Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 12
16 B SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Söluskáli við bensínstöð í Reykjavík. Til leigu er söluskáli sem stendur við góða bensínstöð í Reykjavík. Mikil umferð og vel staðsett. Laus fljótlega. Áhugasamir leggi inn nöfn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Tækifæri — 123“. HÚSNÆÐI ÓSKAST 4ra herbergja íbúð í Mos- fellsbæ óskast Óskum eftir 4ra herb. íbúð í Mosfellsbæ fyrir traustan kaupanda. 3ja—4ra herbergja íbúð í Salahverfi óskast Óskum eftir 3ja—4ra herb. íbúð í Salahverfi í Kópavogi, ofarlega í lyftuhúsi fyrir traustan kaupanda. Nánari upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4, s. 570 4500. Traustir leigjendur Reyklaust, rólegt par með eitt barn óskar eftir vandaðri 3ja herb. íbúð til leigu fljótlega eftir áramót, helst á svæðum 101, 107 eða 105. Vönduð umgengni og reglusemi í hvívetna. Æskileg leiga á mánuði 55-80 þús. Hafið sam- band í 820 6060, 860-2120 eða á: ho@fortuna.is . KENNSLA Sveinspróf í flugvélavirkjun Sveinspróf í flugvélavirkjun verður haldið dag- ana 31. janúar og 1. febrúar 2004, í Flugvirkja- heimilinu, Borgartúni 22. Umsækjendur skili inn ljósriti af burtfararskírteini með einkunnarblaði og vinnuvottorði til Flug- virkjafélags Íslands, fyrir 15. desember nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Flugvirkjafélags Íslands. Ennfremur er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Flugvirkjafélagsins, www.flug.is . Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 562 1610, fax 562 1605, netfang: fvfi@centrum.is heimasíða: www.flug.is TIL SÖLU Bakarí til sölu Vélar, tæki og handverkfæri úr bakaríi á lands- byggðinni til sölu. Meðal annars, stikkaofn, steinofn, hrærivél, eltikar, plötur, form, borð, stikkar og handverkfæri. Selst aðeins í heilu lagi til flutnings. Allar nánari upplýsingar í síma 898 2466/ 481 2664. Gallerí Af sérstökum ástæðum er til sölu nú þegar mjög fallegt og gott gallerí og verslun með listmuni á frábærum stað í Reykjavík. Kjörið tækifæri. Góður tími framundan. Áhugasamir leggi inn nafn og síma ásamt upplýsingum á auglýsingadeild Mbl. eða á netfang: qwzq@torg.is merkt: „Upplagt tækifæri“. Nýjar og notaðar málmsmíðavélar Við eigum úrval nýrra og notaðra véla á 1500 fm sýningarsvæði okkar. Rennibekkir, fræsivélar og slípivélar auk plötu- vinnsluvéla, bæði CNC stýrðar og hefðbundnar. Dæmi um vélar á lager í dag: Rennibekkir: - Titan TL-560 CNC, 560 x 2000 32.500 - Stanko m/ Digital, 180 x 750 3.950 - Weipert WP 630, 400 (800) x 4000 24.800 - Caenah CCCP „Facing lathe“, Ø2,5m 18.800 Fræsivélar: - Maho MH900 Haidenhain CNC 21.500 - Hurco M/C Centre CNC, 760x380x400 6.500 - MAS FA 3B m/ Digital 5.250 Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu okk- ar, www.maskinhuset-danmark.dk Eins er okkur ánægja að svara fyrirspurnum á dönsku, ensku eða þýsku. Vonumst til að heyra frá þér. Peder Helweg MASKIN HUSET DANMARK ApS Stenhojvej 6 33650 Ølstykke Sími: 0045 4710 0210 Fax: 0045 4710 0410 Netfang: maskin@maskinhuset- danmark.dk SUMARHÚS/LÓÐIR Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Sími 552 5744. Fax 562 5744. www.lhs.is LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Vinningaskrá verður birt í dagblöðum, á bls. 280 í textavarpi Rúv, Lögbirtingarblaðinu og á www.lhs.is. 20 ára afmælishappdrætti Landssamtaka hjartasjúklinga Af óviðráðanlegum orsökum er drætti frestað til 6. janúar 2004. '  1   !  