Vísir - 28.11.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 28.11.1980, Blaðsíða 27
Föstudagur 28. nóvember 1980 27 vtsm ÆVINTÝRI MARCOPOLO Ævintýri Marco Polo i bók. Ný barna- og unglingabók, Ævintýri Marco Polo.er komin út hjá Bókaforlaginu Sögu. Frásagan af ferð ítalska kaupmannssonarins Marco Polo til Kína á 13. öld er löngu orðin sigild um allan heim. Hún tók 24 ár og Marco, sem var unglingur þegar hann lagði af stað, sneri aftur fulltiða maður. Við heim- komuna hafði hann frá mörgu aö segja sem vakti undrun og vantrú samtimamanna hans. Nú vita menn hinsvegar að Marco Polo var heiðarlegur og greinargóöur sagnaritari, sem lýsti af samviskusemi hinum viðáttu- miklu rikjum Austurlanda, voldugum konungdæmum, þétt- býlum borgum og endalausum eyðimörkum. Þessi fræðandi og skemmtilega bók lýsir i máli og myndum hinni ævintýralegu ferð Marco Polo. Textinn er eftir Italann Gian Paolo Cesarini. Annar Itali, listamaöurinn Piero Ventura, hefur myndskreytt bókina á sinn sérstæöa hátt, en hann hefur sér- hæft sig i þvi að myndskreyta bækur fyrir börn, og hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sin. Islensku þýðinguna gerði örn- ólfur Arnason, rithöfundur. Bókin er sett hjá Prentstofu Guðmund- ar Benediktssonar. Hún er 36 siður i stóru broti. Eyjan. Bókaútgáfan örn og örlygur h.f. hefur sent frá sér bókina Eyjan eftir bandariska rithöf- undinn Peter Benchley í þýðingu Jóhönnu Kristjánsdóttur og 111- uga Jökulssonar. Peter Benchley er sennilega þekktasti spennu- sagnahöfundur heims um þessar mundir, ekki sist vegna þess að frægar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hans. Ber þar fyrst aönefna „Jaws” (Ökindin) og „The Ðeep” (Djúpið) en báður þær myndir hafa verið sýndar hérlendis. Nú hefur einnig verið gerð kvikmynd eftir Eyjunni, og hún sýnd við gifurlega aðsókn viða um lönd. Bókin Eyjan fjallar um banda- riskan blaðamenn Blair Maynard, sem tekur sér það fyir hendur að kanna orsakir þess að fjölmargir bátar hverfa sporlaust i Karabiska hafinu. Er magn- þrungin spenna i bókinni frá upp- hafi til enda. CYJAN er efti1 böfund 09 Ókindio (Jaws) 09 Djúpið (The Deep). cn kvikmyn<í<r hsfa venð geriar ett» báðum þe<m sogym 09 eru'Jíæí ve! kunnar. AIHffiD LANSIK& Harðfengi og hetjulund. Ct er komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, bókin Harðfengi og hetjulund eftir Al- fred Lansing i þýðingu Hersteins Pálssonar. Þetta er 7. bókin i bókaflokknum „Háspennu- sögurnar.” Harðfengi og hetjulund var bundin i Bókfelli hf. og Prent- tækni sá um ljósmyndun, filmu- vinnu og offsetprentun. Aug- lýsingastofa Lárusar Blöndal gerði kápu. Hverju má ég trúa. Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfiröi, hefur gefið út bókina Hverju má ég triia? eftir Harold Sherman i þýðingu Ingólfs Arna- sonar. Hjá Skuggsjá hafa áður komið út eftir Harold Sherman bækurnar Dularmögn hugans, Lækningamáttur þinn og Að sigra dttann. I bókinni reynir Harold Sher- man að gera greinarmun á þvi, hvaö sé rétt og hvaö rangt. Hann skýrir fyrir lesandanum furöur hugans og greinir frá niöurstöö- um, sem hann hefur komist að I hinni þrotlausu leit að svari viö hinum mikilvægu spumingum: Hvað er rétt og satt? Hverju má ég trúa? Hundruðmanna um allan heim spyrja Harold Sherman í bréfum í hverjum mánuði hvernig