Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fasteignamat ríkisins í Reykjavík auglýsir eftir forritara. Verkefni forritarans tengjast Landskrá fasteigna sem stofnunin heldur. Stefnt er að vottun upplýsingaöryggis samkvæmt ÍST BS 7799-2:2002. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 14. desember 2003. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða en umsóknum skal skila til Fasteignamats ríkisins, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu auglýsingar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Friðjónsson forstöðumaður tölvudeildar í síma 515 5300 og á tölvupósti sf@fmr.is. Forritari Starfssvið er eftirfarandi: · Viðhald núverandi kerfa · Hönnun og þróun nýrra kerfa · Forritun á gagnavinnslum · Almenn forritun Æskileg þekking og reynsla: · Tölvufræði eða kerfisfræðimenntun · Tveggja ára starfsreynsla við forritun · Þekking og reynsla í .NET umhverfinu · Forritunarreynsla í VB, C, C++, C#, ASP, Java og HTML · Þekking á forritun í Lotus Notes og GoPro hópvinnukerfum · Þekking og reynsla af kerfisgreiningu og notkun á UML · Góð þekking og reynsla af gagna- grunnum s.s. SQL-Server, Informix og Oracle · Þekking á Vefþjónustum, SOAP, WS-security og XML · Þekking á rafrænum skilríkjum · Þekking og reynsla af Unix og Windows stýrikerfinu · Góð þekking á TCP/IP og netsamskiptum · Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar · Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi Garðyrkjumiðstöðin - Reykjum - Ölfusi Box 170 - 810 Hveragerði www.gardyrkja.is gardyrkja@gardyrkja.is Framkvæmdastjóri Samband garðyrkjubænda auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra með aðset- ur að Garðyrkjumiðstöðinni Reykjum Ölfusi. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir berist Sambandi garðyrkj- ubænda fyrir 10. desember nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Jóhannesson í síma 898 0913. Störf í grunnskólum Reykjavíkur Breiðagerðisskóli, sími 510 2600 Skólaliðar í almenn störf og skóladagvist. Heil- ar stöður og hlutastarf. Foldaskóli, símar 567 2222 og 898 7229. Skólaliði. 80-100% staða við blönduð störf innan skóla, m.a. Í mötuneyti, gæslu og ræst- ingar. Hlíðaskóli, sími 552 5058 Táknmálsdeild. Þroskaþjálfi eða kennari á táknmálssvið Hlíð- askóla frá áramótum. Táknmálskunnátta nauðsynleg. Hamraskóli, sími 552 6300 Skólaliði frá næstu áramótum. 100% staða. Hólabrekkuskóli, símar 557 4466 og 898 7089 Kennsla á yngsta stigi frá áramótum. Vogaskóli, sími 553 2600 Þroskaþjálfi til aðstoðar nemanda í 6. bekk, 75% staða. Baðvarsla drengja á mánudags- og föstudagsmorgnum og eftir hádegi á mið- vikudögum. 50% staða. Upplýsingar veita skólastjórar, aðstoðarskólastjórar eða aðrir til- greindir í viðkomandi skólum. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar- frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is . Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast nú þegar til starfa á hjúkrun- arheimilið Droplaugarstaði, Snorrabraut 58. Starfshlufall og vinnutími getur verið samkom- ulag. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjav- íkurborgar og Sjúkraliðafélags Íslands. Nánari upplýsingar um starfið veita Gyða Þorg- eirsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, netfang: gyd- ath@fel.rvk.is og Ingibjörg Bernhöft, forstöðu- maður, netfang: ingibjorgb@fel.rvk.is í síma 552 5811. Leiðbeinandi Félags- og þjónustumiðstöðin Vesturgötu 7, óskar eftir leiðbeinanda til starfa við félags- starf. Starfið felur m.a. í sér leiðbeiningu og aðstoð við almenna handavinnu. Umsækjend- ur þurfa að búa yfir hæfni í mannlegum sam- skiptum og geta unnið sjálfstætt. Um er að ræða 75% starf. Umsóknarfrestur er til 5. janú- ar nk. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjav- íkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur. Nánari upplýsingar veita: Harpa Rún Jó- hannsdóttir, forstöðumaður, harpaj@fel.rvk.is og Halldóra Guðmundsdóttir, deildarstjóri, halldorag@fel.rvk.is í síma 562 7077. Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is . Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík Ráðgjafi í einhverfu og tengdum fötlunum Á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík er laus til umsóknar 100% staða ráðgjafa í ein- hverfu og tengdum fötlunum. Staðan felur m.a. í sér ráðgjöf við aðstandendur, þáttöku í teym- isvinnu innan Svæðisskrifstofu og utan og fræðslu til starfsfólks og annarra. Við leitum eftir starfsmanni með menntun á uppeldissviði ásamt sérþekkingu og reynslu í málefnum einhverfra. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lone Jens- en, sviðsstjóri í síma 533 1388. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins og ÞÍ eða SFR. Umsóknarfrestur er til 15. des. nk. Skriflegar umsóknir sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Síðumúla 39, 108 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra, Síðumúla 39, 108 Reykjavík og á heimasíðu www.ssr.is . Ríkislögreglustjórinn Laus staða löglærðs fulltrúa Laus er til umsóknar staða löglærðs fulltrúa í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans. Ráðið verður í stöðuna frá 1. febrúar 2004. Nánari upplýsingar veitir Jón H. B. Snorrason, saksóknari. Laun fara samkvæmt kjarasamningi ríkisins við stéttarfélag lögfræðinga (SLÍR). Umsóknum um stöðuna skal skila til ríkislög- reglustjórans, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, en umsóknarfrestur rennur út þann 12. desem- ber 2003. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um. Reykjavík, 28. nóvember 2003, ríkislögreglustjórinn. Staða Framkvæmdastjóra Verkalýðsfélag Akraness auglýsir laust til um- sóknar starf framkvæmdastjóra félagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir formaður félags- stjórnar, Vilhjálmur Birgisson, sími 865 1294. Umsóknum skal skila til Vilhjálms Birgissonar, Verkalýðsfélagi Akraness, Sunnubraut 13, 300 Akranesi, fyrir 9. desember nk. Verkalýðsfélag Akraness. Mosfellsbær Lágafellsskóli Laus störf Vegna forfalla vantar umsjónarkennara í 3. bekk frá 1. janúar 2004. Um 70% starf er að ræða. Ennfremur vantar sérkennara í 100% starf frá 1. janúar 2004. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og LN. Umsóknarfrestur um störfin er til 14. des- ember. Upplýsingar veita Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 525 9200/896 8230 og Sig- ríður Johnsen, skólastjóri, í síma 525 9200/ 896 8210. Sölumenn Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir kraft- miklum sölumönnum í símasölu. Góðir tekjumöguleikar. Vinnutími frá kl. 18-22 fjögur kvöld í viku. Áhugasamir sendi upplýsingar um aldur og starfsferil til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „K—14585“ fyrir 4.desember nk. Hagfiskur er 11 áa gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í símasölu á frystu sjávarfangi. Ánægðir viðskiptavinir okkar skipta þúsundum enda leggur fyrirtækið metnað sinn í að bjóða aðeins fyrsta flokks vöru og þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.