Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 26.11.1980, Blaðsíða 14
Steingrimur Hermannsson sjávariitvegsráðherra ávarpaði Piskiþing og sagði frá þcim hugmyndum, scm efstar eru nú um fiskveiðistefnu landsmanna. Afiskiþingi koma saman helstu forkólfar sjávarút- vegs víðs vegar af landinu. Eins og að líkum lætur eru menn þar engan veginn sammála í öllum málum, því hér eru hagsmunamái, eða buddusjónarmið eins og einn viðmælenda Vísis nefndi það, rædd og rök- studd. Málin eru fjöl- breytileg, allt frá fæðingarorlofi til mótunar fiskveiðistefnu. Vísir leit inn á 39. fiskiþing, sem nú stendur yf ir og rabbaði við f jóra mæta menn, hvern af sínum landshluta, um nokkur mál, svo sem stjórnun fiskveiða, stærð flotans, verndun smáfisks, fjölþættari veiðar og Sigurjön VaUlimarsson skrifaði Bragi Guðmundsson tók mvndirnar tieira. Þeir eru alls ekki á einu máli, enda henta ekki sömu ráðstafanir öllum landshlutum og þessir menn eru fulltrúar úr sínu héraði aó berjast fyrir betri hlut, þvi til handa. sv VÍSIR Hilmar Rósmundsson (rá vestmannaeyjum: Þorsteínn Jóhannesson úr Garði: „íslendlngar munu alltaf halda áfram að Hölga Hilmar Bjarnason frá Eskifirði: „Varöandi fækkun er það að segja að til eru tveir sjóðir, sem eiga að stuöla að fækkun. Annar er til að bæta að hluta eigendum gamalla báta, þegar ekki þykir lengur borga sig að gera við þá”. — Veröa þá ekki keyptiraðrir i staöinn? „Jú, þarna er talað um að fækka. Svo kemur fram á öðrum stað aö við viljum berjast fy rir að tslendingar sjálfir sjái um endur- nýjun flotans, i skipasmiðum og viöhaldi”. — Þið varið við íhlutun stjórn- valda. Við hvað er átt með þvi? „Við vörum við íhlutun stjórn- valda einfaldlega af þvi að það er ekkert leyndarmál og það sjá það allir, sem vilja sjá, að þar hefur pólitikin herfilega komið inn i dæmið og mismunað svæðum með nýjum skipum og gömlum skipum. Það hafa verið flutt góð skip og sæmileg skip á milli staða i óþökk staðarmanna. — Ertu með ákveðin skip i huga? „Ég ætla ekki að nefna ákveðin skip en það er hægt að gera það hvar og hvenær sem er. Ég get bætt því við, að þar sem engin að- staða er, þar er verið að kaupa skip. Þegar skipið er komið er ekki einu sinni bryggja til, fyrir skipið að landa við, það er ekki frystihús til að leggja fiskinn upp i og annað eftir þessu og þá þarf með ærnum kostnaði að fara að byggja upp. Siðan þarf að fá er- lent vinnuafl til að vinna aflann”. — Munu útvegsmenn og sjó- menn draga úr stærð flotans, ef þeir fá frjálsar hendur um kaup á skipum? „Islendingar eru það dugleg þjóð, að þeir munu alltaf halda áfram að fjölga sinum skipum, það er klárt mál. Við stöndum núna frammi fyrir timabundnu vandamáli, sem við þurfum að átta okkur á. Viö erum nú með allt of stóran flota miðaö viö það sem okkur er sagt —ég endurtek, miðað viðþað sem okkur er sagt — að við megum veiða”. SV „Viöerum þarna að vara við að auka skipastólinn meira en oröið er, með hliðsjón af þvi sem okkur er sagt að til sé af fiski, sem viö megum veiða”, sagði Þorsteinn Jóhannesson í Garöi, en hann var spurður um ályktun Fjóröungs- þings Sunnlendinga, þar sem beint er tii fiskiþings að