Vísir - 28.11.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 28.11.1980, Blaðsíða 21
Föstudagur 28. nóvember 1980. VÍSIR - 21 ídog íkvold 1111111 Þiöðleikhúslð frumsýnir i kvöld: Nðtt 09 dagur - gerist í Dlaðaheiminum Þjóðleikhúsið frum- sýnir i kvöld á stóra sviðinu leikritið Nótt og dagur eftir Tom Stopp- ard. Leikritið er í islenskri þýðingu Jakobs S. Jónssonar, en leikstjóri er Gísli Alfreðsson og leikmynd og búningar eru eftir Gunnar Bjarnason. Lýs- ingu annast Kristinn Danielsson. Leikurinn gerist á heimili Car- son-hjónanna i Imynduðu Afriku- riki sem heitir Kambawe. Borgarstyrjöld er yfirvofandi i landinu og blaðamenn og ljós- myndarar streyma að i fréttaleit. Samkeppnin er hörð i blaða- heiminum og er ýmsum aðferð- um beitt til að ná árangri og um- fram allt til að verða fyrstur og einn með fréttirnar Wagner og Guthrie starfa saman, en lenda I útistöðum við Milne sem reyn ist óstýrlátur keppinautur. beir eru allir samankomnir á heim ili Carson-hjónanna vegna þess að þar er fjarriti sá eini i þessu frumstæða landi. I atburðarás- inni gefst mikið rúm fyrir um- ræðu um dagblöð og frétta- mennsku og þá einkum siðgæði fjölmiölunar. Inn i þessa umræðu spilar einnig vangavelta um stéttvisi og vinnudeilur,— öll umræðan um blaðamennskuna ætti að hljóma nokkuð kunnug- lega I eyrum okkar tslendinga, þó svo I leiknum séu blaðamennirnir erlendir og staddir á vettvangi heimsfréttanna. Umræðan um siðgæði f jölmiðl- anna snertir lika Carson-hjónin talsvert og það nokkuð ónotalega, Landkradbar í Kópavoglnum Leikfélag Hornafjarðar sýnir Landkrabba, eftir Hilmar J. Hauksson i Félagsheimilinu Kópavogi n.k. föstudag kl. 21:00. Leikstjóri Ingunn Jensdóttir. Hákon Waage og Arnar Jónsson I hlutverkum blaðamanns og blaða- Ijósmyndara viö stórblaðið Sunday Globe í Nótt og dagur. Leikritið hefur verið sýnt undan- farið á Höfn við góða aðsókn og undirtektir. Einnig voru sýningar á Neskaupstað og Egilsstöðum. þvi þau hafa bitra reynslu af þvi að vera fréttaefni — i slúðurdálk- unum. í hlutverkum eru Arnar Jóns- son, sem leikur Richard Wagner, þekktan blaðamann við breska stórblaöið Sunday Globe . Hákon Waage, sem leikur George Guthrie, virtan og viöförlan blaðaljósmyndara, Gunnar Rafn Guðmundsson leikur Jakob Milne, sem er ungur litt reyndur blaðamaður og annað hvort af- burðasnjall sem slikur eða ótrú- lega heppinn, en jafnframt óþæg- ur og erfiður sinu stéttarfélagi, Gunnar Rafn leikur nú sitt fyrsta hlutverk fyrir þjóðleikhúsið. Anna Kristin Arngrimsdóttir og Gunnar Eyjólfsson leika Ruth og Geoffrey Carson, bresk hjón sem búa I Afrikurikinu Kambawe og lifa þar af námarekstri. Róbert Arnfinnsson leikur Mageeba, þel- dökkan forseta Kambawe og heimilisvin Carson-hjónanna. Randver Þorláksson leikur blakkan þjón hjónanna og Valdi- mar Hannesson leikur son þeirra. Höfundur verksins, Tom Stoppard.fæddist i Tékkóslóvakiu árið 1937 og fluttist meö móður sinni og stjúpföður til Englands eftir siðari heimsstyrjöldina. Aðeins 17 ára gamall gerðist hann blaðamaður og starfaði sem slik- ur i 10 ár. A þeim árum sinnti hann flestum hliöum blaöa- mennsku, allt frá almennri fréttaritun og slúðurdálkaskrif- um yfir I það að vera leiklistar- gagnrýnandi. Upp úr 1960 hóf hann að semja leikrit og ávann sér fljótt miklar vinsældir og þótti þá, og þykir enn, vera einn hug- myndarikasti leikritahöfundur Breta. — Hérlendis hefur aöeins eitt verka hans verið leikiö til þessa, heitir það Alberts Bridge, eða Albert á brúnni, og var flutt i útvarp og leikið á Herranótt M.R. fyrir nokkrum