á næstu vikum. Umsóknum þurfa að fylgja eftirfarandi gögn: • Afrit af flugmannsskírteini ásamt áritunum og heilbrigðisvottorði • Afrit af prófskírteinum ásamt einkunnum fyrir allt bóklegt flugnám • Afrit af stúdentsskírteini eða öðrum sambærilegum prófskírteinum ásamt einkunnum • Afrit af síðustu 100 fartímum í flugdagbók • Nýtt sakavottorð Á sérstöku blaði skal vera sundurliðun flugtíma sem hér segir: • Heildarfartími • Fartími sem kennari • Fartími í blindflugi (við blindflugsskilyrði) • Fartími sem flugstjóri • Fartími á fjölhreyfla flugvél • Fartími á fjölstjórnarflugvél (MPA) • Fartími á þotu Skriflegar umsóknir ásamt fylgigögnum óskast sendar starfsmannadeild Icelandair, aðalskrifstofu, Reykjavíkur- flugvelli, fyrir 15. desember nk. Nauðsynlegt er að netfang umsækjenda komi fram á umsóknareyðublaði. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar. • Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustufyrirtæki sem tekur þátt í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði. • Icelandair eru framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferða- þjónustu á Íslandi, leiðandi í markaðssetningu á Internetinu og í fremstu röð í þróun upplýsingatækni. • Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um þúsund manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum. • Icelandair leggur áherslu á að starfsmenn félagsins séu þjónustusinnaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi. • Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna og símenntun, hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf starfsmanna. Icelandair er reyklaust fyrirtæki. Sjá nánar um ofangreint starf á www2.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is/ Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 HEIMSPEKIDEILD Laust er til umsóknar starf lektors í heimspeki við heimspekiskor. Lektorinn þarf að geta kennt inngangsnámskeið í heimspeki, svo og heimspekileg forspjallsvísindi. Æskileg sérsvið eru fornaldarheimspeki, frumspeki eða þekk- ingarfræði. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi eða vera á lokastigi doktorsnáms. Um hæfi umsækjenda fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000. Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2004 og skal umsóknum skilað í þríriti til rannsóknasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Arnór Hannibalsson, formaður heimspekiskorar, símar 5254350 og 5667681, tölvupóstfang arnorh@hi.is. Hrafnistuheimilin Lausar stöður Hrafnista í Reykjavík Hjúkrunarfræðinga á kvöld- og helgar- vaktir, starfshlutfall samkomulag. Sjúkrahliða í vaktavinnu, starfshlutfall samkomulag. Starfsfólk við aðhlynningu í vaktavinnu, starfshlutfall samkomulag. Upplýsingar gefur við Ragnheiður Stephensen í síma 585 9500. Vífilsstaðir Garðabæ Hjúkrunarfræðinga á kvöld- og morgun- vaktir, starfshlutfall samkomulag. Sjúkraliða - á allar vaktir. Starfsfólk við aðhlynningu - allar vaktir. Býtibúr - morgun-, kvöld- og helgarvaktir. Ræsting - morgun- og helgarvaktir. Upplýsingar gefur Ingibjörg Tómasdóttir í s. 585 9500 eða 585 9403. Hrafnista í Hafnarfirði Hjúkrunarfræðinga á kvöld- og helgarvaktir, starfshlutfall samkomulag. Frábær leikskóli er á staðnum. Upplýsingar gefur Alma Birgisdóttir í síma 585 3000 eða 585 3101. Frumkvæði, fagmennska, jákvæðni, og hlýja er það sem skiptir okkur máli. Einnig er hægt að sækja um störf á heimasíðu Hrafnistu www.hrafnista.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.