beita sér gegnaukninguá skipastólnum og varað viðihlutun stjórnvalda, þar sem samtök útvegsmanna og sjó-^ manna eru sammála um að heldur þurfi að draga úr stærð fiskiskipastólsins, eins og segir I ályktuninni. Þorsteinn Jóhannesson: „Pólitikin hefur herfilega mis- munað svæðum”. Marías Þ. Guðmundsson frá ísafirði: Vill velða melra al kolmunna. ræklu og Málöngu ,,Við höfum gert tillögu um að skipta árinu niður i þrjú veiði- timabil”, var upphafið á svari Mariasar Þ. Guðmundssonar frá tsafirði. þegar við spurðum hann um stefnu Vestfirðinga i stjórnun fiskveiða. ..Fyrsta veiðitímabilið verði frá janúar til mailoka, þá verði veitt 50% þess þorsks, sem má veiða á árinu, næsta timabii standifrá júni tilseptember og þá verði heimilað að veiöa 30% og á siðasta timabiiinu, október til desember verði 20% veidd. Þá leggjum við til að skrapdag- ar verði með likum hætti og verið hefur þó getum við gert okkur grein fyrir þvi að þá verður að auka, til að halda þessu veiði- magni. Við leggjum þó til að þorskmagnið i afla skrapdaganna á þriðja timabilinu verði aukið úr 15% i 25%. Við teljum þetta nauðsynlegt til að nýta karfa- veiðina betur en gert hefur verið, þó að það sé núna uppi hjá fiski- fræðingum að karfinn sé ofveidd- ur hér á Norður-Atlantshafi”. — Ertu þvi ekki fyllilega sam- mála? „Ég ber ekkibrygður á það, hjá fiskifræðingunum”. — Af siðustu skýrslu Hafrann- sóknarstofnunar verður lesið að allar fisktegundir, sem veiddar eru á skrapdögum, eru fullnýttar. Hvernig er þá hægt að auka veiðina? „Við eigum i ákaflega miklum erfiðleikum með þetta þvi er ekki að neita. Sé það rétt, að karfa- miðin séu fullnýtt, verða skrap- dagarnir litils virði”. — Hvað eigum við þá að gera við öll þessi skip? „Það er hið stóra vandamál, að horfast i' augu við að flotinn sé svo of stór, sem þetta gæti ef til vill bent til. Hugsanlega kunna að vera einhverjar leiðir, sem ekki hafa verið reyndar ennþá. Við teljum nú að ekki sé fullreynt með kolmunnann, það megi nýta hann betur en tekist hefur til þessa og við vonum að það muni takast. Auðug rækjumið liggja alveg á miðlinu, milli Islands og Græn- lands, vestur af Vestfjörðum. Við teljum að þetta sé sameiginlegur stofn og nauðsynlegt að leitað veröi samninga við Efnahags- Marias Þ. Guðmundsson: ,,Séu karfamiðin fullnýtt, verða skrapdagarnir litils virði". bandalagið um nýtingu á þessum stofni okkur til handa”. — Þarf ekki önnur skip til að veiða úthafsrækjuna? „I sumar var nokkuð af bátum af millistærð á þessum veiðum og tókst nokkuðvel aðafla, en það er með það eins og annað að hrá- efnisverðið er kannski of lágt, til að útgerðin geti staðið undir veiðunum. Auk þess leggjum við töluverða áherslu á að kannað verði hversu blálöngustofninn er stór við landið og hvort ekki væri hægt að nitja hann betur en gert er”. — Drögumst við afturúr ef við endurnýjum ekki flotann i 3-4 ár? „Ég tel að við eigum að endur- nýja, en ekki auka flotann”. SV Miövikudagur 26. nóvember 1980 ,,Við viljum meina að yfirleitt sé kannski veitt of mikið af smá- fiski”, sagði Hilmar Bjarnason frá Eskifirði, þegar við lögðum fyrir hann spurningu þess efnis, vegna þess að