Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðir blóðbankabílsins: Þriðjudagur 2. desember Toyotaumboðið Nýbýlavegi, Kóp. klukkan 9.00-14.30 Miðvikudagur 3. desember Ráðhúsið Akranesi, klukkan 9.30-17.00 www.blodbankinn.is Í dag verður vígð ný álma á Hjúkrunarheimilinu Eir með plássi fyrir 40 heim- ilismenn. Álman er hönnuð til að falla vel að þörfum íbú- anna með einstaklingsíbúðum á litlum deildum, uppsettum þannig að í hverri tíu manna einingu verði and- inn eins heimilislegur og hægt er. Eir er sjálfseignarstofnun sem að standa 11 stofnanir, félagasamtök og sveitarfélög. Á Eir er reynt að koma sem flestum úrræðum fyrir aldraða fyrir á sem hagkvæmastan hátt, enda þarfir manna margbreytilegar og sömu lausnir ganga ekki fyrir alla, segir sr. Sigurður H. Guðmundsson, forstjóri á Eir. Nýja álman var 18 mánuði í bygg- ingu, og mikið kapp lagt á að klára húsið svo hægt væri að vígja það 1. desember, en allar byggingar á Eir hafa verið vígðar þann dag. „Það kom til þannig að 1. desember er stór dagur í huga okkar sem erum orðin fullorðin. Þetta var sjálfstæðisdagur þá og vel viðeigandi að nota hann, ekki þar fyrir utan að við hefðum geta notað hvaða dag sem er,“ segir sr. Sigurður Nýja byggingin verður svo vígð í dag, og mun sr. Sigurður blessa hús- ið. Að því loknu munu Davíð Oddsson forsætisráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður stjórnar hjúkrunarheimilisins, flytja ávörp. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og pönnukökur, kórsöng og gítarspil. Fyrstu íbúarnir flytja svo inn 2. janúar, og reiknað er með að plássin 40 verði fyllt hægt og rólega út jan- úar. Verða um 210 manns á Eir Sr. Sigurður segir marga hafa lagt hönd á plóginn, og segir hönnuði og verktaka hafa unnið gott starf, auk þess sem þeir sem stutt hafa fram- kvæmdina með fjárframlögum eigi bestu þakkir skildar. Bygging- arkostnaður var áætlaður 600 millj- ónir áður en hafist var handa, og hef- ur sú áætlun staðist. Samtals eru um 170 heimilismenn á Eir, og bætast nú við 40 á nýju deildinni. Um 120 eru nú í hefð- bundnum hjúkrunarrýmum, tæplega 40 í sérstökum öryggisíbúðum í Eir- húsum, þar sem er líka sambýli fyrir 10 alzheimerssjúklinga. Á Eir er líka 20 manna dagdeild þar sem fólk kemur á daginn, allt að 5 daga vik- unnar, gjarnan fólk sem er að bíða eftir plássi á Eir. Starfsmenn eru á þriðja hundrað í mismiklu starfi, en um 140 stöðugildi eru á Eir. Hjúkrunarheimilið Eir þjónar einkum Reykjavík, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ, en eitthvað er um að heimilisfólk komi frá öðrum ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur, og jafnvel utan af landi ef þess er sérstaklega óskað. Birna Svavarsdóttir, forstjóri hjúkrunarsviðs, segir að hún sjái Eir fyrir sér sem öldrunarþjónustuhverfi fyrir eystri hluta borgarinnar, og því sé mikilvægt að bjóða upp á fjöl- breytta þjónustu sem henti hverjum og einum. Breytir miklu fyrir heimilisfólk Nýja álman breytir miklu fyrir heimilið og þá sem þar búa, segir Sigurður. „Við höfum miklu fleiri úr- ræði núna eftir að viðbyggingin opn- ar. Tilkoma þessa nýja heimilis með 40 einbýlum breytir mjög miklu fyrir það heimilisfólk sem hér er. Við get- um þá fyrr flutt það í einbýli. Að- albreytingin er sú að þetta er allt saman einbýli, eldhúskrókur er í öll- um herbergjum, ísskápur og ef við á er hægt að setja vask og eldavél- arhellu. Það er búið að leggja fyrir því og ef það þarf að nota það er ein- faldlega skipt um alla plötuna. Það eru ekki allir sem hafa eitthvað við eldavélarhellu að gera svo við setjum það bara inn eins og passar,“ segir