Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 27
Hannes Pétursson: Heimkynni við sjó I&unn 198. Ég legg aö nýju leiö gegnum stundir minar hef sjóinn til fylgdar sveitina hér i kring og dag og dag meöal daganna mér aö baki. Þetta efnisyfirlit gefur Hannes skáld Pétursson lesanda nýkom- innar ljóöabókar sinnar, sem hannkallar Heimkynni viö sjó.og hefur aö geyma 60 nafnlaus en númeruö ljóö á jafnmörgum slö- um. Þetta viröist vera gönguferö um fjörur Álftaness eöa nágrannasveita „með sjóinn til fylgdar” eins og segir i efnis- skránni, og „sifellt ber eitthvaö annálsvert fyrir sjónir”, sem hann greinir frá, en jafnframt er tengslalögmáliö aö verki og „dagur og dagur” úr liöinni tíö kemur úr kafinu. Það er býsna forvitnilegt aö hafa kvæöabók Hannesar Innlönd viö aöra hönd, þegar fjöruferöin erlesin. Innlönd, sem kom Ut 1964 og Stund og staöirl962, þykja mér mestu ljóöabækur hans til þessa, og líklega eru þær og verða há- göng ljóðagerðar hans. Það er nú aldarfjórðungur síöan Kvæöabók — fyrsta ljóðabók Hannesar kom út 1955, en áður hafði hann vakiö óskipta athygli fyrir kvæði f Ljóð- um ungra skálda. Hannes er þó ekki nema fimmtugur aö aldri, svo aö fjarstæöa er að telja hann á fallanda fæti á skáldavegi. Hitt virðist mér augljóst af þessari nýju kvæöabók, sem telja verður vega- og timamótabók á skáld- ferli Hannesar, að hann telji sjálfur auðsætt, að bröttustu spor ævinnar séu að baki, að hann sé hættur að þreyta gönguna með fjallið i fang og haldi nú niður hlíð. En þetta er ekkert undan- hald, heldur skynsamlegt ferða- lag skálds, sem veit, að förin niður — reynslunni rikari er ekki siður skáldleg leið, og eftir fjall- förina er fjaran „með sjóinn til fylgdar” skáldi frjósöm. Með þetta I huga er býsna gam- an að hafa fyrsta hluta Innlanda, sem er 23kvæði, til hliðsjónar við fjöruferðina. Þar er roöið fjall eins og viti. Þaö kemur eitt eða i samtenginu fimmtán sinnum fyrir i þessum tuttugu og þremur ljóðum en aldrei i fjöruferöinni — þótt leitaö sé með logandi ljósi. Maður veit ekki af fjöllum þar nema einhvers staöar I fjarska, aðeins minnst i snöggu uppliti á „gamla Keili”, sem veröur eins aö gefast steini sem ór greip manns flýgur. A fjörugöngunni viö skynjun þess, sem fyrir sjónir ber, verður skáldinu hugsað um þessi minn- ingaleiftur, sem skýtur upp, og tengjast skynmyndum liöandi stundar. Hann skilgreinir þau i þessu hugtæka ljóði: Sem dropi tindrandi taki sig út úr regni hætt við aö falla héldist i loftinu kyrr- þannig fer unaössömum augnablikum hins li&na. Þau taka sig út úr timanum og ljóma kyrrstæö, me&an hrynur gegnum h jartaö stund eftir stund. Ég man ekki i svipinn hvar þessu mannlega fyrirbæri hefur verið betur lýst i ljóði. Þegar lesandi opnar þessa bók, vaknar ef til vill sú spurning, hvers vegna höfundur velji ekki innsta hugsun skálds á heimlelO og „blár þrfhyrningur”. Ekki meira um fjöll. Og „sólkringlan á festingunni” er varla á himni lengur heldur „eins og skipslukt við yfirborð sjávar”. Hér er horft niður en ekki upp. Hér er ekki angurgapinn á ferð heldur maður, sem horfir niður fyrir fæt- ur sér. Það er skáld með „nýja sjálfsvitund nú þegar árum fjölg- ar” og er að „læra grjótið upp á nýtt „i þeirri tilfinningu „að dög- um mlnum fækkar”. Og þegar litið er upp frá fjörunni til Snæ- fellsjökuls er hann ekki lengur eggjandi ungs manns til fjall- göngu, heldur „lendingarstaður englanna — jökulkeilan hjá sæ frammi”. Þessi nýja bók Hannesar Péturssonar — Heimkynni við sjó —• gæti bent til þess, að honum fyndist hann farinn aö eldast, en jafnframt gefur bókin okkur rök- studdar vonir um, að þetta besta ljóðaskáld eftirstriðsáranna á Islandi, sem þó fékk ,,atóm- sprengjur i fermingargjöf”, muni eldast vel — og lengi. En