árum. Af öðrum leikritum Stoppards má nefna Rosenkrantz and Guildenstern are Dead, Jumpers Travesties, The Real Inspector Hound og After Magritte. Leikurinn verður, eins og áður sagði frumsýndur i' kvöld, og önn- ur sýning verður siðan á sunnu- dag. —KÞ r Bókmenntakynning j h|á Eymundsson: | | Lesiö upp úr! ! íslenskum i ! sjávarháttum í ! og stjðrnu-! glópum Um þessar mundir eru liöin 20 ár siðan Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar tók i notkun húsnæði það, sem verzlunin er nú starfrækt i, að Austurstræti 18. Af þessu til- efni verður sá háttur hafður á að vikulega fram að jólum verður lesið úr bókum ýmissa Islenskra rithöfunda á föstu- dögum kl. 3 til 5. Þetta er visir að bókmenntakynningu og er þess vænst að viðskiptamönn- um verslunarinnar falli þessi nýbreytni vel i geð. Jafnframt þessu munu höfundar bóka þeirra er lesiö er úr, verða viðstaddir og árita bækur sin- ar fyrir þá sem þess óska. Fyrsta bókmenntakynning af þessu tagi verður i dag frá kl. 3 til 5, en þá mun Hjalti Rifgn- valdsson leikari lesa úr bók Lúöviks Krist jánssonar, Islenskir sjávarhættir og enn- fremur úr skáldsögu Jóns Dan, Stjörnuglópar. Höfundarnir verða við-. staddir sem fyrr segir, og I árita bækur sinar fyrir þá sem | þess óska. Risakolkrabbinn (Tentacles) Afar spennandi, vel gerð amerisk kvikmynd i litum, um óhugguiegan risakol- krabba með ástriöu I manna- kjöt. Getur það I raun gerst að slik skrimsli leynist við sólglaðar strendur. Aöalhlutverk: John Huston, Shelly Winters, Henry Fonda, Bo Hopkins. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Bönnuð innan 12 ára ☆ + Snekkjan OPIÐ TIL KL.3 ★ * Grétar Örvarsson leikur á ^ Baldwin orgel frá 10-12 ★ | Snekkjan Kópavogsleikhúsið j Þorlokur þreytti Hinn geysivinsæli gamanleikur 60. sýning laugardagskvöld kl. 20.30 UPPSELT Síðasta sinn. Sprenghlægileg skemmtun fyrir qIIo fjölskylduna Miðasala i Fclagsheimili Kópavogs frá kl. 18-20.30 nema laugardaga frá kl. 14-20.30. LAUGARÁS B I O Simi 32075 Sjóræningjar XX aldarinnar Ný mjög spennandi mynd sem segir frá ráni á skipi sem er með i farmi slnum ópium til lyfjagerðar. Þetta er mynd sem er mjög frá- brugðin öörum sovéskum myndum sem hér hafa verið sýndar áður. tslenskur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 14 ára Leiktu Misty fyrir mig Endursýnum þessa frábæru mynd með Clint Eastwood Sýnd kl. 11 Bönnuð innan 16 ára. Trylltir tónar Viðfræg ný ensk-bandarisk músik og gamanmynd, gerð af Allan Carr, sem gerði „Grease”. — Litrik, fjörug og skemmtileg meö frábær- um skemmtikröftum. Islénskur texti. Leikstjóri: Nancy Walker Sýnd kl. 3-6, 9 og 11.15 Hækkað verð. Lifðu hátt — og steldu miklu Hörkuspennandi litmynd, um djarflegt gimsteinarán, með Robert Conrad (Pasquinel i Landnemar) Bönnuð innan 12 ára Endursýnd kl. 3,05-5,05-7,05- 9,05-11,05 ■§©Ðy?-.C Hjónaband Maríu Braun Spennandi — hispurslaus, ný þýsk litmynd gerð af Rainer Werner Fassbinder. Hanna Schygulla — Klaus Lowitsch Bönnuö innan 12 ára Islenskur texti Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11,15 ,.g©fa(T P---------- Tunglstöðin Alpha Spennandi og skemmtileg ný ævintýramynd i litum. Islenskur texti. Sýnd kl. 3,15-5,15-7,15-9,15 og 11,15 í tilefni af 75 ára afmæli Sanitas verður barnaskemmtun 30. nóvember n. k. í Regnboganum kl. 13 í sal A. Sýndar verða teiknimyndir ásamt myndum af Pele og öðrum Pepsi-fróðleik. Ókeypis aðgangur. Ókeypis Pepsi. ★ Ókeypis happdrætti . VinningarPepsisvifdiskaro.fi. $itnifct.v 7Wú ra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.