þeirgeti endurheimt trú sina á llfið, hvemig þeir geti öðlast öryggi i staö ótta og óvissu um framtíð- ina, hverju geti þeir trúaö og á hvaö þeir geti treyst i lifinu. Hvað gerðist á íslandí 1979? — Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út fyrsta bindi bóka- flokksins Hvað gerðist á tslandi? Steinar J. Lúðviksson, rithöfund- ur, hefir tekið bókina saman sem er 240 blaðsiður og prýdd fjölda mynda eftir marga af þekktustu fréttaljósmyndurum landsins. Umsjón með myndum hafði Gunnar V. Andrésson, fréttaljós- myndari. Bókin er ómetanleg heimild og bregður upp á skýran og skemmtilegan hátt i máli og myndum, þvi sem gerðist á Islandi á þvi herrans ári 1979. Hún er i senn heimildarrit sem öölast æ meira gildi með árunum og skemmtileg lesning öllum þeim sem vilja fylgjast með og hafa aðgang að heimildum um samtlma atburði, sem þeir sjálfir tóku þátt i eða voru áhorfendur að með einum eða öðrum hætti.” Samtimasagan skiptist i þessa flokka: Alþingi - stjórnmál, Ból- menntir listir - menningarmál, Dóms - og sakamál, Eldsvoðar, Fjölmiðlar, Flugmál, Iðnaður, Iþróttir, Kjara- og atvinnumál, Landbúnaður, Menn og málefni, Náttúra landsins og veöurfar, Orkumál, Sjávarútvegur, Skák og bridge, Skóla- og menntamál, Slysfarir og bjarganir, úr ýmsum áttum, Verðbólgan- verðlagsþró- un. Höfundur þakkar i formála ritstjórunum Jóni Sigurðssyni og Ólafi Ragnarssyni fyrir holl ráð og ábendingar. Efnisyfirlit bók- arinnar er mjög itarlegt og auð- veldar fólki mjög að finna það sem það kann að leita að i bók- inni. Hvað gerðist á Islandi 1979 er filmusett og unnin i prentstofu G. Benediktssonar en prentuð á Englandi. ELSE-MARiE fVJOHR BARNLALS MÓOII Þrjár rauöar ástarsögur. Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út þrjár bækur i bókaflokknum „Rauöu ástarsögurnar”. Alls hafa þá komið út i þessum flokki 15 bækur. Nýju bækurnar heita Barnlaus móðir eftir EIse-Marie Nohr.i þýðingu Skúla Jenssonar, öriögin stokka spiiin eftir Sigge Stark, I þýðingu Skúla Jenssonar, og Astin er enginn leikur eftir Signe Björnberg, I þýðingu Siguröar Steinssonar. „Rauðu ástarsögurnar,” hafa notið mik- illa vinsælda undanfarin ár og þessar þrjár nýju bækur gefa hinum fyrri ekkert eftir. „Rauðu ástarsögurnar” voru settar, prentaör og bundnar i Helluprenti h.f. SIGGE STARK ÖRLÖGIN STOKKA SPIUN SK3NE BJÖRNB ÁSTIN ER ENGINN LEIKUR Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út bókina öll eru þau önnum kafin i Erilborg eftir Richard Scarry. Aödáendur þessa vinsæla barnabókahöf- undar hafa lengi beðið eftir þess- ari bók Scarrys sem er ein hans stærsta og vinsælasta bók. Þýð- endur bókarinnar eru þeir Jóhann Pétur Sveinsson og Ólafur Garöarsson. Ihinni nýju bók hittum við fyrir ýmsar hinna þekktu og vinsælu sögupersónur úr fyrri bókum Scarrys svo sem Lása löggu, Ormar einfætta og Skafta skútu- karl, en jafnfram hafa nú komið fjölmargir aðrir til sögunnar. LANDLEYSINGJAR STEFNA A ÍSLAND A þriðjudaginn i næstu viku er runninn út sá frestur, sem dómsmálaráðherra, veitti í máli landflótta mannsins Gervasoni. Má heyra á ýmsu vinstra liði, sem hefur fyrir sið að segja ráðherrum fyrir verk- um, og á sér einkum politiskt haldreipi I hjartalagi Gunnars Thoroddsens, að flóttamanninn megi ekki flytja úr landi. Stefnir þá f það æskilega ástand, að tslandi