Hannes Pétursson er á heimleið i þessari Hannes Pétursson, skáld. Andrés Kristjánsson ' skrifar um bækur. bók. Fyrsta ljóðið i þessari nýju bók Hannesar leiðir lesandann að þessu: „Oft hef ég fest augu, vansæll, viö flöktandi blys hálflagöa vegi háifsmföaöár brýr strendur hafnlausar og stjörnur i sundruöum merkj- um. Engar lausnir eöa spár meö lúöurdyn morgunsins. Athafnarlaus geng ég nú gráar fjörur. Nem sjávarskvol skynja tún fyrir ofan. Þaö er allt og sumt. Og allsnægöur held ég minnar leiöar. Þetta er trúverðug leiðsögn, þegar viö fetum ljóðsporin með Hannesi í bókinni. „Sifellt ber eitthvaö annálsvert fyrir sjónir”. Og það er hárrétt, sem segir aftan á kápu bókarinnar: „I hverju ljóðinu af ööru er brugðið upp minnilegum og drátthreinum myndum frá skynheimi ein- staklings andspænis hrynjandi náttúrunnar umhverfis”. Þótt bókin sé fyrst og fremst trú- verðug skynjun liðandi stundar i skáldskapartúlkun, er minninga- blær hennar rikari en i fyrri ljóðabókum Hannesar, þvi að „dagur og dagur meðal daganna mér aö baki”, skýtur hér og hvar upp kolli, og þá er gaman „að fleyta kerlingum” A& leika sér áfjá&ur fyrir opnum firöi rétt eins og var um vordaga fyrir löngu ljóöunum nöfn, en við lok lestrar gripur mann hálfgerður felmtur við tilhugsun um nöfn og fegin- leikur þess að honum skyldi ekki hafa orðið slikt á. Nöfn hefðu kurlaö linuna, sem viö veröum að fylgja til þess aö njóta ljóðanna, niöur i snærisspotta, sem siöan hefðu veriö hnýttir saman. Ég lit jafnvelnúmerin hornauga en grip til þess ráös að látast ekki sjá þau. Þegar skáld gerast orðspör verður lýsingamöfnum oftast of- aukið. Þessi ljóö eru ekki rimuð, en þau eru nærri þvi alstuöluö, og sú stuðlun er hluti þess seiðs, sem þau búa yfir og ánetjar njótanda. Þetta er ekki aöeins hljóöstuðlun heldur samstuðlun hljóms, efnis, áherslu og orðskipunar. Ef til vill vinnst manni oröarööun Hannes- ar stundum umhendis, einstaka sinnum stirðleg, en við nánari gaum uppgötvast oftast, að maö- ur hefurekki verið nógu samstiga sporum hans. Það er afar mikil- vægt við lestur ljóða Hannesar Péturssonar, og þaö tekst ekki ætið i fyrstu atrennu. Að því leyti má segja, að Hannes sé heldur seintekiö skáld. Maður hleypur ekki á ljóöum hans, en þvi hug- tækari veröa þau þegar þau opn- ast. Heimkynni við sjó er í senn samfelldasta og viðfeðmasta ljóðabók Hannesar til þessa, og hún er mér hugnæmust, en það stafar ef til vill af minningablæn- um. Hún er nýr áfangi á skáld- ferli hans, að mörgu leyti ný skáldsýn, og fyrri tök máls, hugs- unar og stilfeguröar dýpri og haldbetri en áöur. Þótt hann ekki „leggi tindjökul undir hæl” og sé ekki á f jallvegum lengur eins og i Innlöndum, skortir ekkert á hæö eða dýpt skáldskynjunar og túlk- unar við nýja viöáttu — hafið: Sjávarströnd! Stundirnar liöa bláar eins og hafiö brúnar og grænar eins og sveitin. Þessar fjörur sem ég geng eru Furðurstrandirnar minar. Og hann lýkur bókinni með þessu stefi: Ei hálfa leiö nær hugsun mín til þin. Ég skynja þig en ég skil þig ekki. Afneitun min og hik er igrundun um þig. Min innsta hugsun er á heimíerö til þin — og þo innan þin sem ert allar strendur Mislengi er lif vort i hafi. Þessi siðasta ljóðabók Hannes- ar Péturssonar er brigöalaus staöfesting á þvi, hve mikið og ágætt skáld hann er. Hún hefur stækkaö hann og ég er illa svik- inn, ef hún færir hann ekki nær ljóðahjarta Islensku þjóðarinnar, sem ég vona aö slái enn. Hún er aðminu viti nýr og betri lykill að fyrri ljóðum Hannesar — lykill að skýrari skilningi og nánari sam- leið. Aöloknum lestri hennar ættu menn aö taka sér eldri bækur hans aftur I hönd. Liklega er Heimkynni við sjó besti skáldskaparaflinn, sem okkur gefst á þessari vertiö — og þó er of snemmt að meta