Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 B 9 Bóksala stúdenta er eina bóka- verslun sinnar tegundar á landinu. Meginmarkmið hennar er að útvega háskóla- stúdentum náms- efni og önnur aðföng til náms. Auk þess býður hún háskólasam- félaginu, sérfræði- bókasöfnum, framhaldsskólum og öðrum skólum á háskólastigi marg- þætta þjónustu. Bóksalan er ein af rekstrareiningum Félagsstofnunar stúdenta sem er sjálfseignastofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. Að henni standa stúdentar innan Háskóla Íslands, HÍ og menntamála- ráðuneytið. Í starfinu felst m.a. afgreiðsla og ráðgjöf til viðskiptavina. Krafist er almennrar menntunar, þekkingar og áhuga á bókum auk góðrar tungumálakunnáttu. Starfskrafturinn þarf að vera dugmikill, fróðleiksfús, reiðubúinn að kynna sér háskólasamfélagið og þarfir þess og viljugur að leggja sig fram við að þjóna kröfuhörðum viðskiptavinum. Upplýsingar eru veittar hjá Atvinnumiðstöð stúdenta í síma 5 700 888. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn til Atvinnumið- stöðvar stúdenta, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, 101 R. eða tölvupóst til atvinna@fs.is, fyrir 5. desember n.k. Bóksala stúdenta óskar eftir starfskrafti í verslunina atvinna@fs.is Fyrirsöngur/ Áheyrnarpróf Óperusöngvarar Íslenska óperan leitar eftir óperusöngvurum í hlutverk fyrir eftirtaldar óperuuppfærslur sem ráðgerðar eru starfsárið 2004-2005: Sweeney Todd - Stephen Sondheim; Don Pasquale - Gaetano Donizetti; Rigoletto - Giuseppe Verdi Fyrirsöngur verður í Íslensku óperunni dagana 15.—19. desember nk. Söngvarinn þarf að hafa undirbúið tvö atriði að eigin vali (aríur eða lög) úr óperum og/eða söngleikjum. Píanóleikari Íslenska óperan óskar að ráða æfingapíanista (répétiteur) í hlutastarf starfsárið 2004—2005. Áheyrnarpróf fara fram í Íslensku óperunni dagana 15. og 16. desember nk. Umsækjandi þarf að hafa undirbúið sig til að leika hluta úr óperu að eigin vali og geta sam- tímis sungið viðkomandi hlutverk. Umsóknir um fyrirsöng/áheyrnarpróf sendist Íslensku óperunni, pósthólf 1416, 121 Reykja- vík, fyrir 10. desember nk. Náms- og starfsferilsskrá á ensku eða þýsku þarf að fylgja umsókn. LAUS STÖRF • Umsjónarkennara Hjallaskóla • Forfallakennara Hjallaskóla • Leikskólakennara Kópasteini • Leikskólakennara Núpi v/Núpalind • Leikskólakennara Fífusölum v/Salaveg • Leikskólakennara Grænatúni v/ Grænatún • Leikskólakennara Dal v/Funalind • Umsjónarkennara Salaskóla • Tónlistarkennara Salaskóla • Deildarstjóra Álfatúni v/Álfatún • Leikskólakennara Álfatúni v/Álfatún Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Félagsráðgjafi Hjá Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga á Húsavík er laus 100% staða félagsráðgjafa. Hjá Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga er samþætt starfsemi félagsþjónustu, skólaþjón- ustu og málefna fatlaðra ásamt barnavernd sem býður upp á þverfaglegan starfsgrund- völl. Um er að ræða spennandi starf í félagsþjón- ustu og barnavernd ásamt því að koma að öðrum fagteymum og uppbyggingu á stofnun- inni. Áhugasamir hafi samband við Soffíu Gísladótt- ur félagsmálastjóra í síma 464 1430. Staðan er laus frá og með 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. Vinsamlegast skilið inn umsóknum fyrir 10. desember nk. Húsavík er 2.500 manna bæjarfélag, þar er öflugt félags- og menningarlíf, aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu, vegalengdir litlar. Í bænum er framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar, tónlistarskóli og öflug heilbrigðisstofnun (sjúkrahús og heilsugæsla) auk allrar almennrar þjónustu. „Au pair“ til Sviss Íslensk-frönsk fjölskylda í Genf óskar eftir „au pair“ til að gæta 9 ára stúlku frá janúar 2004. Þarf að vera sjálfstæð, barngóð, jákvæð og reyklaus. Ekki yngri en 19 ára. Skriflegar umsóknir sendist á netfang helga.leifsdottir@ifrc.org. Vinnueftirlit ríkisins starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að fækkun slysa, atvinnutengdra sjúkdóma og góðri líðan starfsmanna á vinnustað. Vinnueftirlitið óskar að ráða sérfræðing til starfa í þróunar- og eftirlitsdeild. Um er að ræða starf í þróunar- og eftirlitsdeild en meginhlutverk deildarinnar er að gegna frumkvæðis- og samræmingarhlutverki á sviði eftirlitsstarfa VER. Menntunar- og hæfniskröfur  Háskólamenntun, t.d. á tækni- eða heilbrigð- issviði.  Reynsla sem nýtist í starfi sem þessu.  Þekking á tölvu-, gæða- og markaðsmálum æskileg.  Hæfni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknar- eyðublað er ekki notað. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til Vinnueftirlitsins, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík fyrir 15. desember nk. Nánari upplýs- ingar um starfið veitir Þórunn Sveinsdóttir deildarstjóri í síma 550 4640 og Ólafur Hauks- son aðstoðardeildarstjóri í síma 550 4642. starfinu? Ertþú le itað rétta í Annata hf. óskar eftir að ráða til starfa sérfræðinga í hugbúnaðarþróun og forritun. Reynsla af þróun í viðskiptakerfunum MBS-Axapta og MBS-XAL er æskileg. Fyrir er frábær hópur ráðgjafa og forritara sem munu taka vel á móti þér í léttu og skemmtilegu vinnuumhverfi. Hefur þú áhuga? Hafðu þá samband við Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóra Annata, í síma 660 1020 eða sendu honum tölvupóst á netfangið johann@annata.is Annata hf. var stofnað 2001. Félagið er vottaður samstarfsaðili Microsoft og OEM/AVAR samstarfsaðili Cognos Inc. Viðskiptavinir félagsins eru um 50 talsins og flestir á meðal stærstu fyrirtækja landsins. Lausnum Annata er jafnframt dreift af samstarfsaðilum í fjölmörgum löndum Evrópu. Rekstur félagsins hefur skilað góðri arðsemi frá upphafi og gert er ráð fyrir áframhaldi þar á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.