Þú ert velkomin(n) á skrifstofu okkar og fáðu allar nánari upplýsingar. Hús og heimili - Bjálkahús ehf., Borgartúni 29, 105 R. S. 511 1818. www.husogheimili.isVið látum drauminn rætast! Hágæða sumarhús hefur skapað sér orð fyrir vönduð hús, hús sem eiga að endast öldum saman. Við höldum nú upp á 11 ára afmæli okkar og erum stolt af því að hafa byggt yfir 300 glæsileg hús víða um landið. Bjálkahús ehf. FYRIRTÆKI ÝMISLEGT Tækifæri Til sölu er einn glæsilegasti matsölustaðurinn miðsvæðis í Reykjavík. Þetta er kjörið tækifæri fyrir duglega aðila til að skapa sér góðar tekjur. Frábær aðstaða fyrir veisluþjónustu. Áhugasamir sendi inn nafn og símanúmer til augldeildar Mbl. eða á box@mbl merkt: „Tækifæri 14615“. Öllum erindum verður svarað. Akurinn kristið samfélag. Núpalind 1, 2. hæð. Samkoma í dag kl. 14.00. Nafn hans mun vera Immanúel, það þýðir: Guð með oss. Byrjaðu jólin með okkur! Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í boði Sam- hjálpar kl. 16:30. Ræðum. Heiðar Guðnason. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is www.gospel.is I.O.O.F. 3  1841218  O,ET.2 Jólafundur Lífssýnar verður í kvöld, þriðjudaginn 2. desember, kl. 20:30 í Bolholti 4, 4. hæð. Fyrir fundinn verður hugleiðsla í umsjón Erlu, kl. 19.45. Jólafund- urinn verður með hefðbundnu sniði. Helgileikir með jólaguð- spjalli, jólasöngvum, jólaglöggi og piparkökum. Allir velkomnir. Stjórnin. Morgunguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram kennir. Heilög kvöldmáltíð. Samkoma kl. 20.00 í nýju ófullbúnu kirkjuhúsi safnaðarins í Fossaleyni 14 í Grafarvogi. Þar verður Drottinn lofaður í tali og tónum. Ath. breyttan fundar- stað. Allir velkomnir. Sameiginleg lofgjörðarsam- koma Fjölskyldukirkjunnar, Hvítasunnukirkjunnar Klettsins og annarra kristinna einstak- linga verður haldin í Samhjálp- arhúsinu, Hverfisgötu 42, sunn- udaginn 30. nóv. kl. 14.00. Allir velkomnir. Samkoma í dag kl. 16.30. Kolbeinn Sigurðsson predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20. Miðvikud. Bænastund kl. 20. Fimmtud. Ungliðarnir kl. 20. Laugard. Villibráðarveisla og miðnæturtónleikar. www.krossinn.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Fjölskyldusamkoma kl. 11, eitt- hvað fyrir alla aldurshópa, léttur hádegisverður seldur að sam- komu lokinni. Bænastund kl. 19:30. Almenn samkoma kl. 20:00, Högni Valsson predikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag yfir kaffi- bolla í kaffisalnum á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Bænarefni má senda inn á net- fangið vegurinn@vegurinn.is eða hringja í síma 564 2355. www.vegurinn.is Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Ólafur Ólafsson, Krist- ín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Laufey Héðinsdóttir, María Sigurðardóttir, Oddbjörg Sigfús- dóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lór- enzson og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Opið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 9.30—14.00, föstudaga frá kl. 9.30—13.30. Ath! breyttan opnunartíma. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Kl 17.00 Samkoma fyrir Hermenn og Samherja. Kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Umsjón majór Elsabet Daníels- dóttir. Mánudag 1. des. kl. 20.00 Fullveldishátíð. Umsjón Miriam Óskarsdóttir. Happdrætti og veitingar. JÓN Júlíus Elíasson, skrúðgarð- yrkjumeistari hjá Garðmönnum, hefur nóg fyrir stafni þessa dagana, enda mörg verkefni fyrirliggjandi. „Í dag eru mjög margir að klippa tré. Það er tiltölulega lítill snjór, frosin jörð og gott að klippa. Myrkrið á morgnana háir okkur þó. Nú erum við að jarðvegsskipta fyrir tilvon- andi leikskóla. Það þarf að setja grús nið- ur, leggja lagnir og niðurföll kringum húsið og út í lóðina og grafa fyrir leik- tækjum. Við vinnum okkur mikið í hag- inn fyrir vorið. Svo erum við líka mikið að helluleggja, en hellulagning er meira vesen á þessum árstíma að en á öðrum árstímum. Við þurfum að skilja þannig við á kvöldin að við getum hafiðnæsta dag án þess að þurfa að þíða jörðina.