það. Andrés Kristjánsson. Það nýjasta af ASt-þingi er sú sorgarfrétt aö nú eigi aö fórna Bjarnfriöi Leósdóttur frá Akranesi. Viö höfum ekki á reiöum höndum hvers konar fórn er hér á feröinni, en minn- um á, aö til forna var til siös meö gyöingaþjóö aö fórna geit- um, eöa lömbum. En þar sem Bjarnfriöur er kona mér aö skapi vil ég mælast til þess viö fulltrúa, aö þeir láti af öllum tilburöum til aö gera ASt-þingiö aö fórnarhátiö, og fórni a.m.k. alls ekki henni Bjarnfrlöi. Þaö cr nú einu sinni svo, þegar á ASt-þing kemur, aö þá er hinum almennu fulltrúum fyrst og fremst fórnaö á boröi valdabaráttu og refskákar. Þeim er talin trú um aö þeir séu i faglegri baráttu þennan dag- inn og pólitfskri baráttu hinn daginn meöan veriö er aö lempa væntanlegan forseta inn fyrir þrepskjöldinn. Hinn nýi forseti ASl veröur, eins og alkunna er, alls ekki i Alþýöubandalaginu, svo dæmi sé tekiö og jafnframt miöaö viö yfirlýsingar hans sjálfs. Hann veröur kosinn fag- legri kosningu I dag, og svo verður bara aö sjá til i hvaöa flokki hann finnst eftir kosn- ingar. Hins vegar litur út fyrir aö fagbræöur hans séu eitthvaö hræddir viö þetta kjör og óttist samblástur. Þess vegna bjóöa þeir a& gera Bjarnfriöi mfna aö pólitisku fórnarlambi, þvf auðvitaö hafa verklýösforstjór- ar enga þekkingu á faglegum fórnum. Þær liöu undir lok fyrir svo löngu. Pólitfskir andstæ&ingar væntanlegs faglegs forseta á ASt-þingi halda kannski aö þeir séu aö vinna eitthvert þrekvirki meö þvi a& láta fórna Bjarnfrföi og auka þannig einum manni frá sér i stjórnina. Þetta er mik- ill misskilningur.Þeir töpuöu öllum kosningum á ASt-þinginu um leiö og þeir féllust á aö ræ&a viö kommúnista um faglegar sættir I framboösmálum. Nú hafa þeir setiö um stund, fulltrúar borgaraflokkanna og kommúnistar, viö aö semja um þessar sættir og niöursta&an er sú, aö þeir samþykkja aö tapa öllum kosningum gegn þvi aö einni konu ofan af Akranesi veröi fórnað, eins og þaö er kall- a&. Þeir gæta bara ekki aö þvf, aö ósamiö veröur um þrjú sæti f miöstjórninni, svona til aö gefa mönnum færi á aö kjósa án fjar- stýringar. Þar ætla kommúnist- ar sér a& fá Bjarnfrf&i bætta meö þremur mönnum. Þannig láta hinir borgaralega sinnuöu aular ætiö semja sig sundur og saman til hagna&ar fyrir kommimista, svo þeir geti hælt sér af þvi á eftir aö hafa náö einhverju, sem þeir kjósa nú aö heiti fagleg samstaöa, en er ekkert annaö en pólitiskt óþverraspil, sem kostar launþega nú þegar mikiö fé, og á eftir aö kosta þá meira. Þaö eru aö likindum fagleg viðhorf, sem ráöa þvi aö stór- lega hefur veriö samiö af lág- launahópunum i þjó&félaginu aö undanförnu. Kannski halda verkalýösfulltrúarnir aö há- skólamaöurinn, Ásmundur talnafróöi eigi eftir aö halda sérstakan vörö um réttindi lág- launahópanna, maöur sem aldrei hefur difið hendi a& ööru en rafreiknum. Kannski haida láglaunahóparnir, sem nú eiga aulabár&a aö fulltrúum á ASl- þingi aö bandalag háskóla- manna eigi ekki nógu sterka fulltrúa i samningum, þótt for- seti ASt bætist ekki þar I hópinn. Og svo væri gaman aö vita hvaö undirgefni viö núverandi rikisstjórn á eftir aö kosta launþega um þaö er lýkur. Þaö er ekki nóg aö treysta á hjarta- lag Gunnars Thoroddsens og taiandann i Svavari Gestssyni. Ver&bólgan stefnir samt í 70% á næsta ári, án þess nokkur ma&ur nenni aö leggja aö þvi hugann e&a leita vitlegra úrbóta. Þaö ver&ur haldiö áfram a& nudda viö aö taka vfsi- tölu úr sambandi og semja um grunnkaupshækkanir til úrbóta. Meö þetta framundan er bókstaflega hlægilegt aö vera aö tala um aö fórna Bjamfríöi Leósdóttur. Hún hefur þó sýnt sig i þvi aö tala fvrir munn lág- launafólks — en au&vitaö skal fórna slikum fulltrúum fyrst. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.