Vísir


Vísir - 26.11.1980, Qupperneq 1

Vísir - 26.11.1980, Qupperneq 1
r- Verður samkomulag um framboð á ASl-Þinglnu? Karl sieinar bauð Albíðu- bandalagsmðmum stuðnlng Forystukjör Alþýöusam- bandsins var greinilega ofar- lega á baugi I gær, og inikill undirbúningur I gangi. Ýmsir flokksbroddar og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar voru greinilega í önnum, og voru tið fundahöld i hornum og á göng- um. A.m.k. tveir stjórnmála- flokkanna hafa tekið herbergi á leigu á Hótel Sögu, þar sem þingiö fer fram, þ.e. Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokk- ur. Komu fulltrúar allra flokka saman til fundar f hádeginu 1 gær. Sú hugmynd um skiptingu i miðstjórn, sem einkum heiur verið rædd, er að Alþýðubanda- lag fái nú 5 menn i stað 6, Sjálf- stæðisflokkur fái 3, i staö 2ja, Alþýðuflokkur fái einnig 3, i stað 4, Framsdknarflokkur 2, i stað eins nú^og dháðir 2. Hafði þessi hugmynd verið til umræðu i gær og þá gert ráð fyrir að sam- komulag næðist um íorseta i íramhaldi af henni. 1 gærkvöld mun það svo hala gerst að Karl Steinar Guðnason bauð Alþýðubandalagsmönnum stuðning sinn gegn þvi aö Al- þýöuflokkurinn fengi 4 menn i miðstjórn, Alþýðubandalag fengi 6 menn eins og það hefur nú og að Ásmundur yröi studdur til forsetakjörs. Verður væntanlega ljóst eftir „sellufundi” i dag hvernig þessi mál skipast, greinilega getur allra veðra verið von fram á morgundaginn. —JSS Melrihlutinn á Akureyri: Klofnaðl „Tilgangurinn með tillögunni er aö benda á aö Eyjafjaröar- svæðið sé inni i myndinni þegar orkufrekum iðnaði verður valinn staöur. Jafnframt er tillagan stuðningur við Blönduvirkjun sem næstu stórvirkjun hérlendis,” sagöi Ingólfur Arna- son, bæjarfulltrúi á Akureyri. i samtali viö Visi i morgun. Ingólfur flutti tillögu i bæjar- stjórn Akureyrar i gær sem kom á stað snörpum umræöum, en hún fól i sér stuning bæjarstjórnar við orkufrekan iðnað á Eyjafjarðar- •svæðinu að þvi tilskyldu aö fyllstu umhverfisverndar verði gætt. Tillaga Ingólfs var að lokum samþykkt með sex atkvæðum gegn þremur. Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn studdu Ingólf, en á móti voru Tryggvi Gislason frá Framsókn og báðir fulltrúar Alþýðubandalagsins, en tveir Framsóknarmenn greiddu ekki atkvæði. SG/GS Akureyri Sigur gegn Mongólíu Islenska karlasveitin á Ólympiuskákmótinu á Möltu tefldi viö sveit Mongóliu i gær og unnu Jón L. Arnason og Ingi R. Helgason sinar skákir- en Helgi Ólafsson tapaði. Skák Jóhanns Hjartarsonar fór i bið, en hún var jafnteflisleg. Kvennasveitin tefldi við Svia og töpuöu Ólöf Þráinsdóttir og Sigurlaug Friöþjófsdóttir sinum skákum en Aslaug Þráinsdóttir á óteflda biðskák. _ SG Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi, skammt fyrir ofan Nesti, eftir hádegi I gær. Voru bilstjórar beggja bilanna, auk farþega sem var I öörum þeirra, fluttir á slysadeild, en ekki mun vera um alvarleg meðsl að ræða. Tildrög slyssins voru þau, að bifreið af Lada-gerð var á leið til Reykjavikur. Hugðist bilstjóri hennar aka fram úr annarri bifreiö, sveigði yfir á vinstri vegarhelming og lenti i krapaelg. Missti hann stjórn á bllnum, sem lenti á Cortinu-bitreið, sem var á leið úr bænum Varð mjög harður árekstur og eru báðar bifreiðarn- ar taldar ónýtar. — JSS Bilarnir voru mikiö skemmdir eftir áreksturinn. — Visismynd: BG Hðrkuárekstur á Vesiuriandsvegl Atriðl úr „Leitinnl að eidinum” tekin (Kenya pessa flagana: Upptðkur hér á landi í vor „Ég var að fá skeyti frá kvik- myndagerðamönnunum, þar sem segir, að þeir séu nýkomnir til Kenya. Þar verða nokkur at- riði myndarinnar tekin, en siðan eru þeir væntanlegir hingað til lands I vor, breytist núverandi áætlanir þeirra ekki”, sagði Gisli Gestsson, kvikmynda- gerðarmaður, er Visir spurði hann um framhald á gerð myndarinnar „Leitin að eldin- um”. Þaö er sem kunnugt er banda- riska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox, sem stendur að gerð þessarar kvikmyndar. Var upphaflega fyrirhugaö að taka alla myndina hér á landi, en vegna ófyrirsjáanlegra at- burða, svo sem leikaraverk- falls, reyndist það ógerlegt. Þvi voru dýrasenurnar myndaðar i Skotlandi og nú i Kenya. Sagði GIsli, að vissir erfið- leikar fylgdu þvi að taka hluta myndarinnar hér. Ljóst væri,að öðrum myndatökum yrði lokið um áramót. Þaö, svo og veður- far á tslandi geröi það að verk- um, að ekki væri hægt að hefja vinnu hér fyrr en i vor. Þyrfti að biða með að ljúka gerð myndar- innar i f jóra mánuði, sem væri óskaplega erfitt, m.a. með tilliti til þess, að halda öllu þvi fólki, sem þar kæmi við sögu, saman. Þrátt fyrir þetta væru tökur hér fyrirhugaöar I vor, ef núverandi áætlanir breyttust ekki. — JSS.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.