“ Árið um kring er ótrúlega margt að gera fyrir garðyrkjumenn. „Við erum í útplöntun trjáa og að leggja gras og hellur. Oft á tíðum erum við líka að vinna í pöllum og girðingum með smiðum og eins að leggja lagnir. Við gerum allt sem snertir garðinn og umhverfi húsanna. Tvo til þrjá mánuði á ári erum við að klippa fyrir fólk, það er eitthvað sem þarf alltaf að gera, því gróðurinn lifir og er í sífelldum vexti,“ segir Jón. Fjölbreytt og krefjandi starf „Þetta er mjög fjölbreytt starf, það er hending ef tveir dagar eru eins. Stundum erum við að vinna smáverkefni fyrir fólk, laga til dæm- is hellulagnir þar sem vantar upp á aðgengi fyrir fatl- aða og alveg upp í að taka risastórar lóðir, verkefni sem geta tekið upp í nokkur ár. Þá erum við oft að vinna með lands- lagsarkitektum, sem er mjög gaman. Ef það koma ein- hverjir hnökrar leitum við leiða til að leysa það á sem hagkvæmastan hátt og sem best,“ segir Jón. Í starfinu þurfa skrúðgarðyrkjumenn oft að nýta reynslu sína og hjálpa fólki að laga hluti. „Það er oft hægt að gjörbreyta útliti húsa með góðri vinnu við umhverfið. Stundum eru nýframkvæmdir þannig að það er lítill tími og iðnaðarmenn gleyma okkur í ferl- inu vegna þess að við erum síðastir. Þá gleymist að það þarf að ganga frá um- hverfinu, en við erum svolítið mikið að breyta þessu núna og vinna í því að bæta samskiptin við aðra iðnaðarmenn. Þegar við komum meira inn í þessi áætlanaferli verða öll þessi vinnubrögð miklu betri.“ En hverjir eru helstu kostir og gallar starfsins? „Mér finnst mjög mikill plús að vinna úti og vera með náttúruna í fanginu. Maður kynnist líka mörgu fólki og oftast á mjög jákvæðum nótum. Það er svo mikið mannlegt í þessu starfi, þetta er ekki bara að liggja á hnjánum og gera hlutina, heldur er þetta hreinlega mannbætandi starf.“ Jón segir verst þeg- ar frostið gerir þeim erfitt fyrir. „Það er ótrúlegt hvað hlutirnir geta farið úr- skeiðis ef maður býr ekki nógu vel í hag- inn fyrir næsta dag. Svo er ósköp mikið um ófaglærða menn sem eru að taka að sér verkefni. En í raun eru afskaplega fá- ir mínusar við þetta starf. Maður hefur líka ágætt lifibrauð út úr þessu, þetta er aðallega mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf.“ Skrúðgarðyrkja er löggilt iðngrein. Til að læra skrúðgarðyrkju þarf að vera á samningi hjá meistara í sautján mánuði. Síðan tekur við tveggja ára nám í Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum. Eftir sveinspróf er hægt að öðlast meist- araréttindi og þá mega menn taka að sér alls kyns verkefni. „Nú er ég menntaður kennari líka og mér finnst þetta mjög svipað kennslunni. Þú þarft að vera góð- ur verkstýrandi og mannþekkjari. Maður þarf að geta beitt mannlega þættinum og vera lipur og sveigjanlegur. Sveigjanleik- inn er það alstærsta í þessu, þrjóska og þvermóðska gildir ekkert í þessu fagi. Útsjónarsemi og gott skipulag eru einnig ómissandi. Þolinmæði er líka afar mik- ilvæg, óþolinmæðin skilar engum ár- angri,“ segir Jón að lokum. …skrúðgarðyrkjumeistari? Jón Júlíus Elíasson ll HVAÐ GERIR...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.