Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR eru líklega byrjaðir að telja niður dagana til jóla nú í upp- hafi desembermánaðar. Opna þá börn og fullorðnir dagatöl hvern morgun, kveikja á kertum eða fylgj- ast með baksíðu Morgunblaðsins. Í dag birtist fyrsta myndin af þeim 24 sem sýna hversu margir dagar eru til jóla. Eru þær teiknaðar af Steph- en Fairbairn hjá Himni og hafi – Auglýsingastofu, en jólasveinarnir eru þeir sömu og skreyta jólamjólk- urfernur frá Mjólkursamsölunni. Samstarf við MS Hafa MS og Morgunblaðið hafið samstarf um að nota sömu mynd- irnar að sögn Valdimars Svavars- sonar framkvæmdastjóra auglýs- ingastofunnar. „Þetta eru svo skemmtilegar teikningar og lif- andi,“ segir hann og að heilmikil vinna hafi fyrst farið í að safna heimildum um sveinana til að ná fram sérkennum hvers og eins. Valdimar segir jólamjólkina hafa vakið mikla kátínu hjá fólki, ekki síst börnunum. Myndlistarmaðurinn Stephen Fairbairn hefur starfað sem graf- ískur hönnuður á Íslandi síðan 1970. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum í tengslum við nytjalist og umbúðahönnun og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga á því sviði. Frá árinu 1974 hefur hann unnið að hönnun íslenskra mjólk- urumbúða, fyrst með Gerði Ragn- arsdóttur og síðar með Tryggva Tryggvasyni. Einnig hefur hann starfað sem myndlistarmaður og haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna. Dagarnir til jóla taldir niður PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Íslands, lagði hornstein í gólf í anddyri hins nýja náttúrufræði- húss háskólans síðast liðinn laug- ardag. Hann segir húsið gjör- breyta starfsaðstæðum stúdenta og kennara sem þar munu starfa. Í húsinu verði líffræðiskor og jarð- og landfræðiskor raunvís- indadeildar sem og jarðvísinda- hluti Raunvísindastofnunar auk Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Starfsfólk og nemendur eru nú dreifðir á sjö mismunandi staði á háskólasvæðinu og víðsvegar um Reykjavík. Nú þegar er starfsfólk byrjað að koma sér fyrir í húsinu og eftir áramót verður hafin kennsla. Páll segir að húsið verði formlega vígt í lok febrúar á næsta ári. Um helgina tilkynnti hann opinbera samkeppni um nafn á húsinu. Seg- ir hann alla geta tekið þátt í henni og hægt sé að nálgast upplýsingar á vef Háskólans. Húsinu verði svo gefið nafn við vígsluna og almenn- ingi gefið tækifæri til að skoða bygginguna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, leggur hornstein í gólf í anddyri nýja náttúrufræðihússins. Í febrúar verður húsið vígt og því gefið nafn. Gjörbreytir starfs- aðstöðu stúdenta LJÓSIN á jólatrénu sem stendur við Reykjavíkurhöfn voru tendruð á laugardaginn, en tréð er gjöf frá Hamborg í Þýskalandi. Öll ljós í nágrenninu voru slökkt áður en ljósin voru tendruð og því mikil stemmning sem skapaðist þegar jólaljósin lýstu um- hverfið upp. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósin tendruð á Hamborgartrénu UNNIÐ er að stofnun hlutafélags um kjötvinnslu á Hvammstanga með þátttöku sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Félagið mun heita Norðan heiða og hlutafé upp á 1 milljón króna skiptist þannig að 45% verða í eigu Kaupfélags V-Húnvetninga, Hjalti Júlíusson og Tryggvi Rúnar Hauks- son verða sameiginlega með 40% og Húnaþing vestra með 15%. Norðan heiða mun vinna úr afurð- um frá sláturhúsi kaupfélagsins, m.a. með viðskiptasambönd sem voru hjá sláturhúsinu Ferskum afurðum. Stefnt er að aukningu hlutafjár í sjö milljónir á næstu misserum og hefur Húnaþing vestra lofað aukningu í hlutfalli við núverandi eign. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir at- vinnulífið á Hvammstanga að halda stöðu sinni í matvælaiðnaði, en staða Ferskra afurða ehf. er í mikilli óvissu. Rekstur félagsins hefur lagst af og framtíð þess er nú undir úrskurði Hæstaréttar komin. Þá lagðist starf- semi Mjólkurstöðvarinnar niður með flutningi til Búðardals seint á síðasta ári. Vonir standa til að rekstur komist í það húsnæði í framtíðinni. Nýtt hluta- félag um kjöt- vinnslu Hvammstanga. Morgunblaðið. JÓN Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra hefur falið lögfræð- ingum í ráðuneytinu að kanna breytingar á lögum um gagna- grunn á heilbrigðissviði, í kjöl- far dóms Hæstaréttar Íslands fyrir helgi um mál stúlku sem vildi ekki að sjúkraskrár um látinn föður sinn færu í gagna- grunninn. Hafði stúlkað sigur í málinu. Sum ákvæði um persónu- vernd ekki talin nógu skýr Jón segir að breytingarnar snúi einkum að reglugerðum og starfsreglum sem gera þurfi að lögum, líkt og Hæstiréttur bendi á. Einnig séu sum ákvæði laga um persónuvernd ekki tal- in nógu skýr. Við þessu þurfi að bregðast. Hvað önnur atriði málsins varðar segist Jón þurfa að fara betur ofan í þau, t.d. hvort breyta þurfi lögunum þannig að börn geti komið í veg fyrir að upplýsingar um látna foreldra fari í gagnagrunninn. Skoða breyt- ingar á lögum um gagnagrunn SVEITARSTJÓRI sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ársæll Guðmundsson, undrast vinnubrögð Kaupþings – Búnaðarbanka við sölu á sútunar- verksmiðjunni Loðskinni á Sauðár- króki til Staka ehf. á Akureyri, meiri- hlutaeiganda Skinnaiðnaðar. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins komu kaupin heimamönnum verulega á óvart og munu starfsmenn Loðskinns fyrst hafa lesið um þau í fjölmiðlum um helgina. „Endar með þessum ósköpum“ Ársæll segir að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi fyrst heyrt af við- skiptunum á föstudag, degi eftir að samkomulag var undirritað milli bankans og eigenda Staka. Menn hafi ekki vitað annað en að viðræður hafi verið í gangi milli starfsmanna Loð- skinns og Kaupþings – Búnaðar- banka. Sveitarfélagið var í viðræðum við bankann á sínum tíma og segir Ársæll að drög að samkomulagi hafi legið fyrir á síðasta ári, þess efnis að ganga frá málum fyrir 1. júní á þessu ári. Síðan virðist sem gögn hafi glatast hjá lögfræðisviði Búnaðarbankans, þegar megnið af starfsfólkinu hafi flust til Landsbankans, og bankinn hafi beðið um lengri tíma til að safna upplýsingum saman að nýju. Nú séu allt önnur vinnubrögð uppi og tillög- ur, sem „endar með þessum ósköp- um,“ eins og sveitarstjórinn orðar það. „Fréttirnar núna komu okkur verulega á óvart, einkum að bankinn hafi ekki haft samband við okkur aft- ur ef ekkert hefur gengið í viðræðun- um við starfsmenn,“ segir Ársæll og vonast eftir því að eitthvað heyrist frá nýjum eigendum Loðskinns. Í húfi séu 40 störf hjá fyrirtækinu sem margir óttist að hverfi úr sveitarfé- laginu. Gunnsteinn Björnsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Loðskinns undanfarið, og var ásamt fleiri starfs- mönnum í viðræðum við Kaupþing – Búnaðarbanka um kaup á fyrirtæk- inu, vildi ekki tjá sig um stöðu mála fyrr en hann hefði fengið svör frá bankanum við fyrirspurnum sínum. Lásu um kaupin á Loðskinni í fjölmiðlum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.