verði að taka við öllum þeim Frökkum, sem ekki vilja fara að lögum lands sins. Er sii hópferð þegar hafin að nokkru með þvf að flokkur Frakka kom i sendiráð tslands I Paris og heimtaði að fá að flýja til islands. Þessi flokkur hafði allt undirbúið og kom með blaða- menn með sér, en eins og al- kunna er liggja fjölmiðlar eins og útflenntar gellur á svelli fyrir öllum svona tilburðum. Það var f einn tfma aö Frakkar voru forustuþjóö í frelsisbaráttu þjóða. Þeir eru enn frjálslyndari en flestir aðrir og hafa þvi ekki sleppt þessu mikilsveröa forustuhlut- verki sínu. Þess vegna verkar svolitið undarlega, þegar ein- staklingar bera upp klögumál sin viö Islandinga út af réttar- farslegu harðræði i þessu föður- landi frelsisins. Sannleikurinn er sá, að það fólk sem hingaö vill komast, og sá sem þegar er kominn, sem einskonar braut- ryöjandi i landflótta til lslands, eru fyrst og fremst aöilar, sem neita að gegna skyldum við fööurlandið, eins og þær skyldur eru ákveðnar f lögum landsins. Það kemur þvi á óvart, að þeir pólitisku aðilar á tslandi, sem telja sig hafa einkarétt á fööur- landsást, skuli láta sér svo annt um brigðamenn við Frakkland, scm raun ver vitni um. Það er auövitað hörmulegt, að frábærar þjóðir um gáfur og atgervi, skuli þurfa aðhafa her- skyldu. En Frakkland hefur átt viðþá reynslu að búa, að fárán- legt er að álíta, að þjóöin sé reiöubúin aö leggja herskyldu niður. Aö þvi gefnu er jafn fáránlegt að álita að viö eigum að taka þátt I þvl sjónarspili sem veikir Vestur-Evrópu f þágu KGB og heimsvaldasinn- anna, sem biða nú á landamær- um Póllands eftir nýrri yfirferö. Vestur-Evrópa er alveg nógu veik fyrir, þótt við förum ekki aö skipta okkur af, eða taka á okkur að vernda þá einstakl- inga, sem hafa týnt föðurlandi sinu f þvi moldvirði vinstri áróðurs, sem gengiö hefur yfir Evrópu undanfarin áratug. Það mætti t.d. spyrja Dani hvaö þeim finnist um þau hundrað og fimmtfu ungmenni, sem þeir hafa hirt dauð af götum Kaup- mannahafnar það sem af er árinu, og eru beinn árangur þess dauðaáróöurs, sem ung- lingar hafa orðið fyrir um alla Evrópu og kenndur hefur veriö við lffið af KGB-liðinu. I reynd stefna Gervasonarnir á vitlaust land I leit sinni að griðastað fyrir föðurlandi sfnu. Þaö var fyrst og fremst Svfþjóö, sem kom landvilltum mönnum f skilning um, að hægt var að sleppa við herþjónustu og löglegar kvaðir henni samfara. Sviar tóku við mönnum, sem vikust undan herþjónustu, þegar þeir böröust gegn Vesturlöndum I Viet-nam strfð- inu. Þangaö eiga hinir land- lausu Frakkar að stefna för sinni. Þar hlýtur enn að vera griöastaður fyrir alla þá sem virða fóöurland sitt einskis. Eða þá að þeir taki upp vist í Kristjaniu I Kaupmannahöfn, þarsem Gervasoni dvaldi I eitt og hálft ár mitt f dauöastrföi eiturlyfjaunglinga þeirra, sem margir hverjir hafa veriö aö finnast á götum borgarinnar. Við tslendingar eigum enn föðurland, sem er okkur kært bæði í fortið og nútið. Hefðum viö og forfeður okkar vikist undan þvf að lifa við þau lög, skráð og óskráð, sem búsetu hér norðurfrá fylgdi, hefði enginn okkar verið eftir til að taka við landleysingjum. Af þessum ástæðum m.a. skiljum við ekki nauðsyn Gervasona á þvf að vilja ekki þjóna landi sinu eins og það biður um og þarfnast. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.