Vísir - 28.11.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 28.11.1980, Blaðsíða 15
vlsnt 14 vísm Föstudagur 28. nóvember 1980 Föstudagur 28. nóvember 1980 15 Það er eins gott ab fara varlega meðþetta. Það er margra manna tak að flytja þularborðið Hvað skyldi kosta að koma draslinu inn? gæti fjármálastjórinn með tommustokkinn verið að hugsa Þaö er bölvað bras og þarf marga menn I að koma þessum þungu stykkjum upp stigana. HVERJIR FÁ AÐ HLUSTA A STEREÚ- ÚTVARP UM JÚLIN OG HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? í fyrradag voru þeir hjá útvarpinu að f lytja nýju stereo-græjurnar sínar inn í útvarpshúsið. útvarpið á fimmtíu ára afmæli 20. desember og í tilefni þess splæsti stofnunin — eöa stjórnmálamennirnir/ á sig þessum fínu græjum. Til- raunaútsendingar eiga að hef jast á afmælisdaginn og þjóðin hlakkartil að heyra jólasálmana í stereo. En til að byrja með er þetta aðeins tilraun og það er Ijóst að öll þjóðin fær ekki að njóta jólasálmanna í stereo.Ýmsar spurningar vakna og Vísir leitaði svara við sumum þeirra. Hverjir fá að njóta gæðanna? Hverju þarf að breyta og hvað kostar það? Um þetta er opnan í dag. SV Magnus Hjálmarsson tæknimaður: „ÞRD GETA VERIÐ DRAUG- AR f STEREÚOTVARPI" ,,Þaö þarf að taka sérstaklega fram, að þegar sendingar hefjast i stereo, verða þaö tilrauna- sendingar,” sa göi Magnús Hjálmarsson tæknimaður hjá Hljoðvarpinu. — Hvers vegna á aö leggja svo mikla áherslu á það? „Vegna þess að það geta komiö upp alls konar vandamál i sam- bandi við þetta, sem við getum ekki séð fyrir. Þaö liggur meðal annars i þvi hvort sendarnir eru nægilega sterkir. Sennilega þurfa flestir aö fá sér loftnet, þvi styrkurinná þessu verður ekki al- veg eins mikill og I mono sending- unum”. t sambandi viö loftnetin má geta þess aö á mörgum fjölbýlis- húsum eru tilbúin loftnet fyrir stereomóttöku og dugir eitt fyrir alla blokkina, I mesta lagi þarf aö bæta magnara við. Og Magnús heldur áfram: „Hjá okkur er þetta lika töluverð breyting á tækjabúnaði og þarf miklu meiri nákvæmni á öllu við útsendingu i stereo en i’ mono. Það þarf að passa miklu betur uppá allt, allt frá plötuvalinu og upp i gegnum kerfið. — Segðu mér meira um loftnet- in, þarf þau jafnt hér i grenndinni við útsendinguna sem lengra frá, og hvernig eru þau? ,,Það má búast við aö þeirra verði þörf á Reykjavikursvæðinu, jafnt sem annarsstaðar. Mönnum ber ekki saman um þetta, en það kemur i ljós i tilraunasendingun- um. Loftnetin eru i útliti mjög svipuð sjónvarpsloftnetum. Og iþessu geta myndast draug- ar eins og i sjónvarpinu”. — Hvernig haga þeir sér? „Þeirgetahagaösér alla vega. Það getur komið fram sem skert merki, að önnur rásin heyrist sterkar en hin og jafnvel sem breytilegur styrkur, og þótt menn vilji stilla það heima á tækjunum sinum, getur það verið erfitt, þvi þetta getur verið svo óstöðugt. Það fer alveg eftir þvi hvernig draugurinn er og hvaö mikill. Það eru margar óþekktar stærðir þarna og þess vegna vilj- um við að fólki sé vel ljóst a ð til að byrja meðveröa þetta tilraunir”. Magnús Hjálmarsson, tækni- maður. — Að lokum ögn meira um drauginn. Veröur hans lika vart i m on o-sen d in gu nu m ? „Nei, mono-sendingarnar breytast ekkert”. SV Haraldur Sigurðsson yfirverkfræðingur: „Tækniiega er strax hægt að senda vestur í djúd og auslur í Lón” „Það er vitað aö sendingar geta ekki hafist strax til Norðurlands- ins og Austurlandsins”, sagði Haraldur Sigurðsson yfirverk- fræðingur hjá simanum, þegar viðspurðum hann um dreifikerfið fyrir stereo-útvarp. „Það er vegna þess að fyrir þessi tvö landssvæði eru ekki til flutnings- linur til að flytja stereo útvarp. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun, af hálfu Rikisútvarps- ins um hvenær það yrði. A Suður og Vesturlandi byggist FM dreifikerfið á öðrum forsend- um. Þar tekur ein FM stöðin við af annarri og gengur sem endur- varp út frá Reykjavik. Þannig nær sendingin vestur á firði og austur I Hornafjörð eða Lón. Þótt tæknilega sé hægt að senda i stereo vestur i Djúp og austur i Lón, hefur útvarpið ekki tekið ákvörðun um hvort verður keyrt út á allt dreifikerfið strax, eða hvort þetta verði tekið i áföngum. Þettaatriðigetur valdið nokkrum vonbrigðum ef það er ekki upp- lýst rétt og strax, þvi það er ákvörðun útvarpsins, hvort þeir senda strax frá fyrsta degi út á allt dreifikerfið eða að þeir sendi aöeins hér út frá Vatnsenda- stöðinni. Þetta er óráðið ennþá. — Sumir tæknifróðir menn ótt- ast að sendirinn á Vatnsenda sé ekki nógu stór fyrir stereo-út- sendingu. „Það er staðreyndað til þess að njóta stereo-útsendingar i sama mæli og mono, þarf meira merki inn á viðtækið. Hvort þarf útiloft- neteða ekkier mikiö háð þvi hvar notandinn er. Ég vil vara fólk við aðgera sér vonir um að stereo-út- sendingar náist inn I hvern krók ogkima i'ibúðumoghúsum, þeg- ar þær hefjast. Mörg ferðatæki eru með loftnetsstöng, sem þarf aðdraga út og jafnvel getur verið að þaö dugi ekki, nema tækið sé rétt staðsett i ibúðinni, t.d. nærri glugga. Mörgum tunerum, eöa græjum, sem kölluð eru, fylgja loftnet, sem setja má upp, t.d. aftan á bókaskáp, eða á bak við bækur, eða eitthvað slikt, þau þurfa ekki að vera á áberandi stað. Þótt menn þurfi ekki á þeim að halda núna, getur þurft á þeim að halda fyrir stereo og þau geta nægt ef þeim er komið fyrir eins og leið- beiningarnar, sem fylgja tækjun- um segja fyrir um”. — Veltur það ekki lika á h versu mikill styrkur er á útsendingunni, hvað merkið inn á tækin er gott? „Jú, reyndar. Otsendingar- styrkurinn er nægur til mono sendinga og reynslan verður að skera úr um hvort hann nægir Haraldur Sigurðsson, yfirverk- fræðingur. ekki fyrir stereo einnig. Við eig- um ekki til yfirgripsmiklar mælingar á sviðsstyrknum, hins vegar vitum viö aö hann er alls- staðar nægur fyrir mono, en spurningin er hvar stereo-út- sendingar fara að liða fyrir skort á sviðsstyrk. Þá kemur upp sú stóra spurning, ef vantar meira merki: hvor á þá að bæta sitt? A útvarpið að fara i aö auka veru- lega sendistyrkinn eða á hver not- andi að fá sér útiloftnet? Þjóð- hagslega er ekki rétt að auka sendingarstyrkinn svo gjfurlega að menn þurfi ekki að nota loft- net. 1 flestum tilfellum nægir að bæta einni stöng við sjónvarps- loftnetiö, þar sem það er, og nota síðan sama streng til að flytja merkið niður i tækin, svo þetta á ekki aö veröa stórt fjárhagsmál fyrir fólk”. SV Hans Kragh í Radíóbæ: „Býst við verulegrí sölu í bíltækjum” ,,Það er helst i bíl- tækjum, sem við búumst við