Sigurður. Sigurður segir flesta sækjast eftir því að komast í einbýli, hann segir það þó ekki henta öllum að vera í ein- býli, og nefnir að alzheimersjúkling- um líði oft betur í félagsskap við aðra sökum öryggisleysis. Hægt verður að breyta allt að átta af þessum herbergjum í tveggja manna íbúðir fyrir hjón með því að opna hurð á milli herbergjanna, og kemur þetta fyrirkomulag til móts við hjón sem vilja búa saman áfram þó þau þurfi aukna ummönun. Ef herbergin eru svo ekki í notkun fyrir hjón er hægt að læsa millidyrunum og nota herbergin fyrir einstaklinga. Sjálfstæði og reisn mikilvæg „Þegar fólk lendir í þeirri aðstöðu að verða það lasburða að það getur ekki lengur búið á sínu eigin heimili þá er mjög dýrmætt að komast inn á hjúkrunarheimili þar sem er hjúkrun og læknisþjónusta allan sólarhring- inn og allur aðbúnaður er með þeim hætti að einstaklingurinn geti haldið sjálfstæði sínu og reisn þar til yfir lýkur,“ segir Birna. Eldhúsaðstaðan í nýju herbergj- unum gerir heimilismönnum kleift að bjóða gestum upp á t.d. kaffi og með- læti. „Þetta eru ákveðin skilaboð um að fólk haldi sjálfstæði sínu, þrátt fyrir að vera komið inn á hjúkr- unarheimili og búa á deild með 20 manns,“ segir Birna. Litlar deildir heimilislegri Í nýju álmunni á Eir er farin sú leið að vera með minni deildir til að gera aðstæðurnar heimilislegri fyrir þá sem þar búa. Þetta eru tvær 20 manna deildir, en hver deild er tví- skipt svo þetta eru raunverulega fjórar 10 manna einingar. Stórum matsölum fylgi skarkali, og það þykir ekki heimilislegt, segir Birna. „Þess vegna kusum við það að skipta deildunum í tvo hluta, þrátt fyrir að það kostaði örlítið meira. Í miðhlutanum er þjónustukjarninn, og sitthvorum megin við hann koma svo tíu einstaklingsherbergi, og mat- salur og setsalir. Þannig verður þetta miklu heimilislegra. Það er alltaf verið að reyna að ná fram heimilislegum anda. Þetta er hjúkr- unarheimili, og hér býr fólk oft í mörg ár og sífellt verið að vinna að því alla daga að gera umhverfið eins manneskjulegt og hægt er, þannig að okkar heimilisfólk hafi það á tilfinn- ingunni að það sé heima, ekki á stofnun.“ Sigurður segir að þótt þetta form henti íbúunum betur sé þessi lausn dýrari í rekstri en stærri deildir. „Við teljum að við getum gert þetta eins og við erum búin að skipuleggja þetta. Til þess að þetta gangi upp þurfum við að geta samnýtt starfs- fólk á fleiri en einni einingu, til dæm- is á næturvöktum. Það er svolítið mikið púsluspil en nauðsynlegt að gera það.“ Það er hægt að meta gæði hjúkr- unarheimilis út frá mörgum þáttum, en Birna segist sjálf helst vilja meta Eir út frá upplifun heimilismanna sjálfra og ættingja þeirra. „Þannig að okkar heimilismönnum finnist gott að vera hér og þeim finnist að þeir séu í umhverfi sem tryggir þeim góða þjónustu og öryggi.“ Ný álma á Hjúkrunarheimilinu Eir verður vígð í dag og munu fyrstu íbúarnir flytja inn um áramót 40 einstaklingspláss bætast við á heimilinu Öll nýju plássin eru í einbýli enda þörfin fyrir það að aukast.Nýja álman á hjúkrunarheimilinu rúmar 40 manns í einstaklingsherbergjum og verður því pláss fyrir um 210 íbúa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sr. Sigurður H. Guðmundsson forstjóri og Birna Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri í einum af nýju matsölunum. Á Eir er það gert að markmiði að þeir sem þar búa haldi reisn sinni og þeim líði vel á heimilislegum deild- um. Brjánn Jónasson kynnti sér hverju litl- ar deildir og ein- staklingsherbergi í nýju álmunni breyta fyrir heimilismenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.