Vísir - 28.11.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 28.11.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. nóvember 1980 Stórhækkun flugfargjalda í Bandaríkjunum: „Menn eru að vakna vlð vonflan flraum” - segir Sígurður Helgason forstjórl Flugleiða „Þaö liggur ekkert fyrir um það ennþá hvort fargjöld á Noröur-Atlantshafi muni hækka. Þar eru önnur öfl aö verki, til dæmis rikisrekin flug- félög, en þetta er kannski fyrsta visbendingin um aömenn séu aö vakna af vondum draumi,” sagöi Sigurður Helgason for- stjóri Flugleiöa i samtali viö Visi i morgun. Visir spurði Sigurð hvort likur væru á að fargjöld á Norð-At- lantshafsleiðinni mundu hækka á næstunni, en innanlandsfar- gjöld milli austur- og vestur- strandar Bandarikjanna munu stórhækka um áramótin. Sam- kvæmt upplýsingum timaritsins Newsweek munu fargjöld frá New York til Kaliforniu hækka um allt að 118% frá 1. janúar 1981. „Þessar breytingar sýna ein- faldlega að menn hafa gert sér ljóst að það er ekki hægt að halda uppi flugi til lengdar á þessum óraunhæfu fargjöldum. Eftir sigur Reagans í forseta- kosningunum hefur hópur manna unnið að tillögugerð i flutningamálum og þeir hafa bent á að það geti orðið dýr- keypt ef ekki á að varðveita alla uppbyggingu, reynslu, þekkingu og fjárfestingu þeirra flugfé- laga sem ákváðu stefnuna áöur, en Carterstjórnin siðan breytti meö þekktum afleiðingum sagði Sigurður Helgason enn- fremur. — SG Aflafréttlr að austan „A þessu ári sem er að liða barst miklu minni loðna á land á Austfjörðum, heldur en áður hef- ur verið,” sagði Hilmar Bjarna- son frá Eskifiröi, þegar Visir spurði hann frétta að austan. „Það er auðvitað afar slæmt, þvi Austfiröingar hafa byggt afkomu sina mikið á loðnuveiðum, eink- um tvö siðusta ár þar á undan. Svo fannst okkur allt of miklar stöðvanir á þorskveíðum hjá minnstu bátunum, sem stunda aðeins þorskveiðar yfir sumarið. Þetta eru liklega dekkstu hliðarn- ar á fréttunum frá okkur. Vertiðin gekk sæmilega, bæði hjá togurunum og bátaflotanum, mjög sæmilega. Humarveiðar voru mjög góðar, og svo fengum við ansi mikla uppbót, þegar sild- in kom. Það nálgast auðvitað ævintýrioghefur verið geysimik- il atvinna við sildina á þeim stöð- um, sem hún hefur verið unnin. Hitt er annað mál að það eru nokkur byggðalög á Austurlandi, sem ekki taka neinn þátt i þvi ævintýri. Atvinnuástand á Aust- fjörðum hefur þess vegna verið dálitið misjafnt. Ég er ekki tilbú- inn með lausn á þeim vanda, en það þarf að miðla afla eins og hægt er,” sagði Hilmar Bjarna- son og þegar Visir spurði hann hvort ráðlegra væri að fara út i slika aflamiðlun heldur en að kaupa togara fyrir hverja höfn, svaraði hann: ,,Já, það held ég”. SV Skiöagöngufólk þyrptist I brautina um leiö og bæjarstjóri haföi lýst hana opna til notkunar. (Visirm. GS). Ný trimmDraut opnuð á Akureyrí Ný trimmbraut hefur verið tek- in i notkun á útivistarsvæði Akur- eyringa i' Kjarnaskógi. Brautin er 2,7 km að lengd og upplýst. Þarna verður hægt að stunda skiða- göngu á vetrum og skokk yfir sumarið. A nokkrum stöðum viö brautina verður komið fyrir ýms- um trimmtækjum sem fólk getur æft sig á milli þess sem það skokkar. Helgi Bergs bæjarstjóri á Akur- eyri opnaði brautina i fyrradag að viðstöddum fjölda manns sem siðan gengu brautina á skiðum, en áhugi fyrir skiðagöngu er nú mjög vaxandi á Akureyri. — SG/GS AKUREYRI Bankamenn: Kjósa um sátta- tillöguna Allsherjaratkvæðagreiðsla bankamanna um sáttatillögu sem sáttasemjari lagði fram nú fyrir helgina, lýkur i dag. Þá hefur boðuðu verkfalli verið frestað til 8. desember. 1 sáttatillögunni, sem sátta- semjari lagði fyrir samninga- nefndir bankamanna og bank- anna sl. föstudag, er meðal ann- ars gert ráð fyrir 1.7% hækkun grunnlauna, til viðbótar við þá hækkun, sem samningurinn, er felldur var, gerðiráð fyrir. Þá er i sáttatillögunni ákveðin samræm- ing við BHM-samninga i 7.-9. flokki. Loks má nefna ákvæði um aukin barneignarfri á hálfum launum, auk þess sem komið er til móts við kröfur bankamanna hvað varðar ýmis skipulagsatriði og nýjungar i starfsemi bankanna svo sem opnunartíma og tölvu- væðingu. — JSS Þær eru loksins komnar Éf Nú geta afíir eignast veggsamstæður fyrir jól Verðið er hreint ótrú/egt. Aðeins gkr. 838.000.- ' nýkr. 8.380.- Mjög góð greiðs/ukjör til jóia. Útborgun kr. 165.000,- Afborgun kr. 85.000.- á mánuði. Trésmiðjan Laugavegi 166. ar: 22222 — 22229. Húsgagnaverslun GUÐMUNDAR Smiðjuvegi 2 — Sími 45100 ofmælisofslQttur Nú fer or órlego ofmælisviko í hönd og við bjóðum eins og undonforin ór 5% AUKAAFSLATT ó húsbúnoðorvörum sto þetta gildir Húsgögn innlend lið aðeins vikuna H“9ögn erlend Teppi i þ.e. iðgr. ofsl. lónoofsl. 15% 5 % V* 24. nóv. — 29. nóv. ■ 5% 10% Roftæki (undonskilin heimilist) 5% Opið í öllum deildum: föstudaga frá kl. 9 til 22 laugardaga frá kl. 9 til 12 5% 5% 5% Jón Loftsson hf. Illjci: “ cjii_iij'U'jp .□E;zuBöqQjíf —i — —- — □ UIJQ3 JJj ^ lUHnuUUttHVÍIIIIn Hringbraut 121 Sími 10600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.