verulegri sölu- aukningu i sambandi við stereo útsendinguna”, sagði Hans Kragh i Radióbæ, þegar við snerum okkur til hans, með spurningu um hvaða áhrif breytingin hefði á sölu i viðtækja- verslunum. Hans taldi áð 9 af hverjum 10 hljómflutningstækjum til heimilisnota, sem seld hafa verið á siðustu árum, hefðu innbyggðan FM stereo móttakara, og þess vegna sé varla aö vænta mikillar sölu i heimilistækjum i kjölfar breytinganna. Þó hefur nokkuð boriðá þvi i seinni tiö að ungt fólk kaupir sérbyggð tæki, þar sem magnarinn er sér og án útvarps- móttakara, „það segist ekkert hafa aö gera með útvarp”, sagði Hans. Nú verða að sjálfsögðu straum- hvörf I þeim hugmyndum, þegar útvarpiöfer aö senda tónlistina út i stereo og þá kemur viðbótar- kostnaður hjá þvi fólki, sem vill bæta móttakaranum inn i' sam- stæðuna. Hvað skyldi það svo kosta? Við leituðum i mörgum radioverslunum og fengum að vita að móttakari eöa „tuner” eins og það er kallað á fagmálinu, erfáanlegur frá 140 þúsund krón- um upp i á fimmta hundrað þús- und. Dýrari gerðirnar eru yfir- leitt „digital” tæki, sem þýðir að stillinginer tölvustýrð, þannig að tölvunni er gefið upp á hvaöa bylgjulengd maður vill hlusta og hún sér um stillinguna. En hvers vegna verður mest hreyfing i biltækjum? Hans Kragh segir að langflest biltæki, sem hér eru i notkun séu fyrir langbylgju og miöbylgju en ekki Hans Kragh ætlar að selja mikiö af biltækjum. FM bylgjuna. Þess vegna veröi þeir, sem vilja ná stereoút- sendingunni að fá sér ný tæki. Hans var spurður hvort þeir sem hafa i bilnum sambyggt út- varp og kassettutæki verði þá aö henda öllu út og kaupa nýtt. Hann sagði aö tæknilega væri ekkert þvi til fyrirstööu að bæta útvarps- tækinueinu við. Þá þarf aöeins að bæta við snerli, sem tengir hátalarana viö það tækiö, sem er I notkun i það skiptið. Hitt er annað mál að i bilum er aðeins gert ráð fyrir einu tæki i boröinu og þaö verður erfitt fyrir flesta aö koma tveim tækjum fyrir, svo vel fari. Verðiö á útvarpstækinu einu er fráumlOOþúsundkrónum, en svo erauövitað hægt að kaupa miklu dýrari tæki, hafi menn áhuga og peninga. Eru ástæöur fyrir bileigendur til að fjárfesta i stereoútvarps- tæki, er ekki allt i lagi aö hlusta á útvarpið i bilnum i mono. „Stereoútsending nýtur sin hvergi eins vel og inni i bilnum”, segir Hans Kragh. „Þaö má nokkumveginn segja aö þú sért staðsettur inn I hátalarakassan- um, og þú færð hvergi betri hljóm. Og þaö er töluvert miklu betri hljómur i stereo útsendingu en nokkumtima fæst af kassettu. Þaö byggist á aö kassettan hefur lágt tiðnisviö og það takmarkar mjög hennar möguleika”. — Hvaða kostnað hefur nýtt loftnet i för meö sér fýrir þá sem þurfa að kaupa það til að geta nýtt stereoútsendinguna? „50-60 þúsund krónur”, segir Hans Kragh og biöur okkur áöur en við kveðjum hann að geta þess aö á flestum útvarpstækjum fyrir FM stereo móttöku sé skynjari sem merki stereo útsendinguna og þá kvikni rautt ljós á flestum tækjum, sem gefi til kynna aö stereo sé I gangi. Hann segist mjög oft hafa oröið þess var að þetta sé óvirkt, jafnvel á nýjum tækjum og þá þurfi að koma þeim i viðgerð. SV Texti: Sígurjón valdimarsson Myndir: Bragi Guðmundsson og Þráínn Lárusson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.