Austfiröingar hvetja til betra eftirlits en nú er með fiskveiöum almennt, til að draga úr eða fyrirbyggja smá- fiskveiðar, „ekki meira á Aust- fjörðum en annars staöar á land- inu. Við byggjum þá skoðun á að það er ailtaf verið að loka svæð- um, vegna þess að það er of mikil smáfiskagengd á þeim". — Til hvaða aðgerða viljið þið gripa, i' þeim tilgangi? „Við höfum ekki tilbúnar nein- ar sérstakar lausnir á þvi, aðrar en virkara eftirlit”. — Koma lokanir of seint? „Já, þær koma stundum ot seint, það er stundum búið að drepa talsvert af smáfiski þegar þær eru settar á. Og stundum fer sjálfsagt talsvert af fiski hrein- lega I sjóinn, af þvi að hann er of smár til að koma með hann aö landi”. — Eru mikil brögð að þvi? „Ég vil ekki fuUyrða neitt um það, það er sjómannanna að svara þvi”. — Ætti að stækka möskvana? „Ég held persónulega að það hafi ekki mikið að segja, þvi tog- veiðarfærin lokast það mikið að það er ekki nema rétt fyrst að nokkuð sleppur úr”. — Hvaða hugmyndir hafið þið Austfirðingar um stjórnun fisk- veiðanna? „Viðleggjum til kvótaskiptingu á skip, sérstaklega á togveiði- skipin”. — Hvað um ársþriðjunga- skiptin? „Ég held að þau geti orðið til bóta. Reynslan, sem við höfðum á siðasta ári var sú að þaö var veitt of mikið magn af þorski, fyrstu mánuði ársins, svoþað varð of h't- ið eftir handa þeim sem byggja afkomu sina á þorskveiöum, seinna á árinu”. SV Miövikudagur 26. nóvember 1980 |P" VÍSIR LANDSMOTIN HAFA SERSTAKAN LJOMA - SEGIR ÞÖRODDUR JÓHANNSSON. FORMAÐUR LANDSMðTSNEFNDAR Hilmar Bjarnason: „Yfirleitt er veitt of mikiö af smáfiski”. Fimleikaflokkur UMSE, Kristjánsson. sem sýndi á landsmótinu aft Laugum 1946. Kennari flokksins var Gisli Hilmar Rósmundsson: „Okkar hiutur minnkar veru- lega”. Þetta er sveit UMSE, sem sigraði í boðhlaupi kvenna á landsmótinu á Þingvöllum 1957: f.v. Sæunn Steindórsdóttir, Matthiidur Þórhallsdóttir, Erla Björnsdóttir, Lilja Magnúsdóttir og Sólveig Antons- dóttir. Þóroddur. „Ég á þó von á að keppendur verði ekki færri en 1200 og starfsmenn verða hátt á þriðja hundraðið. Við áhorfendur er siðan stórt spurningarmerki. Það má fastlega gera ráð fyrir miklum fjölda frá Akureyri og nágrannabyggðum, en að sjálf- sögðu veltur þetta mikið á veðr- inu. Siðasta landsmót var haldið á Selfossi. Talið var að mótsgestir hafi verið um 10 þúsund. Lauga- vatn á þó metið, ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að móts- gestir á landsmóti gætu orðið svo margir. Það var árið 1975. Þá var talið að um 20 þúsund manns hafi verið á mótssvæðinu að Lauga- vatni samtímis enda var allt mor- andi i fólki, og veðrið eins og það gerist best á íslandi, stillt og steikjandi hiti”, sagði Þóroddur. Hefur verið með siðan 1955 — Hvað hefur þú sjálfur tekið þátt í mörgum Landsmótum? „Fyrsta landsmótið sem ég tók þátt i sem keppandi var haldið á Akureyri 1955”, svaraði Þórodd- ur. , ,Ég keppti i kúluvarpi — og gat ekkert, blessaður vertu, það var ekki fyrr en ég fór aö eldast, sem égfór að geta eitthvaði kúlu- varpinu. Annars var ég mest i spretthlaupum, en hafði kiíluna með. Síðan hef ég verið með i hverju landsmóti”. — Ætlar þú að kasta kúlunni á landsmótinu i sumar? Já, ég gæti vel hugsaö mér að keppa i kúluvarpi, en ég þarf þá að fá tima til að æfa mig örlitið. Ég er hress, en getan er náttúr- lega i lágmarki. Það breytir hins vegar engu fyrir mig, þvi árangurinn er ekki aðalatriðið, heldur hitt að vera með”, sagði Þóroddur. Þóroddur Jóhannsson er for- maður Landsmótsnefndar, en hann hefur tekið þátt i öiium landsmótum siðan 1955. „Það eru margir sem eiga góð- ar endurminningar frá landsmót- um ungmennafélaganna, enda hafa þessi mót sérstakan ljóma yfir sér, ég þekki ekki önnur mót sem hafa sama ljómann”, sagði Þóroddur Jóhannsson, formaður Landsmótsnefndar UMSE, i sam- taii við VIsi. Sautjánda Landsmót Ungmennafélaganna verður haidið á Akureyri dagana 10.-12. júli næsta sumar og sér Ung- mennasamband Eyjafjarðar um framkvæmdina. — Hvers vegna varð Akureyri fyrir valinu sem mótsstaður, nú er ekkert ungmennafélag starf- andi þar? „Akureyri ereini staðurinn þar sem við höfum möguleika á að halda jafn viðamikil mót”, svaraði Þóroddur. „Auk þess fer vel á þvi að halda mótið á Akur- eyri núna, þvi næsta sumar verða 75 ár liðin frá stofnun fyrsta ung- mennafélagsins hérlendis en það var Ungmennafélag Akureyrar. Erfitt að segja til um fjöldann. — Hvað átt þú von á að móts- gestir: keppendur, starfsmenn og áhorfendur, verði margir? • „Það er ekki nokkur leið að segja til um það, allavega máttu ekki gera mig ábyrgan fyrir ein- hverri ákveðinni tölu”, svaraði wi 17. LANDSMOT Landsmótsmerkið er táknrænt fvrir Akureyri: minnir bæði á kirkjuna og KEA. — Eftir að vera búinn að taka þátt i öllum þessum mótum, hvert er þá gildi þeirra aö þinu mati? „Landsmótin hafa mikið gildi fyrir ungmennafélögin, bæði iþróttalega og ekki siður félags- lega”, svaraði Þóroddur. „Eins og ég sagði f upphafi þessa við- tals, þá hafa landsmótin yfir sér sérstakan ljóma, sem ég þekki ekki frá öðrum sambærilegum mótum. Það væri þá helst að lfkja þeim við skátamót. Reyndin hef- ur lika verið sú hjá flestum okkar að þegar llður að lokum eins mótsins, þá fer okkur að hlakka til þess næsta. Meginmarkmiðið er náttúrlega að fá fólk saman til drengilegrar keppni, en allt félagsstarfið i kring um mótin er ómetanlegt. Það hvilir mikið starf á því sam- bandi sem sér um mótið hverju sinni og hjá hverju sambandi er mikið um að vera við æfingar og annan undirbúning. Landsmót er mark að keppa að, þannig að öll starfsemi ungmennafélaganna verður öflugri árið fyrir landsmót en endranær, landsmótið örvar félagana til dáða. Þá eru þau kynni sem skapast á mótunum sjálfum ómetanleg, bæði fyrir keppendurna og ekki sfður fyrir framámenn félaga- og héraðs- sambanda. Starfsemin fer viða i vöxt — Er starfsemi ungmenna- félaganna blómleg, er ung- mennafélagshugsjónin enn i fullu gildi? „Viða er starfsemi ungmenna- félaga í vexti, en á öðrum stöðum minni”, svaraði Þóroddur. „Gamli ungmennafélagsandinn erenn i' fullu gildi, þótt starfsemi félaganna hafi verið löguð að breyttum aðstæðum: það þarf öðru visi aðferðir við að ná til fólksins i dag, en notaöar voru á fyrstu árum ungmennafélag- anna. Þaðmá sjálfsagt finna eitt- hvað að, en þannig hefur það allt- af verið, lika hér á árum áður, en fjariægðin gerir fjöDin stundum blá, án þess að ég sé nokkuð að kasta steini aö ómetanlegu starfi ungmennafélaganna fyrr á árum. Vist er að hugsjónin var þá meiri og almennari meðal félaganna”, sagöi Þóroddur. Það kom fram í viðtalinu við Þórodd, að undirbúningi fyrir mótið miðar vel. Skipuð hefur verið Landsmótsnefnd, sem í eiga sæti auk Þórodds: Sveinn Jóns- son, Siguröur Harðarson, Páll Garöarsson, Arni Arnsteinsson, Klængur Stefánsson og Guðjón Ingimundarson. Mótsmerki hefur Ómar Ingvason gert og gerður hefur verið samningur við Akur- eyrarbæ um afnot af iþrótta og skólamannvirkjum bæjarins. A mótinu verður keppt i frjáls- um iþróttum, sundi, glimu, blaki, borðtennis, knattspyrnu, hand- bolta, körfubolta, skák og júdó. Auk þess verður keppt i starfs- iþróttum. Reyna keppendur þá með sér við að leggja á borð dæma hesta, aka dráttarvél, greina jurtir og beita linu. Hafa starfsiþróttirnar jafnan notið vin- sælda á landsmótum og vakið verðskuldaða eftirtekt. Þá hefur verið ákveðið að golf, lyftingar, siglingar og keppni i fimleikum veröi sýningargreinar á mótinu, er von á fimleikaflokki frá Dan- mörku til mótsins. G.S./Akureyri „Árspriðjungaskiptin geta orðið til bóta” „VI ö förum ekkl fram á meira skipum sinum” en við höfum haft” Fiskideild Vestmannaeyja mótmælir hugmyndum um aö skipta þorskaflanum á ákveðin timabil og Vestmannaeyingar vilja láta bátana fá 60% afians en togarana 40%. Þeirra skoðun fer þar að nokkru i bága við hug- myndir ráðherra og viö biðjum Hilmar Rósmundsson frá Vest- mannaeyjum að segja okkur nánar frá þessu. „Viö erum andvigir þessum hugmyndum ráðherra og annara, vegna þess að við sjáum fram á, að verði ekki veidd nema 50% af þorskaflanum á fyrstu fjórum mánuðum ársins, hlýtur okkar hlutur verulega aö minnka. Und- anfarinár hefur þorskaflinn farið langt yfir þetta á fyrstu fjórum mánuðunum, enda kom ráðherra inn á að þetta mundi sennilega minnka vertiðaraflann um 30 þúsund tonn. Það kæmi auövitaö harðast niður á bátaflotanum. Þar að auki verður aö taka mið af þvi, aðt.d. við i Vestmannaeyjum veiöum nánast engan þorsk, nema tvománuðiá ári, og það eru mars og april. Annað vil ég taka fram. Segjum aö aflinn verði ákveöinn 400 þús. tonn, þá má veiöa 200 þús. tonn fyrstu fjóra mánuðina. En þegar upp er staöið er heildaraflinn kannski oröinn 450 þúsund tonn. Það hefur alltaf verið farið iangt fram úr því sem var ákveðið i ársbyrjun og þaö þýðir einfald- lega það að við mundum fá hlut- deild i þessum 200 þús. tonnum en hinnhlutiársins 250þús. tonn. Viö óttumst þetta, því þó að alltaf sé veriðað tala um að standa við það sem sagt er, þá hefur þaö aldrei verið svo og ég hef ekki trú á aö það verði. Þetta atriöi um skiptingu milli báta og tógara er þetta buddu- sjónarmið hvers og eins. Viö höfðum ekki upplýsingar um það sem ráöherra sagði hér í dag, aö aflinn heföi skipst mjög jafnt á milli þessara skipagerða á und- anförnum árum. Ef þær eru rétt- ar, sem ég dreg ekki í efa, þá myndum við sætta okkur við að fá helming, viö förum ekki fram á meira en viö höfum haft”. sv

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.